Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í DAG er áreiðanlega full þörf á því að menn spyrji sig þessarar spurn- ingar; hvað er að vera Íslendingur? Það er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því hvar þeir standa, hvað þeir vilja og hvernig þeir hugsi sér að koma að málum lands og þjóðar. Árið 1918 urðum við full- valda þjóð og uppskárum langþráð- an sigur eftir mikla baráttusáningu í sjálfstæðisbaráttu undanfarandi tíma. Þá féllu mörg gleðitár niður ís- lenska vanga og ungir sem gamlir tóku höndum saman til að byggja þjóðinni bjarta framtíð. Vongleðin óx samfara þjóðlegri framfara- hyggju. Ungmennafélagsandinn sótti fram með ræktun lands og lýðs að stefnumarki. Þá vantaði ekki að menn hugsuðu fyrst og fremst um það hvað þeir gætu gert fyrir land sitt og þjóð. Árið 1930 minntumst við þess með glæsilegri hátíð að þúsund ár voru liðin frá stofnun hins íslenska alþingis á Þingvöllum. Það var ein- stæður atburður og á þeirri hátíð höfðu áreiðanlega flestir ef ekki all- ir Íslendingar þjóðarvitund sína á hreinu og fögnuðu enn einum merk- um áfanga í sögu sinni. Árið 1944 var svo lýðveldið okkar stofnað og fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta gerður að þjóðhátíðardegi Íslands. Það var í alla staði vel við hæfi, því Jón Sigurðsson er og verð- ur flestra hluta vegna persónugerv- ingur margs þess besta sem býr í Íslendingseðlinu. Hann gat til dæm- is búið árum saman erlendis og um- gengist valdamenn þar daglega án þess að það spillti í nokkru ást hans og hollustu til ættjarðar sinnar. Hann var trúr sonur Íslands og vék aldrei af hólmi þegar réttindi þess voru í veði. Hann mótmælti rang- indum og yfirgangi þess Evrópu- valds sem þá vildi níða niður hverja frjálsborna hugsun á Fróni. Þar var íslenskur andi á ferð. Og á 1100 ára afmæli landnáms- ins, 1974, brá enn fyrir sönnum leiftrum þjóðlegra hugsjóna og menn virtust enn vera með það á hreinu í hjarta sínu hvað það væri að vera Íslendingur. Og yfirleitt var fólk sammála um að það væri alls ekki svo slæmt hlutskipti! En hugsum okkur þá breytingu sem orðið hefur á síðustu árum! Við höfum aðeins verið fullvalda þjóð í rúm 80 ár eða góðan mannsaldur. Það eru aðeins 70 ár síðan við fögn- uðum 1000 ára afmæli Alþingis og innan við 60 ár frá stofnun lýðveld- isins og aðeins rúmur aldarfjórð- ungur frá 1100 ára afmælinu. En nú spyr margur: Er flæðið að utan að verða okkur ofviða ? Í dag virðast nefnilega sumir hættir að vera Íslendingar í hjarta sínu. Menn einblína á erlend skurð- goð og þau eru tilbeðin á kostnað þjóðlegra gilda. Það er talað opin- skátt um það á markaðstorgi Mammons, að það sé orðinn of mik- ill fórnarkostnaður því fylgjandi að vera Íslendingur með stórum staf. Sprenglærðir hagfræðistrákar, vatnsgreiddir og ekki enn vaxnir upp úr fermingarfötunum, tala sí og æ fjálglega í fjölmiðlum um allskyns reikningsdæmi sem öll setja plús við Evrópusambandið en mínus við Ísland. Á núllreynsla slíkra leðurtösku- tauhálsa að ráða framtíð lands og þjóðar? Reykjavík er bara ómerkilegt þorp í augum ættlera síðustu tíma miðað við Brussell. Þeir vilja gera það stjórnvald sem íslenskt er og starfrækt frá okkar eigin höfuðborg að útlendu valdi í útlendri höfuð- borg. Þeir vilja krónuna feiga og fagna hverri aðför að henni og vildu fegnir skipta henni út fyrir evruna. Fáninn okkar er þeim einskis virði og allt sem íslenskt er virðist vera þeim þyrnir í augum. Slíkir ættlerar og þjóðvillingar eru þeir orðnir sem vilja í dag varpa öllu fyrir róða sem tók aldir að endurheimta eftir að samskonar þý höfðu komið á okkur erlendu helsi í lok Sturlungaaldar. Slíkir menn hafa ekki hugmynd um það lengur hvað það er að vera Íslendingur, hvaða skyldur við þurf- um að rækja vegna þess og hvaða kostir fylgja því. Þeir eru að hugsa um allt annað. Hugur þeirra er full- ur af evrum og útlendum gylliboð- um. En foreldrar þeirra hafa senni- lega haft það á hreinu hvað það væri að vera Íslendingur og sennilega haft fullan vilja á að kosta þó nokkru til þeirrar stöðu, svo ekki sé minnst á afa eða ömmur. Slík er aft- urförin! Hluti af því unga fólki sem fer ut- an til náms og starfa í dag virðist koma heim aftur heltekið af minni- máttarkennd. Það hefur glatað Ís- lendingseðlinu erlendis og fyllst einhverri sálardrepandi vanmeta- kennd. Hugarfar þess virðist hafa sogast inn í evrópskan heilaþvott og það virðist hreint út sagt skammast sín fyrir land og þjóð. Það finnur sig ekki lengur á sínu eigin þjóðarheim- ili og vill selja það hæstbjóðanda. Sú glataða afstaða færir okkur heim- ilisböl sem sannarlega er þyngra en tárum tekur! Það fólk er vissulega gersneytt anda Jóns Sigurðssonar sem verður þeim mun lakari Íslend- ingar sem það dvelur lengur erlend- is. Það gæti með sanni lært margt af Vestur-Íslendingum en þeirra mesti andi ól af sér ljóðhugsunina: „Þó þú langförull legðir“ ... o.s.frv. Eyjan okkar hefur verið land frið- ar og hún á að vera land friðar um ókomin ár. Þann frið tryggir henni enginn nema sjálfráða, íslensk þjóð. Seljum ekki frumburðarrétt okkar fyrir baunadisk Evrópubandalags- ins, treystum á sjálfstæði okkar og fullveldisrétt og göngum til góðs götuna fram eftir veg. Gleymum því heldur ekki að Guð vors lands er lands vors Guð og höldum fast við okkar gömlu þjóð- legu gildi sem eiga ekkert skylt við Brussel-valdið. 17. júní 2001. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Hvað er að vera Íslendingur? Frá Rúnari Kristjánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.