Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 15 ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinn- ar kynnti í gær nýjung í viðskiptalífi miðborgarinnar sem er Miðborgar- gjafakortið en það er sameiginlegt gjafakort fyrir 130 verslanir og þjón- ustuaðila í miðborginni. Forsvars- menn félagsins segja að tilkoma Smáralindarinnar hafi átt vissanþátt í að ráðist var í að koma þessu korti á laggirnar núna en slíkt kort hefði þó verið í bígerð í nokkur ár. Að sögn Einars Arnar Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra Þróunar- félagsins, er stefnt að því að um 200 fyrirtæki taki við kortinu þegar það hefur náð fótfestu á markaðinum en hann segir kortið henta fyrir um 230 fyrirtæki af þeim 370 fyrirtækjum sem eru í miðbænum. Stefnumót róna og athafnamanna Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var gestur Þróunar- félagsins við kynningu kortsins og sagðist hún fagna að tekist hefði að stilla saman strengi þeirra sem störfuðu í miðborginni á þennan hátt. „Mér finnst þetta mjög gott og góð vísbending um það samstarf sem er að takast með þessum aðilum í miðborginni,“ sagði hún. Hún sagði sérstöðu miðborgarinn- ar vera algera og þá sérstaklega fyr- ir þann fjölbreytileika sem þar væri. „Miðborgina eiga allir sameiginlega. Hér eru á degi hverjum stefnumót athafnamanna og róna, þingmanna og pönkara og það er pláss fyrir alla í miðborginni. Hér er líka pláss fyrir margvíslega starfsemi í verslun og viðskiptum, starfsemi sem kannski myndi ekki þrífast með sama hætti inni í stórum miðstöðvum.“ Aðspurðir sögðu forsvarsmenn Þróunarfélagsins að opnun Smára- lindarinnar hefði átt sinn þátt í að gjafakortið væri sett á markað nú en stefnt hefði verið að slíku korti um árabil. „Auðvitað hefur það ýtt á þó það sé ekki beinlínis hvati,“ sagði Einar og bætti því við að það hefði verið töluvert snúið að koma kortinu á laggirnar. „Við getum ekki selt það úti um alla miðborg þannig að þetta er miklu flóknara en t.d. þegar um verslunarmiðstöð er að ræða þar sem hlutirnir eru miðstýrðir. Hér er alls konar starfsemi, einyrkjar og fleiri með mjög ólíka starfsemi og kannski hefur viss skortur á sam- stöðu hamlað þessu.“ Á kynningunni kom fram að þegar Kringlan var opnuð á sínum tíma hefði verslun í miðborginni minnkað en það hefði síðar jafnast út. Sögðu forsvarsmenn Þróunarfélagsins að þeir byggjust ekki við jafn miklum samdrætti nú þegar Smáralind yrði opnuð enda hefðu óformlegar kann- anir sýnt að viðskiptavinir miðborg- arinnar annars vegar og verslunar- miðstöðva hins vegar væru talsvert ólíkir og því líklegt að aðrar versl- unarmiðstöðvar myndu finna meira fyrir samkeppninni en miðborgin. Miðborgargjafakortið verður selt á sex stöðum í miðborginni og á Net- inu. Í tilefni af útgáfu kortsins voru þrír vinningshafar dregnir út úr hópi þeirra sem áttu stórafmæli í gær og fengu þeir Miðborgargjafakort að gjöf. Vildi svo til að allir vinnings- hafar eru búsettir á landsbyggðinni. Sameiginlegt gjafakort fyrir 130 fyrirtæki Miðborg Miðborgargjafakortið verður gefið út í tveimur upphæðum, 2.500 krónur og 5.000 krónur. BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hef- ur vísað til bæjarráðs tillögu bæjar- fulltrúa Samfylkingar um að tryggt verði með endurskoðun á álagning- arprósentu fasteignagjalda, að nýtt fasteignamat, sem tók gildi þann 15. september, leiði ekki til hækkunar fasteignagjalda. Í tekjuáætlun fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að end- urmat fasteignagjalda gefi bæjarsjóði allt að 100 milljónir í viðbótartekjur, að því er fram kemur í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri segir að tillagan verði tekin inn í um- ræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 sem lýkur í nóvember. Í fréttatilkynningunni segir að það sé samdóma álit sveitarstjórnar- manna um allt land að breytingin á útreikningi fasteignamats hafi aldrei verið hugsuð sem nýr tekjustofn fyrir sveitarfélögin í landinu og nú þegar hafi flest sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu og víðar samþykkt að láta breyta álagningarprósentu fasteigna- gjalda til að koma í veg fyrir skatta- hækkun á íbúa. „Við höfum ekki tekið neinar ákvarðarnir í þessa átt og viljum skoða málið heildrænt áður en við gefum út einhverjar yfirlýsingar þar að lútandi,“ segir Magnús. „Stefnan byggist fyrst og fremst á því að við er- um að reka sveitarfélag og reynum að gera það þokkalega. Bæjarfélagið verður að standa undir útgjöldum og við viljum í raun og veru átta okkur á því áður en við gefum eitthvað sér- stakt út,“ segir Magnús. Samkvæmt endurmati Fasteigna- mats ríkisins hækkar fasteignamat að meðaltali um 16% í Hafnarfirði. Að- spurður um hvort hann telji að ein- hverjar breytingar verði gerðar á álagningarprósentu fasteignagjalda segir Magnús að honum finnist þetta vera miklar hækkanir. „Í ljósi þess hljótum við að skoða hvaða svigrúm sveitarfélagið hefur til að minnka álögurnar eins og kostur er, en auð- vitað verðum við á sama tíma að vera skynsöm og geta staðið við þær skuld- bindingar sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir,“ segir bæjarstjóri. Óvissa um fasteigna- gjöld Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.