Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 27
hefja sönginn. Skyndilega hljómar afmælissöngurinn um allan skól- ann á meðan ég raula Eldgömlu Ísafold. Þetta var ósköp falleg stund og kom mér mjög á óvart. Mér þótti mjög vænt um þetta framtak þeirra.“ Söngstundirnar eru ekki eina listgreinin sem stunduð er í Laug- arnesskóla. Rík leiklistarhefð er í skólanum og hefur lengi verið til siðs að setja upp leikrit, annað hvort á sal skólans eða á „litla sviðinu“ sem er minni salur uppi í risi skólahússins. Þar hefur fjöldi landsþekktra manna og kvenna stigið sín fyrstu skref á stíg hins opinbera lífs. „Sá kennari sem lengst af átti veg og vanda af því starfi sem unnið var í leiklistinni var Skeggi Ásbjarnarson. Hann setti upp fjölda leikrita með nem- endum, málaði og smíðaði leik- tjöldin, sá um lýsinguna og farðaði nemendur í hin ýmsu gervi. Einnig þýddi hann mörg leikrit. Skólinn mun búa lengi að þessu starfi hans. Margir fleiri kennarar hafa lagt hönd á plóginn í þessu starfi og ekki síst á seinni árum.“ Dansinn sem lífstíll Þó að söngur og tónlist gegni stóru hlutverki í lífi Jóns Freys er óhætt að segja að í frístundum sé dansinn eitt af áhugamálum hans. „Ég byrjaði snemma að dansa og dansaði á skemmtunum í skólan- um. Þegar ég hóf nám við Kenn- araskólann fékk Sigríður Valgeirs- dóttir, upphafsmaður Þjóðdansa- félags Reykjavíkur og kennari við Kennaraskólann, mig inn í dans- starfið þar.“ Í Þjóðdansafélaginu kynntist Jón Freyr tilvonandi eig- inkonu sinni, Matthildi Guðnýju Guðmundsdóttur, sem stundaði einnig nám í Kennaraskólanum. Þau störfuðu saman í fjölda dans- sýninga sem Þjóðdansafélagið stóð fyrir í Austurbæjarbíói og Þjóð- leikhúsinu og víðar. Þar voru ís- lenskir þjóðdansar kynntir fyrir al- menningi og mikilvægt starf unnið í þágu danshefðar á Íslandi. Þjóð- dansafélagið fagnar einmitt hálfrar aldar afmæli í ár þann 16. júní. Jón segir dansinn hafa haft gíf- urleg áhrif á líf sitt, bæði innan og utan skólans. „Við konan mín kenndum krökkunum samkvæmis- dansa í mörg ár og tel ég að sú danskennsla hafi skilað miklu til þeirra. Ég tel að dans geti hjálpað mikið til við lestrarnám, vegna þess að börnin læra inn á vissan takt og hlustun. Einnig læra börn- in aga og virðingu fyrir dansfélag- anum, sem þýðir að þau læra virð- ingu fyrir öðrum manneskjum. Einnig hefur dansnámið mikið for- varnargildi gegn vímuefnum, rétt eins og aðrar íþróttir og jafnvel ívið meira. Það var mikið um það að menn drykkju í sig kjarkinn á böllum hér áður fyrr, af því þeir kunnu ekki að dansa. Að kunna að dansa bætir að sjálfsögðu sjálfs- traustið og sjálfsmyndina hjá fólki. Þá er engin þörf á að drekka í sig sjálfstraustið.“ Það er margt til í þessu hjá Jóni og sést það best á, að þau hjónin kynntust á besta hátt sem til er, við ástundun sam- eiginlegs áhugamáls. „Ég trúi því sjálfur að fólk sem stundar dans þurfi ekkert endilega að stunda einhver öldurhús til að fullnægja þörfinni um samskipti við annað fólk. Það er miklu heilbrigðara að finna sér eitthvað verkefni til að gera saman heldur en að hanga einhvers staðar. Maður tileinkar sér heilbrigt líferni. Ég er því mik- ill talsmaður fyrir dansi. Dansinn er það hobbý sem ég hef haldið í alla tíð.“ Nú er Jón í hópi hjóna, sem hefur haldið saman í 20 ár í dansskólanum. Það er því stór hluti af lífi hans utan skólans að stunda dans. „Það er ómetanlegt að geta dansað og haldið sér fersk- um þegar árin færast yfir. Ég held að mér hafi tekist það þokkalega.“ Þegar Jón Freyr minnist á þetta rennur upp fyrir mér, að viðmæl- andi minn er hálfsjötugur maður, en slær mörgum mun yngri mönn- um við í líkamsburðum. Jón er kvikur í hreyfingum og mjög hraustlegur, auk þess sem alltaf er stutt í brosið. Hreysti hans vakti forvitni mína. „Ég hef aldrei reykt eða drukkið á ævinni, ekki það að ég hafi neitt á móti fólki sem stundar slíkt, en ég hef aldrei fundið þörfina sjálfur. Auk þess stunda ég sund af kappi.“ Ekki nóg með það heldur skokkar hann líka um víðan völl. „Ég sé bara eft- ir því að hafa ekki uppgötvað skokkið fyrr. Það er svo gott að tæma hugann eftir erfiðan dag.“ Samkennarar og samferðafólk Margir merkismenn hafa kennt við Laugarnesskóla og rifjast með- al annars upp fyrir Jóni samstarfið við Eirík Stefánsson kennara, sem lést nýlega 100 ára að aldri. „Ei- ríkur var afbragðs kennari og einnig mjög skemmtilegur og bjartsýnn maður. Honum datt ekki í hug að bölsótast yfir hlutunum. Oft var svo mikið frost að ekki var hægt að kenna sund. Kom þá Ei- ríkur gjarnan upp í skóla til að láta vita, að ekkert yrði af sund- kennslu þann daginn. Þegar ég mætti honum sagði hann gjarnan við mig „nú er bjart framundan“ og meinti þá að hann gæti ekki kennt eins og venjulega en það vildi hann helst af öllu gera. Þann- ig var hann aldrei með óþarfa áhyggjur af ástandinu á hverjum tíma, heldur horfði sífellt fram á við.“ Mesti áhrifavaldurinn í hópi samkennara Jóns Freys var þó að hans mati Gunnar Guðmundsson, yfirkennari og skólastjóri Laugar- nesskóla, þar til Jón Freyr tók við því starfi. Segir Jón Freyr að Gunnar hafi haft mjög mikil áhrif á líf sitt og ákvörðun sína um að verða kennari og haldast í því starfi. Gunnar vann mikið og óeig- ingjarnt starf í þágu skólans og allra félagsstarfa þar. Skólaselið í Katlagili Enn einn þekktur hluti af starfi og umhverfi Laugarnesskóla er skálinn í Katlagili í Mosfellssveit. Jón Sigurðsson, fyrsti skólastjóri Laugarnesskóla og kennarafélag skólans hófu snemma leit að ein- hverjum stað, þar sem hægt væri að fara með nemendur og stunda trjárækt og vinna í landinu. Kenn- arar vildu koma upp skólaseli, sem nýtanlegt væri við kennslu nem- enda og frístundir kennara. Svo fór að kennarar keyptu saman skólabíl og leigðu þjónustu hans út til að safna fyrir landkaupum. Sá rekstur gekk vel og var landið keypt fyrir gróðann af starfsemi skólabílsins árið 1949. Mikil skóg- rækt hefur verið stunduð í Katla- gili síðan 1951, þegar nemendur og kennarar gróðursettu á þriðja þús- und trjáplöntur. Hefur alla tíð síð- an verið hefð fyrir því, að kenn- arar og nemendur skólans planti trjám á hverju vori og á seinni ár- um einnig á haustin. Jón Freyr segir forvitnilega sögu af fyrstu árum skógræktarinnar. „Fyrrver- andi kennari við skólann sýndi mér nýlega mynd af fyrsta hópnum, sem fór upp í Katlagil að setja nið- ur tré. Þar var ein mynd af dreng sveiflandi haka í miklum ham. Okkur fannst hann eitthvað kunn- uglegur og skyndilega uppgötvuð- um við, að þessi drengur var eng- inn annar en ég sjálfur. Það er ekki amalegt að eiga svona minn- ingar.“ Skógurinn í Katlagili hefur síður en svo verið vannýttur í gegnum tíðina. Nú fara kennarar um hver jól upp í Katlagil og grisja skóginn og taka heim með sér jólatré. 1955 var hafist handa við að byggja skálann í Katlagili. Verkstjóri við þá framkvæmd var áðurnefndur Eiríkur Stefánsson. Skálinn er nú nýttur fyrir vettvangsferðir nem- enda og kennara og sem orlofsbú- staður fyrir kennarana. Horft til baka Þegar Jón Freyr lítur til baka yfir farinn veg, er vegurinn stráð- ur afrekum, litlum og stórum. Hann hefur helgað líf sitt skól- anum og nú er kominn tími til að lifa fyrir sjálfan sig. Jón Freyr er einungis 65 ára og hættir því störf- um á besta aldri. Ástæðuna segir hann vera þá, að hann langi til að hætta með fullri reisn á meðan hann er enn í fullu fjöri, en ekki tréna og fúna í starfinu. „Þegar ég lít aftur er mér efst í huga þakk- læti, þakklæti til allra minna sam- starfsmanna og þakklæti fyrir að hafa fengið að gera það sem mér þykir vænt um að gera. Ég sé mjög eftir að vinna ekki lengur með öllu unga fólkinu í daglegu starfi og ég mun sakna skólans sárlega. En nú er kominn tími til að ferðast og hugsa aðeins meira um sjálfan mig. Það er líka gott að geta byrjað að gera það áður en maður fer að hrörna.“ Í þessum glæsilega sal hefur Jón Freyr stýrt söngstundum Laugarnesskóla í fjölda ára. Þessar söngstundir eru að öllum líkindum einsdæmi á Íslandi. svavar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 27 nýjar vörur M O G G A B Ú Ð I N Á í Moggabúðinni Taska, aðeins 2.400 kr. Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Bakpoki, aðeins 1.500 kr. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Í Moggabúðnni eru margar spennandi vörur. Þú getur m.a. keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.