Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 21
en ekki illa, eins og gefur að skilja.“ Tveir bræður, Helgi og Ólafur Jó- hannessynir, frá Skarði í Skötufirði, sjá um minkaveiðina fyrir Ögur- hrepp. „Þeir náðu í 260 minka í fyrra, af þeim rúmlega 300 sem veiddust. Við drápum líka nokkra og bóndinn á Látrum hefur einnig veitt djúgt, en hann hefur séð um gildru- veiði á vetruna í Þernuvíkurlandi. Það var samt eitthvað minna í vetur en áður,“ segir Guðmundur. Annan daginn sem blaðamaður var í heimsókn í Þernuvík, laugar- daginn 19. maí, komu þeir bræður einmitt til Guðmundar. Þeir kváðust hafa séð mink í urð við Fremravatn í Laugardal deginum áður, en dýrið hefði tapast. Þeir voru núna komnir til að biðja um aðstoð Guðmundar og Pílu. Ekki þurfti að biðja tvisvar, og óðar var haldið fram Laugardal. Ekkert sást, þrátt fyrir mikla leit Pílu og bróður hennar, Trítils. En þau höfðu slóð á árbakkanum. Talið var að minkurinn hefði lagst til sunds. Komið var til baka í Þernuvíkur- land og farið út í Digranes og þar fundu Píla og Trítill læðu í stór- grýttri fjörunni. Guðmundur vissi um hana, var búinn að reyna við hana nokrum dögum áður, en án ár- angurs. En svo kom að því að hún gerði mistök. Hvolparnir, alls sjö talsins, náðust þó ekki. Því næst var haldið út í Strandsel og þar fundu systkinin einnig mink. Eftir mikinn gröft og vinnu þeirra bræðra, Helga og Ólafs, náðist hann loks; vænn steggur. Þá var farið að kvölda og menn stefndu glaðir í bragði í hús. Refaskyttan Sunnudagur rann upp og eftir þernvískan hádegismat, við kríuegg og annað hnossgæti, er Guðmundur spurður um hvort tófan, sem talið er að hafi lifað hér óslitið allt frá lokum ísaldar og hugsanlega mun lengur, eigi það til að snudda í varpinu. „O já, hún er líka skæð. Við fund- um eitt sinn á refagreni hérna frammi á dal, í Hrafnalág sem kallað er, 2-3 km héðan, átta fuglshræ sem öll voru merkt,“ segir Guðmundur. „Þetta voru allt æðarungar úr Þernuvík. Þetta sýnir að refurinn getur líka verið drjúgur í æðarfugl- inum, sérstaklega ef hann kemst í pollana í fjörunni. Ég hef séð refinn þar að veiðum. Hann reynir að kom- ast fram fyrir æðarfuglana og þegar kollurnar fara niður að róta í botn- inum, hleypur hann áfram, en þegar þær líta upp, stoppar hann. Þannig kemst hann að þeim. Hann er æði slyngur. En við reynum að halda dýrunum frá varpinu eins og hægt er. Varpið sjálft er girt, og refir hafa ekki enn komist inn fyrir girðinguna sjálfa, en maður veit svosem aldrei hvenær á því verður breyting.“ Guðmundur er annáluð refa- skytta, en er ekkert að bera það á torg, frekar en annað sem honum við kemur. En hann segist klæða sig vel, þegar hann liggi fyrir tófu á vetrum, og sé gjarnan í svefnpoka en þó ekki alltaf; fyrir komi að hann liggi á ull, enda sé nauðsynlegt að einangra vel. „Þetta hafa stundum orðið dálítið margir klukkutímar, svona frá fimm að degi til níu að morgni. En reglan er eiginlega sú, að þegar maður þarf að standa upp til að pissa, þá er kom- inn tími til að fara heim,“ segir hann. Talið berst að ástandi friðlandsins á Hornströndum. Þar teljast 30-40 tegundir varpfugla, og einnig koma þar nokkrar tegundir á ferðalagi sínu frá Grænlandi suður á bóginn. Má þar nefna helsingja sem eru al- gengir á haustin. „Ég byrjaði að fara í bjarg árið sem ég fermdist og fór í 30 ár á hverju vori. Refurinn er búinn að stórskemma í Hornbjargi á stað sem maður fór oft á til að ná sér í egg í soðið og jafnvel að eyða á ákveðnum svæðum þar. Í fréttum heyrir maður iðulega, að verið er að verðleggja há- lendið á þetta og þetta mikið, en ég hef ekkert heyrt minnst á Horn- bjarg í því sambandi, þótt það sé að skemmast nánast af manna völdum. Ég tel upp á að þetta sé skemmd á lífríkinu, að láta refinn valsa svona um óheftan, og að mun eðlilegra sé að grisja hann eins og var gert hér áður fyrr. Mér finnst að eitthvað þurfi að gera, en það eru ekki allir sammála um það. Það er nú með blessaða líffræðingana eins og fiski- fræðingana, að kannski er möguleiki á að þeir hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. Fyrstu árin sem ég var að koma í Hornvík og þar um kring sáust mó- fuglar oftar og fleiri en nú á seinni árum, og ég er ekki í neinum vafa um hver er valdur að fækkuninni,“ segir Guðmundur og er þungur á brún og kveður fast að orðum. En nú er kominn tími á heimferð og blaðamaður kveður og þakkar fyrir ógleymanlega helgi. Þegar ekið er af stað út Djúpið má sjá í bak- sýnisspeglinum hvar æðarbóndinn í Þernuvík tekur plastkassa í fangið og gengur niður í fjöru. Og kríurnar fljúga á móti honum og æðarfuglinn stefnir upp víkina, enda búið að kalla í mat. Hér sést læðan sem náðist í Digranesi. Minkurinn er mikill skaðvaldur í fugla- varpinu og veldur þar miklum usla ef hann er látinn óáreittur. Þess vegna legg- ur æðarbóndinn áherslu á að verja varpið og nýtur við það hjálpar Pílu. „Það var engin æð- arkolla hérna þegar við komum fyrst og reyndar engin kría heldur, þrátt fyrir að víkin beri nafn henn- ar.“ „Það hefur komið fyrir að við höfum fengið mink inn í varpið og það er ljótur fjandi.“ sigurdur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.