Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 29
Til sölu við Stigahlíð falleg 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli við Stigahlíð. Mikið endurnýjuð. Tvö svefnherb., stofa og borðstofa. Suðvestursvalir. Frábær staðsetning. Verð 10,3 millj., brunabótamat 9,127 millj. Þórey Aðalsteinsdóttir hdl., Skeifunni 19, símar 550 3707 og 849 1233, thorey@logmenn.is . UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 29 LYSTARSTOL og lotugræðgi eru sjúk- dómar sem virkilega þarf að vera vakandi fyrir, þeir geta birst í ýmsum myndum og fólk með þessa sjúk- dóma getur leynt þeim mjög lengi, þeir áger- ast hægt og rólega og getur tekið eitt til tvö ár að koma fram. Þeir sem veikjast af þess- um sjúkdómum vilja helst klæða sig í víð föt svo að það sjáist ekki hvað þeir hafa grennst. Nákomnir átta sig því ekki á vandanum fyrr en um seinan og þá verða viðbrögð fjölskyldunnar of oft mikil og ein- kennast af miklum kvíða, fjölskyld- an reynir fyrst að tala við einstak- linginn en þar sem þetta er svo mikill feluleikur vill sjúklingurinn sem minnst segja og það er ekki fyrr en í lengstu lög að þær fara í meðferð, enda finnst þeim ekki vera neitt að sér. Lystarstol er algengara hjá yngri kynslóðinni og getur byrjað strax um 8–9 ára aldur. Krakkar, þá sérstaklega stelpur, fara að vera uppteknar af útliti sínu, gæta þess að vera í réttu fötunum o.s.frv. til þess að verða ekki fyrir einelti í skólanum þótt vissulega séu margir sem verða fyrir einelti þó svo að þeir séu grannir. En þegar ungar stúlkur fara og reyna að finna sér föt á sig er það ekki leikur einn vegna þess að föt í dag eru gerð þannig að fólk þarf að vera grindhor- að til þess að passa í þau. Er þetta ekki vandamál sem við verðum að gera eitt- hvað í? Lystarstol er sjúk- dómur sem hæglega er hægt að drepa sig á, þó svo að ég viti ekki töluna hér á landi hafa allmargar stúlkur dáið t.d. í Banda- ríkjunum, þá aðallega fengið hjartaáfall vegna þess að kalíum- búskapurinn í líkamanum er orðinn svo lágur að það getur valdið hjartastoppi og svo leiðir þessi sjúkdómur til mikils þunglyndis og einangrunar, margir sjúklinganna fremja sjálfsmorð því að þeir eru einfaldlega orðnir þreyttir á þess- ari þráhyggju um mat allan sólar- hringinn og er orðið sama um allt, eins og til dæmis stöðvast tíðir en þrátt fyrir það er sjúklingunum al- veg sama þó svo að þær geti ekki átt börn því það eina sem kemst að er að vera nógu grannur og léttur. Lystarstol byrjar mjög sakleys- islega, stúlkur/drengir fara að vera upptekin af því að vera grönn og stunda líkamsrækt af yfirdrifnum krafti til að byrja með og svo er far- ið út í það að misnota hægðalyf og þvagræsilyf til að léttast því að þeir sem haldnir eru þessum sjúkdóm- um eru algjörlega uppteknir af vigtinni og hún stjórnar þeirra líð- an algjörlega, t.d. ferðu á vigtina um morguninn og hún sýnir 50 kg og svo ferðu aftur áður en þú ferð að sofa og þá ertu orðin 50,5 kg og þá fer allt í óefni, allt er reynt til þess að léttast því að þú getur ekki sofnað nema vera búin að ná í þyngdina sem þú vilt vera í. Vigtin er besti vinur sjúklingsins, hún er næstum því eins og næsti dóp- skammtur fyrir dópista. Konur gera allt til þess að vera sem létt- astar og t.d. myndi sjúk manneskja aldrei fara í brjóstastækkun því að þá myndi hún þyngjast um einhver grömm. Ég skora hér með á Landlækn- isembættið að fara að sinna þessum málaflokki því að þess er mikil þörf. Átraskanir Árný Hildur Árnadóttir Lystarstol Lystarstol er algengara hjá yngri kynslóðinni, segir Árný Hildur Árnadóttir, og getur byrjað strax um 8–9 ára aldur. Höfundur er öryrki. UM LANGAN aldur fór öll háskólakennsla í lögfræði hér á landi fram innan lagadeildar Háskóla Íslands. Laga- skóli var settur á stofn í Reykjavík 1908 en við stofnun háskólans fyrir níutíu árum (sem minnst er þessa dag- ana) var Lagaskólinn lagður af sem sjálfstæð stofnun en varð í reynd ein af deildum Háskóla Íslands. Lengst af voru aðstæður þær, að ekki gat orðið um neina sam- keppni að ræða um lagakennsluna. Á síðari árum hefur háskólaumhverfið hins vegar tekið verulegum breytingum. Í landinu starfa nú allmargar menntastofnanir á háskólastigi og er það til marks um aukinn þrótt í menningar- og mennta- lífi þjóðarinnar. Eins og vænta mátti er nú farið að kenna lögfræði í háskólanámi víðar en við lagadeild háskólans. Við- skiptaháskólinn á Bifröst reið á vaðið og nú í haust hófst þar formleg kennsla til BS-náms í viðskiptalög- fræði, með nærfellt 40 nemendum. Þar er lögð megináhersla á að mennta tilvonandi stjórnendur með „sérþekkingu á lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar fyrir atvinnu- lífið“. Uppbygging og tilgangur þess náms er með öðrum hætti en á við um lagakennsluna í Háskóla Íslands, þannig að skörun viðfangsefna þess- ara tveggja stofnana er takmörkuð og hugsanleg samkeppni því sömuleiðis. Munur er og verður á „lögfræðingi“, í hefðbundnum skilningi, og „við- skiptalögfræðingi“ með BS-gráðu. Þá hefur Háskólinn í Reykjavík boðað, að haustið 2002 muni taka þar til starfa sérstök lagadeild. Eins og kunnugt er hefur sá há- skóli lagt mikla áherslu á kennslu í viðskipta- greinum og er ekki fjarri lagi að ætla, að lagakennslan muni að einhverju leyti mótast af því þótt enn sé fyr- irhuguð námsskipan þar ekki á almanna vit- orði. Að því má ganga sem vísu, að fleiri háskóla- stofnanir muni fylgja í kjölfarið á næstu árum og bjóða upp á lögfræði- kennslu í einni eða annarri mynd. Þessari þróun ber tvímælalaust að fagna. Hún gefur til kynna, að vegur lögfræði hefur farið vaxandi og skiln- ingur manna aukist á vægi og nauð- syn þeirrar fræðigreinar í samfélagi okkar. Samkeppni á þessu sviði – að því marki sem um raunverulega sam- keppni verður að ræða – er áreiðan- lega holl öllum þeim, sem fást nú eða munu síðar fást við kennslu og rann- sóknir í lögvísindum, og hvetja menn til dáða í fræðunum. Þannig mun já- kvæður árangur samkeppninnar einnig skila sér út í æðakerfi sam- félagsins. Þeim hinna nýrri háskóla, sem vilja bjóða fram lagakennslu í einhverri mynd, skal hér óskað alls góðs á komandi árum og æskilegt er að einhver samvinna geti tekist milli stofnana, er veita fræðslu á þessu sviði, þótt samkeppnin verði einnig að fá að njóta sín. Meginmáli skiptir, að vel sé vandað til allrar lagakennslu, hvar svo sem hún fer fram, og að ætíð séu tryggð næg tengsl milli kennsl- unnar og lögfræðilegra rannsókna. Í þessu nýja samkeppnisumhverfi býð- ur lagadeild Háskóla Íslands m.a. fram viðamikla kennslu í ýmsum greinum viðskiptaréttar (í víðtækri merkingu) og laganemum er nú heim- ilt að taka hluta náms síns við við- skipta- og hagfræðideild háskólans og fá það nám síðan metið sem hluta af embættisprófi sínu við lagadeild. Í hinum nýrri háskólastofnunum er unnt að leggja megináherslu á laga- kennslu á völdum sérsviðum, sem t.d. tengjast viðskiptalífinu. Sérhæfingin getur vissulega haft marga og aug- ljósa kosti í för með sér. Sérhæfðu laganámi fylgja hins vegar engar skuldbindingar um lögfræðikennslu eða rannsóknir á breiðum akadem- ískum grundvelli, sem veiti braut- skráðum nemendum m.a. réttindi til að gegna dómara- eða lögmannsstörf- um, þar sem embættisprófs í lögum, í hefðbundnum skilningi, er krafist lögum samkvæmt. Þær skuldbind- ingar hvíla hins vegar á lagadeild Há- skóla Íslands. Hún heldur uppi viða- mikilli lögfræðikennslu, þar sem auk hefðbundinna og umfangsmikilla skyldunámsgreina er boðið upp á mikið úrval kjörgreina (valgreina), auk lögfræðikennslu fyrir erlenda laganema, og krefst öll þessi starf- semi deildarinnar bæði mikils mannafla og fjár – sem ekki liggur á lausu. Almennt er nú viðurkennt, að þær leikreglur verði að gilda um þá sam- keppni, sem ríkir í viðskiptalífinu, að samkeppnisaðilarnir skuli „sitja við sama borð“ í upphafi leiks, þótt síðan ráðist af ýmsu hvernig úr spilast. Þetta ætti einnig að gilda í hinu nýja háskólaumhverfi hér á landi – en í reynd er það ekki svo. Háskóli Ís- lands situr enn sem komið er ekki við sama borð og aðrir háskólar. Hvað varðar fjármögnun kennslu og skyldrar starfsemi verður hann að mestu leyti að reiða sig á dræm rík- isframlög á fjárlögum, en innritunar- gjöld nema hins vegar hverfandi upp- hæðum og hefur löggjafinn búið svo um hnúta. Aðrir háskólar geta hins vegar, auk ríkisframlags, krafið nem- endur sína um drjúg skólagjöld og kann það fyrirkomulag að skipta sköpum um viðgang hlutaðeigandi menntastofnana. Meðan svo horfir búa þær deildir Háskóla Íslands, sem taka nú eða síðar þátt í einhvers kon- ar samkeppni við skylda starfsemi í öðrum innlendum háskólum, við skakkar leikreglur, sem kunna að setja þeim stólinn fyrir dyrnar við eðlilega uppbyggingu og þróun kennslu og rannsókna, einkum ef bor- ið er saman við þá aðila, er ekki þurfa að lúta þeim sömu reglum. Við þessar aðstæður er hætt við að samkeppnin, sem annars er holl og góð, fái ekki að njóta sín sem skyldi og leiði því ekki til þess gagns fyrir samfélagið, sem ella mætti vænta. Lagakennsla í sam- keppnisumhverfi Páll Sigurðsson Lagadeild Háskóli Íslands situr enn sem komið er, segir Páll Sigurðsson, ekki við sama borð og aðrir háskólar. Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Haustferðir Heims- ferða til Prag hafa fengið ótrúlegar undir- tektir og nú er fjöldi ferða uppseldar í október og nóvember til þessarar fögru borgar. Beint flug í október og nóvember og nú kynnum við einstakt tilboð mánudaginn 8. október í 3 nætur. Flug út á mánudegi og heim á fimmtudegi og þú kynnist al- veg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendan Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.970 M.v. 2 í herbergi, Hotel Korunek, 8. okt., 3 nætur, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Skattar innifaldir. Viðbótargisting Aðeins 10 herbergi í boði Prag 3 nætur 8. október frá kr. 29.970 með Heimsferðum Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.