Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 24
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
24 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAR afpantanir ferðalanga
vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum munu líklega valda mestu
kreppu fyrr og síðar í ferðamennsku
um allan heim. Margir spá því þó, að
hún verði ekki langvinn.
Talsmenn ferðaskrifstofa um allan
heim segja, að hryðjuverkin í New
York og Washington séu „óskaplegt
áfall“ fyrir iðnaðinn, sem veltir
45.500 milljörðum ísl. kr. árlega, og
geti hæglega haft miklu meiri áhrif
en Persaflóastríðið 1991.
Mikill en skamm-
vinnur samdráttur?
„Ferðamennskan er mesta iðn-
grein í heimi og þar skiptir tvennt
mestu máli: Annars vegar stöðug-
leiki í efnahagsmálum og hins vegar,
að fólk sé öruggt og óhrætt,“ sagði
Graham Miller, kennari í ferða-
mennskufræðum við Westminster-
háskólann í London. „Hvorttveggja
er í uppnámi eftir hryðjuverkin.“
Francesco Frangialli, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðasambands
ferðaskrifstofa, sagði hryðjuverkin
vera „gífurlegt högg“ en spáði því
þó, að iðnaðurinn jafnaði sig fljótt.
Sagði hann, að þannig hefði það
ávallt verið. Tekjur af ferðamennsk-
unni í heiminum hefðu ekki minnkað
eitt einasta ár frá stríðslokum þrátt
fyrir ótal stríð sl. 50 ár.
Á Ítalíu og um allan heim hefur
fólk afpantað ferðir með flugfélög-
um.
„Ég er einfaldlega hræddur og þá
ekki síður kona mín við, að flugvél-
inni verði rænt,“ sagði Rómarbúinn
Pietro La Monica en þau hjónin
höfðu ætlað sér að skoða þjóðgarða í
Bandaríkjunum. Þúsundir landa
þeirra hafa einnig afpantað ferð til
Bandaríkjanna.
Mestar tekjur af
Bandaríkjamönnum
Í 40% allra ríkja í heimi, einkan-
lega í þróunarríkjunum, er ferða-
mennskan helsta gjaldeyrislindin og
bandarískir ferðamenn eyða mestu,
rúmlega 6.000 milljörðum kr. 1999.
Næstir koma Þjóðverjar með rúm-
lega 4.800 milljarða kr. og þá Japanir
með tæplega 3.300 milljarða.
1990 voru tekjur í heimsferða-
mennskunni 21,5% hærri en árið áð-
ur en vegna Persaflóastríðsins juk-
ust þær ekki nema um 3,2% árið
1991. Árið eftir var aukningin 13,5%.
„Stríðið stóð í sex eða sjö mánuði
og hafði ákveðinn endi,“ segir Andr-
eas Potamianos, formaður í samtök-
um grískra skemmtiferðaskipaeig-
enda. „Það var háð fjarri Banda-
ríkjunum en vandamálið er, að nú er
það komið þangað.“
Potamianos segir, að Bandaríkja-
menn séu allt að 70% farþega í sept-
ember og október en nú hafi borist
700 afpantanir af alls 2.400.
Á Ítalíu eru bandarískir ferða-
menn flestir á haustin og ferðum
þangað hefur fækkað mjög mikið
síðustu daga. Er sömu sögu að segja
alls staðar að úr heimi.
Óttast mestu kreppu frá
upphafi í ferðamennskunni
Aþenu, París. AP, AFP
Ferðamennska er helsta tekju-
lind 40% allra ríkja í heimi
BANDARÍSKU flugvélaverksmiðj-
urnar Boeing áætla að segja upp allt
að 30 þúsund starfsmönnum sem
vinna við farþegaflugvélasmíði á
vegum fyrirtækisins. Eiga uppsagn-
irnar að taka gildi fyrir lok næsta árs
og eru orsakir þeirra samdráttur
sem reiknað er með að verði í pönt-
unum vegna hermdarverkanna í
Bandaríkjunum í síðustu viku, að því
er aðalframkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins sagði í yfirlýsingu.
Um það bil 93 þúsund manns
starfa í farþegaflugvéladeild Boeing,
sem er að mestu staðsett í grennd
við Seattle á vesturströnd Banda-
ríkjanna, þar sem höfuðstöðvar fyr-
irtækisins voru áður. Ríkisstjórinn í
Washington-ríki, þar sem Seattle er,
sagði fregnirnar reiðarslag, en að
þær sýndu hversu víðtækar afleið-
ingar hermdarverkanna væru.
Ríkisstjórinn sagði ennfremur að
þetta sýndi hversu nauðsynlegt væri
að bandarísk yfirvöld kæmu tafar-
laust flugrekendum til aðstoðar.
Flugrekendur hafa falast eftir 24
milljarða dala aðstoð, en Bandaríkja-
þing hefur lagt fram áætlun um 15
milljarða aðstoð, sem yrði að hluta til
bein fjárhagsaðstoð og að hluta til
lán.
Einhverjar mestu uppsagnir
í sögu fyrirtækisins
Stærstu flugfélögin í Bandaríkj-
unum höfðu greint frá því að þau
myndu segja upp alls um 26 þúsund
manns, en nú telja margir að sú tala
muni fara í um 100 þúsund. Mörg fé-
laganna, þ.á m. American, Continen-
tal, Delta, Northwest og United hafa
ennfremur dregið úr áætlunarflugi
sínu um 20 prósent.
Þessar uppsagnir hjá Boeing
kunna að verða einhverjar þær
mestu í sögu fyrirtækisins. Um 30
þúsund starfsmenn misstu vinnuna
þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk.
1971 dundi yfir það sem kallað var
„Boeing-kreppan“, þegar starfs-
mönnum fyrirtækisins á Seattle-
svæðinu var fækkað úr rúmlega 80
þúsund í um 37 þúsund vegna al-
menns efnahagssamdráttar, mikils
kostnaðar við þróun Boeing 747
breiðþotunnar og afboðun fyrirhug-
aðrar smíði á hljóðfrárri þotu. Það
var þá sem sett var upp frægt skilti
sem á stóð: „Vill sá sem fer síðastur
frá Seattle vinsamlegast slökkva
ljósin.“
AP
Boeing 737-þotur í smíðum í samsetningarskála Boeing-verksmiðjanna.
30 þúsund
sagt upp hjá
Boeing
Seattle. AP.
RÆTT er um það í New York að
framlengja beri kjörtímabil Rudi
Giulianis borgarstjóra um tvö ár
með neyðarlögum vegna árásar
hryðjuverkamanna í liðinni viku.
Giuliani, sem hefur þótt standa sig
afburða vel við að efla borgarbúum
dug og þor eftir harmleikinn, á sam-
kvæmt lögum að ljúka störfum í árs-
lok og hefur áður vísað hugmyndinni
eindregið á bug en í sjónvarpsviðtali
við CNN-stöðina í gær virtist hann
vera á báðum áttum.
Arthur Schneier, áhrifamikill
rabbíni, sagði í lesendabréfi til The
New York Times sem birt var á
þriðjudag að beita ætti neyðarlögum
til að framlengja setu borgarstjór-
ans í embætti. „Við þurfum á því að
halda að Giuliani haldi áfram um
stjórnvölinn, hann er með meiri
reynslu og hefur sannað sig betur en
nokkur hefur áður gert, hann getur
grætt sárin, hjálpað okkur að kom-
ast yfir skemmdirnar og manntjónið
og stýrt baráttunni fyrir uppbygg-
ingu og endurnýjun borgarinnar
okkar.“
Vinsældir Giulianis höfðu
farið minnkandi
Forkosningum repúblikana og
demókrata, sem áttu að fara fram
12. september vegna borgarstjóra-
kjörs, var frestað vegna árásarinnar
sem var gerð daginn áður. Forseti
borgarstjórnar New York, Peter
Vallone, er einn þeirra sem hafa boð-
ið sig fram í embættið en hann sagði
fyrr í vikunni að vegna ástandsins
væri best að bíða með allar mikil-
vægar breytingar og virtist eiga við
að hann styddi hugmyndina um
framlengingu. Síðar virtist hann
draga í land er hann sagði að menn
yrðu að hlíta lýðræðislegum ákvörð-
unum.
Giuliani kom fram í þætti Larry
Kings hjá CNN í gær. „Ég veit ekki
hvert rétta svarið er,“ sagði Giuliani.
„Þetta hefur satt að segja ekki verið
mér ofarlega í huga þangað til í gær
þegar ég var spurður. Og ég held að
við ættum að láta aðeins lengri tíma
líða frá atburðunum til að sjá hvar
við stöndum.“
Fyrir árásina á World Trade
Center höfðu vinsældir borgarstjór-
ans minnkað mjög, meðal annars
vegna skilnaðar hans við eiginkon-
una og harðra deilna milli hjónanna.
Á embættistíma Giulianis, sem er
repúblikani, hefur margt verið fært
til betri vegar í stjórn borgarmála,
skilvirkni verið aukin og glæpatíðni
lækkað mikið.
Borgarstjóra New York hælt fyrir frammistöðu sína
Kjörtímabil Giul-
ianis framlengt?
New York. AP.
Reuters
Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York, til hægri, við rústir World Trade Center-turnanna ásamt George
Pataki, ríkisstjóra í New York-ríki, og Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.