Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 19

Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 19 Endurmenntun ber ávöxt www.endurmenntun.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍANOKKRIR ungir piltar tóku sig til og gengu í hús í Borgarnesi og söfnuðu dósum og flöskum til styrktar knattspyrnudeild Skalla- gríms. Viðtökurnar fóru fram úr þeirra björtustu vonum, og fylltu þeir marga svarta plastpoka. Eftir að hafa farið með þá í Fjöliðjuna, sem sér um að koma dósum og flöskum í endurvinnslu, lögðu þeir andvirðið, að upphæð 7.096 kr., inn á reikning í eigu knatt- spyrnudeildarinnar. Nökkvi G. Gylfason og Sig- ursteinn Orri Hálfdánarson, fulltrúar söfnunarinnar, afhentu formanni knattspyrnudeildarinnar, Stefáni Loga Haraldssyni, kvitt- unina og sögðu við það tækifæri að þeir hefðu heyrt að deildin væri ekki nógu vel stödd fjárhags- lega og vildu þeir leggja sitt af mörkum til að styrkja hana. Stef- án þakkaði þeim stuðninginn og sagði að framtakið sýndi dugnað og áhuga á að viðhalda öflugu starfi Skallagríms. Söfnuðu dósum og flöskum Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala LÖGREGLAN á Ísafirði hefur tekið til rannsóknar tildrög þess að 12 ára gamall blaðburð- ardrengur var bitinn af hundi á þriðjudag. Hundurinn beit drenginn nokkuð fast í aftan- vert lærið og fóru tennurnar í gegnum húð svo úr blæddi. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar þar sem hann var sprautaður gegn stífkrampa. Líðan hans mun vera góð. Atvikið varð með þeim hætti að átta ára gamalt barn hafði hund fjölskyldu sinnar í bandi en réð ekki við hundinn, sem fór að blaðburðardrengnum með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði er vaninn í tilvikum sem þessum að krafist sé viðeigandi ráðstafana, sé um einstakt til- vik að ræða, en hins vegar sé eiganda skylt að farga hundi sínum bíti hann aftur. Hundur beit dreng VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.