Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 45 DAGBÓK  Gunnar Árnason, búfr. kandidat, tíræður. Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og virðingu í tilefni dagsins 15. júní 2001. Fjölskyldan. Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Ódýrir sumarbolir frá kr. 1.200 Hnepptar peysur frá kr. 1.990 Stuttbuxur kr. 1.490 Sumarferð Dómkirkjunnar Fimmtudaginn 28. júní verður farin árleg ferð eldri borgara. Farið verður kl. 13 frá Safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14a. Ekið verður um Þrengslaveg að Strandarkirkju, þar sem verður helgistund og staðarskoðun. Að því búnu verður ekið áfram um Suðurstrandarveg til Grindavíkur þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Heimkoma er áætluð kl. 19. Innritun í ferðina verður í síma 562 2755 kl. 10-12 á mánudag og þriðjudag. Gjald er kr. 1.000. School of Icelandic - Sumarskóli EÐL 103 ENS 102 SPÆ 102 Skráning opin núna!! S. 557 1155, Krókhálsi 5a, 110 Rvík. Matshæfir prófáfangar framhaldsskóla: og ÍSL fyrir útlendinga, 4 vikna morgunnámskeið. STÆ 102 STÆ 202 STÆ 303 EVRÓPUMÓT hafa oftast verið haldin á Ítalíu og svo var árið 1997, nánar tiltekið í Montecantini. Á heimavelli, með sigur á síðasta móti í bakhöndinni, vafðist fyrir Ítölum að endurtaka leikinn og vinna öruggan sigur. Ís- land varð í 10. sæti af 35 þjóðum, en raunar aðeins 16 stigum frá fimmta sætinu sem gaf rétt til þátttöku á HM. Í íslensku sveitinni spiluðu: Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðm. P. Arnarson, Þorlákur Jóns- son, Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson. Fyrirliði var Björn Ey- steinsson. Eitt eftirminni- legasta spil mótsins voru þessi fjögur hjörtu: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁDG9 ♥ G ♦ 10873 ♣ D843 Vestur Austur ♠ 108752 ♠ K3 ♥ 6 ♥ 9872 ♦ ÁD65 ♦ KG94 ♣G109 ♣Á52 Suður ♠ 64 ♥ ÁKD10543 ♦ 2 ♣K76 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 4 hjörtu Pass Pass Pass Svona gengu sagnir á flestum borðum. Í leik Ís- lands og Líbanon voru Þor- lákur Jónsson og greinar- höfundur í vörninni. Þorlákur kom út með lauf- gosa og suður átti slaginn með á kónginn heima. Sagn- hafi var heldur öruggur með sig þegar hann svínaði spaðadrottningu í öðrum slag. Nú gat ég hnekkt geiminu af öryggi með því að spila spaða um hæl og taka þar með innkomuna af blindum strax. En ég spilaði tígli. Þorlákur átti slaginn og gat reiknað út að sagn- hafi væri með einspil í tígli, svo hann sendi lauftíu til baka. Við fengum því tvo slagi á lauf, einn á tígul og einn á spaða – einn niður. Jón Baldursson var sagn- hafi á hinu borðinu og var sáróánægður með vörn AV. Þar kom líka út laufgosi en austur var eldsnöggur að drepa með ás og spila tígli. Þar með fengust ellefu slag- ir fyrirhafnarlaust. En hvað var Jón óhress með? Hann vildi fá fyrsta slaginn á laufkóng og spila tígli! Þannig er slitið á sam- gang varnarinnar. Ef vestur tekur slaginn og spilar laufi leggur sagnhafi drottn- inguna á og þegar laufið kemur 3-3 verður spaðasvín- ingin óþörf. Og ef vestur spilar spaða er einfaldlega svínað og vörnin getur þá ekki tekið nema einn laufs- lag. Mjög fallegt skæra- bragð sem fór fram hjá flest- um sagnhöfum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. LJÓÐABROT HEIÐLÓARKVÆÐI Snemma lóan litla í lofti bláu „dírrindí“ undir sólu syngur: „Lofið gæzku gjafarans, grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. Ég á bú í berjamó. Börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“ Lóan heim úr lofti flaug, – ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu, – til að annast unga smá. – Alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Jónas Hallgrímsson Árnað heilla 75 ÁRA afmæli. Í gær,laugardaginn 23. júní, varð 75 ára Skúli Ein- arsson, matsveinn, Tungu- seli 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Inga Guðrún Ingi- marsdóttir. Skúli var að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 26. júní, er sjötugur Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Af því tilefni tekur hann ásamt eiginkonu sinni, Gunnhildi Ó. Guð- mundsdóttur, á móti gest- um á afmælisdaginn á heim- ili þeirra, Sigtúni 49, Patreksfirði, kl. 20–22 og í Sævangi 1, Hafnarfirði, laugardaginn 30. júní kl. 15– 18. Hlutavelta Morgunblaðið/Margrét Þóra Þessar stúlkur á Akureyri söfnuðu dósum og flöskum og af- hentu Rauða krossi Íslands andvirðið, 3.128 kr. Þær eru f.v.: Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, Sigríður Larsen, Snjólaug Vala Bjarnadóttir, Hildigunnur Larsen og Margrét Larsen. STAÐAN kom upp á helg- armótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Hrann- ar B. Arnarsson (1895) hafði hvítt gegn Guðfríði Lilju Grétarsdóttir (1765). 20.Bxg7+! Kxg7 21.f6+ Bxf6?! Harðvít- ugra viðnám hefði verið veitt með 21...Kh8 22.fxe7 Hfe8 en hinsvegar eftir 23.Rd5! stendur hvítur vel að vígi. 22.gxf6+ Kxf6 23.e5+! Ke7 Ill nauðsyn þar sem eftir 23...Kxe5 hefði svartur orðið snarlega mát eftir 24. Ha- el+. 24.Dg5+ f6?! Þetta tapar umsvifalaust. 24...Ke8 hefði veitt meiri mótspyrnu en hinsvegar eftir 25.exd6 Rc5 26.Bh5! Bh1 27.Bxf7+ vinnur hvítur. 25.Dg7+ Hf7 26.exd6+ Ke8 27.Bh5 Da7+ 28.Hf2 Re5 29.Dxf6 Rf3+ og svartur gafst upp um leið enda taflið koltapað. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú kannt vel að bregðast við misjöfnum aðstæðum og því er mikið til þín litið um for- ystu í málum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að leyfa sköpunar- hæfileikum þínum að njóta sín utan starfsins. Taktu þér stund á hverjum degi og gefðu ímyndunaraflinu laus- an tauminn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er einhver barátta í gangi á vinnustað þínum. Þú getur samt beðið rólegur og staðið utan við öll átök því þú skilar þínu með glæsibrag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki úrtölur annarra hrekja þig af leið; stattu fast á skoðunum þínum og með tím- anum getur þú unnið þeim brautargengi meðal annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Endinn skyldi í upphafi skoða. Leggðu ekki út í neitt, sem þú hefur ekki efni á. Það er ekki þess virði að hleypa sér í erfiðleika til langs tíma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þér finnist verkefnið ekki árennilegt skaltu hik- laust taka það að þér. Þú hef- ur alla burði til þess að leysa það vel af hendi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver utanaðkomandi öfl eru að rugla með skipulag þitt. Hrintu þeim í burtu, því annars áttu á hættu að allt fari í hund og kött. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vertu ljúfur og lítillátur, þeg- ar til þín er leitað. Vertu ekki með neina stæla heldur hlust- aðu vandlega og svaraðu svo umyrðalaust. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þeir erfiðleikar, sem þér finnst þú vera að glíma við, eru meiri í huga þér en í raun- veruleikanum. Líttu raun- sætt á málin og þá mun þér farnast vel. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt gott sé að hafa hlutina skipulagða og á hreinu getur verið spennandi að fara í óvissuferð við og við. Láttu það eftir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hyggilegt að hafa varaáætlun til taks, því þótt útlitið sé gott, er aldrei að vita...Sýndu mönnum þínum traust og þú færð það end- urgoldið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er engin skoðun svo skot- held að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitneskju eða einhvers annars. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki slúður vinnufélag- anna hrífa þig með sér. Haltu þig utan við alla flokkadrætti. Til þín verður leitað þegar moldviðrinu linnir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús og GlaxoSmithKline ehf. hafa gert með sér samstarfssamning á sviði klínískra lyfjarannsókna, en með honum er settur fastur rammi um rannsóknarsamstarf sjúkrahúss- ins og lyfjafyrirtækisins, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. „Samningurinn nær til allra verk- efna á sviði klínískra lyfjarannsókna sem unnin eru í samstarfi GSK og starfsmanna LSH. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Glaxo- SmithKline er leiðandi á sínu sviði og það eina sem starfrækir eigið dótturfyrirtæki á Íslandi. Meginvið- fangsefni hérlendis lúta að markaðs- og kynningarstarfi, samskiptum við heilbrigðisyfirvöld og klínískum lyfjarannsóknum. Slíkar rannsóknir hafa verið stundaðar um árabil, m.a. í samvinnu við lækna og vís- indamenn á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi,“ segir m.a. í fréttatil- kynningunni frá GSK. „Við undirritun samnings lyfjafyr- irtækisins og sjúkrahússins var greint frá því að GlaxoSmithKline muni veita fjárstyrk til starfsemi á sviði rannsókna og þróunar á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi,“ segir þar ennfremur. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline ehf. og Magnús Pétursson, forstjóri LSH, undirrita samstarfssamninginn. Lyfjarannsóknir efldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.