Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð. Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölumennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónar- maður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam GÖNGUR og réttir voru víða í A-Húnavatnssýslu um helgina. Gangnamenn á Grímstungu- og Haukagilsheiðum töfðust um einn dag vegna þoku og færðust því réttir í Vatnsdalnum fram til laugardagsins. Á laugardaginn hrepptu gangnamenn kalsaveður og snjó- aði á menn og fé en allir skiluðu sér heilir til byggða. Réttarstörf gengu greiðlega en til að svo geti orðið þurfa menn að vera yf- irvegaðir, ákveðnir og glöggir eins og ungi maðurinn á mynd- inni í Undirfellsrétt í Vatnsdal svo sannarlega sýnir. Þegar réttastörfum er að ljúka og flestir hafa dregið í dilka fé sitt og einungis eftir þær kindur sem menn að einhverjum ástæð- um ekki hafa fundið stað í tilver- unni þarf að grípa til marka- skrárinnar eins og húnvetnsku bændurnir eru að gera á mynd- inni. Þá kemur sér vel að kunna skil á hugtökum eins og fjöður framan hægra, bitað aftan vinstra eða sýlt á báðum eyrum og finna hinn rétta eiganda út frá því. Þegar eigandi er fundinn hrópa menn upp bæjarnafn og innan tíðar er kindin komin í réttan dilk. Þoka tafði göngur Morgunblaðið/Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sig. Blönduós ÁRLEGUR þriggja daga farskóli Félags íslenskra safnmanna var haldinn dagana 12.–14. september á Húsavík undir stjórn Guðna Hall- dórssonar, forstöðumanns Safna- hússins á Húsavík. Allt að sjötíu manns tóku þátt, það er fólk sem vinnur á söfnum víðs vegar um land- ið. Dagskráin var fjölbreytt alla dag- ana og margir fyrirlestrar voru haldnir um ýmis málefni er snerta minjavörsluna. Helstu fyrirlesarar voru Jón Björnsson, fyrrv. fé- lagsmálastjóri, Gísli Sverrir Árna- son forstöðumaður, Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður, Orri Vésteinsson, forstöðumaður Forn- leifastofnunar Íslands, Sigurjón Baldur Hafsteinsson safnstjóri, Þór- gnýr Dýrfjörð heimspekingur og Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður. Í tengslum við farskólann var haldinn aðalfundur félagsins og voru ýmsar lagabreytingar samþykktar. Þá afhenti Valgerður Sverrisdóttir Íslensku safnverðlaunin í kvöldverð- arboði fræðslunefndar Húsavíkur- kaupstaðar en þau hlaut að þessu sinni Fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur. Þátttakendur heimsóttu ýmsa staði og stofnanir í Þingeyjarsýslum. Farið var í austurveg og m.a. í Ábyrgi, Snartarstaði, Mánárbakka og Hallbjarnarstaði. Síðasta daginn var Samgönguminjasafnið að Ysta- felli skoðað og farið að Þverá í Lax- árdal auk þess sem Laxárvirkjun var sótt heim. Í lokin var svo farið í Grenjaðarstað þar sem minjasafnið var skoðað, en þar var boðið upp á veitingar í nýju þjónustuhúsi. Samhliða farskólanum gafst tæki- færi fyrir safnamenn að kynnast vel starfsemi Safnahúss Þingeyinga, skoða m.a. Húsavíkurkirkju og kynnast Hvalamiðstöðinni sem er nýtt safn í bænum. Þá sátu þeir boð héraðsnefndar Þingeyinga og þáðu hádegisverð í boði Norðlenska ehf. Að sögn Guðna Halldórssonar, for- stöðumanns Safnahússins á Húsa- vík, var hann mjög ánægður með hvernig til tókst enda þátttaka mjög góð á þessum árlega fundi íslenskra safnmanna. Farskóli íslenskra safnmanna Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Guðni Halldórsson í gamla bænum á Grenjaðarstað þar sem hann sýnir safnmönnum útskorna æðarfugla sem áður voru notaðir sem „lokkfuglar“ til að hæna að í vörpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.