Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
Fyrirlestraröð
á afmælisári
NÚ STENDUR yfirtíu ára afmælisárSamskiptamið-
stöðvar heyrnarlausra og
heyrnarskertra. Í tilefni af
því verður boðið upp á röð
fyrirlestra. Valgerður
Stefánsdóttir forstöðu-
maður var spurð um hvað
fyrirlestrarnir fjölluðu?
„Í fyrsta lagi fjallar
Svandís Svavarsdóttir um
kynningu á táknmáli; hvað
er íslenskt táknmál. Sá
fyrirlestur verður 24. sept-
ember kl. 15.30 í hátíðasal
Sjómannaskólans við Há-
teigsveg. Hinir fjórir sem
ætlaðir eru almenningi eru
á sama stað og á sama tíma
næstu fjóra daga. Annar
fyrirlesturinn í röðinni er
fluttur á táknmáli af Júlíu
Hreinsdóttur sem er heyrnarlaus.
Hún fjallar um tvenna tíma í sögu
heyrnarlausra. Í þriðja fyrirlestr-
inum fjallar Árný Guðmundsdótt-
ir um táknmálstúlkun. Þá flytur
Svandís Svavarsdóttir erindi um
tvítyngi heyrnarlausra og loks
segir Trausti Jóhannesson á tákn-
máli frá því hvernig er að vera
heyrnarlaus í íslensku samfélagi.
Allir fyrirlestrarnir eru túlkaðir.“
– Þú sagðir að þessir fyrirlestr-
ar væru fyrir almenning en hvað
með fagfólk?
„Við erum einnig með fjóra fyr-
irlestra sem sérstaklega eru ætl-
aðir fagfólki en eru þó opnir öllum
og má benda foreldrum heyrnar-
lausra á þá. Sá fyrsti var hinn 17.
september sl., þá fjallaði Svandís
Svavarsdóttir, sem flytur alla
þessa fjóra fyrirlestra, um hvern-
ig börn tileinka sér þekkinguna á
því hvernig aðrir hugsa og sér-
staklega heyrnarlaus börn. Þetta
hefur áhrif á hvernig kennsla og
málumhverfi barnanna eru upp-
byggð. Hinn 15. október talar
Svandís um Path-námskrána sem
hefur gefist sérstaklega vel í skól-
um fyrir heyrnarlaus börn og
kemur frá Bandaríkjunum. Hinn
19. nóvember kynnir Svandís
breskt líkan af tvítyngiskennslu
fyrir heyrnarlaus börn og hinn 10.
desember fjallar hún um heyrn-
arlaus börn og lestur. Þessir fjórir
fyrirlestrar eru haldnir í húsnæði
Vesturhlíðaskóla í Vesturhlíð.“
– Helstu mál áratugarins?
„Þegar að Samskiptamiðstöðin
var stofnuð var ekki til neinn vett-
vangur þar sem unnið var með
táknmál sérstaklega. Engar rann-
sóknir voru á táknmáli og ekkert
námsefni til, hvergi var boðið upp
á námskeið í táknmáli. Ekki voru
til menntaðir táknmálstúlkar. Það
hefur orðið gífurlega hröð þróun á
þessum áratug og fyrstu verkefn-
in sem við unnum að var að gera
námsefni í táknmáli og mennta
táknmálskennara til þess að hægt
væri að bjóða reglulega upp á
táknmálsnámskeið og byggja upp
túlkaþjónustu. Þegar við byrjuð-
um að kenna táknmál héldum við
að það yrði mikið að gera fyrst við
að mennta foreldra og
fjölskyldur heyrnar-
lausra sem ekki höfðu
haft tök á að læra tákn-
mál áður. En á þessum
tíu árum hafa yfir 4.000
manns verið á táknmálsnámskeið-
um hjá okkur. Aðsóknin er alltaf
jöfn og mikil og við finnum að
áhugi á táknmáli er mikill í sam-
félaginu. Það skemmtilega við
þetta er að nú gerist það æ tíðara
að heyrnarlaust fólk er farið að
mæta heyrandi fólki hér og þar, á
kaffihúsum, bönkum, bílasölum
og víðar, sem kann eitthvað fyrir
sér í táknmáli. Þetta er fólk sem
er að koma af námskeiðum hjá
okkur eða hefur lært táknmál í
framhaldsskóla, en táknmál er
orðin valgrein í mörgum fram-
haldsskólum. Það eru kennarar
frá Samskiptamiðstöð heyrnar-
lausra sem kenna í skólunum.“
– Hvað er stærsta verkefnið
sem þið ráðist í?
„Það er samvinna við Háskóla
Íslands um tímabundið nám í
táknmálsfræði á árunum 1994 til
1998. Á þessum árum voru tveir
hópar nemenda menntaðir í tákn-
málsfræðum og það útskrifuðust
fjórtán háskólamenntaðir tákn-
málstúlkar í framhaldi af því.
Margir aðrir hafa lokið annarri
menntun með táknmálsfræði sem
aukagrein eða aðalgrein og komið
til starfa innan samfélags heyrn-
arlausra. Annað stórt verkefni var
námsefnisgerð í dönsku fyrir
heyrnarlausa sem er þriggja ára
verkefni styrkt af Sókratesáætlun
Evrópusambandsins, en þetta er
margmiðlunarefni þar sem tákn-
málið er kennslumál í dönsku.“
– Hvað er að gerast núna?
„Aðaláherslan á afmælisárinu
hefur verið á að byggja upp
fræðslustarf og auka þjónustu
viðheyrnarlaus börn. Við erum að
byrja mjög spennandi samstarf
við Námsgagnastofnun um gerð
námsefnis á táknmáli fyrir grunn-
skólastigið. Þetta er fyrir heyrn-
arlausa nemendur. Fyrsta náms-
efnið fyrir heyrnar-
lausa á táknmáli kom
út í fyrra.
Við höfum átt mjög
góða samvinnu við
menntamálaráðuneyti
og fræðsluyfirvöld þannig að önn-
ur þróun hefur verið mjög jákvæð
og skilningur á því að virða og við-
urkenna táknmálið hefur aukist á
þessum áratug. Árið 1996 var t.d.
ráðinn heyrnarlaus skólastjóri við
Vesturhlíðarskóla og 1999 komu
út nýjar námskrár þar sem tákn-
málið er sérstök námsgrein og
kennslumál heyrnarlausra skóla-
barna.“
Valgerður Stefánsdóttir
Valgerður Stefánsdóttir fædd-
ist 8. september 1953 í Reykja-
vík. Hún lauk stúdentsprófi 1973
frá Menntaskólanum við Tjörn-
ina og B.ed. prófi frá Kennarahá-
skóla Íslands. Árið 1983 lauk hún
prófi sem kennari fyrir heyrn-
arlausa frá Kennaraháskólanum
í Stokkhólmi. Hún var kennari
við Heyrnleysingaskólann frá
1977 til 1990. Síðan það ár hefur
hún starfað sem forstöðumaður
Samskiptamiðstöðvar heyrn-
arlausra. Valgerður er gift Sig-
urði Valgeirssyni stjórnarfor-
manni Inntaks og þau eiga
fjögur börn.
Mikill áhugi á
táknmáli í
samfélaginu
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra tók á þriðjudag formlega
við fyrsta eintakinu af endurbættri
kennslubók í þýsku fyrir fram-
haldsskóla í Menntaskólanum í
Reykjavík. Kennslubókinni, sem
heitir Þýska fyrir þig, fylgir í
þessari endurbættu útgáfu marg-
miðlunardiskur sem er nýjung í
kennslunni að sögn Helgu Völu
Helgadóttur, kynningarfulltrúa
Eddu – miðlunar og útgáfu, sem
gefur bókina út. „Með diskinum
gefst kennurum kostur á að sýna
nemendum í skólastofunni glósur,
síður úr málfræðinni, stækkaðar
myndir og kort, aukaæfingar, vef-
slóðir og hlustunaræfingar,“ segir
Helga Vala. Þá verður hægt að
nálgast kennsluleiðbeiningar
ásamt ítarefni og verkefnum á
Netinu síðar í haust.
Í fréttatilkynningu segir að
þrátt fyrir þessar endurbætur á
kennslubókinni standi þó eftir
„sama kennslufræði og sama hugs-
un og einkenndi upprunalegu út-
gáfu efnisins, þ.e. hvernig skyn-
samlegast og best sé að kenna
Íslendingum þýsku“.
Helmut Lugmayr er aðalrit-
stjóri kennsluefnisins en hópurinn
sem stóð að gerð upphaflega efnis-
ins hefur komið honum til ráð-
gjafar. Helga Vala býst við að bók-
in verði tekin til kennslu strax í
vetur.
Viðbótar kennsluefni
á tölvutæku formi
Morgunblaðið/Þorkell
Björn Bjarnason menntamálaráðherra skoðar margmiðlunardiskinn.
ÞÁTTAGERÐARFÓLK frá rúss-
nesku sjónvarpsstöðinni NTV ráð-
gerir að taka upp þátt á Íslandi ein-
hvern tímann í október. Um er að
ræða 20 mínútna langan þátt, sem
verður hluti af þáttaröð um nútíma-
umhverfistækni og framandi náttúru
ýmissa landa og munu þrír starfs-
menn vinna að gerð hans.
Að sögn Larissu Ermolaeva hjá
NTV-sjónvarpsstöðinni er þegar bú-
ið að gera þætti um Noreg, Svíþjóð,
Finnland og Danmörku auk fleiri
landa. Segir hún, að nú hafi stöðin
áhuga á að gera þátt um „hreinasta
landið, sem er frægt fyrir sína miklu
virðingu fyrir umhverfinu“. Ætlunin
er að fjalla um orkulindir Íslands,
áform um að breyta úr notkun olíu
yfir í vetni, kvikmynda jarðhitastöð-
ina í Svartsengi, Bláa lónið og hvali
og heimsækja „álfabæinn“, en ekki
er ljóst hvaða bær það er.
Erum við öll skáld?
Larissa segir að kvikmyndatöku-
hópurinn ætli sér einnig það metn-
aðarfulla verkefni að sýna einkenni
þjóðarinnar, sem sé svo áhugaverð í
augum Rússa. Þjóðar, sem „þekkir
alla forfeður sína, trúir á huldufólk,
dáir bókmenntir, ég hef heyrt að þið
séuð öll skáld, og býr í landi sem hef-
ur verið lýst sem svo að þótt allt ann-
að bregðist muni Ísland ávallt
standa“.
NTV-sjónvarpsstöðin er stærsta
einkarekna sjónvarpsstöðin í Rúss-
landi, með um 80 milljónir áhorf-
enda, bæði í Rússlandi og utan þess.
Rússar gera sjónvarps-
þátt um orkumál
og náttúru Íslands
SIGRÍÐUR Þórdís Valtýsdóttir
sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum
varði 2. febrúar síðastliðinn dokt-
orsritgerð sína við læknadeild Há-
skólans í Uppsölum, Svíþjóð. And-
mælandi var Hans Jacob Haga,
prófessor við Oslóarháskóla. Leið-
beinendur voru Roger Hällgren pró-
fessor, Ulla Lindqvist dósent, Björn
Guðbjörnsson dr. med. og Jerker
Hetta prófessor.
Ritgerðin ber heitið „Primary
Sjögrens syndrome. Clinical studies
with reference to hormonal status,
psychiatric symptoms and well
being“. Ritgerðin fjallar um heilkenni
Sjögrens sem er langvinnur fjölkerf-
asjúkdómur þar sem 90% sjúkling-
anna eru konur. Fjallað er um geð-
einkenni sem gjarnan fylgja þessum
sjúkdómi og sýnt fram á aukna tíðni
depurðar og kvíða ásamt minni lífs-
gæðum hjá þessum sjúklingum mið-
að við samanburðarhópa. Ennfremur
var athugaður hormónabúskapur
sjúklinga með heilkenni Sjögrens og
þá sérstaklega með tilliti til karl-
hormóna (andrógena).
Niðurstaðan sýndi að sjúklingar
með heilkenni Sjögrens höfðu mark-
tækt minna af Dí-hýdró-epi-
andrósterón súlfati (DHEA-S) í blóði
en samanburðarhópur af frískum
konum. DHEA-S er bæði forstigsefni
fyrir ákveðin sterahormón og getur
líka haft bein áhrif á ýmis líffærakerfi
líkamans. Í ritgerðinni er sýnt fram á
samband milli lágra gilda af DHEA-S
í blóði þessara sjúklinga og verri and-
legrar líðunar og minni lífsgæða.
Foreldrar Sigríðar Þórdísar eru
Sigríður Jóhannsdóttir, fv. skóla-
stjóri Hjúkrunarskóla Íslands, og
Valtýr Bjarnason, fv. yfirlæknir
svæfinga- og gjörgæsludeildar Land-
spítalans, sem er látinn. Eiginmaður
Sigríðar Þórdísar er Gunnar Mýrdal
brjóstholsskurðlæknir og eiga þau
fimm dætur.
FÓLK
Varði doktors-
ritgerð um heil-
kenni Sjögrens