Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 11
Seðlabankans, og er hópurinn að ganga frá
sínum fyrstu niðurstöðum þessa dagana. Þar
er fjallað um með hvaða hætti er hægt að
koma í veg fyrir að tæknilegir annmarkar
hins smáa markaðar ýti undir gengissveiflu
af þessu tagi.“
Klaufaskapur í bankakerfinu
–Þarna ertu kannski að tala um greiðslu,
sem ekki hefði verið tekið eftir þegar allt var
í uppsveiflu?
„Jú, ég held reyndar að hefði beiðni um
nokkra milljarða komið inn á þetta borð að
morgni dags hefði tekið í. Ef þetta hefði ver-
ið í Bandaríkjunum er sambærilegt að komið
hefði fram beiðni um nokkur þúsund millj-
arða króna ávísun fyrirvaralaust.
Mér finnst að í þessu litla kerfi okkar hefði
átt að láta vita með tveggja mánaða fyr-
irvara eða svo um svona hluti þannig að
hægt væri að útbúa þetta og undirbúa og það
myndi ekki hafa önnur áhrif á viðskipti dags-
ins. Þetta finnst mér klaufaskapur í banka-
kerfinu. Af þessum sökum lækkar gengið
umtalsvert og þegar það gerist skapast
vantrú, sem leiðir til þess að gengið lækkar
kannski enn frekar. Við verðum að átta okk-
ur á slíkum vanda. Við höfum aldrei lent í
þessu áður. Þetta er fyrsta höggið, sem kem-
ur eftir að við lögðum gengismarkmið til
hliðar. Ég held að niðurstaða þessa vinnu-
hóps viðskiptabankanna og Seðlabankans
geti verið þýðingarmikil.“
–Það var einnig spurt um vexti og skatta.
„Við höfum verið að ræða það í ríkisstjórn-
inni að huga að skattabreytingum og þá til
lækkunar á sköttum af ýmsum tegundum.
Það er ekki endanleg niðurstaða komin í það,
en þó er ljóst að það er fullur vilji hjá rík-
isstjórnarflokkunum að ganga til slíkra
breytinga. Við höfum ekki viljað gera það
fyrr af því að við höfum sagt að það væru
röng skilaboð í sambandi við þenslu, en núna
þegar við sjáum að þenslan og viðskiptahall-
inn er að minnka jafnhratt og við teljum tel
ég jafnframt vera kominn tíma til að lækka
skatta.“
Gengislækkanir ekki lengur
ákveðnar í bakherbergjum
„Við skulum átta okkur á því, þótt menn
hafi ekki viljað tala um það upphátt, að hluti
af því að meiri árekstrar hafa verið á gengi
hér en annars staðar er að hér höfum við
verið að hækka laun miklu meira en allir
þeir, sem eru að keppa við okkur á markaði.
Í gamla daga var það gert þannig að ríkið
var stundum búið að lofa aðilum í bakher-
gerðir
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
’ Það mætti líkja þessu við að aðilar fjármagnsmarkaðarins væru áfram í djúpu lauginni en það væri búið að takaaf þeim kútinn. Þá byrja þeir vitaskuld að hamast og halda að þeir séu að drukkna, en auðvitað læra þeir sund-
tökin smám saman. Þá þurfa þeir ekki lengur kútinn og til lengdar fer hann bara að þvælast fyrir. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 11