Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 39 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Svava SigríðurKristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 13. júlí 1929. Svava var næstyngst átta barna hjónanna Kristjáns Gíslasonar frá Hvammi í Dýrafirði, f. 11.11. 1887, d. 20.5. 1963, og Margrétar Jóhönnu Magnús- dóttur, f. á Kleifum í Skötufirði 1.6. 1899, d. 1.5. 1979. Systkini Svövu voru Magnús, Sveinbjörn, látinn, Þóra Kristín, Hjört- ur, látinn, Sveinbjörg, Ólöf Emma og Guðmundur Ágúst. Svava var tvígift. Fyrri maður hennar var Hallgrímur Jónsson. Þau eignuðust þrjár dætur og af þeim lifa Elín Margrét, f. 1953, hennar maki er Kjartan Helgason og eiga þau tvö börn; og Álfhild- ur, f. 1955, hennar maður var Árni Elísson og á hún þrjú börn. Seinni maður Svövu var Þorvald- ur Stefánsson stýri- maður. Þeirra synir voru fimm: Kristján, f. 1960, kvæntur Helgu Magnúsdótt- ur, þau eiga tvo syni; Stefán, f. 1962, hann á eina dóttur; Sveinn Rútur, f. 1963; Halldór, f. 1964; og Þorvaldur, f. 1966, kvæntur Hrefnu Benedikts- dóttur, og á hann eina dóttur. Svava ólst upp á Ísafirði þar til hún fluttist til Reykjavíkur 18 ára gömul. Hún veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum um tíma en náði að sigrast á þeim sjúk- dómi. Eftir að hjónaband og barn- eignir tóku við fylgdu þessi hefð- bundnu húsmóðurstörf, en einnig vann Svava utan heimilis eins mikið og eins lengi og heilsan leyfði. Útför Svövu fór fram í kyrrþey. Tengdamóðir mín, Svava Sigríður Kristjánsdóttir, er látin eftir margra ára erfið veikindi. Ég kynntist Svövu fyrst fyrir rúmum tuttugu árum er ég og Krist- ján, elsti sonur hennar, kynntumst og ákváðum að rugla saman reytum okkar. Það hefði eflaust farið um margar mæður þegar rétt tvítugur sonur þeirra kynnir konuefnið sitt, töluvert eldra en hann, með stálp- aðan son og lögga í ofanálag. En Svava hafði reynt ýmislegt um dag- ana og þar að auki var það ekki í hennar eðli að dæma aðra. Hún gaf okkur þessa ráðleggingu í veganesti: „Verið þið bara góð hvort við annað og ræðið málin, þá gengur allt vel.“ Við höfum reynt að fylgja þessu heil- ræði hennar og enn erum við gift, sem sýnir að Svava vissi hvað hún söng. Styrmi Bolla syni mínum tók Svava strax sem sínu eigin barna- barni og hefur reynst honum alveg einstaklega vel og fyrir það erum við mæðginin bæði afar þakklát. Hún gleymdi aldrei afmælisdeginum hans, fylgdist með honum í námi og starfi og rausnarlegri fermingargjöf efa ég að mörg börn hafi fengið frá ömmu sinni en hún gaf honum hana þótt veraldlegur auður hennar væri ekki mikill. Svava var alveg einstak- lega gjafmild kona og sterkan grun hef ég um að hún hafi oft neitað sjálfri sér um ýmislegt til að geta glatt sína nánustu, en á það mátti aldrei minnast, ég reyndi það einu sinni og bara einu sinni. Gleði Svövu var einlæg og mikil þegar við Kristján eignuðumst „elli- barnið“ okkar, hann Úlfar Örn, fyrir átta árum. Hann er alger eftirmynd föður síns þannig að að vissu marki held ég að henni hafi fundist hún vera búin að fá Stjána sinn aftur. Svava hélt stöðugu símasambandi við okkur sem oft vorum allt of upp- tekin af okkur sjálfum og okkar lífi til að sinna henni sem skyldi. Hún hringdi í okkur reglulega og alltaf var hún með uppörvandi orð á vörum, spurði um heilsu og afla- brögð og hvernig fjölskyldan plum- aði sig frá degi til dags. Það verður sjónarsviptir að henni Svövu. Þrátt fyrir veikindi sín gætti hún þess af kostgæfni að vera alltaf vel til höfð og þegar meira stóð til, svo sem veislur í fjölskyldunni, var hún eins og drottning. Heimili henn- ar var alltaf tandurhreint og snyrti- legt, þannig ég að fór stundum hjá mér, sem var þó bæði yngri og hraustari en ekki alveg jafnhúsleg. Um leið og ég kveð tengdamóður mína votta ég aðstandendum Svövu dýpstu samúð, en veit að margar góðar minningar létta þeim róður- inn. Helga Magnúsdóttir. Svava Sigríður Kristjánsdóttir, góð vinkona mín og fyrrverandi mágkona, lést nýlega á hjartadeild Landspítalans. Svava var dóttir merkishjónanna Margrétar Jóhönnu Magnúsdóttur og Kristjáns Gíslasonar, sem bjuggu lengst af á Ísafirði. Þau eignuðust átta börn og er Svava sú þriðja af þeim sem kveður þessa jarðvist. Svava fæddist á Ísafirði 13. júlí 1929. Svava lætur eftir sig sjö efnileg börn, tvær dætur og fimm syni, sem öll reyndust móður sinni mjög vel. Aðeins fimmtán ára kynntist ég Svövu fyrst, ungri og elskulegri og með það fallegasta bros sem ég hefi séð. Hún var ávallt létt í lund og ein- lægur vinur vina sinna. Öllum vildi hún gott gera. Hún var mjög trúuð og veit ég að bænir hennar hjálpuðu mörgum. Við Svava töluðum saman hvern dag. Í síðasta skiptið var það sama dag sem hún lést, um kvöldið. Við höfðum ákveðið að hafa samband daginn eftir, en þegar ég ætlaði að að taka upp símann og hringja til Svövu hringdi síminn hjá mér. Stefán, son- ur hennar, var að hringja til að segja mér sorgartíðindin; að móðir þeirra barnanna væri látin. Þetta snerti mig mikið. En ég vissi og fann að nú var Svava mín laus við allar þjáningar. Hún var farin upp í góðleikann, ljósið og kærleikann, þar sem henni hefur verið vel tekið af foreldrum sínum, bræðrum og öðru skyldfólki. Ég votta systkinum Svövu inni- lega samúð og þakka þeim fyrir hvað þau voru henni hlý og góð. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum bið ég Drottin að gefa styrk í sorg þeirra og minnast þess hvað hún elskaði þau öll mikið. Starfsfólki Landspítalans á hjartadeild sendi ég þakklæti fyrir góða umönnun. Myndina af minni kæru Svövu mun ég geyma í hjarta mér, það er ung stúlka, með fallegt bros, sem gaf mér kærleika og blíðu. Hjartans þakkir til hennar. Hvíli hún í friði. María J. Sigurðardóttir. Nú er komið að leiðarlokum. Elskuleg móðuramma mín er látin, frú Svava Sigríður Kristjánsdóttir. Aðdragandinn var stuttur. Mjög skömm spítaladvöl og hjartastopp. Reisninni haldið allan tímann. Nú þarf frú Sigríður, alltaf kölluð Svava amma, ekki að berjast við að draga andann sökum reykskemmdra lungna. Friður, ró og sæla hafa tekið völdin. Amma dó södd lífdaga. En tárin læðast auðveldlega fram og söknuður einkennir sálarlífið. Dauðinn gerir jafnan ekki boð á undan sér, hann lýtur eigin lögmál- um. Samfundir verða þó fyrr en seinna. Handanlífið er vettvangur slíkra endurfunda eins og dæmin sýna. Með slíka vissu í hjarta og huga verða umskiptin mun bæri- legri. Forsjónin og veraldarlífið er ofar skilningi okkar flestra. Við lifum örugglega ekki aðeins til að deyja. Lífsgátan er áleitin á stundum þegar ástvinir láta lífið. Þá verða dagleg vandamál svo lítilfjörleg. Yfirgrips- miklar og aðkallandi spurningar leita á hugann. Amma mín var yndisleg kona. Hún hafði svo mikið umburðarlyndi og kærleikur var henni í blóð borinn. Þetta eru eiginleikar sem ég vil til- einka mér. Það er sú arfleifð sem frú Svava Sigríður Kristjánsdóttir skil- ur eftir sig til eftirlifandi skyld- menna. Sú arfleifð gæti vart verið betri. Við lærum af samferðamönn- um okkar. Því nánari því meiri er sá lærdómur, til hins betra eða verra. Erfiðleikarnir eru óhjákvæmilegir í lífi hverrar manneskju. Erfiðleik- arnir geta brotið okkur eða styrkt. Amma mín mætti miklum erfiðleik- um í sínu lífi. Heilsa hennar var brot- hætt. Eitthvað varð undan að láta. Að lokum gaf geðið sig og kom fram í formi eins hrikalegasta geðsjúkdóms sem til er og kallaður hefur verið geðklofi. Margir hafa gefist upp vegna slíks sjúkdóms. Amma stóð hann af sér með sóma. Hugsana- brengl og ranghugmyndir einkenna sjúkdóminn. Hugsunin verður óskýr og samhengislaus á stundum en skýr þess á milli. Helstu orsakirnar eru taldar vera heilatruflun. Í mörgum tilvikum slá lyf á einkennin en lækn- ing er ekki enn fyrir hendi þótt vís- indalegri þekkingu fleygi fram. Lyfj- unum fylgja skelfilegar aukaverk- anir svo sem skjálfti. Sá sem fæðist í dag með sjúkdómsgenin á miklu betri líkur á að lifa heilbrigðu lífi en sá sem fæddist fyrir 72 árum eins og amma mín. Ég sá hana einmitt síðast í lifanda lífi á afmælisdegi hennar 13. júlí síðastliðinn. Ég man þegar ég kom inn á geð- deild sem lítill strákur þegar amma mín dvaldist þar í verstu veikinda- köstunum. Ég var hræddur við fólk- ið sem þar var. Raunar skíthræddur. Það var mikill léttir að komast til ömmu liggjandi í rúmi sínu og frá öllu hina skrítna fólkinu. Það hefði sjálfsagt getað ráðist á mann. Það starði svo skringilega. Þetta fólk var furðulegt og sjálfsagt best geymt á svona stofnun. Það að koma á Klepp sat í mér og olli þankagangi með mér. Það var svolítið skrítið að eiga geðveika ömmu, samt var hún eins og hver önnur amma í mínum huga, bara svolítið öðruvísi. Hún talaði stundum skringilega en það varð bara eðlilegt þegar á leið. Ég lærði þannig að hið skrítna væri eðlilegt. Það er frábært veganesti. Nú laðast ég að hinu furðulega. Skrítið fólk er skemmtilegasta fólkið í mínum huga. Ég leita það uppi. Ég er ekki lengur hræddur. Öðru nær. Veikindi ömmu minnar höfðu því mikil áhrif á mín hugðarefni og áhugamál. Þrátt fyrir veikindi sín tókst ömmu að koma sjö börnum á legg og þurfti hún ótrúlega litla aðstoð við það. Hún var húsmóðir fram í fing- urgóma og til fyrirmyndar í þeim efnum þótt hin síðari ár hafi líkam- legri heilsu farið hrakandi. Nú hefur hugsun manns náð öðr- um víddum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan maður steig fyrst inn á geðdeild. Maður hefur sjálfur upp- lifað geðraskanir en þó ekkert í lík- ingu við það sem amma mín þurfti að ganga í gegnum. Samúðin með þeim sem slíkt þurfa að upplifa er algjör. Það að vera veikur á geði tengist persónuleika manna nokkuð, ólíkt líkamlegum sjúkdómum. Almúginn hefur fordæmt slíka sjúkdóma. Það er þungur dómur. Hafi hann ævar- andi skömm fyrir. Nógu erfitt er að vera alvarlega veikur þótt ekki bæt- ist við fordæming og skilningsleysi samferðamanna. Margir vilja ekki þekkja geðsjúkt fólk, sem stuðlar að einangrun þess og gerir erfitt líf erf- iðara. Amma naut þó skilnings systkina sinna vegna umburðarlynds uppeldis og létti það róðurinn. Því miður fær maður engin fleiri símtöl frá frú Svövu S. Kristjáns- dóttur. Alltaf var amma tilbúin að gefa manni aur þótt vart ætti hún til hnífs og skeiðar. Hún hringdi alloft í mig sem elsta barnabarnið og spurði hvernig ég hefði það. Stundum leið mér ekki svo vel en sagði samt að mér liði ágætlega, því ég vissi að hún myndi hafa miklar áhyggjur og taka það nærri sér ef ég segðist ekki hafa það gott. Hún sagðist alltaf biðja fyr- ir mér. Mér þótti vænt um það. Sér- staklega þar sem maður veit að hugsanir eru orka sem varðveitist og hefur áhrif á menn og umhverfi. Hugsanir hafa því sterkan áhrifa- mátt, til hins betra eða verra. Til hins betra í tilviki ömmu minnar heitinnar. Kristindómurinn hélt henni á floti eins og reyndin er með marga. Ég veit að þú munt halda áfram að gefa mér kraft til að ljúka ætlunar- verki mínu og láta gott af mér leiða. Ein af hugsjónum mínum í lífinu, í þínum anda, er að létta byrði geð- sjúkra. Benda á leiðir og aðferðir til að takast á við sálrænar raskanir. Létta lífsróðurinn og auka lífsgæði manna. Mín fræði, sálarfræðin, eru vettvangur þess. Ég hefði sannar- lega viljað vita meira um þína reynslu en nú er enginn tími til þess. Mörg verkefni bíða manns og andlát þitt ýtir á mig að koma þeim í verk. Ég finn fyrir nærveru þinni og þeim styrk sem felst í henni. Hún er ein- kennilega undursamleg þessi for- sjón. Maður getur ekki annað en ver- ið auðmjúkur gagnvart henni. Elskulega amma mín, ég þakka samferðina í 26 ár. Þú gafst mér eitt- hvað sérstakt; hreinskilni, einlægni, samúð, kærleika, umburðarlyndi, skilning og smáhúmor. Slíkt er góð- ur grunnur hvar sem er, hvenær sem er. Þín arfleifð mun lifa góðu lífi um ókomna tíð. Blessuð sé minning þín ávallt. Elís Vilberg. SVAVA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Salbjörg Stein-unn Jeremías- dóttir fæddist á Þór- dísarstöðum í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi, hinn 9. ágúst 1943. Hún lést á líknardeild Land- spítala í Kópavogi hinn 7. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru hjónin Jeremías Kjartans- son bóndi og Cecilía Kristjánsdóttir hús- móðir. Salbjörg var þriðja elst ellefu systkina. Systkini hennar eru Kristín, Svandís, Áslaugur Ingi- berg, Kjartan, Laufey, Þórdís, Hulda, Ásta, Sæunn og Dagný. Salbjörg hóf sambúð árið 1961 með Ágústi Ísfeld Sigurðssyni verkstjóra, f. í Keflavík 2. ágúst 1924, og giftust þau árið 1965. Ágúst er sonur Sigurðar Ingjalds- sonar Péturssonar skipstjóra, d. 8. ágúst 1972, og Jósefínu Jósefs- dóttur húsmóður, d. 28. mars 1975. Börn Salbjargar og Ágústs eru fimm og einn uppeldissonur: Anna Björk, f. 26. júlí 1962, Haf- rún Lára, f. 9. okt. 1963, börn hennar eru Óskar Steinn, Einar, Þor- valdur og Víkingur. Ágúst Ísfeld, f. 20. nóv. 1964, dóttir hans er Agnes Dís. Cecilía Heiða, f. 13. apríl 1966, maki hennar er Símon Teitsson og eru börn þeirra Teitur Már, Ingvar Freyr og Sal- björg Rós. Erla Hild- ur, f. 12. nóv. 1969, maki hennar er Þor- steinn Sigtryggsson og eru dætur þeirra Rebekka Hrund og Rakel Dröfn. Uppeldissonur Óskar Steinn Gunnarsson, f. 13. ágúst 1978, maki hans er Helga Lára Páls- dóttir og dóttir þeirra er Alda María. Salbjörg ólst upp á Þórdísar- stöðum til ársins 1956 er hún flutti með foreldrum sínum út í Grund- arfjörð. Hún vann við fiskverkun þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1961. Salbjörg vann í Hamp- iðjunni frá 1973 með húsmóður- starfinu þangað til hún veiktist. Útför Salbjargar fór fram í kyrrþey. Elsku Bagga okkar. Nú ertu farin lífsins amstri frá við fyllumst djúpri sorg og eftirsjá. Það verður fátt um svör við dauðans dyr er döpur sál í örvæntingu spyr. Þú áttir óbilandi þrek og trú þú lagðir yfir ófærurnar brú. Þú gast af ljúfu hjarta huggun veitt og hugarkvöl með gleðibrosi eytt. Því skal okkar hjartans þakkir tjá þú hvarfst of fljótt í burtu okkur frá. Ó, góður guð þig leiði sér við hönd og geymi þig á bjartri himnaströnd. Kveðja, foreldrar og systkini. SALBJÖRG STEINUNN JEREMÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.