Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r
á h e i m s m æ l i k v a r ð a
Borgar túni 37
Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S
Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á
www.postur.is
Veit Pósturinn hvar þú býrð
HÚSFYLLIR var í Hallgríms-
kirkju við upphaf kirkjudaga á
föstudagskvöld þar sem fór fram
fjölbreytt kvöldvaka. Biskup Ís-
lands, Karl Sigurbjörnsson, setti
kirkjudagana og meðal viðstaddra
voru forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri og félags-
málaráðherra, Páll Pétursson.
Viðamikil dagskrá var í allan
gærdag og sagði sr. Bernharður
Guðmundsson, verkefnisstjóri
kirkjudaganna, tilgang þeirra
vera að skapa vettvang fyrir frjó-
ar umræður og nýjar hugmyndir.
Þá væri kirkjan að bjóða til sam-
tals og samveru við þjóðina. Að-
spurður sagði hann að boðið væri
upp á samtals 60 málstofur þar
sem fjallað væri um margvísleg
málefni. Málstofan um trú og efa í
textum írsku hljómsveitarinnar U2
hafði verið mjög vel sótt sem og
málstofa um móttöku innflytjenda
og líðan heyrnarlausra.
Sr. Bernharður lagði sérstaka
áherslu á barnadagskrána þar sem
m.a. var boðið upp á ævintýraheim
sjávarins og kirkjuþing unglinga.
Aðspurður sagði hann svolítið
erfitt að henda reiður á fjöldanum
þar sem dagskrá kirkjudaganna
færi fram á fjórum stöðum; í Iðn-
skólanum, Vörðuskóla, Hallgríms-
kirkju og í tjaldi fyrir framan
kirkjuna en ljóst væri að vel hefði
tekist til. „Stemmningin er mjög
góð, það er gleði í loftinu.“
Kirkjudögum lauk í gærkvöldi
og inntur eftir því hvort kirkju-
dagar verði haldnir að ári segir
hann að venjan erlendis sé að
halda dagana á tveggja til þriggja
ára fresti og vonast hann til að svo
verði einnig hér á landi.
Morgunblaðið/Golli
Börnin tóku líka þátt í kirkjudögum og hér er verið að segja þeim söguna af sköpun heimsins.
Gleði á kirkjudögum
MIKILL erill var hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum á árlegri Jóns-
messugleði í bænum aðfaranótt laug-
ardags. Lögreglan hafði afskipti af
sex líkamsárásum og hafa kærur þeg-
ar verið staðfestar í fjórum þeirra.
Ein árásanna var fólskuleg þar sem
maður var sleginn í götuna og spark-
að í höfuð hans liggjandi. Í tveimur
tilfellum var um nefbrot að ræða.
Óvenjumikil ölvun var í bænum á
föstudagskvöldið og aðfaranótt laug-
ardags, sérstaklega á meðal unglinga.
Einn var grunaður um ölvunarakstur.
Sex líkams-
árásir í Eyjum
„Í Morgunblaðinu á föstudag
komu fram vísbendingar um að
málefni Norðuráls væru að þokast í
rétta átt og einnig hafa menn ekki
verið bjartsýnni í annan tíma um
framkvæmdirnar fyrir austan. Það
er því ljóst að menn eru ekki að tala
um neitt hrap í hagvexti,“ segir
Davíð í viðtali við Morgunblaðið í
dag. Hann vísar til þess að ný þjóð-
hagsspá um 1,5% hagvöxt á næsta
ári sé mjög varfærin vegna þess að
þar sé ekki gert ráð fyrir þessum
framkvæmdum.
Átti sjálfur viðræður við aðila
„Við fylgjumst náið með þeim við-
ræðum sem fara fram um þessa
stóru fjárfestingarmöguleika,“ segir
Davíð. „Ég hef sjálfur átt viðræður
við aðila án þess að frá því hafi ver-
ið skýrt og auðvitað á það sama við
um fleiri ráðherra, einkum þá sem
málið snertir beint, og við leggjum
öll það mat á stöðuna að fjárfest-
ingar hafi aldrei verið nær okkur
hvað þetta varðar heldur en nú.“
Í viðtalinu segir Davíð að tilefni
kunni að gefast til vaxtalækkunar
vegna breyttra aðstæðna í geng-
ismálum. „Án þess að ég ætli að
fara að gefa fyrirskipanir, sem ég
hef ekki lengur heimild til, getur
verið að bankinn ætti að hugleiða
vaxtalækkun fyrr en síðar að
minnsta kosti,“ segir forsætisráð-
herrann.
Klaufaskapur í bankakerfinu
olli gengislækkun í maí
Davíð segist telja að klaufaskap-
ur í bankakerfinu hafi valdið því að
gengið lækkaði verulega í maí.
Skyndilega hafi komið inn á gjald-
eyrismarkaðinn fyrirmæli um að út-
vega milljarða króna til að borga af
lánum Fiskveiðasjóðs. „Mér finnst
að í þessu litla kerfi okkar hefði átt
að láta vita með tveggja mánaða
fyrirvara eða svo um svona hluti
þannig að hægt væri að útbúa þetta
og undirbúa og það myndi ekki hafa
önnur áhrif á viðskipti dagsins.
Þetta finnst mér klaufaskapur í
bankakerfinu. Af þessum sökum
lækkar gengið umtalsvert og þegar
það gerist skapast vantrú sem leiðir
til þess að gengið fellur kannski enn
frekar,“ segir Davíð.
Hann segir að samráðshópur við-
skiptabankanna og Seðlabankans
vinni nú að því að koma í veg fyrir
að tæknilegir annmarkar lítils
gjaldeyrismarkaðar ýti undir geng-
issveiflu af þessu tagi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um viðræður við erlenda fjárfesta í áliðnaði
Erlendar fjárfesting-
ar aldrei nær en nú
Engar pataðgerðir/10
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að í viðræðum hans við
erlenda fjárfesta hafi komið fram upplýsingar sem valdi bjart-
sýni hans á að stækkun Norðuráls á Grundartanga og bygging
álvers og virkjana á Austurlandi gangi eftir.
til að skoða málið gaumgæfilega á
næstu tveimur árum. Albert lagði þó
áherslu á að hér væri horft áratugi
fram í tímann.
Orkuöflun fyrir næstu kynslóð
„Þetta er ekkert sem er rétt hand-
an við hornið. Hugmyndin er einfald-
lega sú að kanna möguleika á orku-
vinnslu af mun meira dýpi en áður
hefur verið. Líklegt er að það myndi
þýða umtalsvert meiri afköst og
hugsanlega lengri endingu háhita-
svæðanna en orkufyrirtækin eru allt-
af að horfa langt fram í tímann til að
sjá fyrir næstu skref vegna orkuöfl-
unar fyrir næstu kynslóð,“ segir Al-
bert.
Á 4.000–5.000 m dýpi er þrýstingur
orðinn mjög mikill en Albert segir að
borað hafi verið niður á þetta dýpi á
nokkrum stöðum í heiminum. Mörg
háhitasvæði séu hins vegar til undir
sjó á tveggja til þriggja km hafdýpi
með svipaða eiginleika og háhitakerfi
hér á landi hafi á þriggja til fimm km
dýpi. Segir hann Ísland eina landið
þar sem unnt yrði að ráðast í djúp-
borun á þurru landi til að skoða hlið-
stæður við slík háhitakerfi. Orkufyr-
irtækin eru nú að kanna grundvöll
slíkrar djúpborunar hvort heldur
yrði á Reykjanesi, Hengilssvæðinu
eða við Kröflu.
Rætt á ráðstefnu eftir helgina
Ekki er til búnaður hérlendis til að
bora niður á 4–5 km. Jarðboranir hf.
geta dýpst borað niður á um 3.000
metra. Kostnaður við um 2.000 m
djúpa borholu er allt að 200 milljónir
króna. Fjárhagsáætlun fyrir djúp-
borun liggur ekki fyrir en Albert seg-
ir ljóst að kostnaður hlypi á hundr-
uðum milljóna ef ekki milljarði.
Fjallað verður um möguleika djúp-
borunar á Íslandi á ráðstefnu á morg-
un og þriðjudag þar sem íslenskir og
erlendir sérfræðingar bera saman
bækur sínar.
VERIÐ er að kanna hagkvæmni þess
að bora eftir orku á háhitasvæðum á
Íslandi á mun meira dýpi en verið
hefur til þessa eða niður á um 4.000 til
5.000 metra. Til þessa hefur orkan
verið sótt á um tvö þúsund metra
dýpi. Með djúpborun af þessum toga
er talið mögulegt að ná mun meiri
orku og til lengri tíma en fengist hef-
ur með núverandi borholum en ljóst
er að kostnaður við eina slíka borholu
hlypi á nokkur hundruð milljónum
króna.
Hugmyndin er enn þá á algjöru
frumstigi en með þessu eru orkufyr-
irtæki að hugsa nokkra áratugi fram í
tímann.
Hópur íslenskra sérfræðinga hef-
ur síðustu mánuði undirbúið þessa
hagkvæmniathugun í samvinnu við
erlenda sérfræðinga. Í hópnum sitja
Guðmundur Ómar Friðleifsson frá
Orkustofnun, Björn Stefánsson frá
Landsvirkjun, Einar Gunnlaugsson
frá Orkuveitu Reykjavíkur og Albert
Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja.
Albert tjáði Morgunblaðinu að
tryggðar hafi verið 30 milljónir króna
Kanna borun eftir orku á tvöfalt meira dýpi en verið hefur
Kostnaður hleypur á
hundruðum milljóna