Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 17 Markísur Ragnar Ólafsson og Steinunn Sigvaldadóttir. Bröttuhlíð 7 Mosfellsbæ. „Eftir að við fengum Markísuna hefur nýtingin á sólpallinum og garðveran verið mun meiri. Skjólsælla er á pallinum, blautviðri engin fyrirstaða og þetta prýðir húsið okkar“. Þegar Ragnar og Steinunn halda sínar vikulegu grillveislur sér grillið um varmann undir Markísunni fram eftir kvöldi. Níels S. Olgeirsson og Ragnheiður Valdimarssdóttir. Bröttuhlíð 12 Mosfellsbæ. „Að geta geta stjórnað hitanum innan dyra og lokað sólina úti svo hún baki ekki húsgögnin er mikils virði. Okkur finnst þetta meiriháttar gott og sniðugt. Við erum oft spurð að því hvort þörf sé á þessu á Íslandi og hvort þetta virki. Eftir að hafa haft þetta í á annað ár erum við í engum vafa um notagildið“. Veðrið ekkert vandamál Einföld uppsetning. Ryðfrítt. Hindrar 92% hita. Skýlir fyrir vindi af þaki. 100% vatnshelt. 1 - handdrifið. 2 - rafdrifið. 3 - sjálfvirkt. Afgreiðslufrestur 1 - 3 vikur. Fatima ehf. Nánari upplýsingar í síma: 893-6337 og 897-7664 Gott fyrir: Heimilið, vinnustaðinn og sumarbústaðinn Hitamál innandyra leyst V e l u p p lý s ti r/ c 2 0 0 1 v e lu p p ly s ti r @ is l. is „VERKEFNAVINNA nemenda í arkitektúr er mjög árangursrík leið til að fá fram hugmyndir um út- færslu á verkefnum sem standa fyr- ir dyrum hjá opinberum aðilum,“ segir Börkur Bergmann, prófessor í arkitektúr við Quebec-háskólann í Montreal í Kanada. Hann er einn leiðbeinenda á námskeiði sem rúm- lega tuttugu arkitektanemar skól- ans hafa tekið þátt í undanfarnar tvær vikur. Auk Barkar koma Tony Hunt, prófessor í byggingarverk- fræði, og Jes Einar Þorsteinsson arkitekt að námskeiðinu með leið- sögn og mat á verkefnum nemend- anna. Samspil mannvirkja og náttúru Verkefnið sem lagt er upp með eru fyrirhugaðar framkvæmdir Reykjavíkurborgar um Sundabraut, þ.e. brú í þremur hlutum sem liggja mun frá Sæbraut yfir Kleppsvík, Leirvog og Kollafjörð og yfir á Álfs- eða Kjalarnes. Aðeins hafa verið lögð grunndrög að fram- kvæmdinni og liggur það verkefni fyrir í borgarstjórn að útfæra brautina nákvæmlega. Verkefni nemendanna á námskeiðinu fólst í því að koma með tillögur að út- færslu á brautinni og verður af- rakstur þeirrar hugmyndavinnu sýndur í ráðhúsinu á næstunni. Börkur Bergmann segir að hug- myndin að námskeiðinu hafi vaknað hjá sér eftir að hann fékk fyrst spurnir að fyrirhugaðri Sunda- braut. Hann leitaði samstarfs við Tony Hunt sem er þekktur sér- fræðingur á sviði byggingarverk- fræði. Hunt ákvað að taka þátt þar sem honum þótti verkefnið áhuga- vert. „Þetta er hreinlega einstakt verkefni, bæði í hönnunarlegu og verkfræðilegu tilliti. Meginsérstað- an liggur í hinu einstaka umhverfi staðarins og kallar það á sterka meðvitund um samspil mannvirkja og náttúru við útfærslu verksins. Vegna hinnar sérstæðu náttúru gef- ast Reykjavíkurborg og fleiri stöð- um á landinu spennandi tækifæri hvað varðar skipulagsþróun en um leið verða menn að gæta sérstak- lega að því að vinna mjög varfærn- islega með þetta umhverfi,“ segir Tony Hunt. Hann segir jafnframt að nemend- urnir á námskeiðinu hafi verið jafn- spenntir fyrir verkefninu og hann sjálfur enda hafi þau aldrei kynnst aðstæðum þessum líkum. „Það sam- bland vatns og lands, brúa og vega, gangandi vegfaranda og farartækja, sem þetta verkefni gerir ráð fyrir, er stórkostlegt,“ segir hann. Aðspurður segist Hunt mundu leggja áherslu á léttleika og fínleika kæmi í hans hlut að útfæra sam- göngumannvirki af þessu tagi og á þessum stað, sem myndi spila vel saman við hið milda landslag. Verkefni framtíðar Nemendurnir á námskeiðinu unnu í fimm hópum sem hver fyrir sig lagði fram ákveðna grunnhug- mynd og nánari útfærslu á völdu mannvirki í heildarverkinu. Höfðu þeir þegar unnið nokkurs konar grunndrög sem þau útfærðu síðan nánar eftir að hafa ferðast um land- ið og kannað aðstæður þar sem Sundabrautin á að liggja, undir handleiðslu leiðbeinendanna. „Nem- endurnir hafa komið með margar mjög góðar hugmyndir og feta þau ýmsar ótroðnar slóðir í því,“ segir Hunt. Börkur bætir því við að að- ilar í borgarstjórn hafi kynnt sér verkefnavinnu nemendanna og von- andi geti hún nýst borgarstjórninni þegar kemur að því að vinna verk- efnið frekar, þótt vitanlega séu ákaflega margir þættir sem taka þarf tillit til við útfærslu stórfram- kvæmda af þessu tagi. „Segja má að tilgangur námskeiðs af þessu tagi sé tvíþættur, þ.e. að veita nem- endum þjálfun í hugmyndavinnu og vinnubrögðum en um leið að miðla sýn nemenda, sem oft er fersk og djörf, til opinberra framkvæmda- raðila,“ segir Börkur. „Og ekki veit- ir af virku hugmyndastreymi gagn- vart þeim breyttu kröfum og tækifærum sem bíða borgarinnar vegna íbúafjölgunar og annarrar framþróunar,“ bætir Tony Hunt við að lokum. Borgarbúum gefst því færi á að kynna sér og meta hugmyndir kan- adísku nemendanna á sýningunni sem opnar í ráðhúsinu kl. 21 annað kvöld. Þjálfun og miðl- un hugmynda í arkitektúr Sýning á verkefnum sem nemar í arkitektúr við Quebec-háskólann hafa unnið á sérstöku nám- skeiði hér á landi verður opnuð í Ráðhúsi Reykja- víkur annað kvöld kl 21. Heiða Jóhannsdóttir kom við á námskeiðinu og ræddi við leiðbeinendurna, meðal annars um brúarsmíði framtíðarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Tony Hunt, Jes Einar Þorsteinsson og Börkur Bergmann ásamt nemendum á námskeiði í arkitektúr. Borg- arbúum gefst færi á að kynna sér afrakstur vinnunnar á sýningu í Ráðhúsinu. heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.