Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 10
Í BYRJUN nýliðinnar viku birtist ný þjóðhagsspá, þar sem spáð er um 9% verðbólgu frá upphafi til loka ársins, rýrnandi kaupmætti og dvínandi hagvexti. Forsætis- ráðherrann er fyrst spurður hverjar hann telji meginorsakir þess vanda, sem lýst er í spánni. Hann segir að sennilega hafi margir túlkað spána með of nei- kvæðum hætti: „Þar er reyndar bæði lýst vanda og ekki vanda. Tökum fyrst sem dæmi hagvöxtinn. Menn höfðu búist við því að vöxturinn yrði 2%, en það er lækkað niður í 1,5%. Ef hins vegar er tekin spá Þjóðhagsstofnunar frá því í október spáðu þeir hagvexti upp á 1,6%. Þessar tölur eru engin nýjung og þær eru að ég myndi segja innan skekkjumarka. Og hvað segja þær okkur? Væntanlega það að þegar talað er um harðar eða mjúkar lend- ingar sé niðurstaðan sú að um verði að ræða mjúka lendingu. Í Þýskalandi er spáð 1,5% hagvexti og það telur þýska stjórnin vera góðan hagvöxt – ekki sýna mikla drift í þjóð- félaginu, en góðan hagvöxt. Sá 1,5% hag- vöxtur, sem hér er spáð, kemur í framhaldi af um 5% hagvexti á ári fimm ár í röð. Fáar þjóðir í Evrópu hafa búið við það. Hvað næsta ár varðar er samkvæmt þess- ari spá gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 0,5%. Þá er ekki gert ráð fyrir því að neitt gerist, hvorki stækkun Norðuráls né virkj- unar- og álversframkvæmdir fyrir austan. Hvoru tveggja er sleppt og það er að mínu viti mjög varfærið miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Í Morgunblaðinu á föstudag komu fram vísbendingar um að málefni Norðuráls væru að þokast í rétta átt og einnig hafa menn ekki verið bjartsýnni í annan tíma um fram- kvæmdirnar fyrir austan. Það er því ljóst að menn eru ekki að tala um neitt hrap í hag- vexti. Þetta gerist á sama tíma og við erum tvö ár í röð að skera niður þorskinn um 30 þús- und tonn – 60 þúsund tonn í heildina – sem er 25% samdráttur miðað við það sem við höfum verið að veiða, sem er nú ekkert lítið. Þessar tölur segja okkur að minnsta kosti að menn eru ekki að horfa á harða lendingu. En auðvitað eru það hinar neikvæðu tölur, sem stinga í augu og fólki bregður eðlilega við að sjá – spá um 9% verðbólgu frá janúar á þessu ári til janúar á því næsta. Þeirri al- varlegu tölu fylgir þó að verðbólga eigi að minnka um meira en helming á næsta ári. Með öðrum orðum erum það ekki bara við, sem höldum fram að þetta sé verðbólguskot, heldur telur Þjóðhagsstofnun það einnig. Nú geta menn deilt um það hvort verðbólgan verði lægri á þessu ári en 9% og jafnvel hvort hún muni lækka svona hratt á næsta ári. Hún gæti jafnvel orðið lægri og lækkað hægar. Það er ekki aðalefni málsins. Grund- vallaratriðið er að þetta er ekki verðbólga, sem ástæða er til að ætla að verði, heldur fari jafnhratt og hún kom. Það ætti að vera þýðingarmest fyrir verkalýðshreyfinguna þegar hún fer að kanna sína stöðu í janúar eða febrúar að gangi þessar spár eftir horfi menn framan í það að lækkun verðbólgunnar er að koma fram. Ég geri ráð fyrir að hún verði þegar komin fram að verulegu leyti, en samkvæmt spánni ætti hún að vera að koma fram. Í þriðja lagi er sá þáttur, sem ýmsir telja að hafi verið undirrót veikingar krónunnar, sem flestum hagfræðingum kemur saman um að sé ekki alveg hægt að gera grein fyrir því að mönnum finnst hún vera meiri en efnahagsleg rök standa til. Sá þáttur, sem menn nefna helst til sögunnar, er viðskipta- hallinn. Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar og sér- staklega eftiráskýringum forstjóra Þjóð- hagsstofnunar kemur fram að það magn, sem liggur til grundvallar viðskiptahallanum fer minnkandi. Sú breyting á gjaldmiðlinum, sem þegar er komin fram, hækkar tölulega viðskiptahallann, sem því nemur. Eins og hann bætir við í sínum eftiráskýringum er í raun um lækkun á viðskiptahallanum að ræða á þessu ári og enn meira á næsta ári.“ Vextir seigbítandi vopn í báðar áttir „Þetta samandregið – ekki meira hagvaxt- artap en þetta, verðbólga, sem hjaðnar skjótt og viðskiptahalli, sem fer minnkandi – ætti að leiða til þess að hvort tveggja gæti gerst í náinni framtíð: að gengið verði stöð- ugt og styrkist og númer tvö að vextir fari lækkandi. Það er engin forsenda til að halda uppi jafnháum vöxtum ef þessi verðbólga gengur aftur niður. Enda má færa rök fyrir því að vextir hafi engin megináhrif á þennan þátt verðbólgunnar, sem leiðir af gengis- breytingu. Þessum háu vöxtum var fyrst og fremst beint gegn þenslunni og þegar menn sjá svo mikil merki þess að hún sé að hverfa verður kannski fyrr en síðar að huga að vaxtabreytingu vegna þess að vextir eru seigbítandi vopn í báðar áttir. Það er þekkt alls staðar í heiminum að vaxtahækkanir skila sér tiltölulega seint inn í efnahagslífið og vaxtalækkanir myndu gera það með sama hætti. Þess vegna fannst mér þessi skýrsla, þeg- ar ég fór að rýna í hana, ekki eins vond og ljósvakamiðlunum, sem verða að fjalla um þessa hluti mjög hratt – hálftíma eða klukku- tíma eftir að þeir sjá þá – og töluðu um vá- legustu tíðindi, myrkustu spá og allt þetta. Ég held að menn hafi aðeins hlaupið á sig í þeirri túlkun.“ Stórar fjárfestingar aldrei nær –Meðal annars vegna þessarar umfjöllun- ar og hvernig þessi spá var túlkuð hefur sú gagnrýni komið fram að forystumenn rík- isstjórnarinnar hafi ekki tekið þessi hættu- merki nógu alvarlega og málað hlutina bjart- ari litum en ástæða er til. Þú sagðir í ávarpi á þjóðhátíð að verðbólgukúfurinn myndi hjaðna á næstu mánuðum, erlendar fjárfest- ingar aukast og gjaldmiðillinn styrkjast og ítrekar það hér. En er hægt að fullyrða að þetta muni gerast án þess að stjórnvöld grípi til aðgerða? „Þannig er reyndar að þetta segi ég áður en spá Þjóðhagsstofnunar kemur. Hún undir- strikar allt þetta og segir án þess að vitna í mín orð að það sé rétt að þetta sé verðbólgu- kúfur, sem muni hjaðna hratt, viðskiptahall- inn muni fara minnkandi tiltölulega hratt og það leiði til stöðugleika í gengi. Það eina, sem hún segir ekki en ég segi, er að það eru já- kvæðar fréttir framundan um fjárfestingu. En ég geri ekki athugasemd þótt Þjóðhags- stofnun segi það ekki vegna þess að hún á að fjalla um það, sem hún hefur í hendi. En það er ekki bara rétt heldur er okkur stjórn- málamönnum skylt að leggja mat á þá hluti, sem við þykjumst sjá. Við fylgjumst náið með þeim viðræðum, sem fara fram um þessa stóru fjárfestingarmöguleika. Ég hef sjálfur átt viðræður við aðila án þess að frá því hafi verið skýrt og auðvitað á það sama við um fleiri ráðherra, einkum þá, sem málið snertir beint, og við leggjum öll það mat á stöðuna að fjárfestingar hafi aldrei verið nær okkur hvað þetta varðar heldur en nú.“ –Í þeim viðræðum hefur sem sagt eitthvað komið komið fram, sem veldur þessari bjart- sýni þinni? „Já, það er nákvæmlega þannig. Að auki – og það tel ég þýðingarmikið – er efnahagslífið það öflugt núna að það getur tekið á sig váleg tíðindi eins og til dæmis af þorskinum nú á dögunum. Það er bæði vegna þess að við höfum búið í haginn og stöndum betur. Ríkið skuldar minna. Það er þýðingarmikið. Þess vegna getur ríkið tekið stórt lán þegar það hentar til að styrkja gjaldeyrisstöðuna. Þessa dag- ana er verið að efla viðbúnað Seðlabankans. Við erum með mjög sterka stöðu hvað það varðar að standa við bakið á genginu eftir því sem þarf, en ég tel að þess muni ekki þurfa mjög á næstunni og gengið muni hækka. Um leið og menn sjái fram á það muni þeir hætta að halda í sínar tekjur erlendis og skammta þær naumlega heim þar sem þeir búast við að gengið lækki frekar og þeir muni hafa eitt- hvað upp úr því. Menn munu tapa á því að geyma fé erlendis og gengið mun styrkjast.“ Seðlabankinn mun ekki reyna að halda uppi fölsku gengi –Í viðtölum við forystumenn í atvinnulífinu í Morgunblaðinu á fimmtudag auglýstu þeir eftir bæði afstöðu og aðgerðum stjórnvalda og spurðu menn hvort gengið yrði varið, vöxt- um breytt og skattar lækkaðir fljótlega. Hvaða svör eru við þessum spurningum? „Í fyrsta lagi höfum við breytt þeirri af- stöðu Seðlabankans að gengið væri aðalmark- mið ríkisstjórnar eða Seðlabankans. Það gerði ríkisstjórnin og síðan Alþingi með sér- stökum lögum og um þau var ekki ágrein- ingur. Um leið var líka nefnt að hentaði það aðalmarkmiði Seðlabankans að stuðla að verðstöðugleika væri Seðlabankinn ekki að afsala sér rétti og skyldu til þess að standa við bakið á genginu. En Seðlabankinn mun ekki reyna að halda uppi fölsku gengi hér. Hann verður hins vegar að vera algjörlega sannfærður um það að gengið sé rangt skráð vegna einhverrar taugaveiklunar eða rang- færslna á markaðnum áður en hann grípur inn í. Ef Seðlabankinn er bara að grípa inn í til að halda einhverri stöðu sem ríkisstjórn eða Seðlabanka – núorðið bara Seðlabanka – þykir hentug í ljósi verðbólgumarkmiða eru það aðgerðir, sem ekki duga. Þá er bara verið að kasta peningum á glæ. Gengismarkmið voru sett til hliðar með ákvörðun ríkisstjórn- ar og síðan Alþingis um Seðlabankann. Þess vegna hefur Seðlabankinn látið kyrrt liggja um langa hríð varðandi gengið, en síðan var bersýnilega komin upp illskiljanleg tauga- veiklun og því þurfti að rétta þann hlut af. Það virkaði ágætlega á gengið og betur held- ur en þessu inngripi bankans nam og menn gátu búist við í sjálfu sér. Á fimmtudaginn, þegar bankinn greip inn í, voru gengisvið- skipti um 30 milljarðar, en inngrip bankans var 2,5 milljarðar. Það var því rétt merki. Það er hins vegar engin yfirlýsing um það að bankinn verði með gengisafskipti á hverjum degi þótt Seðlabankinn hafi tryggt sér yfir hundrað milljarða í bakstuðning og ríkið hafi tekið lán upp á 25 milljarða til þess að styrkja stöðu bankans. En það sýnir að bankinn hef- ur fulla burði til að gera það sem honum kann að detta í hug ef ástæða þykir til. Á hinn bóginn hefur komið fram núna að þótt einhverjir kostir kunni að vera við lítinn gjaldeyrismarkað geta einnig verið á honum alvarlegir ókostir. Þar sem aðeins þrír eða fjórir aðilar eru virkir á markaði eins og hér geta viðbrögð markaðarins verið stækkunar- glersviðbrögð, það er að segja að hver minnsta hreyfing eða tiltölulega litlar hreyf- ingar magnist upp. Það sáum við þegar var verið að borga lán Fiskveiðasjóðs í maí, sem hefur ekkert með getu ríkisins eða Seðla- bankans til að útvega gjaldeyri að gera. Þá kom högg inn að morgni dags og allur þessi litli gjaldeyrismarkaður fór að hristast og gengið féll. Það var ekki vegna þess að fyrir því væru efnahagslegar ástæður, heldur brá markaðnum við að fá fyrirmæli um það að útvega marga milljarða til að borga af lánum Fiskveiðasjóðs. Því hefur nú verið starfandi samráðshópur milli viðskiptabankanna og Engar patað Efnahagsástandið er helsta umræðuefnið á mannamótum þessa dagana. Boðaður samdráttur í þorskafla, gengissveiflur síðustu vikna og spá Þjóðhagsstofnunar um 9% verðbólgu hafa m.a. leitt til þess að fólk spyr hvort stöðugleikinn sé á enda og sæki í gamalt far gengislækkana og víxlhækkana launa og verðlags. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir að mála kringumstæðurnar of björtum litum í stað þess að grípa til aðgerða. Í viðtali við Karl Blöndal og Ólaf Þ. Stephensen líkir Davíð ástandinu nú við tíma- bundna ókyrrð í flugi. Skilaboð flugstjórans eru þau að farkosturinn sé traustur og þoli mun meira. Ekki verði gripið til neinna „pataðgerða“, það sé liðin tíð. 10 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.