Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bergjum að lækka gengið í framhaldi af kjarasamningum því að vinnuveitendur skrifuðu ekki undir samninga nema hafa slík loforð annars færu þeir á hausinn. Þá voru laun líka hækkuð um 30 til 40% og svo kom gengisfelling fimm eða sex mánuðum seinna. Nú er þetta hætt. En þá er hætt við því að markaðurinn, sú ósýnilega hönd, fari að velta fyrir sér hvort tilteknir samningar hafi verið á ystu nöf og jafnvel handan við hana og þá er það leiðrétt að hluta til í geng- isþróun án þess að að því komi opinber aðili eða stjórnmálamaður eins og var hér áður. Það er í þágu verkalýðshreyfingarinnar til að tryggja þann mikla kaupmátt, sem samið var um, að fyrirtækjunum verði gert auð- veldara að standa við þessa samninga. Þar með ætti það að þýða að þrýstingurinn léttist á genginu. Þess vegna eru bæði skattalækk- anir og síðan í framhaldinu vaxtalækkanir, sem nú eru reyndar alfarið í höndum Seðla- bankans en ekki ríkisstjórnarinnar, þótt við getum auðvitað látið skoðanir okkar í ljós, til þess fallnar að gera fyrirtækjunum auðveld- ara að standa undir þeim miklu launahækk- unum, sem hafa veriðhér umfram það, sem gerist í samkeppnislöndunum. Það ætti einn- ig að þýða minnkandi þrýsting á gengið.“ –Þú tekur sem sagt ekki undir þá gagn- rýni að á sama tíma og almenningur þyrfti að taka á sig kaupmáttarskerðingu vegna hækkandi verðlags sé ríkisstjórnin að tala um að lækka tekjuskatta, stimpilgjöld og eignaskatta hjá fyrirtækjum og lækka eigna- skatta og hækka viðmiðunarmörk á hátekju- skatt hjá einstaklingum sem hafa komið sér vel fyrir, en að almennt launafólk muni ekki græða mikið á þessum skattalækkunum? „Ég er algjörlega ósammála því vegna þess að það er ljóst að ekkert fólk fer verr út úr miklum gengisbreytingum og tilheyrandi kostnaðarhækkunum en það, sem er af nauð- syn bundið við taxta og fasta tilveru. Þess vegna verður að snúa þeirri þróun við og það kann þá að vera besta kjarabótin til lengri tíma. Ég held að slíkar skattabreytingar séu nauðsynlegar og það má ekki gleyma því að við höfum verið að gera skattabreytingar, sem miða að einstaklingunum. Það höfum við gert með lækkun prósentutölu þótt því mið- ur hafi Reykjavíkurborg hrifsað þá skatta- lækkun til sín að hluta til með því að hækka skattahlutfall á móti. Jafnframt höfum við verið að auka við skatttengdar bætur svo sem barnabætur. Við gerum það í áföngum á þremur árum og það er ígildi skattalækkana, að minnsta kosti hjá tiltölulega stórum hópi greiðenda, þeim sem eru að byggja yfir sig og eru með börn. Menn eiga ekki bara að einbeita sér að fyrirtækjunum og við höfum að undanförnu verið að snúa okkur að einstaklingunum. Hvað varðar hátekjuskattinn er það þannig að ég held að hvergi, eða í það minnsta á fáum stöðum, borgi menn hátekjuskatt af miðlungslaunum. Ég held að það sé óhætt að segja að 200 til 250 þúsund krónur á ein- stakling séu miðlungslaun og almenningur líti ekki þannig á að það séu raunverulegar hátekjur. Það orkar mjög tvímælis að vera með mismunandi skattþrep í staðgreiðslunni og hvað þá heldur þegar þetta er orðið svona. Hátekjuskatturinn var pólitísk mála- miðlun út af öðrum hlutum og þegar hann var settur á gaf hann tiltölulega lítið af sér og náði til mjög fárra. Nú er orðið erfitt að eiga við að lækka hann því að hann er farinn að gefa heilmikið af sér. Það er vegna þess að hann er farinn að ná til þeirra, sem ekki eru hátekjumenn. Hafi menn raunverulega meint að þetta ætti að vera hátekjuskattur hljóta þeir hinir sömu að segja að þá eigi að halda sig við það. Til hversu stórs hóps náði hann áður, getum við sagt, og þurfum við ekki að hækka þessi mörk? Ég held að menn eigi að geta sameinast um það í hvaða flokki sem þeir eru að 250 þúsund krónur eru ekki hátekjur.“ –Hvar myndir þú setja mörkin? „Ég tel reyndar að það eigi ekki að vera neinn hátekjuskattur af því að við erum með staðgreiðslukerfi, en ég hef sætt mig við málamiðlun til að ná fram pólitískri sátt. En ég myndi helst vilja fara miklu hærra þannig að menn teldust hafa hátekjur, sem væru komnir í 400 til 450 þúsund krónur á mánuði. Ég er ekki einu sinni viss um að það yrði annars staðar talið til hátekna, mér finnst það vera tala, sem hægt er að horfa á.“ Sundkúturinn tekinn –Þriðja spurningin hjá fulltrúum atvinnu- lífsins snýst um vextina. Þar eru tvær skoð- anir uppi. Sú hefðbundna er að til þess að slá á verðbólgu eigi að halda vöxtunum háum, hins vegar ber meira á þeirri skoðun nú að vextir séu einfaldlega á því stigi í dag að þeir séu að sliga bæði fyrirtæki og heimili. „Vextir eins og þeir eru hér á landi núna eru þannig að einstaklingarnir, fjölskyldurn- ar, komast ekki svo létt undan þeim, en stærri fyrirtæki geta og hafa gert það, sér- staklega á meðan við höfðum gengisfestu eða gengisviðmið. Þá skiptu þessar miklu vaxta- hækkanir Seðlabankans sáralitlu máli fyrir stóru fyrirtækin því að þau skutu sér undan slíkum vöxtum með því að taka erlend lán en ekki innlend og nutu erlendra vaxtakjara. Þennan möguleika höfðu menn ekki áður. Þess vegna öskra menn svo mikið núna út af gengisbreytingunum því að nú er þetta að koma þeim í koll. En þetta þýddi líka það að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans til að slá á þenslu voru minni sem þessu nam því að menn þurftu ekki að taka tillit til þessara háu vaxta. Núna þegar menn leggja síður í að taka erlend lán vegna krónunnar og þurfa að halda sig við innlenda markaðinn fara þessir háu vextir að bíta rosalega fast. Þá getur það gerst að vextirnir verði ekki bara til þess fallnir að einhverju leyti að sporna við verð- bólgu heldur getur þetta jafnvel orðið til þess að vextirnir hafi mjög slævandi áhrif á allan almennan vöxt í þjóðfélaginu, sem nú er kannski orðið brýnna að fara að undirbúa af því að við teljum að niðurslátturinn á þenslunni verði örari en Þjóðhagsstofnun spáir. Án þess að ég ætli að fara að gefa fyr- irskipanir, sem ég hef ekki lengur heimild til, gæti verið að fyrr en síðar ætti bankinn að minnsta kosti að hugleiða vaxtalækkun. Ég skil Seðlabankann að finnast það vera skrítnar sendingar í framhaldi af spá Þjóð- hagsstofnunar um 9% verðbólgu að tala um að lækka vexti. Ég skil það vel að það yrði mjög flókið fyrir bankann að útskýra fyrir þeim aðilum, sem eru að fylgjast hér með góðu heilli – stofnunum eins og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, OECD og ekki síst alþjóðlegu matsfyrirtækjunum – að bankinn lækkaði vexti á því augnabliki, sem tilkynnt væri að verðbólga væri ekki 5,6% heldur 9%. Þetta þarf bankinn að vega og meta og hafa tóm til að útskýra fyrir þeim aðilum, sem hafa áhrif og gefa okkur einkunnir, því að það getur haft áhrif á okkar eigin vaxtabyrði annars staðar. Þetta er því heilmikið og flókið samspil, en ég held að meginmálið sé kannski að þótt all- ir hafi verið fylgjandi því – að minnsta kosti í orði því að ég man ekki eftir neinum, sem var það ekki – að við hyrfum frá gengisvið- miðuninni yfir í verðbólgumarkmiðin, þá höf- um við ekki séð alveg allt fyrir. Það mætti líkja þessu við að aðilar fjármagnsmarkaðar- ins væru áfram í djúpu lauginni en það væri búið að taka af þeim kútinn. Þá byrja þeir vitaskuld að hamast og halda að þeir séu að drukkna, en auðvitað læra þeir sundtökin smám saman. Þá þurfa þeir ekki lengur kút- inn og til lengdar fer hann bara að þvælast fyrir eins og þegar var verið að kenna okkur að synda í gamla daga.“ –Gengisfestan hafi þá verið kúturinn? „Gengisfestan var kúturinn, sem hélt þeim uppi og þeir gátu þess vegna verið rólegir í djúpu lauginni með svartan kút á bakinu. Nú er hann skyndilega tekinn og það kemur klórvatn upp í þá og þeim líður bölvanlega í bili, en svo læra þeir sundtökin og þá synda þeir miklu frjálslegar og betur en þegar kút- urinn var á bakinu. Þannig man ég að minnsta kosti eftir sundkennslunni í Sund- höllinni við Barónsstíg.“ Menn axli ábyrgð eða verði látnir fjúka –Það eru ekki bara fyrirtækin sem hafa haft kút; ungt fólk sem er að stofna heimili og kaupa sér húsnæði hefur ekki þekkt ann- að en efnahagslegan stöðugleika síðastliðin tíu ár. Nú hefur fólk áhyggjur af að verð- bólga, háir vextir og verðtrygging fari með fjárskuldbindingar þess upp úr öllu valdi og kippi fótunum undan framtíðaráætlunum og áformum. Hvað ráðleggur þú þessu fólki? „Þetta er allt saman rétt og leggur okkur öllum þær skyldur á herðar að tryggja stöð- ugleika á nýjan leik. Að hluta til er þetta þó sálfræðilegur vandi, sem hverfur eða minnk- ar þegar menn komast yfir þessar miklu breytingar og læra að lifa við þær. Við skulum þó alveg gera okkur grein fyr- ir að það verða meiri sveiflur á gengi við þessar aðstæður á markaði en var þegar gengið var fast. Þetta verður ekki eins út- reiknanlegt og áður. Áður fyrr byrjaði um- ræða í þjóðfélaginu um að það ætti að fella gengið og vanir menn gátu séð hvað var í vændum. Fyrst byrjuðu sjávarútvegsmenn að tala um það í stórum stíl. Svo daginn eftir að Sambandið greiddi skuldir sínar í Lands- bankanum féll gengið. Þetta var hinn gamli taktur. Ekkert svona er til lengur, þannig að unga fólkið verður bara að treysta því að þeir, sem fara með stjórn mála í landinu axli ábyrgð sína til lengri tíma, en láta þá fjúka ella, því að það skiptir svo miklu máli fyrir þetta fólk að þessi mál séu í lagi.“ Ókyrrð í lofti en engin hætta á brotlendingu „Að sumu leyti er staðan núna, þótt hún sé ekkert hræðileg, áminning til okkar allra um að ekkert í heiminum er öruggt og menn þurfa að halda vöku sinni. Nú sjáum við reikningana okkar hækka frá mánuði til mánaðar vegna verðbólgu, en um leið sjáum við kosti þess stöðugleika, sem hægt hefur verið að tryggja í tíu ár. Fyrst það var hægt að tryggja hann síðastliðin tíu ár, er líka hægt að tryggja hann næstu tíu ár. Þetta er eins og að lenda í ókyrrð í lofti í flugvél. Rétt á meðan á því stendur, sitjum við í sætunum og spennum beltin en það er ekkert voðalegt að gerast. Flugvélin þolir tíu eða hundrað sinnum meiri ókyrrð en við erum að fara í gegnum. Það er óþægilegt á meðan á því stendur, flugstjórinn segir okkur af því og lætur okkur vita þegar hún er gengin yfir. Það er okkar sannfæring, sem kemur heim og saman við spá Þjóðhagsstofnunar, að þetta sé ókyrrð í efnahagslífinu, sem gengur yfir og hraðar en margir höfðu talið. Ég hygg að Seðlabankinn telji enn að markmiðið um 2,5% verðbólgu árið 2003 gangi eftir. Verðbólgan í mörgum ríkjum Evrópu er mun meiri en það, enda er meðaltalið í ESB 3,8%. Aðalatriðið er að hafa kyrrð og ró í efna- hagslífinu og að menn fari ekki í neitt pat. Mér finnst aðeins hafa borið á því hjá sum- um forráðamönnum fyrirtækja að þeir hafa farið í eitthvert pat, eins og þeir sem haldnir eru flughræðslu gera þegar það er ókyrrð í lofti. Ég er heldur flughræddur en ég er ekkert hræddur við þessa ókyrrð. Hún hverfur fljótt og það er engin hætta á brot- lendingu – ekki nokkur.“ Sveitarfélög velta launahækkunum út í verðlagið –Þið forystumenn ríkisstjórnarinnar hafið lagt nokkra áherslu á að sterk staða rík- isfjármála sé afar mikilvæg stærð í efna- hagslífinu. Nú berast fregnir af því að af- koma ríkissjóðs sé 4,5 milljörðum verri en áformað var, einkum vegna aukinna út- gjalda. Ætlar ríkisstjórnin að bregðast við þessu með því að skera niður önnur útgjöld? „Það eru reyndar bæði aukin útgjöld og tekjuminnkun vegna minni veltu og innflutn- ings. Við höfum undanfarin ár yfirleitt fengið tekjur umfram það sem við settum inn í spárnar. Ríkissjóður hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum í þenslunni. Núna dregur úr þenslunni. Það hefur dregið úr bílaviðskiptum um 50% sem sýnir sparnaðar- viðleitni almennings þótt það sé kannski að hluta vegna tímabundinnar mettunar. Menn eru að borga niður lánin sín, spenna beltin og anda á meðan ókyrrðin stendur yfir. Þetta þýðir það að ríkissjóður fær minni tekjur. Jafnframt höfum við lent í hlutum, sem enginn ágreiningur var um að við yrðum að bregðast við. Við urðum að borga tæpan milljarð vegna dóms Hæstaréttar í öryrkja- málinu. Í framhaldinu höfum við orðið að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það sama gagnvart öldruðum. Bara í þessa mála- flokka fara tveir til þrír milljarðar króna um- fram það sem við ætluðum okkur í fjár- lögum. Svo hafa verið að koma kjarasamningar, ekki síst á vettvangi hins opinbera, þar sem menn hafa knúið fram launahækkanir með verkfallsstæl, sem er allt annar en hinn al- menni vinnumarkaður hefur tileinkað sér að undanförnu. Það gerir okkur líka erfitt fyrir. Við sjáum að sveitarfélögin hafa verið að stórhækka laun hjá sér og velta því beint út í verðlagið eins og kemur fram í frétt í Morg- unblaðinu á föstudag – það er stórhækkun leikskólagjalda og svo framvegis. Það er náttúrlega samhengi í öllum hlutum. Sveit- arfélögin geta verið góð við sína starfsmenn og viljug til samninga, en þau skera ekkert niður á móti, heldur velta þessu beint til al- mennings. Það þýðir svo aftur vaxandi verð- bólgu, enda hækka gjöldin langt umfram framkomnar verðbreytingar. Fleira hefur lent á okkur vegna samninga sveitarfélaga. Morgunblaðið/Sigurður Jökull ’ Morgunblaðið birti á föstudag athyglisverða mynd af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu, sem er eins og í grínmyndunum þegar línuritin verða eins og menn séu að detta niður af Everest-fjalli. Hinir ágætu stjórn- endur olíufélaganna virðast hins vegar ekki telja þetta til merkra tíðinda – þeir séu ekki einu sinni byrjaðir að ræða hvort þessi mikla lækkun hafi áhrif á verð innanlands. Þetta er ekki traustvekjandi. ‘ „Núna þegar við sjáum að þenslan og viðskiptahallinn er að minnka jafnhratt og við teljum tel ég jafnframt vera kominn tíma til að lækka skatta,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.