Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 11
Seðlabankans, og er hópurinn að ganga frá sínum fyrstu niðurstöðum þessa dagana. Þar er fjallað um með hvaða hætti er hægt að koma í veg fyrir að tæknilegir annmarkar hins smáa markaðar ýti undir gengissveiflu af þessu tagi.“ Klaufaskapur í bankakerfinu –Þarna ertu kannski að tala um greiðslu, sem ekki hefði verið tekið eftir þegar allt var í uppsveiflu? „Jú, ég held reyndar að hefði beiðni um nokkra milljarða komið inn á þetta borð að morgni dags hefði tekið í. Ef þetta hefði ver- ið í Bandaríkjunum er sambærilegt að komið hefði fram beiðni um nokkur þúsund millj- arða króna ávísun fyrirvaralaust. Mér finnst að í þessu litla kerfi okkar hefði átt að láta vita með tveggja mánaða fyr- irvara eða svo um svona hluti þannig að hægt væri að útbúa þetta og undirbúa og það myndi ekki hafa önnur áhrif á viðskipti dags- ins. Þetta finnst mér klaufaskapur í banka- kerfinu. Af þessum sökum lækkar gengið umtalsvert og þegar það gerist skapast vantrú, sem leiðir til þess að gengið lækkar kannski enn frekar. Við verðum að átta okk- ur á slíkum vanda. Við höfum aldrei lent í þessu áður. Þetta er fyrsta höggið, sem kem- ur eftir að við lögðum gengismarkmið til hliðar. Ég held að niðurstaða þessa vinnu- hóps viðskiptabankanna og Seðlabankans geti verið þýðingarmikil.“ –Það var einnig spurt um vexti og skatta. „Við höfum verið að ræða það í ríkisstjórn- inni að huga að skattabreytingum og þá til lækkunar á sköttum af ýmsum tegundum. Það er ekki endanleg niðurstaða komin í það, en þó er ljóst að það er fullur vilji hjá rík- isstjórnarflokkunum að ganga til slíkra breytinga. Við höfum ekki viljað gera það fyrr af því að við höfum sagt að það væru röng skilaboð í sambandi við þenslu, en núna þegar við sjáum að þenslan og viðskiptahall- inn er að minnka jafnhratt og við teljum tel ég jafnframt vera kominn tíma til að lækka skatta.“ Gengislækkanir ekki lengur ákveðnar í bakherbergjum „Við skulum átta okkur á því, þótt menn hafi ekki viljað tala um það upphátt, að hluti af því að meiri árekstrar hafa verið á gengi hér en annars staðar er að hér höfum við verið að hækka laun miklu meira en allir þeir, sem eru að keppa við okkur á markaði. Í gamla daga var það gert þannig að ríkið var stundum búið að lofa aðilum í bakher- gerðir Morgunblaðið/Sigurður Jökull ’ Það mætti líkja þessu við að aðilar fjármagnsmarkaðarins væru áfram í djúpu lauginni en það væri búið að takaaf þeim kútinn. Þá byrja þeir vitaskuld að hamast og halda að þeir séu að drukkna, en auðvitað læra þeir sund- tökin smám saman. Þá þurfa þeir ekki lengur kútinn og til lengdar fer hann bara að þvælast fyrir. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 11 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.