Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 31
að starfa
amfélag“
„Heilsugæsluhjúkrun miðar fyrst og fremst
að forvarnarstarfi og heilsueflingu þeirra sem
búa í samfélagi því sem viðkomandi heilsugæsla
sinnir,“ segir Þórunn. „Heilsugæslunni ber að
sinna ákveðnu samfélagsstarfi, til dæmis eftirliti
með heilsufari íbúanna og ákveðinna hópa svo
sem aldraðra og skólabarna. En á sjúkrahús-
unum vinna hjúkrunarfræðingar aftur á móti á
afmörkuðum deildum og beinast störf þeirra oft
að einstaklingum eða ákveðnum sjúkdómi.“
Þjónusta í stöðugri þróun
Erla og Þórunn segja að á ráðstefnunni hafi
verið tekið til athugunar hvert þjónusta heilsu-
gæslunnar stefni. Þær segja það afar mikilvægt
að sú þjónusta sem boðið er upp á í heilsu-
gæslum sé í takt við breytt samfélag og þarfir
þess. „Nú er hafin ný öld og það eru breyttar
áherslur í samfélaginu,“ segir Erla. „Við erum
að glíma við ýmiss vandamál sem þekktust varla
áður, til dæmis offitu hjá börnum, ofbeldi og
áfengis- og vímuefnanotkun, og reykingar. Þessi
þróun gerir það að verkum að heilsugæsluhjúkr-
unarfræðingar þurfa að endurskoða stöðu sína
og spyrja sig að því hvort að heilsugæslan veiti
þjónustu í takt við þarfir samfélagsins. Þörfin og
þjónustan verður að haldast í hendur.“
Mörg erindanna sem flutt voru á ráðstefnunni
komu inn á nýja sýn í heilbrigðismálum og for-
vörnum. Tveir bandarískir fyrirlesarar tóku
þátt í ráðstefnunni. Aðalfyrirlesarinn, Marcia
Stanhope prófessor, komst ekki til landsins
vegna ástandins í Bandaríkjunum en hún flutti
sitt erindi með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Í því
fjallaði hún um sögu heilsugæslunnar, stöðuna
eins og hún er í dag og vangaveltur um hvert
stefnir í nánustu framtíð. Ellen J. Hahn, prófess-
or við Kentucky-háskóla í Bandaríkjunum, flutti
erindi um tóbaksvarnir.
Að auki voru yfir sextíu Íslendingar með inn-
legg á ráðstefnunni og þannig var varpað ljósi á
stöðu heilsugæslunnar hér á landi.
„Við vonumst til þess að ráðstefnan hafi skap-
að grundvöll milli heilsugæslunnar og hjúkr-
unarfræðinnar til að vinna markvisst saman að
því að rannsaka viðfangsefni sem tengjast
heilsugæslunni og einnig til að hlúa að þróun-
arverkefnum í þeim tilgangi að gera þjónustuna
sem við veitum enn betri,“ segir Erla.
Morgunblaðið/Þorkell
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, og Þórunn Ólafs-
dóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 31
aríkjunum
og áratug-
sframleið-
rópu. Með
dlega.“
ngamönn-
að við ann-
sífellt fleiri
r þar sem
reyklausir.
. Það bæði
reykja og
um við tób-
ýsinga er
ví að verja
uglýsingar
um tekist
rlega eyða
ndaríkjun-
andaríkja-
m berjumst
miðað við
uni og mér
u þeir enn
mtalsverð-
forvarnar-
og segir
amfélag í
við Ísland
num millj-
essa mála-
að innan
msar kann-
arnarstörf,
k sem vill
hefur vel
Hahn á að
versu lágt
og að nikó-
d.
Að sögn Hahn er mjög mikilvægt
að börn fái skýr skilaboð um reyk-
ingar og samræmi sé milli gerða og
orða. „Það er ekki nóg að kennarar
ítreki skaðsemi reykinga fyrir börn-
unum þegar foreldrarnir fara svo
með þau á veitingastað þar sem er
reykt. Það gefur misvísandi skila-
boð, þau fara að álykta að reykingar
séu kannski ekki svo slæmar fyrst að
þeim er gert að vera í reyk.“ Reyk-
ingaforvarnir sem beinast að börn-
um og unglingum þurfa að vera ann-
ars eðlis en þær sem beinast að
fullorðnum. „Auglýsingaáróður
þeirra sem sinna forvarnarstarfi
þarf að vera vel skipulagður og til
þess þarf mikið fé. En því er ekki
alltaf að heilsa og þess vegna þarf að
einbeita sér að forvörnum sem
virka.“ Hahn segir mikilvægt að
áhrif herferða í fjölmiðlum er bein-
ast gegn reykingum séu könnuð með
skipulegum hætti til að athuga hvort
þær skili einhverjum árangri. For-
varnarráð Bandaríkjanna hefur gert
slíkar kannanir og aðstoðað önnur
lönd við slíkt hið sama. „Aðferðir
sem gera gagn í einu landi hrífa ekki
endilega í öðrum löndum. Ólík
menning, reglur og viðmið í sam-
félaginu geta haft áhrif þar á. En það
er gott og blessað að fá hugmyndir
annars staðar frá og aðlaga þær að
íslenskum aðstæðum.“
Þrælar tóbaksframleiðenda
„Það sem foreldrum finnst hafa
áhrif á börnin hefur kannski alls
engin áhrif,“ segir Hahn. „Okkar
kannanir sýna að áhrifaríkt er að
draga upp þá mynd af tóbaksfram-
leiðandanum að hann sé „vondi karl-
inn“. Á fullorðna virkar þetta líka, að
útskýra hvernig tóbaksframleiðend-
ur stjórna lífi reykingafólks, geri það
að þrælum sínum. Íslendingar eru
sjálfstæðir í eðli sínu og ég er viss
um að þessi aðferð myndi henta
mjög vel hér.“ Þá hafa auglýsinga-
herferðir gegn óbeinum reykingum
haft mikil áhrif í Bandaríkjunum,
bæði á þann veg að draga úr reyk-
ingum og einnig að sýna fólki fram á
rétt sinn á ómenguðu umhverfi.
Hræðsluáróður, þar sem reykinga-
menn eru t.d. varaðir við skaðsemi
reykinga með hroðalegum myndum
af skemmdum innyflum vegna reyk-
inga eða harðorðum texta, hafa lengi
verið notaðar í baráttunni gegn
reykingum. Hahn segir áhrif slíks
áróðurs umdeildan. „Hræðsluáróður
gerir ekki gagn einn og sér. Honum
verður að fylgja eftir með fræðslu og
annars konar forvarnarstarfi. Á átt-
unda áratugnum var þessum aðferð-
um beitt í ríkum mæli í Bandaríkj-
unum og í ljós kom að þær hafa
skammtímaáhrif en til lengri tíma
litið eru áhrif þeirra lítil.“
Reyna að bæta ímyndina
Aðgerðir tóbaksframleiðenda fara
leynt en eru þó gífurlega áhrifaríkar.
Að undanförnu hafa margir Banda-
ríkjamenn freistað þess að hefja
málsókn gegn tóbaksframleiðendum
og umfjöllun í kringum þau málaferli
hefur komið illa út fyrir iðnaðinn í
heild, að sögn Hahn. Þess vegna og
þrátt fyrir að sífellt fleiri auglýsinga-
úrræðum þeirra sé úthýst með lög-
um, grípa þeir stöðugt til nýrra að-
ferða. Ein þeirra felst í því að senda
fólki í pósti afsláttarmiða, líkt og
tíðkast með aðrar vörur í Bandaríkj-
unum. „Kunningi minn sagði að í
hvert skipti sem hann reyndi að
hætta að reykja hrönnuðust upp hjá
honum afsláttarmiðar. Hann sagðist
eiga um þriggja mánaða sígarettu-
birgðir í afsláttarmiðum. Þetta er
löglegt en siðlaust.“ Undanfarin ár
hafa tóbaksframleiðendur reynt að
byggja upp jákvæða ímynd með því
að styrkja góð málefni. „En í sömu
andrá markaðssetja þeir hinar ban-
vænu vörur sínar með börn og konur
sérstaklega í huga. Efnahagslega er
mikið í húfi fyrir þá og trúðu mér,
þeir munu beita öllum ráðum.“
kotmark
mleiðenda
Morgunblaðið/Þorkell
ðsynlegt að kanna áhrif auglýsingaherferða
beinast gegn reykingum.
sugæsluhjúkrunar á Íslandi
HELGA Gottfreðs-
dóttir, lektor í ljós-
móðurfræði við Há-
skóla Íslands, mun
stjórna rannsókn sem
miðar að því að kanna
fræðsluþörf verðandi
feðra sem eiga von á
sínu fyrsta barni. Fyr-
irhugað er að rann-
sóknin nái til verðandi
feðra á þremur heilsu-
gæslustöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og
verður byrjað að safna
upplýsingum næsta
vor. Í vinnusmiðju
undir stjórn Helgu á
ráðstefnu heilsugæslu-
hjúkrunarfræðinga voru spurn-
ingalistar sem notaðir verða við
rannsóknina skoðaðir og metnir
með tilliti til innihalds.
„Áður fyrr var litið svo á að feð-
ur væru fyrst og fremst stuðnings-
aðilar móður á meðgöngu og í fæð-
ingu og fræðslan miðuð við það,“
útskýrir Helga. „En á síðustu ár-
um og áratugum hefur þátttaka
feðra aukist í umönnun barna
sinna, sérstaklega
með tilkomu feðra-
orlofs. Þess vegna er
mikilvægt að kanna
fræðsluþarfir þeirra
sérstaklega.“
Í rannsókninni er
sóst eftir lýð-
fræðilegum upplýs-
ingum, það kannað
hvernig verðandi
feður afla sér upp-
lýsinga á meðgöngu
og hvaða þættir það
eru sem þeir vilja
helst fá fræðslu um.
„Í dag eru feður
oftast boðnir vel-
komnir í mæðra-
skoðanir og eftirlit. En oft segjast
feður ekki komast úr vinnu til að
sinna þessu svo að mikilvægt er að
breyta viðhorfi í öllu samfélag-
inu.“
Helga segir að meðgangan sé
oft sá tími í lífi fólks þegar það er
hvað opnast fyrir fræðslu. „Þarna
opnast ódýr og einföld leið til að
ná til beggja foreldra með upplýs-
ingar sem varða til dæmis ýmsar
forvarnir og heilbrigt líf almennt.“
Í mæðravernd á að felast mun
meira en eftirlit með heilbrigði
móður og barns á meðgöngu. „Að
eignast barn er mesta breyting
sem verður í lífi fólks og gefa þarf
félagslegum þáttum mun meiri
gaum á þessum tímapunkti.“
Að sögn Helgu má ætla að feður
velti fyrir sér hlutum á borð við
breytta afkomu heimilisins með
tilkomu barns. „Þeir hafa oft meiri
áhyggjur af hagnýtum hlutum
heldur en mæðurnar. Þetta er eitt
af því sem við verðum að gera okk-
ur betri grein fyrir og þá nálgast
verðandi feður á þessum nótum.“
Með niðurstöðum rannsókn-
arinnar er vonast til að hægt verði
að móta hentugt fræðsluefni til
handa verðandi feðrum. „Með til-
komu fæðingarorlofs feðra má
ætla að kröfur þeirra aukist um
fræðslu og upplýsingar um upp-
eldi og umönnun barna sinna. Þró-
unin verður vonandi sú að þeir
taki þátt allt frá meðgöngu sem
felur í sér áskorun til okkar sem
fagfólks að veita þeim þá þjónustu
sem þeir vilja.“
Rannsókn á fræðsluþörf verðandi feðra
Helga
Gottfreðsdóttir
Breyttra viðhorfa þörf
MIKILVÆGI góðs að-
gengis kynheilbrigð-
isþjónustu fyrir ungt
fólk var meginþema
vinnusmiðju undir
stjórn Sóleyjar S.
Bender, dósents við
hjúkrunardeild Há-
skóla Íslands. Til-
gangur vinnusmiðj-
unnar var að skoða þá
þætti sem ógna kyn-
heilbrigði ungs fólks,
athuga hvernig megi
standa að uppbygg-
ingu unglinga-
móttöku á sviði kyn-
heilbrigðis og í þriðja
lagi að ræða um sér-
þarfir ungs fólks á þessu sviði.
„Hugtakið kynheilbrigði er frek-
ar nýtt en nær yfir það sem við köll-
um annars vegar kynlífsheilbrigði
og hins vegar frjósemisheilbrigði,“
útskýrir Sóley.
Þegar kemur að því að taka
ákvarðanir sem snerta frjósemi og
kynlíf reynir mikið á færni ein-
staklingsins til að nýta sér þá þekk-
ingu á þessu sviði sem hann býr yfir.
„Ákveðinni grundvallarþekkingu er
miðlað í gegnum kynfræðslu í skól-
um, en þessa þekkingu verður ein-
staklingur að kunna að nýta sér í
samböndum. Þá reynir á tjá-
skiptahæfileika
hvers og eins og
sjálfstraustið.“
Íslensk ungmenni
byrja snemma að
stunda kynlíf og tíðni
þungana og fæðinga
meðal tánings-
stúlkna er há hér á
landi. Að auki hefur
tíðni fóstureyðinga í
aldurshópnum 15–19
ára farið hækkandi.
„Við þurfum að
kanna hvað end-
urspeglast í fjölda
fæðinga og hárri
tíðni fóstureyðinga.
Þetta vekur spurn-
ingar um hversu vel ungt fólk er
búið undir slíkar breytingar á lífi
sínu og hvort það sé tilbúið að taka
ákvarðanir, hafi þekkingu til að
taka góðar ákvarðanir, sér-
staklega hvað varðar notkun getn-
aðarvarna. En það er afar mik-
ilvægt fyrir ungt fólk að geta
leitað sér upplýsinga og hjálpar og
flestir horfa til heilsugæslunnar í
þessu samhengi. En sumt ungt fólk
getur ekki hugsað sér að ráðfæra
sig um kynlíf við heimilislækni
fjölskyldunnar. Það er því mik-
ilvægt að unglingar hafi val um
þjónustuna. Erlendis eru til dæmis
oft göngudeildir í námunda við
skóla svo og innan veggja skól-
ans.“
Gott aðgengi ungs fólks að
þekkingu og þjónustu á þessu sviði
er afar mikilvægt. Kynlíf er oft
feimnismál og Sóley telur að aukin
símaþjónusta gæti bætt verulega
þjónustuna. Sóley hefur unnið
kannanir meðal ungs fólks sem
snúa að þessum þáttum og leiddu
meðal annars í ljós mikilvægi þess
að heimilislegt umhverfi og vin-
gjarnlegt andrúmsloft sé á þeim
stöðum sem þjónustan er sótt til.
„Þau lögðu áherslu á að komið
væri fram við þau af virðingu og
skilningi og að trúnaðar væri
gætt.“ Að sögn Sóleyjar gegna
hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu
mikilvægu hlutverki við að stuðla
að kynheilbrigði ungs fólks. „Þeir
eru oftar til staðar í skólunum en
læknar og aðgengi að þeim auð-
veldara. Á hverri heilsugæslustöð
þyrftu að vera einn eða fleiri að-
ilar sem sæju um að sinna ungu
fólki. Vandamál þeirra eru marg-
vísleg en oft lúta þau einmitt að
kynheilbrigði.“
Þegar hafa tvær heilsugæslu-
stöðvar á landinu opnað sérstakar
unglingamóttökur og er reynslan
af þeim góð og til stendur að opna
slíkar móttökur víðar á næstunni.
Vinnusmiðja um kynheilbrigðisþjónustu ungs fólks
Gott aðgengi mikilvægt
Sóley S.
Bender