Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 36
FRÉTTIR 36 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mjög falleg um 100 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð á þessum rólega stað í Grafarvogi. Íbúðin er öll hin glæsilegasta, falleg mahóní innrétting í eldhúsi, 2 góð svefnherbergi með skápum í báðum, stór stofa með útgengi á góða verönd og sérgarð. Gólfefni íbúðar er parket og flísar. Markús og Berglind taka vel á móti ykkur í dag milli kl. 14-16. Opið hús Bakkastaðir 167 Sími 530 4500 Vorum að fá í sölu glæsilegt 328 fm einbýli á 2 hæðum ásamt 34 fm bílskúr. Stórar 35 fm svalir með glæsilegu ÚTSÝNI í austur, suður og vestur. Á neðri hæðinni er 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Góð lofthæð. Húsið er ekki alveg fullklárað en þetta er samt sem áður mjög vönduð eign á frábærum stað. HÓLAHJALLI 9 - ÚTSÝNISPARADÍS OPIÐ HÚS Í DAG Páll og Hólmfríður taka vel á móti ykkur í dag frá kl. 15-17. EINBÝLI  Timburhús í Þingholtum Vorum að fá í einkasölu gott einbýlishús við Bergstaðastræti sem er 175 fm ásamt 20 fm gróðurhúsi. Góðar sólsvalir í húsi með skemmtilegum anda á frábærum stað. Getur losnað fljótlega. 1603 RAÐHÚS OG PARHÚS  Smáragata - parhús Vorum að fá þetta virðulega parhús í einkasölu. Húsið er um 280 fm. Á mið- hæð eru m.a. hol, stofa, borðstofa og eldhús. Á 2. hæð eru fjögur herb. og baðherb. Í kjallara er 2ja herb. íbúð, auk geymslu, þvottah. o.fl. Fallegur garður með miklum trjágróðri. Góð eign á eftirsóttum stað. V. 28,0 m. 9555 Breiðavík við golfvöllinn Erum með í einkasölu gott u.þ.b. 170 fm endaraðhús með innbyggðum bílskúr. Húsið er nánast fullbúið með parketi og vönduðum innréttingum. Fjögur svefn- herbergi. Stór sólpallur með skjólveggj- um í suður. Fallegt útsýni. Húsið stendur nálægt golfvellinum í Grafarvogi og er stuttt í alla þjónustu og góðar gönguleiðir t.d. með sjávarsíðunni. V. 19,5 m. 1602 HÆÐIR  Eikjuvogur Falleg og björt sex herbergja u.þ.b. 125 fm efri sérhæð í glæsilegu húsi með útsýni. Eignin skiptist m.a. í fjögur her- bergi, tvær samliggjandi stofur, eldhús og baðherbergi. Fallegur og gróinn garður. Góð staðsetning. V. 15,5 m. 1589 Reynimelur Nýkomin í sölu í þessu reisulega húsi við Reynimel neðri hæð sem er 113 fm 4ra herb. íbúð sem skiptist í anddyri, skála, eldhús, og baðherbegi auk geymsu. Hiti í gangstétt. Eign í góðu ásigkomulagi jafnt innan sem utan. 1596 4RA-6 HERB.  Brekkustígur Falleg 103 fm 4ra herb. vönduð og standsett íbúð í fallegu og einstaklega snyrtilegu steinhúsi. Íbúðin skiptist í 2 saml. stofur, 2 herb., eldhús og bað- herb. Ný eldhúsinnrétting. Svalir. Parket er á öllum gólfum. Baðherb. er flísalagt í hólf og gólf. Áhv. 3,7 m. í byggsj. Gott brunabótamat. V. 13,5 m. 1593 Naustabryggja - laus strax Stórglæsileg og björt 6 herbergja 170 fm „penthouse“-íbúð á 3. hæð og í risi með mikilli lofthæð í nýju glæsilegu og viðhaldsfríu litlu fjölbýli á góðum stað í hinu nýja bryggjuhverfi. Íbúðin er fullbúin með vönduðum innr., gegnheilu parketi og flísum á gólfi. Laus strax. Sölumenn sýna. Myndir á netinu. 1594 Smáragata Falleg og björt fimm herbergja 110 fm efri hæð í tvíbýlishúsi auk bílskúrs og aukaherbergis (16 fm) í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Íbúðin skiptist m.a. í eldhús, baðherbergi, tvö herbergi og þrjár stofur. Suðursvalir. Fallegur og gróinn garður. V. 16,3 m. 1592 Laugarnesvegur. Góð 4ra-5 herb. 107 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í 2 svefn- herbergi og 3 stofur (auðvelt að hafa 3-4 svefnh.). Íbúðin er tölvert endurnýjuð. V. 11,9 m. 1606 2JA OG 3JA HERB.  Orrahólar 7 - með ótrúlegu útsýni Rúmgóð 93,2 fm íbúð á 5. hæð í þessu vandaða fjölbýli, þar sem húsvörður sér um sameign. Íbúðin er með glugga á þrjá vegu og einstöku útsýni. Þvotta- aðstaða í íbúð og stórar vestursvalir. V. 11,7 m. 1605 Laufásvegur Björt, rúmgóð og mikið endurnýjuð 93 fm íbúð á góðum stað í Þingholtunum. Íbúðin skiptist í gang, eldhús, 2 herbergi, stofu og baðherbergi. Ný glæsileg HTH- eldhúsinnrétting með AEG-tækjum. Góð lofthæð og stórir gluggar. V. 11,9 m. 1601 Dvergaborgir - laus strax Falleg og björt 86 fm íbúð í nýlegu húsi. Parket á gólfum og þvottahús í íbúð. Lyklar á skrifstofu. V. 10,3 m. 1584 Hraunbær Falleg og rúmgóð 2ja herbergja 71 fm íbúð í litlu fjölbýli við Hraunbæ. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, herbergi og baðherbergi. Góð íbúð. V. 8,3 m. 1568 Ásgarður Snyrtileg og björt 2ja herbergja u.þ.b. 60 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Eignin skiptist m.a. í stofu, opið eldhús, her- bergi, geymslu og baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Blokkin er nýlega löguð að utan og máluð. V. 7,8 m. 1604 Barðaströnd 4 - Opið hús milli kl. 14-18 í dag og þriðjudaginn 26. júní milli kl. 16-20 Skipholt 200 fm - glæsiíbúð Vorum að fá í einkasölu ákaflega sérstaka og glæsilega u.þ.b. 207 fm íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Plássið var áður atvinnuhúsnæði með góðri loft- hæð en hefur nú verið breytt í glæsilega og sérhannaða samþykkta íbúð. Parket og góðar innréttingar. Arinn í stofu og nuddpottur á bað- herbergi. Fjögur herbergi og tvær stórar stofur. Möguleiki að skipta á minni eign eða litlu atvinnuhúsnæði. V. 19,8 m. 1310 Glæsilegt 250 fm einb. með bílskúr á einni hæð við Barðaströnd. Sólstofa og heitur pottur. Fallegur garður og útsýni. V. 29,0 m. 1292 Sími 575 8500 • Fax 575 8505 • Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Höfum fengið í einkasölu jörðina Fossatún sem er í um klukkutíma akstursleið frá Reykjavík. Landið er um 280 hektarar og eru um 38 hektarar af ræktuðum túnum. Grímsá rennur í gegnum landið og er í henni ágætis veiði. Jörðin liggur að Blundsvatni til vesturs og er þar t.d. fallegt sumarbústaðaland. Með eigninni fylgir rúmlega 200 fm íbúðarhús ásamt tveimur hlöðum, fiskeldishúsi, fjósi, tvö lítil gróðurhús o.fl. Mikið hefur verið ræktað af allskyns gróðri í kringum íbúðarhús. Þarna eru miklir möguleikar fyrir rétta aðila. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Lögbýli FOSSATÚN - ANDAKÍLSHREPPI Opið í dag frá kl. 13-15. OPIÐ HÚS Sundahverfi - Sérhæð Falleg og björt 5-6 herbergja 122 fm miðsérhæð í þríbýli á þessum eftir- sótta stað. Stofa, borðstofa og fjögur svefnherbergi. Útgengt á suðursvalir úr stofu og hjónaherbergi. Hús og þak í góðu ástandi, viðgert fyrir 5-7 árum. Búið að endurnýja glugga, gler, raf- magnstöflu o.fl. Verð 15,9 millj. Þorsteinn og Íris taka á móti ykkur í dag frá kl. 15-18 í Njörvasundi 11. Sjá einnig http://irisgunn.homestead.com/forsida.html MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurð- ur Sigurðssyni efnaverkfræðingi og Lúther Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Friggjar: „Vegna írekaðra greinaskrifa í Morgunblaðinu um notkun nonylfe- noletoxýlata í íslenskum verksmiðj- um vill Sápugerðin Frigg koma á framfæri eftirfarandi athugasemd- um. Í grein í Mbl. 16. júní segir Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafn- ar: „Við höldum því hiklaust fram að Sjöfn sé umhverfisvænasta efna- vörufyrirtæki landsins. Með þessum ummælum er Baldur Guðnason að ganga yfir öll mörk vel- sæmis og vegur hér ódrengilega að öðrum efnavörufyrirtækjum lands- ins. Munum við skýra þetta hér á eft- ir. Öll framleiðsla hefur að sjálfögðu áhrif á umhverfi okkar þótt í mis- miklum mæli sé. Gengið er á auðlind- ir, orka er notuð við framleiðsluna og úrgangur verður til. Hráefni hafa einnig mismikil skaðleg áhrif á um- hverfið. Við hjá Frigg erum mjög stolt af því af vera eini efnavöru- framleiðandi landsins sem hefur öðl- ast rétt til að nota Norræna um- hverfismerkið á þvottaefnið Maraþon milt og var það þegar árið 1998. Norræna umhverfismerkið er samstarfsverkefni allra Norður- landanna. Merkið kom fyrst fyrir augu neytenda árið 1991 og hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mik- ilvægasta umhverfismerkið á mark- aði á Norðurlöndum. Norræna um- hverfismerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og trygging neytenda fyrir því að við- komandi vara skaðar umhverfið minna en aðrar sambærilegar vörur. Þeir einir fá að nota merkið sem upp- fylla strangar kröfur um efna- og orkunotkun ásamt takmörkun mengunar vegna framleiðslu, notk- unar og eyðingar vörunnar. Nor- ræna umhverfismerkið er þannig til marks um meiri gæði fyrir umhverf- ið. Maraþon milt uppfyllir allar þær ströngu kröfur sem merkingin krefst. Sjöfn hefur ekki öðlast rétt til að nota norræna umhverfismerkið á sínar vörur. Til að fyrirtæki geti full- yrt á sama hátt og gert er hjá Sjöfn að það sé umhverfisvænasta efna- verksmiðja landsins þarf ákveðinni umhverfisúttekt að vera lokið á öll- um þeim þáttum sem nefndir eru hér að ofan og fyrirtækið að hafa fengið vottun frá viðkomandi stofnun eða ábyrgðaraðila. Sjöfn hefur ekki fengið slíka vottun. Fullyrðing Baldurs Guðnasonar og samstarfsaðila hans hjá Sjöfn byggist því annaðhvort á algjöru þekkingarleysi á umhverfismálum eða að verið er að ljúga vísvitandi að neytendum. Hvorttveggja grefur undan trausti neytenda á Sjöfn. Frigg hefur notað nonylfenoletox- ýlöt í aðeins nokkrar af sínum fram- leiðsluvörum. Frigg er hins vegar stærsta framleiðslufyrirtækið á sínu sviði hérlendis og eru þessi efni því aðeins í litlum hluta af því vöruúrvali sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Við þróun nýrra framleiðsluvara notar Frigg aðeins viðurkennd hrá- efni og alls ekki nonylfenoletoxýlöt. Einnig er verið að vinna að því að fjarlægja nonylfenoletoxýlöt úr okk- ar framleiðslu og stefnt að því að ljúka því fyrir haustið.“ Umhverfisvænar efnaverksmiðjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.