Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 17
NÝ SENDING AF
YFIRHÖFNUM FRÁ
Opið í
kvöld til
kl. 21.00
í Kringlunni
v/Nesveg,
Seltjarnarnesi,
sími 561 1680,
Kringlunni,
sími 588 1680.
iðunn
tískuverslun
HREFNAN sem rak á land í
Keflavík um helgina var skorin í
gær. Beinagreindin verður
hreinsuð en ekki hefur verið
ákveðið hvar hún verður varð-
veitt í framtíðinni.
Starfsmenn frá Hafrann-
sóknastofnun og Náttúru-
fræðistofnun skáru í gær þessa
sjö metra löngu hrefnu sem rak
dauða á land í Bás, einmitt á
staðinn sem hugsanlegt er að
verði framtíðarheimili háhyrn-
ingsins Keikós. Ferðamálasamtök
Suðurnesja og ferðamála-
fulltrúinn í Reykjanesbæ beittu
sér fyrir því að hvalshræið yrði
ekki dregið á haf út og því sökkt,
og fengu leyfi hafnarstjóra að
hirða beinagrindina.
Þorvaldur Björnsson, starfs-
maður Náttúrufræðistofu, sem
aðstoðað hefur Ferðamála-
samtökin við málið segir að bein-
in verði sett í vatn og þau muni
síðan hreinsa sig smám saman,
meðal annars fari fitan sem sest
hefur inn í beinin. Í lokin verði
sett efni út í vatnið sem geri
beinin hvítari. Þetta ferli taki að
minnsta kosti níu mánuði. Þá
verði hægt að setja beinagrindina
aftur saman.
Helga Ingimundardóttir,
stjórnarmaður í Ferðamála-
samtökum Suðurnesja, segir ekki
ákveðið hvar beinagrind hrefn-
unnar verði varðveitt. „Við þurf-
um að finna einhvern góðan
stað,“ segir hún. Meðal annars
hefur verið bent á Duus-húsin í
Grófinni í þessu sambandi. Þar á
að koma upp einhvers konar sjó-
minjasafni og þar mun vera nóg
húspláss.
Helga segir nauðsynlegt að
hafa beinagrindur hvala þar sem
öflug hvalaskoðun sé rekin eins
og í Keflavík. Gestirnir þurfi líka
að geta skoðað líkamsbyggingu
skepnanna.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sverrir Halldórsson, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, og Þorvald-
ur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, skera hrefnuna í
fjörunni. Þorvaldur er búinn að losa annað bægsli skepnunnar frá.
Hval-
skurður
í Bás
Keflavík
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
heimilaði á fundi sínum í fyrradag
ráðningu deildarstjóra í grunnskóla
bæjarins sem búið var að ráða og
komnir voru á launaskrá fyrir
nokkru. Tillaga um heimild til ráðn-
ingarinnar var lögð fram af oddvita
minnihlutans og var tilgangur hans
að bjarga málinu fyrir horn.
Í greinargerð með tillögu sinni
rekur Jóhann Geirdal, forystumaður
Samfylkingarinnar, aðdraganda
málsins. Bæjarstjórn samþykkti í
maí að ganga til samninga við skóla-
stjóra hinna fjögurra grunnskóla
bæjarins um rekstur skólanna. Með
þeim átti meðal annars að auka
rekstrarlegt sjálfstæði og breyta
stjórnarfyrirkomulagi samkvæmt
tillögum skólamálastjóra um ráðn-
ingu deildarstjóra. Jóhann sat hjá
við afgreiðslu tillögunnar á sínum
tíma enda kveðst hann hafa talið
réttara að ákveða strax að heimila
ráðningu deildarstjóra en gefa
samningum um aukið rekstrarlegt
sjálfstæði skólanna lengri tíma.
Rétt að ráða deildarstjóra
Segir hann í greinargerð sinni að
þrátt fyrir að ekki hafi verið búið að
gera neina samninga við skólastjór-
ana, raunar er á greinargerð hans að
skilja að ekki hafi verið hafnar raun-
verulegar samningaviðræður við þá,
hafi fræðslustjóri, „upp á sitt ein-
dæmi“, ákveðið að ráða deildarstjóra
við grunnskólana.
„Ég er vissulega sammála því að
rétt var að ráða deildarstjóra en
bæjarstjórn hefði átt að vera búiin
að taka slíka ákvörðun fyrir löngu.
Þar sem hún er ekki enn búin að því
er ekki seinna vænna að það sé
gert,“ segir í greinargerð með tillögu
Jóhanns. Þar er jafnframt lýst
áhyggjum af því að einn embættis-
maður geti ákveðið að heimila eitt
nýtt stöðugildi í hvern skóla bæjar-
ins, skólastjórar ráðið í þau störf og
launadeild greitt laun fyrir þá vinnu,
án þess að nokkur samþykkt liggi
fyrir frá bæjarstjórn.
Samningar drógust
Tillagan var samþykkt samhljóða í
bæjarstjórn. Ellert Eiríksson bæjar-
stjóri segir að það sé rétt að ekki hafi
verið tekin formleg afstaða til máls-
ins í bæjarstjórn. Hann segir að það
hafi verið vilji allra að ráða deild-
arstjóra. Það hafi átt að gera í
tengslum við samninga um samn-
ingsstjórnun sem hafi dregist. Því
hafi ekki annað verið að gera en að
samþykkja þessa tillögu Jóhanns.
Ráðningin
var sam-
þykkt eftir á
Reykjanesbær
„OKKUR finnst náttúrufræðin
skemmtileg og langaði að læra
meira,“ segir Tinna Lind Sigur-
björnsdóttir, nemandi í Stóru-Voga-
skóla á Vatnsleysuströnd. Skólinn
tekur þátt í alþjóðlega Globe-um-
hverfisverkefninu og kynntu fulltrúar
nemendanna niðurstöður athugana
sinna á ráðstefnu í Eistlandi í haust.
Globe er alþjóðlegt skólaverkefni í
upplýsingatækni, náttúru- og um-
hverfisvísindum og menntun og hófst
í Bandaríkjunum fyrir fáeinum árum.
Um tugur íslenskra skóla tekur þátt í
því um þessar mundir.
Veðrið skráð í allt sumar
Stóru-Vogaskóli hóf þátttöku í
verkefninu síðastliðið haust. Þorvald-
ur Örn Árnason náttúrufræðikennari
sagði skólastjórnendum frá því en
hann hafði unnið við verkefnið í öðr-
um skóla. Var hugmynd hans vel tek-
ið og strax hafist handa. Nemendur í
fjórða til tíunda bekk prófuðu nokkr-
ar mælingar á veðri, vatni, sjó og
gróðri. Í apríl bauð Þorvaldur Örn
síðan upp á valnámskeið í Globe-
rannsóknum og völdust tíu nemendur
úr sjötta og sjöunda bekk í þann hóp.
Áhersla var lögð á að setja sig vel
inn í mælingar á veðri, vatni og vor-
komu. Meðal annars voru tekin reglu-
lega sýni úr sjónum og úr Vogatjörn
og þau mæld. Fylgst var með vor-
komunni með því að skrá hvenær
brum á trjám sprungu út. Börnin
skráðu veðrið í allt sumar og varð
Stóru-Vogaskóli þar með fyrsti ís-
lenski Globe-skólinn til að skrá veður
yfir sumar. Þetta var svo allt skráð í
miðlægan gagnagrunn Globe-verk-
efnisins á Netinu.
Ferðin skemmtileg
Fjögur börn voru valin úr hópnum
til að fara á alþjóðlega Globe-ráð-
stefnu í Eistlandi til að kynna rann-
sóknir sínar. Það voru þau Stefán
Smári Jónsson, Diljá Guðjónsdóttir,
Eydís Ósk Símonardóttir og Tinna
Lind Sigurbjörnsdóttir. Þorvaldur
Örn kennari fór með þeim.
Stúlkurnar sögðu að það færi tölu-
verð vinna í verkefnið. Þau hefðu til
dæmis alltaf tekið veðrið um leið og
þau fóru í mat og haldið venjunni í allt
sumar með því að hittast í hádeginu.
Eydís segir að þetta sé ekki einungis
góð reynsla í náttúrufræði heldur
reyndi verkefnið á færni í ensku og
tölvuvinnu.
Lengi lá fyrir að farið yrði til Eist-
lands og segja stúlkurnar að vonin
um ferðina hafi verið þeim mikil
hvatning. Og þær eru sammála um að
ferðalagið til Eistlands hafi verið
fróðlegt og skemmtilegt. Þrjú
barnanna höfðu ekki áður komið út
fyrir landsteinana svo upplifun þeirra
var mikil.
Ekki vafðist neitt fyrir þeim að
gera grein fyrir verkefni sínu á ráð-
stefnunni. Það þurftu börnin að gera
á ensku. Framlag þeirra var saman-
burður á veðrinu í Vogum og Eist-
landi.
Halda áfram í vetur
Stefán Smári er fluttur austur á
land en stúlkurnar þrjár eru ákveðn-
ar í að halda verkefninu áfram í vetur.
Þær ætla að fá fleiri börn til liðs við
sig og reyna að bæta einhverjum
mælingum við.
Þorvaldur segir að það víkki út sýn
barnanna á náttúruvísindin að taka
þátt í verkefni sem þessu. „Það vill oft
gleymast að stór hluti af þessu fagi er
öflun þekkingar. Nemendurnir fá
stundum á tilfinninguna að búið sé að
finna allt upp og skrá niður. Með
þessari vöktun kynnast þau betur
þekkingaröfluninni og fá að gera eitt-
hvað gagnlegt við niðurstöðurnar.
Vinna þeirra er komin í gagnabanka á
Netinu og verður þar fyrir augum
heimsbyggðarinnar árum saman. Það
er því um að gera að vanda sig,“ segir
Þorvaldur Örn.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Það vekur athygli þegar veðrið er tekið. Diljá Guðjónsdóttir skráir niður úrkomuna sem Eydís Ósk Sím-
onardóttir metur og PH-gildið sem Tinna Lind Sigurbjörnsdóttir mælir. Þorvaldur Örn Árnason fylgist með.
Stóru-Vogaskóli með í alþjóðlegu umhverfisverkefni
Langaði að læra meira
Vogar
EVRÓPURÚTAN mun hafa
viðkomu í Reykjanesbæ á
morgun. Kynningarfundur
verður á Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar, í Kjarna á Hafnargötu 57 í
Keflavík, og hefst klukkan 13.
Evrópurútan er kynningar-
ferð þeirra skrifstofa hérlendis
sem sinna samstarfsáætlunum
ESB á Íslandi. Kynnt er
fimmta rammaáætlun um
rannsóknir og tækniþróun, Só-
krates-menntaáætlun, Leon-
ardo da Vinci-starfsmennta-
áætlun, Menning 2000, Media
plús, Ungt fólk í Evrópu,
Daphne-áætlun gegn ofbeldi á
börnum og ungmennum og
rammaáætlun um jafnrétti
kynjanna. Þessar áætlanir
hafa það hlutverk að tengja
saman Evrópuþjóðir sem hafa
áhuga á að vinna saman að
svipuðum hlutum.
Evrópu-
rútan
kemur
við
Reykjanesbær