Morgunblaðið - 20.09.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 13
RAGNAR Atli Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Þyrpingar
hf., segir að niðurstaða sam-
keppnisráðs um hamborgara-
sölu skyndibitastaðarins Jarls-
ins í Kringlunni hafa komið
honum á óvart. „Við áttum ekki
von á þessari niðurstöðu,“ segir
hann.
Eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu komst sam-
keppnisráð að því að Eignar-
haldsfélag Kringlunnar hf. og
síðar Þyrpingar hf. hafi brotið
gegn ákvæðum samkeppnislaga
með því að meina skyndibita-
staðnum Jarlinum að selja ham-
borgara í nýrri viðbyggingu
Kringlunnar.
„Við höfum falið lögmönnum
okkar að skoða þesssa niður-
stöðu og munum að því búnu
taka ákvörðun um framhaldið,“
segir Ragnar Atli.
Niðurstaðan
kom á óvart
ÖGMUNDUR Haukur Knútsson
varði doktorsritgerð sína við Há-
skólann í Edinborg í Skotlandi 1.
mars sl. Leið-
beinendur hans
voru prófessor
Simon Coke og
dr. James Hine.
Andmælendur
voru dr. James
Young frá Sterl-
ing-háskóla og
dr. John Glen
frá Edinborg-
arháskóla. Dokt-
orsritgerðin ber heitið: Strategic
Alliances; The Role of Central
Firm in Governing Strategic Alli-
ances Between Small and Medium
Size Companies; The Case in the
Icelandic Fish Industry.
Rannsóknin byggist á þróun
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
og Sölusambands íslenskra fisk-
framleiðenda. Megináhersla í rit-
gerðinni var lögð á að rannsaka
hlutverk sölusamtakanna sem
miðjufyrirtækis í stjórnun á sam-
starfi framleiðenda og dótturfyr-
irtækja sölusamtakanna. Rann-
sóknin er byggð á sögulegri
skoðun og viðtölum við stjórn-
endur og starfsmenn fyrirtækj-
anna tveggja, dótturfyrirtækja
þeirra og framleiðenda. Rann-
sóknin leiddi m.a. í ljós að hlutverk
miðjufyrirtækis í stjórnun á sam-
starfi fyrirtækja með mikinn fjölda
þátttakenda er aðallega þríþætt. Í
fyrsta lagi að vera samræming-
araðili, í öðru lagi að leiða stefnu
fyrirtækjanetsins og í þriðja lagi
að skapa starfsumhverfi innan fyr-
irtækjanetsins. Niðurstöður leiddu
ennfremur í ljós tvo meginstjórn-
unarferla. Annars vegar formlegan
feril, sem byggist á miðstýringu,
og hins vegar óformlegan feril,
sem byggist á beinum sam-
skiptum. Rannsóknin sýndi fram á
að óformlegi ferillinn er líklegri til
að skapa verðmæti fyrir þátttöku-
fyrirtækin en formlegi ferillinn er
ódýrari og hagkvæmari þar sem
ekki er krafist mikillar verðmæta-
sköpunar. Rannsóknin var styrkt
af Verslunarráði Íslands og Rann-
sóknasjóði Háskólans á Akureyri.
Ögmundur lauk prófi fisktæknis
frá Fiskvinnsluskólanum í Hafn-
arfirði 1984. Árið 1993 lauk hann
B.Sc.-prófi frá rekstrardeild Há-
skólans á Akureyri. Ögmundur
stundaði framhaldsnám við við-
skiptadeild Háskólans í Edinborg
frá 1995 og lauk meistaranámi í
viðskiptafræðum árið 1996.
Ögmundur er fæddur 27. júlí
1962 á Akureyri. Hann er sonur
Knúts Karlssonar og Guðnýjar
Ögmundsdóttur. Eiginkona Ög-
mundar er Hildigunnur Svav-
arsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
lektor. Þau eiga tvö börn, Almar
og Agnesi. Ögmundur er fram-
kvæmdastjóri stefnumótunar og
starfsþróunar við Háskólann á Ak-
ureyri.
Doktor í
viðskipta-
fræðum
Ögmundur Hauk-
ur Knútsson
FÓLK
BROSTE - HAUST 2001
Heildsölubirgðir: Bergis ehf., sími 587 8877
Veffang: www.bergis.is
Huggulegt
heima....
er heitast
í dag
Kosmeta
Síðumúla 17 • Sími 588 3630
Hárið glampar
og glansar!!
Amerísk
úrvalsvara!
Vítamínbætt!