Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Málfríður Stef-ánsdóttir fæddist
í Æðey í Ísafjarðar-
djúpi 6. apríl 1906.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 9. júní
2001.
Foreldrar hennar
voru þau Stefán Pét-
ursson beykir, f. á
Fagurey á Breiða-
firði 1836, d. 1910 og
Kristjana P. Krist-
jánsdóttir f. á Barða-
strönd 1861, d. 1944.
Hálfsystkini Mál-
fríðar, samfeðra,
voru Haraldur og Petrína.
Málfríður var alin upp hjá hjón-
unum Magnúsi Guðbrandssyni sjó-
manni og Sigríði O. Hagalínsdótt-
ur í Súðavík.
Málfríður giftist Axel Schiöth
Gíslasyni sjómanni 4. ágúst 1928.
Hann var fæddur á Seyðisfirði 16.
okt. 1896, d. 28. jan. 1976. Foreldr-
ar hans voru þau Gísli Gíslason sjó-
maður, f. á Svínafelli í Öræfum
1867, d. 1962, og kona hans, Krist-
ín Þórðardóttir, f. á Bergsholti,
Staðastaðarsókn, f. 1863, d. 1944.
Málfríður og Axel bjuggu á Ísa-
firði rúm 20 ár, eignuðust þau sjö
börn.
Sigríður Oddný hjúkrunarfr., f.
21. jan. 1925, d. 18. júl. 1990, gift
Baldri Jónssyni lækni, f. 8. jún.
1923, d. 18. apr. 1994, þau skildu.
Börn þeirra: Málfríður, maki
Bjarki Tryggvason þau skildu,
eiga fjórar dætur og fimm barna-
syni, þau eiga tvö börn. Þóra Björk
nemi.
7. Brynja ljósmóðir f. 3. júlí
1946, gift Birni Halldórssyni versl-
unarmanni, f. 30. mars 1948. Börn
þeirra: Halldór Ágúst, Elisabet
Björk, hún á eina dóttur.
Björn Þorlákur nemi.
Fyrri hluta ævinnar, er þau hjón
Málfríður og Axel bjuggu á Ísa-
firði, vann Málfríður ýmis verka-
konustörf og tók þátt í ýmsum
félagsstörfum ásamt því að reka
stórt heimili sitt með sóma en Axel
var alla tíð sjómaður og því oft að
heiman, eins og gjarna fylgir því
starfi. Árið 1950 fluttu þau hjón til
Hafnarfjarðar ásamt börnum sín-
um er þá voru ekki flutt að heim-
an. Í Hafnarfirði gegndi hún
margvíslegum störfum, tók virkan
þátt í félagsstörfum og stjórnmál-
um, átti þátt í stofnun H-listans
ásamt eiginmanni sínum. Hún var í
stjórn og framboði fyrir H-listann
árum saman. Þá var hún formaður
mæðrastyrksnefndar Hfj. í 20 ár, í
stjórn Verkakv.fél. Framtíðarinn-
ar í 15 ár og sat á Alþýðusam-
bandsþingi árum saman, m.a. með
góðri vinkonu sinni Guðríði Elías-
dóttur o.fl. Málfríður var kjörin
heiðursfélagi Verkakvennafélags
Framtíðarinnar, einnig heiðurs-
félagi Soroptimistaklúbbs Hafn-
arfj. og Garðabæjar. Hún veitti
Heimilishjálp Hfj. forstöðu um
langt skeið og í Slysavarnafélag-
inu Hraunprýði vann hún ötullega
á fjáröflunarsamkomum m.a.
Síðustu starfsárin vann hún sem
fulltrúi hjá félagsmálastjórn Hafn-
arfjarðar ásamt sr. Braga Bene-
diktssyni og Helgu Mattínu
Björnsdóttur.
Útför Málfríðar fór fram 15. júní
sl. í kyrrþey að hennar eigin ósk.
börn.
Jón, hann á tvær
dætur og tvö barna-
börn, Laufey Guðrún,
gift Árna Óðinssyni,
þau eiga þrjú börn og
eitt barnabarn.
Axel, hann á eina
dóttur og eitt barna-
barn.
Ingibjörg Agnete,
Hún á tvö börn og eitt
barnabarn.
Baldur, hann á eina
dóttur.
2. Ágúst netagerða-
maður, f. 17. jan.
1927, óg., barnlaus.
3. Magnús Axel f. 22. okt. 1929,
d. 20. jan. 1930 4. Kristjana Stef-
anía, f. 21. júlí 1932, d. 30. apr.
1933.
Garðar Þór stýrimaður, f. 23.
des. 1933, býr í Svíþjóð, kvæntur
Evu Maaju Lutterus f. 7. nóv. 1945.
Þau skildu. Börn þeirra: Haraldur
Kristján, Garðar Raivo og Carissa.
Sonur Garðars fyrir hjónaband
með Ragnhildi Sigurðardóttur
bankagjaldkera f. 17. jan. 1929, er
Sigurður Þór, hann á þrjú börn af
fyrra hjónabandi. Er nú í sambúð
með Marín Björk Jónasdótttur.
6. Kristín Axelsdóttir verslunar-
maður, f. 11. júní 1944, gift Matth-
íasi Einarssyni verslunarmanni, f.
19. ág. 1934. Börn þeirra: Ingi-
björg gift Sigurkarli Aðalsteins-
syni þau eiga þrjár dætur. Matth-
ías, hann á tvö börn. Ragnhildur er
í sambúð með Hafsteini Óskars-
Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína
móður,
að minning hennar verði þér alltaf hrein
og skýr,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður,
og vaxa inn í himin – þar sem
kærleikurinn býr.
(Ók. höf.)
Nú þegar móðir mín hefir fengið
langþráða hvíld,
hrannast minningarnar upp.
Ljúfar minningar frá bernsku
minni, þar sem hún og pabbi sáu til
þess, að við systkinin fengjum hið
besta atlæti í foreldrahúsum, því
ekki er hægt að minnast mömmu án
þess að nefna föður minn líka. Sjald-
an hef ég vitað hjón svo samhent,
aldrei varð ég vitni að því að þeim
yrði sundurorða þrátt fyrir ýmis áföll
í lífinu og var þeim sárastur missir
tveggja ungbarna.
Oft undraðist ég þá ótrúlegu orku
er móður minni var gefin, hún vann
úti, vann heima, gaf sér tíma til að
annast okkur börnin, sauma á okkur
föt, eldaði frábæran mat og sinnti
félagsstörfum, mörg kvöldin sat hún
á fundum í hinum ýmsu félögum, þá
var pabbi heima, dyttaði að ýmsu á
heimilinu og lagðist ekki til svefns
fyrr en allt var fágað og hreint.
Hann dáði móður mína mjög mik-
ið, hvatti hana til þess að sinna sínum
áhugamálum og vildi að hún nyti sín
sem best.
Seinna meir þegar barnabörnin
komu komu hvert af öðru nutu þau
sama atlætisins og við systkinin áð-
ur.
Foreldrar mínir voru vinamörg, og
flesta sunnudaga var annaðhvort far-
ið í heimsókn til vinafólks eða vin-
irnir komu í heimsókn og þá var oft
glatt á Hjalla. Mamma kunni
ógrynnin öll af skemmtilegum sögum
og skrýtlum og pabbi bætti ýmsu
skemmtilegu við.
Móðir mín missti mikið er faðir
minn lést. Hún átti þá eftir að lifa í 25
ár. Hún jafnaði sig þó að mestu, ferð-
aðist töluvert utanlands, sem innan,
átti fjölmarga vini og lifði mörg góð
ár. Hún sagði oft að það besta sem
hún hefði upplifað á efri árum hefði
verið það að komast á Hrafnistu, sem
hún kallaði 5 stjörnu hótel, þar eru
frábærir starfskraftar og henni leið
vel.
Hún kvaddi svo að síðustu á 96.
aldursári 9. júní.
Ég, eiginmaður minn, börn,
tengdabörn og barnabörn sendum
henni hinstu kveðju með þessum
ljóðlínum Gests Pálssonar:
Glötuð eru gullin mín.
týndir leikar æsku allir,
orðnar rústir bernsku – hallir,
alt týnt – nema ástin þín.
Hún mér enn í hjarta skín,
ljósið best í lífi mínu.
líknin flest í auga þínu
brosti ætíð, móðir mín.
Þó ég fengi allan auð,
völd og dýrð og vinahylli,
veittist skáldfrægð heims og snilli,
samt væri’ ævin auð og snauð,
ef ég mætti’ ei muna þig,
hlúa’ að þér í hjarta mínu,
hlynna’ að öllu minni þínu,
móðir, elska, elska þig.
Þín dóttir
Kristín.
Hún elsku amma mín er látin.
Hún kvaddi þetta líf með sömu
reisn og hún ávallt lifði því.
Alltaf hefur hún verið stoð og
stytta í fjölskyldunni.
Alla sína ævi var hún vinnusöm,
heiðarleg, gamansöm og tilbúin til að
veita aðstoð þeim sem minna máttu
sín.
Ég var ávallt mjög stolt þegar mér
var sagt að ég líktist henni í útliti,
heiðarleika og athafnasemi.
Svo mikil áhrif hafði hún amma
mín á mig að frumburður minn var
skírður eftir ljóðlínu úr kvæði sem
hún amma mín söng alltaf fyrir mig
þegar ég var barn, „hún María litla
frá Læk“.
Vil ég minnast hennar ömmu
minnar með þessu ljóði:
Ó hve heitt ég unni þér,
allt hið besta í hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást,
æskubjart um öll mín spor
aftur glóir sól og vor
og traust þitt var það athvarf
sem mér aldrei brást.
(Tómas Guðmundsson.)
Elsku amma mín, far þú í friði.
Þitt barnabarn
Ragnhildur.
Ég verð að fara, ferjan þokast nær
og framorðið á stundarglasi mínu.
Sumarið, með geislagliti sínu
hjá garði farið, svalur fjallablær
af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum,
og horfinn dagur gefur byr frá landi.
Ég á ekki lengur leið með neinum,
lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn,
og líka þú, minn guð, minn góði andi,
gef þú mér kraft til þess að leita þín.
Ég verð að fara, ferjan bíður mín.
(Davíð Sefánsson frá Fagraskógi.)
Elsku amma mín.
Nú ert þú farin frá okkur á 96. ald-
ursári. Mér fannst alltaf sem lítil
stelpa, þú lifa ótrúlega spennandi lífi.
Það var alltaf mikið um að vera þar
sem þú varst og hálfgerður ævin-
týrablær yfir sumum þeim verkefn-
um sem þú tókst þér fyrir hendur.
Í dag þegar ég lít til baka, veit ég
að þessi verkefni voru síður en svo
ævintýri, heldur mjög krefjandi og
var engum treyst fyrir þeim nema
þér. Þú vannst mikið, sinntir þínum
áhugamálum, heimilinu og varst á
kafi í félagsstörfum. Ég man þegar
ég, sem lítil stelpa, gisti hjá ykkur
afa. Ég svaf í ömmu holu með þykku
dúnsængina þína. Hún var svo þykk
að mér fannst hún eins og risafjall of-
an á mér, svo var lyktin líka svo góð.
Mér þótti fátt betra en að liggja al-
veg kyrr undir þessari yndislegu
sæng, og láta mig dreyma, og hét
mér því að fá mér alveg eins þegar ég
yrði stór. Það var líka ótrúlegt hvað
þú kunnir af vísum og sögum. Þú
komst oft í viku heim til okkar eftir
kvöldmat og söngst okkur systkynin
í svefn og sagðir okkur sögur. Ég
man líka þegar afi var að kenna mér
að dansa. Þegar gömlu danslögin
komu í útvarpinu lét hann mig
standa ofan á ristunum á sér og
kenndi mér sporin með því að dansa
með mig um alla stofu. Ég á í hug-
skoti mínu margan tug slíkra minn-
inga um þig og afa, en þetta eru þær
minningar sem eru mér kærastar, og
læt ég því hér, staðar numið.
Elsku amma hafðu þökk fyrir allt.
Yfir fljót
getur einhuga þjóð
reist öfluga brú.
En enginn skyldi
í auðmýkt trúa
annarra trú.
Minnstu þess
að mannheim byggja
menn eins og þú.
Ýmsir vilja
yfir þér drottna
og aftra þér máls,
binda festar
um fætur þína
og fjötur um háls.
Öðrum til bjargar
átt þú að vera
andlega frjáls.
Ormarnir nefna
öskuhauginn
eldbrunnin fjöll,
draugarnir fylgsnið
og dvergar steininn
dýrlega höll.
En töfraborg þín
eru tími og rúm
og tilveran öll.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Ástarkveðja,
Ingibjörg.
Elsku langamma. Okkur langar að
þakka þér fyrir allar góðu og
skemmtilegu stundirnar sem þú hef-
ur haft með okkur.
Guð blessi þig og varðveiti þig, við
munum ávallt elska þig.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín langömmubörn,
María Cecilía og
Matthías Freyr.
Elskuleg vinkona mín og barna
minna, Málfríður Stefánsdóttir, hef-
ur nú lokið lífsgöngu sinni 95 ára að
aldri og er mér ljúft að minnast
hennar að leiðarlokum. Þar sem eig-
inmenn okkar voru náfrændur kom
það af sjálfu sér að góð kynni urðu
með okkur og börnunum okkar, sem
hafa haldist í meira hálfa öld. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að fara til
Hafnarfjarðar. Fallega, gamla húsið
við Strandgötuna, þar sem heimili
þeirra hjóna stóð við fjörukambinn,
hafði yfir sér ævintýraljóma og mót-
tökur þær, sem við fengum þar, eru
okkur ógleymanlegar. Málfríður
hafði einstaklega góða nærveru og
var næm fyrir því góða í fari annarra.
Börn löðuðust að henni því hún var
mikill barnavinur. Hún var hrókur
alls fagnaðar, kunni kynstrin öll af
sögum og skrýtlum sem hún fór svo
faglega með að leikari hefði vart gert
betur. Hún var sannur gleðigjafi
þeirra sem nutu þess að vera í návist
hennar. Þessir eiginleikar komu sér
vel þar sem hún starfaði síðustu
starfsárin sem fulltrúi hjá félags-
málastjórn Hafnarfjarðar. Þar voru
ærin verkefni sem henni voru falin
og veit ég að henni var ljúft að leysa
þau sem best af hendi hverju sinni er
til hennar var leitað. Málfríður var
mikil félagsmálakona, hún var for-
maður mæðrastyrksnefndar í Hafn-
arfirði í 20 ár og árum saman í stjórn
Verkakvennafélagsins Framtíðar-
innar og heiðursfélagi þess, starfaði í
slysavarnafélaginu Hraunprýði í ára-
raðir, var jafnframt heiðursfélagi í
Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar
og Garðabæjar.
Góð kona er gengin, kona sem var
glöðust er hún gaf sem mest.
Ég þakka þér af alhug allt sem þú
varst mér og mínum börnum.
Öllum ættingjum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Ingibjörg Petersen
og börnin.
Langri ævi yndislegrar konu og
vinkonu er lokið. Hún náði að upplifa
aldir tvær. Fædd fyrir vestan í upp-
hafi tuttugustu aldarinnar. Sterk og
stór í lund, blíð og hvöss, mild og
ákveðin, gáfuð og gamansöm allt í
bland. Að kynnast Málfríði voru mín
forréttindi. Hún gaf mér svo mikið af
sjálfri sér og kenndi mér svo ótal
margt.
Það var haustið 1975 að ég fór að
vinna hjá Félagsmálastofnuninni í
Hafnarfirði undir stjórn séra Braga
Benediktssonar, þá félagsmála-
stjóra.
Vinnustaðurinn var lítill, þau voru
tvö sem unnu þar fyrir – Málfríður
og Bragi. Fyrstu vikurnar var Mál-
fríður í fríi en þrátt fyrir fjarveru
hennar kynntist ég þessari konu
ótrúlega vel. Alla daga nefndi Bragi
Málfríði og sagði frá þeim miklu
vinnuafköstum sem hún skilaði bæn-
um. Hún var forstöðukona heimilis-
hjálparinnar. En ekki nóg með það,
hún var jafnframt hægri hönd Braga
í öllum hinum þungu málum sem inn
á slíka stofnun geta komið.
Bragi sagði mér að Málfríður færi
fótgangandi um allan Hafnarfjarð-
arbæ og ekki þætti henni það tiltöku-
mál að ganga upp á Sólvang úr
Strandgötunni ef skyldan kallaði!
Bæjarskrifstofurnar voru á efri hæð-
um í húsinu. Þegar þangað kom var
tónninn hinn sami – hefur þú ekki
hitt hana Málfríði? Þekkir þú ekki
Málfríði? Hún er engum öðrum lík!
Ég hlakkaði til dagsins sem þessi
kona, Málfríður Stefánsdóttir, myndi
birtast. Yrði ég fyrir vonbrigðum?
Gæti hún virkilega staðið undir öllum
þessum væntingum? Stundin rann
upp. Málfríður kom eins og hvítur
stormsveipur inn í lífið á Féló – hún
bókstaflega baðaði umhverfið birtu
með hinni sterku nærveru sinni.
Allt varð með öðrum blæ – létt –
gott – skemmtilegt og lifandi. Þegar
á fyrsta degi eignaðist ég eina mína
bestu vinkonu í lífinu. Aldursmunur-
inn skipti engu máli. Við deildum
saman gleði og sorg. Áttum óendan-
lega dýrmætan tíma og vináttu sem
breyttist aldrei þótt margt annað
breyttist á okkar leið.
Málfríður fæddist inn í þennan
heim þegar aðstæður fólks voru
þröngar – oft hugsaði ég um hvað
Málfríður, þessi skarpa, eðlisgreinda
kona hefði tekið sér fyrir hendur ef
lífið hefði úthlutað henni öðrum for-
sendum. Hún var alþýðukona í bestu
merkingu þess orðs sem þekkti kjör
fólksins í landinu bæði af eigin raun
og af því starfi sem hún leysti meist-
aralega vel af hendi.
Málfríður skilaði lífinu öðru stóru
hlutverki, nefnilega hlutverki góðrar
sjö barna móður og eiginkonu Axels,
ísfirsks sjómanns og verkamanns,
sem hún deildi sætu og súru með í
meira en 50 ár! Barnung hafði hún
lagt af stað út í lífið eftir gott atlæti
sem hún minntist oft á, hjá fósturfor-
eldrum í Súðavík. Hún var ástar-
barn. Foreldrar hennar áttu hana
seint á ævinni. Hún var eina barn
móðurinnar sem komin var á fimm-
tugsaldurinn þegar Málfríður kom í
heiminn. Faðirinn, Stefán, var þá vel
yfir sjötugt. Málfríður horfði svo
skemmtilegum augum á þessa sér-
kennilegu tilkomu inn í lífið. En eitt
er víst að hún átti að verða til og
skipta máli, ekki bara fyrir sitt fólk
heldur líka fyrir svo marga sem
stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni.
Málfríður, vinkona mín, kunni
listina að lifa eftir aðstæðum. Þegar
hún missti Axel sinn og hætti störf-
um tók við nýtt skeið. Hún flutti á
Hrafnistu í Hafnarfirði, fimm
stjörnu hótel eins og hún sagði svo
oft. Auðvitað tók hún þátt í heimilis-
og félagslífinu þar af sínum með-
fædda krafti eins og öllu öðru. Við
sögðum það stundum í gríni að ég
þyrfti að panta tíma til að hitta vin-
konu mína, svo upptekin var hún að
njóta þess sem Hrafnista bauð upp á
sem var hreint ekkert smáræði.
Á þessum árum eignaðist Málfríð-
ur kæran vin, Halldór Jónsson hét
hann, ekkill úr Kópavogi sem naut
innilega samverunnar með Málfríði í
mörg góð ár.
Málfríður Stefánsdóttir, þessi
mikli ljósberi, er farin í ljóssins land.
Ég samgleðst henni af öllu hjarta og
er þess fullviss að nú þegar skiptir
hún máli í englahjálparsveitum al-
mættisins.
Minning minnar ógleymanlegu
vinkonu mun lifa.
Helga Mattína.
MÁLFRÍÐUR
STEFÁNSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.