Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lítill drengur fæddur er og orðin er ég amma, lítill drengur kominn hér að breiða út sína arma. Amma tekur snáðann sinn og vefur um hann örmum, fagurhærður drengurinn færði gleði afa og ömmum. BRYNJAR ÖRN HLÍÐBERG ✝ Brynjar ÖrnHlíðberg fæddist í Reykjavík 17. septemer 1974. Hann lést af slysförum laugardaginn 18. ágúst og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 28. ágúst. Óx úr grasi, varð nú stór fulltíða maður glaður kapp mikið, í honum bjó og keppnisandi hraður. Ó kæri Guð, hann tókst til þín hans ætíð munum sakna minningin svo björt, hún skín, en þú munt sárin lækna. Drottinn gaf og drottinn tók drenginn okkar góða. Lifi minning, rituð í’ bók, á himnum meðal áa. Gef oss styrk í okkar sorg það svíður svo vort hjarta við vitum að í himnaborg, hann á framtíð bjarta. Ingrid amma. Ég vil í örfáum orð- um minnast tengdaföð- ur míns, Hilmars Þor- gnýs Helgasonar, og þakka góð kynni og einlægar sam- verustundir sem voru því miður allt of fáar. Ég var svo lánsamur að kynnast tengdaföður mínum fyrir rúmum sjö árum, það var stuttu eftir fyrstu kynni okkar Sifjar Bjarkar sem var einkabarn hans. Með okkur tengda- pabba tókst strax góður kunnings- skapur og síðar vinátta. Árið 1995 flutti tengdapabbi til Noregs starfs síns vegna. Við Sif ól- um með okkur þá von að tengda- pabbi myndi flytja heim aftur innan tíðar þannig að við fengjum að njóta samveru hans en því miður, það stóð ekki í örlagabók hans. Með þakklæti minnist ég þeirra samverustunda sem tengdafaðir minn átti með Sif sinni, sem hann elskaði innilega og hafði oft á orði að væri það eina sem hann í raun ætti. Ég dáði hversu miklir vinir feðg- inin voru. Oft varð mér hugsað til þess hversu lánsamur tengdapabbi væri að eiga svo umhyggjusama dóttur og Sif einlægan og kæran föð- ur. Ég minnist skemmtilegra sam- verustunda með tengdapabba í þau fáu skipti sem ég fór í heimsókn til hans til Noregs og ófá voru símtölin þar sem við spjölluðum um tilveruna. Ég minnist glettni hans og þá sér- HILMAR Þ. HELGASON ✝ Hilmar ÞorgnýrHelgason auglýs- ingateiknari og kennari fæddist í Reykjavík 25. maí 1947. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Noregi 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. ágúst. staklega þegar hann gerði góðlátlegt grín að okkur Sif fyrir að hann væri ekki orðinn afi. Mér er nú efst í huga heimsókn hans til okk- ar um síðustu jól. Mikið vorum við Sif ánægð að fá að njóta jóla- og ný- árshátíðarinnar með tendapabba. Sif var svo spennt og ánægð, loks- ins gat hún eytt jólun- um með pabba sínum. Lífið er hverfult og tilviljunarkennt. Í vor þegar við Sif vorum að ákveða sumarfríið kom okkur fyrst í hug að skipta því í ár, fara fyrst á sól- arströnd og síðar í vetur að heim- sækja tengdapabba. Vegna mikilla anna í vinnunni sá ég mér ekki fært að fara í frí, þannig að mér fannst til- valið að Sif færi til pabba síns til Noregs, sem hún og gerði. Ég vissi sem var að þau myndu njóta sín best tvö saman og innst inni að svona ætti samverustund þeirra að vera, ekki síst nú, og fyrir það er ég þakklátur Guði. Vilhjálmur Vilhjálmsson orti í Söknuði: Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt, ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Söknuður minn við fráfall tengda- föður, sem deyr langt um aldur fram, aðeins 54 ára gamall, er mikill. Í minningu um elskulegan tengdaföð- ur mun ég af fremsta megni standa við hlið dóttur hans, þar sem sorgin er mest og söknuðurinn sárastur, styðja hana og styrkja. Í bænum okkar biðjum við algóðan Guð um styrk í sorg. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð, vinsemd og hlýhug. Megi minning þín verða ljós í lífi okkar. Þinn tengdasonur, Hákon Svavarsson. Elsku Ástmar okkar. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að þurfa að kveðja þig svona fljótt og að trúa því að þú sért farinn, svona ungur. Þótt það sé alveg rosalega erfitt að sætta sig við það er ekkert sem maður getur gert til að breyta því sem er búið að gerast, sama hvað maður reynir, en við munum eiga fallegar og skemmti- legar minningar um þig alla tíð. Hjá þér var alltaf stutt í brosið og grínið og þið Þorbjörn gátuð alltaf skemmt okk- ur vel með skotunum hvor á annan. Þið voruð alveg einstakir þegar þig voruð komnir í ham saman. Við eigum eftir að sakna þín meira en þú hefðir nokkurn tímann getað ímyndað þér, en við þökkum guði fyrir þann tíma sem við fengum að þekkja þig þótt sá tími hafi ekki verið nógu langur. Vonandi munum við hittast einhvern tímann aftur. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Amen. Guð blessi þig, elsku Ástmar, og megi guð gefa fjölskyldu þinni og öll- ÁSTMAR ÓLAFSSON ✝ Ástmar Ólafssonfæddist í Kefla- vík 18. desember 1980. Hann fórst með mb. Unu í Garði 17. júlí síðastliðinn og minningarathöfn um hann fór fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju 10. ágúst. um þeim sem þekktu þig styrk á þessum erf- iða tíma. Þínar vinkonur, Hrund og Kristjana. Elsku vinur. Er ég sit hér og skrifa kveðjuorð- in til þín hugsa ég um góðu stundirnar sem við áttum saman. Við Hæð- argötukrakkarnir ól- umst nú upp saman og margar eru minning- arnar. Þá kemur sér- staklega upp í hugann þegar við tvö vorum látin giftast hjá bröggunum, þrisvar sinnum. Við vor- um ekki alltof sátt við það að vera yngst af krökkunum og vera látin gift- ast en ég er hæstánægð með það í dag að hafa gert það. Stóra leyndarmálið sem ég, þú, Jói og Helga áttum saman sat öruggt í höndum móður þinnar og hlæjum við mikið að því í dag. Maður eignast marga vini um ævina en aðeins fáir skilja eftir fótspor í hjarta manns en það gerðir þú, kæri vinur, svo sann- arlega hjá mér. Ég ætla nú ekki að setja fleiri minningar á blað en geymi þær margar í huga mér. Á kveðjustund finnst mér eftirfar- andi línur eiga vel við: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Álfheiður, Óli og fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð vera með ykkur og styrkja í sorg- inni. Guðný Ólöf Gunnarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Ástmar. Þú ert nú hjá Guði og bróður þín- um. Þú ert örugglega að koma þeim til að hlæja eins og þú gerðir svo oft hjá okkur. Það var einn af þínum mörgu kostum hve auðvelt þú áttir með að koma fólki í gott skap. Þú áttir svo marga drauma, einn þeirra var að eignast draumabílinn, Corvettuna, en hún er og mun alltaf verða hluti af þér. Stundanna, sem við áttum saman, mun ég alltaf minnast með miklum kærleik, þó sérstaklega ferðarinnar sem við fórum síðastliðið haust. Þá fórum við til London á fótboltaleik með uppáhaldsliðinu þínu. Ég hafði sjaldan séð þig ánægðari en þegar þú varst á leiknum. Ég mun ávallt sakna þín, þú varst besti vinur minn og það mun ekki líða sá dagur að ég hugsi ekki til þín. Þorbjörn. 1% (                  =,%./=, % 5" +@A 0& " 4' $  %    1  %  44   6 ("4"* +"#$ +"4 #"$ 5&" -"$ 5#$ "# "#&" 0 ""$ 5&" 5""$ 5&" "(""$ 5#$ "(  &"  "$ 5#$ 1$"!""1$"&" .& 5"$ 5&" = 8"* +"#$ % 5#""$ 5&" -"$ 5&" .$:%  ##$ * " *+"&* " * " *+"           8 8 7 %"*  3 !5 4'   &   0     7   ! %     $  %   2$  %  44    55 4 :"  & %#"" #$  5#$ "(  &" &:'" 1  !   !   .   . * $         % 6% = 543 8     0+""# *+" * " *+"&* " * " *+" / (        !1-018!8 $5 &'':  BB   &      9     $  %     '    %    4   6 .$:! "#$ 0 ' "& &" 5""0 ' &" ("1$" 0& #$ "<(" 0 ' #$ 5" "  "(&"  $" * +"&"  " ! "&"  4  +!"#$ )     6>8= / 50C-" BB &  '%* * 1  $    6    -       /  %  44    : #  $ %    /  % %  )       %  "#&" 3   8 012 =  = D +E 8':           !      0+""
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.