Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 29
breytingum á síðastliðnum áratug og þeirri þróun er langt frá því að vera lokið. Þróunin hefur verið í anda hinnar svokölluðu Evrópuhugsjónar sem rekja má til þess er Evrópusambandið var stofnað í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari til að koma í veg fyrir að aftur kæmi til átaka milli Þýskalands og Frakklands. Sú leið var farin að tengja þjóðir Evrópu allt að því órjúfanlegum böndum þannig að hagsmunir þeirra, efnahagslegir jafnt sem pólitískir, yrðu það samtvinnaðir að vopnuð átök væru ekki lengur fýsilegur kostur til að ná fram markmiðum einstakra ríkja. Enginn dregur í efa að Evrópusamstarfið hefur tryggt frið og velmeg- un í Evrópu með undraverðum hætti. Hins vegar verður sífellt erfiðara að samræma hinn flókna hagsmunavef stöðugt fleiri og fjölbreyttari aðild- arríkja við markmiðið um æ nánara samstarf. Það er kannski engin furða að íbúum Evrópu- sambandsins finnist stundum sem að sambandið sé fjarlægt og framandi fyrirbæri. Alvarlegast er þó að þegar íbúum er gefinn kostur á að tjá sig um þróun ESB er eins og skoðanir þeirra skipti engu máli. Samkvæmt lagabókstafnum ætti Nice-sátt- málinn að vera dauður fyrst eitt aðildarríkjanna hefur fellt hann. Það sama hefði mátt segja um Maastricht-sáttmálann á sínum tíma. Nú bregður hins vegar svo við að þjóðaratkvæði Íra virðist engu skipta. Þróunin heldur áfram rétt eins og ekkert hafi gerst og einungis er reynt að finna leið til að hægt sé að kjósa aftur og fá „rétta“ nið- urstöðu. Bent er á að kosningaþátttaka hafi verið lítil og líklega hafi írsku stjórninni ekki tekist að koma sjónarmiðum sínum almennilega á framfæri. Hún hafi ekki rekið nógu sannfærandi kosningabar- áttu og því fór sem fór. Þegar rök sem þessi eru skoðuð fela þau í sér ótrúlegan hroka. Leikreglur lýðræðisins eru skýrar. Þegar menn og málefni eru borin undir atkvæði þá gildir niðurstaða kosninga. Skiptir þá engu hversu naumur meirihlutinn er, líkt og kom í ljós með eftirminnilegum hætti í bandarísku for- setakosningunum síðastliðinn vetur. Það skiptir heldur engu máli hvort kosningaþátttakan er 35% eða 75%. Ef litið er á tölur um kosningaþátttöku í Evrópuþingskosningum í einstaka ríkjum ESB kemur í ljós að áhuginn er oftar en ekki hverfandi lítill. Hvert er þá umboð Evrópuþingsins? Sú spurning hlýtur að vera gild ef menn ætla að beita þeim rökum gegn írskum kjósendum að þeir voru of latir við að mæta á kjörstað til að hægt sé að taka mark á skoðunum þeirra. Þá er það ávallt í meira lagi varasamt að ætla að lesa það út úr niðurstöðum kosninga að stjórn- völdum hafi ekki tekist að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri með nægilega skilmerkilegum hætti. Í slíkri röksemdafærslu felst nefnilega að ekki sé verið að kjósa um málið heldur að stimpla hina réttu niðurstöðu. Kosningar snúast um að velja og hafna. Ef kjósendur velja þann kost að hafna stjórnmálamanni, flokki eða í þessu tilviki alþjóðlegum sáttmála þá hlýtur sú niðurstaða að standa. Hver hefði niðurstaðan orðið ef þátttakan hefði verið jafnlítil en sáttmálinn verið naumlega samþykktur? Hefði þá einhver komið fram og dregið niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í efa? Varla. Loks er það mjög ódýr röksemdafærsla sem stundum hefur heyrst á síðustu dögum að Írar séu einfaldlega vanþakklátir. Þeir hafi notið góðs af evrópskum styrkjum á undanförnum árum og óttist nú að þeir muni missa þá vegna þess að fá- tæk ríki frá austurhluta Evrópu muni bætast í hóp aðildarríkja. Um alla Evrópu óttast hags- munaaðilar breytingar á stöðu sinni. Spánverjar berjast fyrir því að halda styrkjum sínum og jafn- vel Þýskaland hefur knúið fram sjö ára aðlög- unartímabil áður en frjálst flæði vinnuafls frá nýju aðildarríkjunum nær fram að ganga. Óttast Þjóðverjar, ekki síst þeir í austurhluta landsins, opnun landamæranna gagnvart Póllandi. Írar eru því ekki einir á báti. Auðvitað stendur Evrópusambandið frammi fyrir ákveðnum vanda. Eftir flóknar samninga- viðræður náðist loks málamiðlun sem ríkisstjórn- ir allra aðildarríkjanna féllust á. Þessi samningur er kannski ekki lagaleg forsenda stækkunar en óneitanlega pólitísk forsenda, eins og málið hefur þróast. Hvernig á þá að bregðast við þegar eitt af minnstu aðildarríkjunum fellir sáttmálann? Við því er ekki neitt einfalt svar en ljóst er að það er vart til að bæta ímynd ESB í hugum íbúa þess að virða sjónarmið kjósenda að vettugi. Írska stjórnin ekki einhuga Það var ekki síður áfall fyrir írsku ríkis- stjórnina en ESB sem heild að sáttmálinn skyldi falla enda hafði hún lagt ofuráherslu á að knýja hann í gegn. Eftir á kom þó í ljós að ekki voru allir á eitt sáttir innan stjórnarinnar og m.a. hefur landbúnaðarráðherrann Éamon Ó Cuív lýst því yfir að hann hafi greitt atkvæði gegn Nice- sáttmálanum þó svo að hann hafi barist fyrir því að hann yrði samþykktur. Ráðherrann ritar grein í Irish Times á föstudag þar sem hann skýrir þessa ákvörðun sína og hvernig hún samrýmist stöðu hans sem ráðherra. Sjónarmið hans eru um margt forvitnileg: „Það hafa margir komið að máli við mig og spurt hvers vegna ég hafi greitt atkvæði gegn skýrri stefnu stjórnarinnar. Það er grundvallarat- riði í lýðræðisríki að einstakir borgarar tjá sig sem einstaklingar í kjörklefanum og að eigin frumkvæði án þess að vera bundnir af skoðunum annarra eða ákvörðunum einhverra stofnana. Þetta á við um alla borgara, þar á meðal einstaka ráðherra. Þetta er ástæðan fyrir því að kosningaleynd er órjúfanlegur þáttur allra raunverulegra lýðræð- isríkja. Margir hafa sakað mig um hræsni vegna þess að ég hef sem ráðherra hvatt fólk til að samþykkja sáttmálann en síðan greitt atkvæði sjálfur með öðrum hætti. Auðvitað er ég í þeirri stöðu sem ráðherra ríkisstjórnar að verða að berjast fyrir málstað stjórnarinnar þegar ég kem fram fyrir hennar hönd. Ella yrði ég að segja af mér, ekki einungis sem ráðherra heldur einnig úr þingflokki Finna Fáil.“ Ráðherrann segir, þegar hann skýrir ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun sinni að greiða atkvæði gegn sáttmálanum, að hann hafi áhyggjur af langtíma- markmiðum margra leiðtoga Evrópusambands- ins og einnig írskra stjórnmálamanna þegar framtíð Evrópusambandsins er annars vegar. Þessi markmið komi oft fram í ræðum en séu ekki skráð í Nice-sáttmálann. Nefnir hann í þessu sambandi vilja margra til að mynda einhvers kon- ar Bandaríki Evrópu, þar sem Írland yrði heima- stjórnarsvæði. Þá séu uppi hugmyndir um skatta- samræmingu og að gera ESB að hernaðarveldi. Þó svo að hann styðji aðild Íra að ESB og stækk- un sambandsins heilshugar hafi þetta ráðið ákvörðun hans. Hvert stefnir ESB? Um fátt eru skiptari skoðanir innan Evr- ópusambandsins en það hvert eigi að vera hið endanlega markmið Evrópusamstarfsins. Á ESB fyrst og fremst að vera sameiginlegur mark- aður með víðtæku pólitísku samstarfi eða þá sambandsríki í anda Bandaríkjanna? Segja má að þróun síðustu ára hafi verið í báðar áttir. Hinn sameiginlegi markaður verður stöðugt fullkomn- ari en jafnframt verður samruninn meiri og víð- tækari en jafnframt svæðisbundnari. Það má því færa rök fyrir því að Nice-sáttmálinn sé ekki fyrst og fremst skref í átt að sambandsríki, líkt og írski landbúnaðarráðherrann óttast, heldur í átt að sambandsríkiskjarna innan Evrópusambandsins. Valery Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsfor- seti, hélt einmitt slíkum hugmyndum á lofti í at- hyglisverðri grein er birtist í Morgunblaðinu í lið- inni viku. Telur Giscard hugmyndir Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, um evrópskt sambandsríki, ekki raunhæfan kost. Miklu frekar sé ástæða til að mynda kjarna innan ESB. Þetta eru ekki ný sjónarmið, Frakkar hafa haldið slík- um hugmyndum á lofti um margra ára skeið. Þetta telur Andrew Moravcsik, prófessor við Harvard-háskóla og stjórnandi ESB-miðstöðvar skólans, einnig vera líklegustu þróunina í grein í nýjasta hefti tímaritsins Foreign Affairs. Moravc- sik segir ESB vera fyrstu póst-módernísku stofn- unina í alþjóðastjórnmálum. Stofnun sem stjórni samhliða en ekki í stað ríkisstjórna einstakra að- ildarríkja. Öll þróunin sé að hans mati í átt að lausbeislaðri milliríkjasamvinnu, t.d. í varnarmál- um, skattamálum og málefnum innflytjenda. „Hinn sameiginlegi markaður og gjaldmiðill virð- ast í æ ríkara mæli ekki vera fyrstu skrefin í átt að pólitískum samruna heldur síðustu handtökin við myndun Evrópsks efnahagssvæðis. Ef þetta er rétt ályktun þá kynnu hinar útbreiddu áhyggjur af „lýðræðishalla“ ESB að vera óþarfar.“ Eftir stendur þó að ráðamenn ESB virðast hafa fjarlægst almenna borgara sambandsins. Eða kannski öllu heldur að íbúar ESB eiga ekki eins auðvelt með að sætta sig við það og áður að ákvarðanir og stefnumótun séu í höndum þröngr- ar pólítískrar elítu. Það gæti reynst sambandinu skeinuhætt. ESB stendur frammi fyrir stórbrotn- um og flóknum viðfangsefnum. Nýr gjaldmiðill fer í almenna umferð um næstu áramót og brátt munu ríki austurhluta álfunnar eiga aðild að sambandinu. Það kallar á stórfellda uppstokkun t.d. á landbúnaðarstefnu sambandsins. Þessi verkefni geta hins vegar einungis orðið að veru- leika ef þau njóta almenns og útbreidds stuðnings þeirra er málið varðar mest, íbúa Evrópusam- bandsins. Morgunblaðið/RAX Í Hafnarfirði. Um fátt eru skiptari skoðanir innan Evr- ópusambandsins en það hvert eigi að vera hið endanlega markmið Evrópu- samstarfsins. Laugardagur 23. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.