Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Stjórntækniskóli Íslands
Bíldshöfða 18
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Stjórntækniskóli Íslands
gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í
markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við
sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta.
Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá
innsýn í heim markaðsfræðanna.
Markmið
námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér
markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái
þannig betri árangri.
Námið
er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í
einstökum greinum.
Kennarar
eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu
við kennslu og í viðskiptalífinu.
Námsgreinar:
Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking.
Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar.
Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð.
Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði.
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
„Ég mæli
með náminu
fyrir alla þá,
er starfa við
markaðs- og
sölustörf. Ég
hef verið í sölumennsku í
6 ár og námskeiðið hefur
nýst mér vel í starfi.
Fjölbreytt og áhugavert
námskeið.“
Elísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Ég mæli
tvímælalaust
með þessu
námi fyrir
alla þá sem
eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-,
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumálum
sinna fyrirtækja.“
Hendricus Bjarnason
Tæknilegur ráðgjafi og umsjónar-
maður markaðstengdra verðbréfa
kerfa ING-bankans í Amsterdam
GÖNGUR og réttir voru víða í
A-Húnavatnssýslu um helgina.
Gangnamenn á Grímstungu- og
Haukagilsheiðum töfðust um einn
dag vegna þoku og færðust því
réttir í Vatnsdalnum fram til
laugardagsins.
Á laugardaginn hrepptu
gangnamenn kalsaveður og snjó-
aði á menn og fé en allir skiluðu
sér heilir til byggða. Réttarstörf
gengu greiðlega en til að svo geti
orðið þurfa menn að vera yf-
irvegaðir, ákveðnir og glöggir
eins og ungi maðurinn á mynd-
inni í Undirfellsrétt í Vatnsdal
svo sannarlega sýnir.
Þegar réttastörfum er að ljúka
og flestir hafa dregið í dilka fé
sitt og einungis eftir þær kindur
sem menn að einhverjum ástæð-
um ekki hafa fundið stað í tilver-
unni þarf að grípa til marka-
skrárinnar eins og húnvetnsku
bændurnir eru að gera á mynd-
inni. Þá kemur sér vel að kunna
skil á hugtökum eins og fjöður
framan hægra, bitað aftan
vinstra eða sýlt á báðum eyrum
og finna hinn rétta eiganda út frá
því. Þegar eigandi er fundinn
hrópa menn upp bæjarnafn og
innan tíðar er kindin komin í
réttan dilk.
Þoka tafði göngur
Morgunblaðið/Jón Sig.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Blönduós
ÁRLEGUR þriggja daga farskóli
Félags íslenskra safnmanna var
haldinn dagana 12.–14. september á
Húsavík undir stjórn Guðna Hall-
dórssonar, forstöðumanns Safna-
hússins á Húsavík. Allt að sjötíu
manns tóku þátt, það er fólk sem
vinnur á söfnum víðs vegar um land-
ið.
Dagskráin var fjölbreytt alla dag-
ana og margir fyrirlestrar voru
haldnir um ýmis málefni er snerta
minjavörsluna. Helstu fyrirlesarar
voru Jón Björnsson, fyrrv. fé-
lagsmálastjóri, Gísli Sverrir Árna-
son forstöðumaður, Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður, Orri
Vésteinsson, forstöðumaður Forn-
leifastofnunar Íslands, Sigurjón
Baldur Hafsteinsson safnstjóri, Þór-
gnýr Dýrfjörð heimspekingur og
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð-
minjavörður.
Í tengslum við farskólann var
haldinn aðalfundur félagsins og voru
ýmsar lagabreytingar samþykktar.
Þá afhenti Valgerður Sverrisdóttir
Íslensku safnverðlaunin í kvöldverð-
arboði fræðslunefndar Húsavíkur-
kaupstaðar en þau hlaut að þessu
sinni Fræðsludeild Listasafns
Reykjavíkur.
Þátttakendur heimsóttu ýmsa
staði og stofnanir í Þingeyjarsýslum.
Farið var í austurveg og m.a. í
Ábyrgi, Snartarstaði, Mánárbakka
og Hallbjarnarstaði. Síðasta daginn
var Samgönguminjasafnið að Ysta-
felli skoðað og farið að Þverá í Lax-
árdal auk þess sem Laxárvirkjun var
sótt heim. Í lokin var svo farið í
Grenjaðarstað þar sem minjasafnið
var skoðað, en þar var boðið upp á
veitingar í nýju þjónustuhúsi.
Samhliða farskólanum gafst tæki-
færi fyrir safnamenn að kynnast vel
starfsemi Safnahúss Þingeyinga,
skoða m.a. Húsavíkurkirkju og
kynnast Hvalamiðstöðinni sem er
nýtt safn í bænum. Þá sátu þeir boð
héraðsnefndar Þingeyinga og þáðu
hádegisverð í boði Norðlenska ehf.
Að sögn Guðna Halldórssonar, for-
stöðumanns Safnahússins á Húsa-
vík, var hann mjög ánægður með
hvernig til tókst enda þátttaka mjög
góð á þessum árlega fundi íslenskra
safnmanna.
Farskóli íslenskra safnmanna
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Guðni Halldórsson í gamla bænum á Grenjaðarstað þar sem hann sýnir safnmönnum útskorna æðarfugla sem
áður voru notaðir sem „lokkfuglar“ til að hæna að í vörpum.