Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
ÞESSI mynd var tekin 17.
júní árið 1974 af eiginmanni
mínum, Páli Ragnarssyni.
Maðurinn minn spurði föð-
ur þeirra góðfúslega hvort
hann mætti mynda þessar
tvær yndislegu dætur hans
og var það leyfi veitt með
ánægju. Myndin er tekin á
Arnarhóli og situr faðir
þeirra á bak við þær í gras-
inu. Ef einhver getur gefið
mér upplýsingar, vinsam-
legast skrifið til Hanne
Ragnarsson, Suðurhlíð,
Rauðahús, 101 Reykjavík.
Um hundahald
ÉG las greinar eftir svo-
kallaða dýravini í Velvak-
anda 14. júní sl. og 20. júní
sl. Ég vil minna þessa
hundavini á að kosið hefur
verið um hundahald í Kópa-
vogi og Reykjavík og því
hafnað á báðum stöðum.
Eins og fram kemur í
greininni viljið þið hunda-
eigendur fá að hafa ykkar
dýr í friði. En hefur ykkur
dottið í hug að við sem kus-
um á móti hundahaldi,
meirihluti kjósenda, viljum
fá að vera í friði fyrir laus-
um hundum á göngustíg-
um, útivistarsvæðum og
jafnvel á útihátíðum þjóð-
arinnar. Vitið þið að við
sem búum við göngustíga
borgarinnar horfum á
marga hundaeigendur á
hverjum degi ganga fram
hjá og eru fleiri hundar
lausir en í bandi. Á vorin
þegar snjóa leysir er lóðin
mín eins og hundaklósett.
Hver haldið þið að hreinsi
það? Fenguð þið ekki
hundaleyfið gegn vissum
skilyrðum? Er ekki eitt
skilyrðið að hafa hann alltaf
í bandi á almannafæri?
Finnst ykkur ekki of marg-
ir hundsa það? Eða finnst
ykkur þið ekkert þurfa að
fara eftir reglum sem ykk-
ur finnst asnalegar? Má
senda hundinn inn í næsta
garð til að gera þarfir sínar
og líta undan á meðan?
Hvort sem ég er með of-
næmi eða ekki fyrir hund-
um (enda finnst mér
hundaeigendum ekkert
koma við af hverju fólk er á
móti hundum) myndi ég
aldrei búa í sama húsi og
hundur, því að hann er ekki
á bak við lokaðar dyr allan
daginn. Honum er auðvitað
hleypt út og er hann þá oft
laus og fer út í sameiginleg-
an garð og gerir sínar þarf-
ir þar. Hver hreinsar það
upp? Þið hundaeigendur
ætlist til að við hin elskum
hundana ykkar og getið
ekki skilið að við höfum
takmarkaðan áhuga á
þeim. Ég vil fá að njóta úti-
veru án þess að hitta hund-
inn þinn. Ég á alltaf eftir að
þakka forstöðumanni
Laugardalsgarðsins fyrir
að þar get ég verið viss um
að hitta ekki hunda. Enda
fer ég oft þangað og finnst
það vera griðastaður okkar
sem kjósum að vera laus við
að hitta hundinn þinn.
Þið, sem kusuð á móti
hundahaldi eins og ég,
hugsið um það fyrir næstu
kosningar hvaða flokkur
stendur við það sem meiri-
hluti kjósenda samþykkti
gegn hundahaldi, það er að
hundahald er bannað nema
með vissum skilyrðum.
Hundaeigendur verða að
fara eftir þeim reglum, sem
þeim eru settar, þegar þeir
sækja um að hafa hund. Í
næstu kosningum skulum
við kjósendur, sem erum
andvígir hundahaldi, at-
huga hvaða flokkur virðir
okkar skoðanir varðandi
hundahald. Mín skoðun er
sú að herða eigi lög um
hundahald og einnig viður-
lög við brotum á þeim.
Húsmóðir á Kársnesinu.
Dýrahald
Kettlinga
vantar heimili
SEX vikna fallegir kett-
lingar fást gefins á góð
heimili. Þeir eru kassavan-
ir. Upplýsingar í síma 899-
1908, 699-4772 eða 567-
5485.
Kettlingur týndist
í Hafnarfirði
KETTLINGUR, norskur
skógarköttur, loðinn, hvít-
ur, svartur og grádroppótt-
ur týndist frá Hólabraut 6,
Hafnarfirði. Þeir sem hafa
orðið varir við hann hafi
samband í síma 865-1493.
Læða týndist
í Seláshverfi
GRÁBRÖNDÓTT og hvít
læða, 10 mánaða og mikið
loðin, týndist 20. júní frá
Reykási í Seláshverfi. Hún
er með bláköflótt hálsband
sem er merkt og bjöllu.
Hennar er sárt saknað.
Þeir sem hafa orðið hennar
varir hafi samband í síma
567-7512 eða 861-3157.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kannast
einhver við
stúlkurnar?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 æringjana, 8 konungur,
9 vatt, 10 þegar, 11
gabba, 13 flýtinn, 15 hóp,
18 menntastofnana, 21
iðkað, 22 stólarnir, 23
svikull, 24 andstæða.
LÓÐRÉTT:
2 erfð, 3 þarma, 4 fara
laumulega með, 5
kroppa, 6 skilningarvit, 7
vangi, 12 kusk, 14 dæmd,
15 vatnsfall, 16 skeldýr,
17 báturinn, 18 mikið, 19
stríð, 20 hina.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 vilpa, 4 spæta, 7 lipur, 8 eitil, 9 sef, 11 aðal, 13
anar, 14 Yggur, 15 torf, 17 tjón, 20 grá, 22 kopar, 23 líð-
ur, 24 arnar, 25 tarfa.
Lóðrétt: 1 velja, 2 loppa, 3 aurs, 4 stef, 5 ættin, 6 aular,
10 elgur, 12 lyf, 13 art, 15 tákna, 16 ræpan, 18 jaðar, 19
narta, 20 grær, 21 álít.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Arina Arctica kemur og
fer í dag. Laugarnes og
Dellach koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Bilbao kemur í dag.
Dimas, Verseborg og
Brúarfoss koma á
morgun.
Mannamót
Aflagrandi og Hraun-
bær. Miðvikudaginn 27.
júní verður farin sum-
arferð til Sandgerðis
lagt af stað frá Afla-
granda kl. 12.30 og frá
Hraunbæ kl. 13. Ekið
verður til Sandgerðis að
Hvalsneskirkju og hún
skoðuð, síðan farið um
höfnina að Fræðasetr-
inu, leiðsögumaður
Reynir Sveinsson, for-
stöðumaður Fræðaset-
ursins, ekið um Garð til
Keflavíkur kaffiveit-
ingar hjá öldruðum í
Keflavík. Nánar upplýs-
ingar og skráning í Afla-
granda, sími 562-2571,
og Hraunbæ, sími 587-
2888.
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl.
10 boccia, kl. 14 félags-
vist, kl. 12.30 baðþjón-
usta.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30–16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 10–
16 púttvöllurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 almenn
handavinna, kl. 9.30–11
morgunkaffi/dagblöð,
kl. 10 samverustund, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Farið verður upp á
Akranes fimmtudaginn
28. júní kl. 13. Byggð-
arsafnið skoðað og kaffi
drukkið á Dvalarheim-
ilinu Höfða. Ekið verður
heim um Hvalfjörð.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 568-5052 fyrir
miðvikudaginn 27. júní.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan í Gullsmára
9 er opin á morgun kl.
16.30–18, sími 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð, kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10 verslunin
opin, kl. 11.20 leikfimi,
kl. 11.30 matur, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 15 kaffiveitingar.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun mánudag verð-
ur félagsvist kl. 13:30.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli þriðjudögum kl.
14 til 16. Haustferðin 1.
okt. nk. til Prag, Brat-
islafa, Búdapest og Vín-
ar, kynning verður mið-
vikudaginn 27. júní nk.
kl. 14 greiða þarf þá
staðfestingargjald. Or-
lofið á Hótel Reykholti í
Borgarfirði 26.–31.
ágúst nk. Skráning og
allar upplýsingar í
Hraunseli, sími 555-
0142.
Göngufólk, athugið að
það þarf að færa morg-
ungönguna aftur til
laugardags og verður
því næsta ganga laug-
ardagin 30. júní nk.
rúta frá Firðinum kl.
9:50 og Hraunseli kl. 10.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í hádeg-
inu. Sunnudagur: Síð-
asta félagsvist fyrir
sumarfrí kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda kl. 19
fyrir framhald og byrj-
endur kl. 20.30. Mið-
vikudaginn 27. júní fara
Göngu-Hrólfar út í Við-
ey með Viðeyjarferj-
unni. Mæting í Kletta-
vör, Vatnagörðum, kl.
12.50 og hafa með sér
nesti. Umsjón Ingvar
Björnsson. Dagsferð 10.
júlí Þórsmörk–
Langidalur. Leiðsögn
Þórunn Lárusdóttir og
Pálína Jónsdóttir. Dags-
ferð 14. júlí Gullfoss–
Geysir–Haukadalur.
Leiðsögn Sigurður
Kristinsson og Pálína
Jónsdóttir. Eyja-
fjörður– Skagafjörður–
Þingeyjarsýslur, 6 dag-
ar, 26.–31. júlí. Ekið
norður Sprengisand til
Akureyrar. Farið um
Eyjafjarðardali, Svarf-
aðardal, Hrísey, Sval-
barðsströnd o.fl. Ekið
suður Kjalveg um
Hveravelli til Reykja-
víkur. Leiðsögn Þórunn
Lárusdóttir. Eigum
nokkur sæti laus. Ath.:
Vegna mikillar aðsókn-
ar í hringferð um Norð-
austurland viljum við
biðja þá sem eiga pant-
að að koma og greiða
inn á ferðina sem fyrst.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 fh. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10 til 16 í
síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilaslalur opinn
kl. 15.30 almennur dans
hjá Sigvalda, allir vel-
komnir. Myndlistarsýn-
ing Gunnþórs Guð-
mundssonar stendur
yfir. Veitingar í kaffi-
húsi Gerðubergs. Mið-
vikudaginn 27. júní,
ferðalag í Húnaþing
vestra, hádegishressing
í Víðigerði, Vatns-
neshringurinn ekinn,
m.a. staldrað við í
Klömbrum, Tjörn,
Illugastöðum og á fleiri
stöðum. Kaffiveitingar
á Hvammstanga með
eldri borgurum. Allir
velkomnir. Skráning
hafin. Allar upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun kl.
9–16.30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9.30–12.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13 hárgreiðsla, kl.
13.30 til 14.30 göngu-
ferð.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 13 spil-
að.
Norðurbrún 1. Á morg-
un verður fótaaðgerða-
stofan opin kl. 9–14,
bókasafnið opið kl. 12–
15, ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9 dagblöð og kaffi,
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 almenn
handavinna, kl. 10–11
ganga Halldóra og Sig-
valdi, kl. 11.45 matur,
kl. 12.15–13.15 dans, kl.
13.30–14.30 dans, kl.
14.30 kaffi.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund og almenn
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir, kl. 11.45 mat-
ur, kl. 13 leikfimi og
frjáls spil, kl. 14.30
kaffi.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Safnaðarfélag og
kirkjukór Áskirkju
Sumarferð verður farin
í tilefni 25 ára afmælis
félagsins, sunnudaginn
1. júlí, lagt af stað frá
Áskirkju kl. 9, ekið um
göngin til Akraness,
messað í Akraneskirkju
kl. 11 hádegisverður
snæddur á Hótel
Barbró skoðunarferð
um Akranes með við-
komu á Byggðarsafninu
á Görðum, ekið heim um
Hvalfjörð. Þátttaka til-
kynnist fyrir 29. júní til
Kirkjuvarðar Áskirkju,
sími 588-8870, Guðrúnar
sími 553-0088 eða Þór-
önnu sími 568-1418 og
892-4749.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í
Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58–60,
mánudaginn 25. júní kl.
20. Guðlaugur Gunn-
arsson kristniboði sér
um fundarefni. Allir
karlmenn velkomnir.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn verður á
morgun kl. 10 við Vest-
urgötu og kl. 14 við
Vesturberg.
Í dag er sunnudagur 24. júní, 175.
dagur ársins 2001. Jónsmessa. Orð
dagsins: En sæl eru augu yðar, að
þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra.
(Matt. 13, 16.)
Víkverji skrifar...
EKKERT varð af keppni í spjót-kasti á Miðnæturmóti ÍR í
frjálsíþróttum á Laugardalsvelli á
þriðjudaginn var, 19. júní.
Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir
formanni frjálsíþróttadeildar ÍR:
„Þegar við komum á staðinn var til-
kynnt að spjótkast yrði ekki leyft á
aðalvellinum og það var búið [að]
leggja dúk yfir aðalvöllinn til að
vernda knattspyrnuvöllinn.“ Hann
segir að starfsmenn hafi hins vegar
verið búnir að útbúa bráðabirgða-
kastsvæði á æfingasvæði frjáls-
íþróttamanna, „en við töldum það
ekki löglegt og að auki hættulegt fyr-
ir keppendur. Því varð að sleppa því
að keppa í spjótkasti, sem er óheppi-
legt því spjótkast var ein af grein-
unum í stigakeppninni.“
Frjálsíþróttamenn voru að vonum
óhressir með þessar málalyktir.
x x x
VÍKVERJI hefur undir höndumbréf frá áhugamanni um íþrótt-
ir og raunar föður stúlku sem hugðist
keppa í spjótkasti á umræddu móti.
Hann tekur fram að bréfið megi nota
sem blaðagrein og það verði sent til
fólks sem sé nafngreint þar, til
Frjálsíþróttasambandsins, Morgun-
blaðsins, DV, RÚV og ef til vill fleiri.
Hann segist meðal annars ekki
gera upp á milli íþróttagreina og
enga fordóma hafa í garð neinnar
þeirra. Þetta kvöld, 19. júní, á sjálfan
kvennadaginn, hafi hann farið til að
fylgjast með dóttur sinni keppa með-
al fremstu spjótkastara landsins.
„Amma stúlkunnar var mætt á þjóð-
arleikvanginn á 76 ára afmælisdegi
sínum til að fylgjast með barna-
barninu í fylgd þriggja stúlkna sem
einnig eru barnabörn hennar. Þetta
var sem sagt hátíðisdagur í lífi ömm-
unnar. Veðrið var með skársta móti
og allar aðstæður hinar bestu til að
kasta spjóti. Ég átti jafnvel von á ár-
angri sem væri til frásagnar.“
En þar sem dúkur var dreginn yfir
völlinn og fánastatíf og grjóthnull-
ungar voru á atrennubraut spjót-
kastsins hefði verið greinilegt að
ekki yrði keppt í umræddri grein.
„Amman staldraði við í 10 mínútur
og fór síðan heim til að sinna afmæl-
isgestunum. Sem betur fer varð sá
sem réð þessu ekki á vegi hennar.“
Bréfritari segir Knattspyrnusam-
bandið, sem fengið hafi Laugardals-
völlinn til frjálsra afnota fyrir nokkr-
um árum, virðast geta komið fram
við aðrar íþróttagreinar eins og því
sýnist. „Fyrir þá sem ekki vita betur
þá er Laugardalsvöllurinn eina boð-
lega aðstaða frjálsíþróttamanna í
Reykjavík. Þar stunda þeir sínar æf-
ingar og ég veit ekki til þess að frjáls-
íþróttamót séu haldin á öðrum velli í
Reykjavík.“ Síðan setur hann fram
nokkrar spurningar:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ert
þú sátt við að þessar konur séu
móðgaðar svona freklega á þessum
hátíðisdegi kvenna og getur þú bætt
aðstöðu þeirra?
Björn Bjarnason. Er einhver von
til þess að konur geti orðið landi okk-
ar til sama sóma og íþróttafólkið sem
þú hreifst svo af í San Marino um
daginn ef þeim er boðið upp á svona
framkomu?
Eggert Magnússon. Ætlar þú og
þitt fólk hjá KSÍ að halda áfram að
koma fram við frjálsíþróttafólkið
eins og það sé annars flokks á þjóð-
arleikvanginum?
Davíð Oddsson. Svona gera menn
ekki, eða hvað finnst þér um þetta?
Íþróttafréttamenn. Hafið þið ekk-
ert annað að segja okkur íþrótta-
áhugafólki en fréttir af blöðrusparki?
Víkverji bíður spenntur eftir svör-
unum og hvort aðstaða frjálsíþrótta-
manna batnar í höfuðborginni.