Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 45 PFAFF hf. afhenti nýlega Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna 325 þúsund krónur sem söfnuðust með húfusölu á sýningunni Heimilið og Islandica 2001. Pfaff ákvað að nota sýninguna til að kynna nýja útsaumsvél sem fyr- irtækið er með umboð fyrir. Fékk Pfaff einn birgja sinna, fyrirtækið Otto í Bandaríkjunum, til að selja sér 600 húfur til að sauma á sýningunni. Var ákveðið að selja þær merktar nöfnum þeirra sem þær keyptu og allt andvirðið myndi síðan renna til samtaka krabbameinssjúkra barna. Kristmann Magnússon, stjórn- arformaður Pfaff, afhenti Rósu Guð- bjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélagsins söfnunarbaukinn í lok sýningarinnar. Þegar talið var upp úr bauknum reyndust vera í honum 325 þúsund krónur. Saumað í húfur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kristmann Magnússon, stjórnarformaður Pfaff, afhendir Rósu Guð- bjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, söfnunarbaukinn. „LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur gef- ur almenningi kost á fræðslu um heilbrigði og sjúkdóma í vetur. Í þessari viku er fjallað um offitu og megrun. Sjöfn Kristjánsdóttir, lyf- læknir og sérfræðingur í meltingar- sjúkdómum, og Guðjón Birgisson skurðlæknir munu halda erindi og svara fyrirspurnum í kvöld, 20. sept- ember, kl. 20 í Húsnæði læknasam- takanna (á 4. hæð) í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Í vetur munu sumir af þeim lækn- um sem þátt taka í fræðslunni koma fram í sjónvarpsþættinum „Fólk með Sirrý“ á Skjá einum í umsjá Sig- ríðar Arnardóttur á miðvikudags- kvöldum, segir í fréttatilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur. Almenn- ingsfræðsla um offitu og megrun NÁMSKEIÐIÐ Sjálfstyrking ung- linga er að hefjast og er haldið í For- eldrahúsinu í Vonarstæti 4b. „Það er fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára. Markmiðið er að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og félagslega hæfni unglinga. Það að þekkja eigin tilfinningar og hvernig viðkomandi einstaklingi líð- ur getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Uppbygging sjálfsvirðing- arinnar verður einn af lykilþáttum námskeiðsins og sjálfstraustið eflt. Að geta sett sig í spor annarra og áttað sig á hvað liggur á bak við hegðun annarra hverju sinni auð- veldar viðkomandi að átta sig á skila- boðum frá umhverfinu. Skráning og nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu,“ segir í frétta- tilkynningu frá Foreldrahúsinu. Sjálfstyrk- ing unglinga Ekki vita margir að auk þess að vera fyrsta konan, sem gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þá er Madeleine Albright líka flóttamaður. Ein af 50 milljón afrekssögum flóttamana. 50 mil l jón afrekssögur Madeleine Albright fyrrverandi utanríkisráðherra LANDSVIRKJUN kynnir tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveitu í opnu húsi á Suðurlandi og í Reykjavík í þessari viku. Fundarstaðir verða: Félagsheim- ilið Árnes, fimmtudaginn 20. septem- ber kl. 16-21. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17 og 20. Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg í Reykjavík, laugardaginn 22. september kl. 13-17. Stutt kynn- ingarerindi flutt kl. 14 og 16. Á kynningarfundunum gefst tæki- færi til að ræða við fulltrúa og ráð- gjafa Landsvirkjunar um umhverfis- matið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrir- spurnum. Tillaga að matsáætlun Norðlingaölduveitu var send Skipu- lagsstofnun í liðinni viku, en lögum samkvæmt hefur stofnunin fjórar vik- ur til að fjalla um tillöguna og ákveða hvort fallist verður á hana eða ekki. Verði tillagan samþykkt verður hafist handa við að skrifa sjálfa skýrsluna um mat á umhverfisáhrif- um og er ráðgert að skila skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu til Skipulagsstofnunar í nóvember nk. Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætlun HELGARNÁMSKEIÐ með heil- aranum Rahul Patel verður haldið í íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps 22.–23. september klukkan 10–17. Námskeiðið hefst með opnun mynd- listarsýningar 21. sept. kl. 20–23. Námskeið í heilun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.