Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 56
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Filmund- ur frumsýnir í kvöld íslensku heim- ildarmyndina Braggabúa. Höfund- urinn, Ólafur Sveinsson, lauk námi af leikstjórnarbraut frá þýsku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunni í Berlín haustið 1998, en myndin er sú fyrsta í þríleik sem hefur Reykjavík að umfjöllunarefni. Myndin fjallar, eins og nafnið gef- ur til kynna, um braggabyggðina sem var í Reykjavík á árunum 1940- 1970. Á þessu tímabili flutti fólk af landsbyggðinni unnvörpum til Reykjavíkur og þróaðist höfuðborg- in úr sveitasamfélagi yfir í borgar- samfélag að vestrænum hætti á ör- skotsstund. Þrátt fyrir að margir vilji nú sjá braggaárin í rómantísku ljósi er staðreyndin engu að síður sú, að er verst lét voru aðstæður í braggahverfunum nánast óboðlegar mönnum. Braggarnir voru lítið sem ekkert einangraðir og því mjög kald- ir; hreinlætisaðstaða var af skornum skammti, einkum framan af, og ágangur rotta allnokkur í sumum hverfum. Þess fyrir utan voru for- dómar í garð braggabúa miklir. „Ég er svona að reyna að átta mig á sjálfum mér og uppruna mínum með þessum þríleik,“ segir Ólafur, aðspurður um hvatann að gerð myndanna þriggja. „Heimildar- myndaformið er nefnilega ákaflega vel til þess fallið að skoða samfélagið sem maður býr í.“ En af hverju braggar? „Það var nú eiginlega tilviljun,“ svarar Ólafur. „Ég var staddur í fer- tugsafmæli vinar míns fyrir þremur árum og lenti þar á spjalli við Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðing. Hann var þá að skrifa bókina Undir bárujárnsboga (kom út jólin 2000) sem fjallar um braggana. Mér fannst þetta mjög spennandi og þetta æxl- aðist svo þannig að ég fékk aðgang að öllu efni Eggerts sem var auðvit- að algerlega ómetanlegt. Myndina vann ég þó alveg sjálfstætt.“ Ólafur segir vinnuna hafa verið erfiða en ánægju- lega. „Ég kynntist mikið af góðu fólki. Það er eins og þess- ir erfiðleikar sem braggafólkið átti við að stríða hafi aukið mikið á sam- kenndina hjá þeim sem þar bjuggu. Það er mikil hlýja í kringum þetta fólk og mér þótti mjög vænt um að fá að kynnast því.“ Myndin var gerð í samstarfi við Sjónvarpið en Kvikmyndasjóður Ís- lands, Menningarsjóður útvarps- stöðva, borgarráð, Eimskipafélag Íslands, Menningarborgarsjóður og fleiri aðilar styrktu framleiðsluna. Þess má geta að önnur mynd þrí- leiksins, Hlemmur, er nú í eftir- vinnslu. Sýningar verða sem hér segir: Fimmtudag 20. september kl. 22:30. Föstudag 21. september kl. 22. Laugardag 22. september kl. 14, 16 og 22. Sunnudag 23. september kl. 14, 16 og 22. Mánudag 24. september kl. 22. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Önnur Reykjavík Ólafur Sveinsson er höfundur Braggabúa. Samkenndin var og er mikil hjá þeim sem ólust upp í bröggunum, að mati Ólafs. Morgunblaðið/Jim Smart Hedwig tók lagið í Regnboganum. SÍÐASTLIÐINN föstudag var bandaríska kvikmyndin Hedwig and The Angry Inch frumsýnd í Regnboganum. Er þar á ferð kvikmyndauppfærslu á vinsælum söngleik sem sýndur hefur verið á fjölum Loftkastalans í sumar. Þótti aðstandendum kvikmynd- arinnar því fara vel á því að bjóða leikurum og bakhjörlum íslensku uppfærslunnar með Björgvin Franz Gíslason í fararbroddi í bíó og sjá hvernig Hedwig og sveitin hans taka sig út á hvíta tjaldinu. Að sjálfsögðu stóðst hinn ís- lenski Hedwig síðan ekki mátið er komið var inn í þéttsetinn sal Regnbogans, vatt sér því upp á sviðið og tók nokkur vel valin lög, nærstöddum til mikillar gleði. Kvikmyndin um Hedwig hefur gert það býsna gott síðan hún var fyrst frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Sundance fyrr á árinu. Þar vann hún hug og hjarta áhorf- enda og leikstjórinn, John Mitch- ell Cameron, var valinn besti leik- stjórinn. Áhorfendur völdu hana einnig bestu myndina á San Francisco-hátíðinni og hún hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hirti hún og nær öll helstu verðlaunin á amerísku Deauville- kvikmyndahátíðinni sem haldin er árlega í Frakklandi. Hedwig á hvíta tjaldið Stefán og Guðni úr Reiðu restinni. Hedwig og Halldór Ómar Sig- urðsson frá Regnboganum voru hæstánægðir með myndina. 56 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Ef þú hefur það sem þarf geturðu fengið allt. f f f t r f i llt. Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 256  kvikmyndir.com  kvikmyndir.is  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vit 258. Sýnd kl. 8. Enskt. tal. Vit 265. Frábær unglingamynd með Kirsten Dunst (Bring it on) þar sem meðal annars máheyra lögin To Be Free eftir Emilíönu Torrini og Everytime með La Loy. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268 Ísl tal. Sýnd kl. 6. Vit 245 Enskt tal. Sýnd kl. 10. Vit 244Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 12. Vit 267  Kvikmyndir.com HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Frábær grínmynd með fjölda stórleik- ara Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Kvikmyndir.com Hugleikur DV  strik.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Himnasending i i Frá leikstjórum American Pie. Líf og dauði hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Með „fyndnasta manni“ í Ameríku, Chris Rock (Lethal Weapon 4, Dogma), Mark Addy (The Full Monty), Eug- ene Levy (American Pie), Regina King (Jerry Maguire, Enemy of the State) og Chazz Palmenteri (Analyze This). 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 TILLSAMMANS Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.10.Sýnd kl. 6. B.i. 12. Stærsta mynd ársins yfir 45.000. áhorfendur Skriðdýrin eru mætt aftur til leiks. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Braggabúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.