Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 24. júní 1941: „Vissulega var ekki annað sjáanlegt en að sambúðin væri í besta lagi milli einræð- isherranna í Berlín og Moskva. Þar virtist hvergi skuggi vera. Þegar þýska herveldið var að leggja undir sig lönd í austurátt, ýmist með vopnum eða kúgun, fekk einræðisherrann í Moskva sinn hlut af herfanginu, Pól- landi var bróðurlega skift. Berlín lagði blessun sína yfir það, að Stalín sölsaði undir sig smáríkin við Eystrasalt. Þetta var eðlileg „þróun“ málanna. Ekki bólaði á neinni misklíð, þegar Rússland fekk sneiðina af Rúmeníu, eftir að þetta ríki hafði verið kúgað undir járnhæl nazista. Svona hefur þetta gengið – í fullu bróðerni og vinsemd – frá því að vináttusamning- urinn var gerður í Moskva. Jafnvel á laugardagskvöld, nokkrum klukkustundum áð- ur en þýski herinn fekk fyr- irskipun um, að ráðast inn í Rússland, heyrðust vinarorð frá Berlín til samherjanna í Kreml. En hvað veldur svo hinum skyndilegu og snöggu um- skiftum? Enn er þetta ráð- gáta, því að gögnin, sem hljóta að skýra málið til hlít- ar, hafa ekki verið lögð á borðið ennþá. Sennilegasta skýringin er, að farið sje að þrengja að Þýskalandi. Hitler sjái fram á, að stríðið verði langt og hann komi til að vanta ým- islegt, svo sem olíu, mat og ýms hráefni. Honum hafi þótt ótrygt, að eiga það undir náð Rússa í framtíðinni, hvort hann gæti rekið stríðið áfram. Hafi því verið hyggi- legast, að ná sem fyrst yf- irráðum auðæfa Rússlands.“ . . . . . . . . . . 24. júní 1951: „Kóreustyrjöldin hefur þjappað hinum frjálsu þjóð- um saman. Varnarundirbún- ingur þeirra hefur orðið hrað- ari með hverjum mánuðinum, sem leið. Það er ekki aðeins í Asíu, sem árás af hálfu kommúnista ógnar öryggi fólksins. Í Evrópu hafa þjóð- irnar lagt allt kapp á að sam- ræma varnir sínar. Þessi samhugur hinna frjálsu þjóða hefur treyst öryggi þeirra og fjarlægt árásarhættuna nokkuð í bili. En því aðeins verður henni bægt varanlega úr vegi, að haldið verði áfram á sömu braut, unnið verði áfram að eflingu varnanna og sem fullkomnustum viðbún- aði til þess að hrinda ofbeldis árás.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MORGU BLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 29 ÍRAR OG ÍSLENDINGAR GREINARGERÐ SEÐLABANKANS Greinargerð bankastjórnarSeðlabankans til ríkisstjórnar-innar um stöðu efnahagsmála, sem lögð var fram í gær, getur varla talizt til mikilla tíðinda fyrst og fremst vegna þess að bankinn tekur enga af- stöðu til þeirrar grundvallarspurning- ar hvort hækka eigi vexti eða lækka. Niðurstaða bankastjórnarinnar er sú að halda vöxtum óbreyttum en hins vegar kemur fram að bankinn telur að aukin verðbólga og væntingar um verðbólgu gætu réttlætt vaxtahækk- un. Jafnframt segir að bankinn muni fylgjast með þróun mála og hækka vexti ef líkur aukist á víxlverkunum verðlags, launa og erlendra gjald- miðla. Í forystusveit atvinnulífsins hefur sú skoðun verið sterk um skeið að Seðlabankinn eigi að lækka vexti. Rökin fyrir því sjónarmiði eru einfald- lega þau að enginn atvinnurekstur geti staðið undir núverandi vaxtastigi. Lækkun vaxta og skatta sé nauðsyn- leg til þess að hleypa nýjum krafti í at- vinnulífið. Vaxtastigið hefur að vísu lengi verið þannig á Íslandi að óhugs- andi hefur verið að atvinnulífið gæti staðið undir því. En það er ánægjulegt að skilningur á þeirri staðreynd fer vaxandi. Varkárni Seðlabankans er skiljan- leg en það hefði skýrt línurnar í efna- hagsmálum ef bankinn hefði tekið ákveðnari afstöðu til þessa álitamáls. Hins vegar ber að fagna því að bæði Seðlabanki og ríkisstjórn hafa gert ráðstafanir til þess að styrkja stöðu Seðlabankans mjög við nýjar og breyttar aðstæður. Þær ráðstafanir eru líklegar til að skapa meiri festu á gjaldeyrismarkaðnum og í efnahags- málum almennt. Forsætisráðherra Írlands, BertieAhern, kemur í opinbera heim- sókn til Íslands í dag. Þótt samskipti þjóðanna hafi ekki verið mikil er ljóst að sterk tilfinningatengsl tengja Íra og Íslendinga saman. Það hefur lengi verið útbreidd skoðun, sem byggzt hefur á þeim sögulegu upplýsingum, sem til eru um upphaf Íslands byggðar, að við Íslendingar eigum að hluta til rætur á Írlandi. Nýjar rannsóknir stað- festa að svo sé. Örlög írsku þjóðarinnar eru óvenjuleg og að mörgu leyti átakan- leg. Fátækt var lengi mikil á Írlandi, afskipti Breta ekki til farsældar og klofningur þjóðarinnar, m.a. af trúarlegum ástæðum, sorglegur. Á seinni árum hefur birt til í írska lýðveldinu. Efnahagslegur uppgang- ur Íra hefur verið ótrúlegur á nokkr- um undanförnum árum. Þar hefur gerzt nánast efnahagslegt krafta- verk. Írum fjölgar á ný eftir að hafa fækkað um langt skeið. Þeir sem höfðu flutt á brott koma aftur. Þótt ekki hafi verið friðsamlegt um að litast á Norður-Írlandi síðustu daga er þó ljóst að verulegur árang- ur hefur náðst í að koma þar á friði. Ætla verður að sú þróun haldi áfram, þrátt fyrir bakslag stöku sinnum. Írar eru ekki bjartsýnir á samein- ingu Írlands í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Það er skiljanlegt, en hver hefði trúað því fyrir einum og hálfum ára- tug að nokkrum árum seinna hefðu þýzku ríkin sameinazt? Samskipti okkar og Íra hafa aukizt á undanförnum árum. Íslendingar ferðast nú töluvert til Írlands og æskilegt að fleiri Írar kynnist Ís- landi. Írland er í hópi þeirra ná- grannaríkja okkar sem við eigum að rækta samskipti við. Heimsókn írska forsætisráðherrans mun áreiðanlega stuðla að því. Þ að virðast margir ráðamenn og embættismenn innan Evr- ópusambandsins hafa hrokk- ið illilega við þegar þeir sáu viðtal við Romano Prodi, for- seta framkvæmdastjórnar- innar, í írska dagblaðinu The Irish Times á fimmtudag. Þar var haft eftir Prodi að staðfesting Nice-sátt- málans, sem Írar höfnuðu nýlega í atkvæða- greiðslu, væri ekki endilega forsenda þess að hægt væri að stækka sambandið. Írar eru eina ríki Evrópusambandsins sem leggur sáttmálann undir atkvæði þjóðarinnar enda gerir írska stjórnarskráin kröfu til þess. Sú ákvörðun Íra að fella sáttmálann kom flestum á óvart enda hafa Írar til þessa verið í hópi þeirra ríkja er haft hafa mestan hag af ESB-aðild og jafnframt stutt hvað dyggilegast allar tilraunir til að efla frekari samruna sambandsins eða „dýpk- un“ þess eins og það er stundum kallað. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur valdið töluverðri óvissu um samningaviðræður sambandsins við ríki í Mið- og Austur-Evrópu en á leiðtogafundi ESB í Gautaborg um síðustu helgi var engu að síður ákveðið að stefna að því að ný ríki yrðu tekin inn árið 2004. „Lagalega er staðfesting Nice-sáttmálans ekki nauðsynleg fyrir stækkun,“ hafði The Irish Times eftir Prodi, í viðtali sem birtist daginn sem hann kom í fjögurra daga heimsókn til Írlands til að reyna að mýkja afstöðu Íra í garð Nice-sáttmál- ans. Hann bætti við að Evrópusambandið gæti „án nokkurra vandamála“ veitt allt að fimm ríkj- um aðild að sambandinu þótt Nice-sáttmálinn tæki ekki gildi. Prodi sagði þó að til að öll umsókn- arríkin tólf gætu fengið inngöngu þyrfti að stað- festa Nice-sáttmálann. „Stækkun er möguleg án Nice-sáttmálans,“ var engu að síður niðurstaða hans. Ummæli Prodis virtust koma öðrum embætt- ismönnum ESB algjörlega í opna skjöldu. Tals- maður ESB, Jean-Christophe Filori, vék sér und- an því að ræða ummælin á daglegum blaðamannafundi sínum í Brussel á fimmtudag þrátt fyrir að hann væri ítrekað spurður um þessi ummæli forseta framkvæmdastjórnarinnar. Þau þóttu sæta töluverðum tíðindum enda hafði verið lögð ofuráhersla á það af hálfu framkvæmda- stjórnarinnar sem annarra að staðfesting Nice- sáttmálans væri skilyrðislaus forsenda þess að hægt væri að fjölga aðildarríkjum sambandsins. Ekki síst var írsku ríkisstjórninni brugðið og fór hún þess á leit við framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins að hún kannaði hvort rétt hefði verið haft eftir forseta hennar í blaðaviðtalinu. Staðfestu embættismenn framkvæmdastjórnar- innar að sú væri raunin. Írskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan framkvæmdastjórnarinnar að Prodi hafi spurt lagasérfræðinga ESB hvort hægt væri að fjölga aðildarríkjum á grundvelli Amsterdam-sáttmál- ans (síðustu uppfærslu stofnsáttmálans). Honum hefði verið tjáð að það væri hægt með því að bæta sérstökum viðauka í aðildarsamning hvers ríkis fyrir sig er gengi í sambandið. Á föstudag hafði svo Prodi snúið við blaðinu. Þá mátti í Irish Times lesa að Nice-sáttmálinn væri „pólitísk“ forsenda stækkunar. „Lögfróðir menn segja að hægt sé að stækka sambandið án þess að staðfesta samninginn. Á þessu er hins vegar einn- ig pólitísk hlið og það er skoðun allra ríkisstjórn- anna að við verðum að staðfesta Nice áður en kemur til stækkunar,“ sagði Prodi. Eftir að hann átti fund með Bertie Ahern, for- sætisráðherra Írlands, á fimmtudag ítrekaði Prodi að ekki kæmi til greina að semja upp á nýtt um Nice-sáttmálann. „Nice-sáttmálinn er Nice- sáttmálinn, það er ekki hægt að breyta sáttmála sem hefur verið samþykktur af öllum aðildarríkj- unum.“ Nú var ESB-talsmaðurinn Filori reiðubúinn að tjá sig um mál og sagði framkvæmdastjórnina vera sannfærða um að írska stjórnin myndi finna leið til að tryggja staðfestingu Nice-sáttmálans. „Hin pólitísku skilaboð dagsins eru þau að við gerum áfram ráð fyrir staðfestingu. Ef raunin verður sú að við verðum að líta á aðrar leiðir þá munum við líta á aðrar leiðir.“ Leiðtogar írsku stjórnarinnar hafa jafnframt lýst því yfir að stuðningur við ESB og fulla þátt- töku Íra sé hornsteinn stjórnarstefnunnar. Prodi virtist einnig vera reiðubúinn að koma til móts við Íra að einhverju leyti og í ræðu er hann flutti í Cork-háskóla á föstudag hét hann því að starfsaðferðum innan ESB yrði breytt í framtíð- inni. Hann sagði vel hugsanlegt að Írar hefðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni verið að gefa í skyn að þeir áttuðu sig ekki á því hvert Evrópusambandið væri að halda í þróun sinni og lýsa óánægju með hvernig ákvarðanir væru teknar innan þess. „Ef sú er raunin hefur ákvörðun Íra ... sent leið- togum Evrópu skýr skilaboð um að óbreyttir borgarar telji sig ekki taka nægilegan þátt í mál- efnum Evrópu.“ Prodi sagðist hafa fullan skilning á því að kjós- endur væru ekki reiðubúnir að stimpla ákvarð- anir er teknar hefðu verið á bak við luktar dyr og því væri þörf á breyttum starfsaðferðum. Hann reyndi einnig að sefa ótta Íra vegna sátt- málans og sagði að hann myndi ekki hafa í för með sér minna vægi smærri aðildarríkja á borð við Ír- land. „Smærri aðildarríki munu áfram verða fyr- irferðarmeiri en íbúafjöldi þeirra réttlætir ... Ég vil ekki síst taka það fram að Írland mun sitja við sama borð og öll önnur aðildarríki þegar kemur að því að skipa í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins.“ Umdeildur sáttmáli Nice-sáttmálinn svo- kallaði er enn ein upp- færslan á stofnsátt- mála Evrópusambandsins, Rómarsáttmálanum, og náðist samkomulag um hann eftir langan og strangan fund leiðtoga ESB-ríkjanna, raunar þann lengsta í sögu sambandsins, í Nice í Frakk- landi á síðasta ári. Hart var deilt á fundinum og lengi vel var tvísýnt hvort nokkur niðurstaða myndi nást á fundinum. Í stórum dráttum var samið um það í Nice að atkvæðavægi gamalla og nýrra aðildarríkja eftir stækkun sambandsins skyldi stokkað þannig upp að stærstu ríkin (Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía) fengju aukið vægi miðað við núverandi valdajafnvægi. Stóru ríkin gáfu hins vegar eftir annan af tveimur fulltrúum sínum í framkvæmda- stjórn ESB þar sem smærri ríkin náðu því í gegn að hvert aðildarríki hefði þar áfram einn jafn- réttháan fulltrúa. Tekur það fyrirkomulag gildi er skipunartími núverandi framkvæmdastjórnar rennur út árið 2005 en verður jafnframt endur- skoðað á nýjan leik þegar aðildarríkin verða orðin 27. Þá var málefnasviðum fjölgað um 29 þar sem ákvarðanir skyldu framvegis teknar með vegnum meirihluta í stað þess að hvert ríki hafi þar neit- unarvald. Jafnframt var ákveðið í Nice að þak yrði sett á fjölda fulltrúa á Evrópuþinginu. Þeir skyldu ekki verða fleiri en 738 en eru 626 nú. Af þessum 738 verða 99 frá Þýskalandi. Loks var önnur mikilvæg ákvörðun tekin með því að opna frekari mögu- leika á svokölluðum sveigjanlegum samruna. Þessi ákvæði eiga að gera einstaka aðildarríkjum auðveldara um vik að taka ekki þátt í nýrri sam- vinnu, ef þau kjósa svo, og öðrum að taka sig sam- an um að ganga lengra í samrunaátt. Þetta getur átt við t.d. í varnarmálum eða peningamálum og hefur lengi verið krafa þeirra þjóða er lengst vilja ganga í átt að samruna og telja að þau ríki, er skemmst vilja ganga, eigi ekki að ráða ferðinni. Þegar upp var staðið voru hins vegar fáir sáttir við Nice-sáttmálann. Smærri aðildarríki óttuðust að gengið yrði á þeirra hlut og þau stærri vildu auka vægi sitt enn frekar. Þá mátti heyra á jafnt Romano Prodi sem fulltrúum Evrópuþingsins, í kjölfar Nice-fundarins, að menn væru ekki alfarið sáttir við niðurstöðuna. Hún var hins vegar engu að síður veruleiki og staðfestingarferlið hófst. Til að breytingar á stofnsáttmála nái fram að ganga verða sáttmál- arnir að hljóta staðfestingu allra aðildarríkjanna, sem nú eru fimmtán talsins, auk Evrópuþingsins. Yfirleitt hefur staðfesting sáttmála gengið snurðulaust fyrir sig, en dæmi eru þó um annað. Ber þar hæst þá ákvörðun Dana að fella Maast- richt-sáttmálann í atkvæðagreiðslu í byrjun síð- asta áratugar. Það olli gífurlegu uppnámi innan Evrópusambandsins og í tilraun til að styrkja stöðu þeirra er vildu staðfesta sáttmálann ákvað Francois Mitterrand Frakklandsforseti að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum enda kom í ljós að andstaðan var gífurleg í Frakklandi og litlu munaði að Maastricht hlyti sömu örlög þar og í Danmörku. Niðurstaðan varð þó sú að lokum að komið var til móts við Dani að einhverju leyti og samningurinn var samþykktur í nýrri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Flestir ganga út frá því sem vísu að tekið verði á málefnum Íra á svipaðan hátt. Lýðræðisleg vinnubrögð? Þegar mál sem þessi koma upp sést hve illa Evrópusambandið er í raun búið til að taka á þeim. Í þau fáu skipti, sem íbúar sambandsins hafa fengið tækifæri til að tjá hug sinn til þeirra stórbrotnu áforma er leiðtogarnir hafa mótað varðandi framtíð álfunnar, kemur í ljós að alls ekki er víst að þau njóti meirihlutafylgis. Evrópusambandið hefur tekið gífurlegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.