Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 52

Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ aldamótin eru fyrstu hundrað ár kvikmyndagerðar að baki, og rúmlega það. Tæknibyltingarnar ör- ar og margvíslegar, annað er í svip- uðum farvegi. Eilíf leit að hæfi- leikafólki á öllum sviðum, kröftum sem eru þess megnugir að laða al- menning inní kvikmyndahúsin, sem enn blómstra og breytast í takt við tíðarandann og hafa staðið af sér harðar atlögur. Oft spáð dauða, ekki síst er sjónvarpið naut mestra vin- sælda uppúr miðri öldinni. Nú styrkja þessir miðlar hvor annan, enda mikið til í eigu sömu aðila. Eilíf áhætta Eins og við aldamótin 1900 er kvikmyndaframleiðslan nákvæm- lega jafn tvísýn. Enginn veit neitt fyrr en viðbrögð hins almenna bíó- gests eru komin í ljós að lokinni frumsýningu. Það er einmitt þessi magnaða áhætta sem laðar og lokk- ar til sín litríka fjármálamenn. Í þessum geira geta menn orðið vell- auðugir á svipstundu og ríkidæmið getur auðveldlega brunnið upp til agna á einni nóttu. Frægðin er söm við sig, engin dægurstjarna kemst í nánd við glysið, glauminn og töfra- ljómann sem umlykur kvikmynda- stjörnurnar. Hún er einnig jafnfall- völt og fyrr. Launin? Þau gerast ekki betri – á meðan allt leikur í lyndi. Hollywood náði fljótt tangarhaldi á kvikmyndaiðnaði og dreifingu og á því verða litlar breytingar næstu áratugina. Í háborg kvikmyndanna er fjármagnið og hæfileikarnir sam- ankomnir, á Hollywood er stefnan sett. Hinsvegar er eignarhaldið að breytast, bæði evrópsk og japönsk fyrirtæki hafa fjárfest í gömlu, grónu risaveldunum á Kyrrahafs- ströndinni. Ef þú getur ekki sigrað keppinautinn, þá er að draga upp veskið. Þrátt fyrir misjafnt gengi er eng- an bilbug að finna á risunum sex. Á síðasta áratug eyddu Fox Inc., Walt Disney Co., Warner Bros, Para- mount Pictures, Universal og Sony Pictures (Columbia), einum milljarði Bandaríkjadala í að breyta kvik- myndaverunum í hátæknimyndver framtíðarinnar. Slík bylting hefur ekki átt sér stað síðan hljóðið hélt innreið sína um 1930. Nýi dverg- risinn, SKG DreamWorks, er í bull- andi uppgangi og gömlu stórveldin, MGM og UA (sem sameinuðust á ní- unda áratugnum), sjá fram á end- urnýjun lífdaga. Með hjálp James Bond, Hannibals Lecter, o.fl. öð- linga. Uppsveifla óháðra Frá því um miðja 20. öldina hefur hlutur óháðra og sjálfstæðra kvik- myndaframleiðenda verið misjafn- lega veigamikill. Verðmiðinn á kvik- myndum fer ört hækkandi. Menn svitnuðu yfir 10 milljóna dala kostn- aði Kleópötru (’63), styttra er síðan iðnaðinum blöskruðu 40 milljónirnar sem eytt var í Bonfire of the Van- ities (’90), að ógleymdun 200 millj- ónunum sem fóru í að sjósetja Tit- anic (’97). Enn hleður snjóboltinn utan á sig því að sumarmyndin Pearl Harbor er sögð hafa kostað 250 milljónir og ríflega það. Því renna menn hýru auga til óháðrar fram- leiðslu, líkt og The Blair Witch Proj- ect (’99), sem tók inn á þriðja hundr- að milljónir, en kostaði litla þrjátíu þúsund dali. Einn af minni framleiðslurisum Hollywood, Miramax, óx og dafnaði á dreifingu og framleiðslu óháðra smámynda. Meðal mynda þess er The English Patient (’97), sem mok- aði inn fé og vann til níu Ósk- arsverðlauna, m.a. sem besta mynd- in. sex, lies and videotape (’89), fyrsta mynd Stevens Soderberghs, vann Gullpálmann á Cannes. Upphaf slíkra mynda má rekja til sjötta áratugarins þegar dreifing- arrisarnir voru neyddir með laga- setningu til að selja kvikmyndahúsa- hringi sína. Um leið opnaðist möguleiki lítilla og listrænna kvik- myndaframleiðenda á að fá inni með smámyndir sínar. Uppúr þessum jarðvegi spratt óháð kvikmynda- gerð, og menn einsog Jonas Mekas og John Cassavetes, síðar Jims Jar- musch, Hals Hartley, Johns Sayles, Spikes Lee, Quentins Tarantino og Pauls Thomas Anderson. Við aldamótin 2000 er óháða kvik- myndagerðin orðin snar þáttur í kvikmyndaflórunni, ómissandi krydd í tilveruna. Því til sönnunar er Sundance-kvikmyndahátíðin og óháðir armar kvikmyndarisanna, líkt og Miramax hjá Disney, Sony Classic Pictures og Searchlight hjá Fox. Á heimaslóðum Þegar komið er fram á árið 1996 er nokkurt jafnvægi komið á ís- lenska kvikmyndagerð, titlarnir 3–4 á ári. Agnes, leikstýrð af Agli Edvardssyni, byggir að nokkru á sakamáli tengdu síðustu aftöku á Ís- landi, en kemur spánskt fyrir sjónir. Draumadísir (’96) Ásdísar Thorodd- sen, endaslepp gamanmynd úr lífi ungra borgardætra. Djöflaeyjan (’96), er kolsvört gamanmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson, byggð á vinsælum bókum Einars Kárasonar um láglífið í braggahverfum borg- arinnar. Blossi (’97), önnur mynd Júlíusar Kemp, er tómlátleg vega- mynd um martraðarkenndan flótta ungmenna undan örlögum sínum. María (’97) er lengst af vel gerð og leikin sútarsaga um hálfgleymdan kafla í Íslandssögunni; þýsku stúlk- urnar sem leituðu framtíðar hér norður í höfum á flótta frá bruna- rústum heimalandsins að loknu seinna stríði. Fer vel af stað en höf- undurinn, Einar Heimisson, ætlar sér um of. Perlur og svín (’97) Ósk- ars Jónassonar er ráðvillt og furðu ófyndin gamanmynd. Stikkfrí (’97), barnamynd eftir Ara Kristinsson, tekur á upplausninni í nútímafjöl- skyldumynd landans, sem harðast bitnar á smáfólkinu. Ungu leik- ararnir eftirminnilega góðir. 1998 heilsar með smákrimmanum Spor- laust, eftir Hilmar Oddsson. Glomp- ótt morðgáta sem reynir án árang- urs að taka sig alvarlega. Töfrarnir í Dansi (’98) Heinesen týnast mikið til í kvikmyndagerð Ágústs Guðmunds- sonar. Ungfrúin góða og húsið (’99), er á hinn bóginn einkar vel heppnuð kvikmyndagerð smásögu eftir Hall- dór Laxness, nosturslega skrifuð og leikstýrt af Guðnýju Halldórsdóttur og vel leikin af Tinnu Gunnlaugs- dóttur, Ragnhildi Gísladóttur og Norðmanninum Birni Floberg. Síð- asta myndin af árgangi ’99 er mið- aldadramað Myrkrahöfðinginn, eftir Hrafn Gunnlaugsson. Byggt á dökk- um kafla í sögunni, galdrabrennum og -ofsóknun á 17. öld. Kjarnmikið umfjöllunarefni en stefnulaus efn- istök í mögnuðum ramma. Öldinni lýkur með flugeldasýn- ingu; í hópi frumsýninga ársins 2000 er ein sú besta frá upphafi, Englar alheimsins, eftir Friðrik Þór. Hand- ritið eftir Einar Má Guðmundsson, byggt á verðlaunasögu hans um hörmungar geðsýkinnar. Trúverðug og frábærlega gerð í alla staði. 101 Reykjavík er bráðfyndin og skyn- samleg kvikmyndagerð Baltasars Kormáks á vinsælli bók Hallgríms Helgasonar, um næturlíf í borginni og dulítið afbrigðilegt heimilislíf í Þingholtunum. Róbert Douglas kveður sér og hljóðs. Íslenski draumurinn er jarðbundinn og lúnk- inn þjóðfélagsfarsi. Handritið bita- stætt og leikurinn góður. Óvæntur smellur. Vonir og væntingar í Vesturálfu Þeir eru allir að gera það gott: Martin Scorsese gengur fram af flestum með ofurofbeldi í Casino (’96), þar sem kynbomban Sharon Stone kemst hvað næst því að sýna leik. John Sayles, sá frábæri, óháði kvikmyndagerðarmaður, kemur með lýtalausa Lone Star (’96) og Coen-bræður galdra listaverkið Fargo (’96) fram á tjaldið af snævi þaktri sléttunni í Minnesota. Svo meinfyndin og frumleg að hægt er að horfa á hana aftur og aftur. Lítið hefur heyrst af Milos Forman, uns hann sprettur fram á sviðið með perluna The People vs Larry Flynt (’96), hæðna þjóðfélagsádeilu um klámkónginn Flynt og Hustler- veldið. VIÐ ALDAHVÖRF Bíóöldin1996–2001 eftir Sæbjörn Valdimarsson Titanic gerði stjörnur myndarinnar, Kate Winslet, Leonardo Di- Caprio og James Cameron að konung- um (og drottningu) veraldar. SHAKESPEARE hefur sjaldan verið vinsælli hjá kvikmynda- gerðarmönnum en á tíunda ára- tugnum, enda tiltölulega ódýr viðureignar og jafnan von á verðlaunum. Laurence Fish- burne leikur márann frá Feneyj- um í nýrri útgáfu Óþelló, undir stjórn Olivers Parkers. Kenneth Branagh gerir tvær, lofsungnar kvikmyndagerðir, Hinrik V. (’90), og Ys og þys útaf engu (’93). Báðar fá mjög góða aðsókn og dóma. Uppfærsla hans á Haml- et (’96) er af flestum talin mun síðri og standa útgáfu Francos Zeffirelli frá ’91 nokkuð að baki þrátt fyrir að Mel Gibson (af öll- um mönnum) fari með vanda- samt hlutverk Danaprinsins. Nútímalegar gerðir Ríkharðs III. (’95), í umsjá Richards Loncr- aine, með stórleikaranum Ian McKellen, og Williams Shake- speare’s Romeo + Juliet (’96), unnin af Baz Luhrman, Ástralan- um snjalla, eru rífandi góðar. Shakespear in Love er skáld- skapur um snillinginn, vinsæll, verðlaunaður hégómi. KLASSÍKIN ELDIST ALDREI                           !"#!$% &'$% &(   % &&% '% % ()  &% %  &*% '% % () *% %  &)% '% % ()  +% %  *,% '% % (- .% %  /%  % % ()  /% %  -%  % % () -% %  (*%  % % () 0% %  (+%  % % (- 1'    % (."()          %   % (,"()    KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20 - UPPSELT 2. sýn su 30. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýn fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýn fö 5. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 5. sýn lau 13. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 22. sept. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. sept. kl. 20 - NOKKURSÆTI Lau 6. okt, kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Lau 22. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 27. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 30. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Lau 22. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin, leiksýningar og ýmis fríðindi að auki. VERTU MEÐ Í VETUR!!! IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. Frumsýn. fös. 21/9 uppselt, lau. 22/9, sun. 23/9. Aðeins þessar sýningar. RÚM FYRIR EINN, Iðnó, kl. 12. Súpa og brauð innifalið — fös. 28/9. Miðasala fyrir sýningar í Loftkastalanum og Iðnó er í síma 552 3000, virka daga kl. 10-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýn- ingu. Opið er í Loftkastalanum samkvæmt fyrrgreindum tíma og í Iðnó kl. 12-16 á föstudögum.                   !"# #$%"& ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200             ! "# $  % &(2) '((&)*% &)2) +,&-) '& % *,2) +,&-) '&. /0!"01 2 !0 0! 00 $34%5!%567%8 3% &&2) +,&-) '& % &*2) +,&-) '&* % &02) %99' &-) '&.      :   : 11   ! 02 ;<< =47 4)> '&?%%89@+)4..&(.'((&)* % &(2) % &-2)% A?B%8C4 5 !  ?&%8C6!  6  7   D%)& '&ED%C  6! 9F%48>G%%8 C89 :  9&EDC5! ;  9  C3! 7  <  = 7    > ?   ; $ 7          "  1 @4: % &(2) % &&2)% Miðasalan er opin frá kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga, aðra daga kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is Geir Ólafs & Furstarnir Gestaspilari Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari Vesturgötu 2, sími 551 8900 Mýkir og róar RAKAKREM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.