Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 1
214. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. SEPTEMBER 2001
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið skipaði í gær svo fyrir, að her-
þotur og sprengjuflugvélar skyldu
sendar til bandarískra herstöðva
við Persaflóa, og hefur aðgerðin
hlotið nafnið „Operation Infinite
Justice“ eða „Takmarkalaust rétt-
læti“. Donald H. Rumsfeld varn-
armálaráðherra gaf í skyn, að þetta
væri aðeins upphafið að meiri her-
flutningum. Í gær lögðu úr höfn í
Norfolk í Virginíu herskip og flug-
móðurskip og stefndu í átt til Mið-
jarðarhafs og hafsvæða „í austri“.
„Ég hlakka til að skýra það út
fyrir bandarísku þjóðinni hver það
er, sem stóð fyrir hryðjuverkunum
11. september,“ sagði Bush í gær
er hann greindi frá því, að hann
myndi flytja ávarp á þingi í dag,
sem sjónvarpað yrði um öll Banda-
ríkin.
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði í gær, að talib-
anar yrðu að átta sig á, að þeir
gætu ekki lengur skotið skjólshúsi
yfir hryðjuverkamenn. Kominn
væri tími til aðgerða, ekki samn-
inga.
Mohammad Omar æðstiklerkur
og mestur ráðamaður í Afganistan
sagði í gær, að ekki kæmi til greina
að framselja bin Laden án beinna
sannana. Hafði klerkaráðið fengið
fyrirmæli um að taka afstöðu til
þess í gær en fundi þess lauk án
ákvörðunar. Var haft eftir upplýs-
ingaráðherra talibana, að annar
fundur yrði í dag.
Ekki árás á Íslam
Musharraf, forseti Pakistans,
flutti í gær ávarp til þjóðar sinnar
og skýrði út hvers vegna stjórn sín
hefði ákveðið að styðja baráttu
Bandaríkjamanna. Sagði hann, að
þeir hefðu óskað eftir að fá að fara
um pakistanska lofthelgi og beðið
um upplýsingar um bin Laden og
hryðjuverkasamtök hans. „Skot-
markið er bin Laden og síðan talib-
anar, sem þeir segja, að skýli hon-
um. Það er hvorki íslam né
afganska þjóðin.“
Bush Bandaríkjaforseti hefur
síðustu daga átt fund með eða verið
í sambandi við leiðtoga margra
ríkja og hafa flestir heitið Banda-
ríkjunum fullum stuðningi. Margir
vara þó við „ævintýramennsku“ og
illa hugsuðum aðgerðum og leggja
áherslu á, að Bandaríkjastjórn hafi
við þá samráð verði gripið til hern-
aðar.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fór í gær til fundar við
ýmsa ráðamenn í Evrópu til að efla
samstöðuna með Bandaríkjamönn-
um og bandalagið gegn hryðjuverk-
um. Sagði hann, að margir hefðu
búist við, að samstaðan veiktist er
frá liði, en hún væri hins vegar að
styrkjast með degi hverjum.
Rússar lýsa yfir stuðningi
Rússar sögðust í gær tilbúnir til
að „aðstoða Bandaríkjamenn með
öllum ráðum“ í baráttunni við
hryðjuverkamenn. Kom það fram á
fundi rússnesk-bandarískrar nefnd-
ar í Moskvu í gær. Ígor Ívanov, ut-
anríkisráðherra Rússlands, sagði í
Washington í gær, að í þessari bar-
áttu yrði fyrst að fara samninga-
leiðina en beita valdi ef annað dygði
ekki.
„Ég lagði áherslu á, að Rússar,
sem hafa fengið meira en sinn
skammt af hryðjuverkum, standa
einhuga með Bandaríkjamönnum á
þessari stundu. Heimsbyggðin öll
verður að taka höndum saman í
baráttunni við þennan voða og það
starf má ekki byrja síðar en nú,“
sagði Ívanov. Athygli vekur, að Ív-
anov hafði engan fyrirvara á stuðn-
ingi Rússa við Bandaríkjamenn.
Fjármálamyndin
að skýrast
Rannsókn á fjármagnshreyfing-
um víða um heim hefur gengið vel
og haft er eftir Jimmy Gurule, að-
stoðarfjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, að hún sé nú að skila „fjár-
málalegri mynd af þeim, sem
grunaðir eru um hryðjuverkin“.
Koma þar mjög við sögu sjóðir og
fjármálastofnanir, sem tengjast bin
Laden.
Breskir sérfræðingar telja, að
láti Bandaríkjamenn til skarar
skríða í Afganistan muni þeir í
fyrsta lagi takmarka aðgerðir við
árásir á búðir bin Ladens og senda
inn sérsveitir í von um að ná hon-
um. Í öðru lagi yrði um að ræða
langvinnari aðgerðir gegn talibön-
um og þá í samvinnu við andstæð-
inga þeirra í norðurhlutanum.
Viðræðum við talibana hafnað Rússar heita Bandaríkjunum stuðningi
Orrustu- og sprengju-
vélar til Persaflóa
Washington, London. AP, AFP.
Reuters
Múslimskar konur í Pakistan veifa leikfangabyssum og kóraninum í
mótmælum sem efnt var til gegn Bandaríkjunum í borginni Lahore.
„Eitraður kaleikur“/22
ÁTTA af hverjum tíu Dönum
vilja, að danskir hermenn taki
þátt í hernaðaraðgerðum gegn
hryðjuverkamönnum dugi ekki
annað til. Kemur þetta fram í
nýrri Gallup-könnun um af-
stöðu almennings í Evrópu og
víðar. 60% Norðmanna eru
sömu skoðunar hvað varðar
þátttöku norskra hermanna.
Níu af hverjum tíu Dönum
vilja, að allt verði gert til að fá
hryðjuverkamennina fram-
selda en takist það ekki eru
80% þeirrar skoðunar, að
danskir hermenn eigi að taka
beinan þátt í hugsanlegum
hernaðaraðgerðum. Er stuðn-
ingur við það jafnvel meiri í
Danmörku en Bretlandi þar
sem 79% styðja hernaðarað-
gerðir.
Níu af hverjum tíu Norð-
mönnum eru andvígir árásum
Bandaríkjamanna á Afganistan
nema aðrar aðgerðir beri engan
árangur. Að því tilskildu vilja
sex af tíu, að Norðmenn taki
þátt í hugsanlegum hernaði.
Af öðrum niðurstöðum má
nefna, að 53% Þjóðverja vilja
senda þýska hermenn í hernað
gegn hryðjuverkamönnum
verði þeir ekki framseldir; 74%
Lúxemborgarbúa, 73% Frakka,
66% Hollendinga, 66% Ítala og
58% Spánverja. Aðeins Grikkir
eru andvígir því eða 60%.
Danir
og Norð-
menn
styðja
aðgerðir
Kaupmannahöfn. AP.
HUNDRUÐ Nauru-búa fögn-
uðu í gær með blómvöndum,
söngvum og þjóðdönsum komu
um 100 manns úr röðum afg-
önsku flóttamannanna er
norskt flutningaskip bjargaði
úr sjávarháska á Indlandshafi
fyrir skömmu. Flóttafólkið hélt
á borða með þakklætisorðum til
Nauru-stjórnar. Það vildi kom-
ast til Ástralíu en var hafnað.
Ástralskt herskip flutti fólkið
á áfangastaðinn. Alls eru flótta-
mennirnir 433 og munu 150
fara til Nauru en hinir til ann-
arra landa. Verður farið yfir
umsóknir fólksins um hæli og
þeir sem fullnægja skilyrðum
um vist fá að vera en ekki er
ljóst hvað verður um hina.
Ástralar greiddu Nauru, sem
er örlítið og fátækt eyríki í
Kyrrahafi, um 10,4 milljónir
Bandaríkjadollara, rúmlega
milljarð króna, fyrir að taka við
fólkinu.
Flótta-
menn til
Nauru
Boe á Nauru, Auckland. AP, AFP. BANDARÍSKA lögreglan hefur nú
handtekið 75 manns vegna rann-
sóknar á hryðjuverkunum og lýst
eftir 200. Bendir margt til, að þau
hafi aðeins átt að vera fyrsta hrinan
af nokkrum.
Þýska vikuritið Stern segir í dag,
fimmtudag, að fyrirhuguð hafi ver-
ið árás á aðalstöðvar NATO í Bruss-
el 1. október næstkomandi en það
hefur þó ekki fengist staðfest. John
Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær, að
hreyfingarnar, sem framið hefðu
hryðjuverkin, hefðu notið skjóls hjá
ýmsum erlendum ríkisstjórnum.
Árásin átti líklega
að vera sú fyrsta
Bush flytur sjónvarpsávarp til
bandarísku þjóðarinnar í dag
BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í gær að senda herþotur og
sprengjuflugvélar til stöðva við Persaflóa og er litið á það sem
fyrsta skrefið í undirbúningi hernaðaraðgerða. Áður hafði
hún hafnað tilboði talibanastjórnarinnar í Afganistan um við-
ræður og lýst yfir, að kominn væri tími til „aðgerða, ekki
samninga“. Yfirlýsingar talibana í gær bentu ekki til, að þeir
hygðust framselja Osama bin Laden. George W. Bush Banda-
ríkjaforseti ætlar að flytja sjónvarpsávarp á þingi í dag.
Washington. AP, AFP.