Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
" #
$
&'
&'
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SJÚKRALIÐAR hafa verið með
lausa samninga síðan 1. nóvember
2000. Veruleg þörf er á uppstokkun í
launamálum þeirra en það virðist
sem enginn vilji semja við þessa
starfsstétt.
Það er sagt að menntun sé mátt-
ur. Falleg orð en virðast ekki passa
fyrir allar starfsstéttir, sérstaklega
þær sem eru skipaðar konum.
Kvennastéttir eiga einstaklega erfitt
með að fá viðunandi laun. Þó er sem
betur fer orðin breyting hjá sumum
þeirra, s.s. kennurum, en samkvæmt
upplýsingum úr útvarpinu hækka
laun þeirra um 50% á samningstím-
anum. Það eru frábærar fréttir enda
flykkist fólk í kennaranámið og
þjóðin uppsker ánægða kennara,
betri kennslu og auðvitað miklu
betri nemendur.
Margt fólk verður að dvelja á
sjúkrastofnunum og elliheimilum.
Það þarf þjónustu og á hana svo
sannarlega skilið. Það hlýtur að vera
ósk hvers einasta manns að sjúk-
lingar og vistmenn elliheimila séu
eins ánægðir og kostur er. Þá skipt-
ir miklu máli að það séu ekki ör
starfsmannaskipti því það eykur
kvíða og kallar á meiri lyfjakostnað.
Ófaglært starfsfólk er oft ráðið í
sjúkraliðastöður. Það er oft ágætis
starfskraftar en auðvitað er misjafn
sauður í mörgu fé og alveg sama
hver sækir um vinnu, allir fá hana
því ekki er völ á sjúkraliðum.
Ástæðan er sú að afar fáir hafa
áhuga á að læra starf sem gefur af
sér undir 90.000 krónum í byrjunar-
laun. Það er trú mín að ef sjúkralið-
ar fengju sambærilegar kjarabætur
og kennarar eða lögreglumenn
myndi verða veruleg fjölgun í stétt-
inni, ánægðari starfskraftar, ánægð-
ari sjúklingar og vistmenn elliheim-
ila – þjóðinni til sóma.
SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR,
sjúkraliði á Hvammstanga.
Launamál sjúkraliða
Frá Sigríði Karlsdóttur:
UNDANFARNA daga hefur mátt
líta þrjá glaðbeitta menn á forsíðum
blaða og í fréttum sjónvarps og hafa
tveir þeirra tekist brosandi í hendur
með þann þriðja milli sín. Þessi upp-
stilling er þó ekki einsdæmi, því for-
skriftin gerð af sjálfum forsætisráð-
herra landsins. Einn mannanna er
blaðalesendum og sjónvarpsglápend-
um allvel kunnur af handaböndum í
blöðum og beinum útsendingum af
handaböndum á sjónvarpsskjám
landsmanna. Hinir tveir eru minna
áberandi þó að annar þeirra sé æðsti
embættismaður þjóðarinnar í heil-
brigðismálum, en hluti af hans starfi
er að vernda sjúklinga fyrir læknum
og lækna fyrir sjúklingum. Sá þriðji
er formaður regnhlífarsamtaka sem
heita Læknafélag Íslands. Tveir þess-
ara manna hafa háð þrátefli í rúmt ár
um það hvort sjúklingar landsins
skuli hafa þau mannréttindi að ráða
því hvort persónuupplýsingar um þá
skuli settar í pott sem ber heitið „mið-
lægur gagnagrunnur á heilbrigðis-
sviði“. Einkaréttur til að éta eða selja
grautinn úr pottinum skal svo leigður
hlutafélagi í Bandaríkjum N-Amer-
íku í 12 ár. (Spurning er hvort hann er
þá enn ætur.) Yfirkokkurinn hefur
eytt hálfum áratug í það að telja okk-
ur Íslendingum trú um að í okkur búi
svo fágæt efni til slíkrar grautargerð-
ar að neysla þeirra muni veita hrjáð-
um íbúum jarðarinnar heilsu og lang-
lífi, jafnvel ódauðleika, um alla fram-
tíð og fengið sjálft Alþingi Íslendinga
til að samþykkja lögformlega upp-
skrift að grautnum. Hlutverk þriðja
mannsins vefst svolítið fyrir sumum,
en þó er líklegt að fyrir hans tilstilli sé
taflið komið í pattstöðu og nú vefst
þessi pattstaða fyrir jafnvel færum
skákmeisturum, eins og ráða má af
fjölmiðlum undanfarna daga. Patt-
staðan er nefnilega dálítið flókin og
það er fremur ólíklegt að almenning-
ur, sem almennt kann ekki mann-
ganginn, botni í henni, enda mun ekki
til þess ætlast. Í pattstöðunni felst
nefnilega breyting á grautarupp-
skriftinni, en uppskriftin er lögbund-
in. Það er lögbrot að breyta henni,
nema með samþykki Alþingis Íslend-
inga. Enginn þeirra þriggja aðila,
sem undanfarna daga hafa tengst
handaböndum frammi fyrir þjóðinni
hefur umboð eða leyfi til að breyta
uppskriftinni, ekki einu sinni yfir-
kokkurinn. Enda hafa ráðamenn þeg-
ar annaðhvort byrjað að safna að-
föngum til grautargerðarinnar eða
undirbúa söfnun þeirra. Litla músin
sem fæddist af jóðsótt fjallanna er þó
nokkurs virði því hún sýnir að horn-
steinn gagnagrunnsins, dulkóðunin,
er holur og hefur aðeins verið fylltur
með blekkingum. Litla músin ætti að
vera nógu stór til að opna augu þeirra
sem í blindni hafa trúað að grauturinn
góði sé eitthvað annað en naglasúpa.
ÁRNI BJÖRNSSON,
læknir, Blátúni 4,
Bessastaðahreppi.
Frá Árna Björnssyni:
Fjöllin tóku
jóðsótt