Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gull er gjöfin Gullsmiðir EDWARD Albee er sjálfskipaður útlagi úr hinu viðurkennda banda- ríska leikhúsi. Strax í upphafi ferils síns skaust hann upp á stjörnuhim- ininn með leikþættinum Sögu úr dýragarðinum og beint í kjölfarið fylgdi hans þekktasta leikrit, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, sem frumsýnt var á Broadway árið 1962. Stuttu síðar tæmdist honum arfur svo fjárhagsáhyggjur voru úr sögunni og hann fór sínar eigin leið- ir í leikrituninni og lífinu, oftar sjálf- um sér til meiri skaða en samferða- mönnum þar sem áfengi og lyf komu ítrekað við sögu. Hann þótti end- urtaka sig í leikritun sinni og þrátt fyrir að nafn hans héldi verkum hans á lofti var viðkvæðið iðulega það að höfundur stórvirkisins Hver er hræddur við Virginíu Woolf? væri ekki fær um að komast lengra. Hvort það vakti fyrir honum er svo önnur saga. Sagan hefur þó fengið á sig dæmigerðan amerískan endi þar sem nýjasta leikrit hans, The Play about the Baby(Leikritið um barn- ið), hefur hlotið mikið lof og talað er um langþráð „comeback“ hins gamla uppreisnarmanns sem enn skrifar þó um sama þemað; barnið sem fær ekki að njóta ástar ungu foreldranna og er tekið af þeim af eldri hjónum sem gengur það eitt til að eitra líf barnsins og foreldranna. Þráði viðurkenningu foreldranna Albee var sjálfur ættleiddur af vel fullorðnum háskólaborgurum sem ekki gátu eignast barn og veittu honum strangt og ástlaust uppeldi ef marka má lýsingar hans sjálfs. Ótti hans við höfnun og stöðug þrá foreldranna eftir að eignast sitt eig- ið barn markaði æsku hans og þegar hann lýsti því yfir að hann væri sam- kynhneigður var öllum samskiptum milli hans og fósturforeldranna lok- ið. Sagan segir að hann hafi þráð viðurkenningu þeirra meira en allt annað, en þau gátu ekki horfst í augu við þessi tíðindi og höfnuðu honum endanlega. Hvernig þessi reynsla fléttast inn í leikritun Albee er svo meira í ætt við gestaþraut en raunverulegan lykil að túlkun verka hans en þó má finna ýmsar hliðstæður í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem Þjóðleikhúsið sviðsetur nú í annað sinn – áður 1966 – nú í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Grimmd og miskunnarleysi Martha og George eru miðaldra hjón, háskólaborgarar, hann sögu- kennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi; skólaárið er að byrja og þau hafa boðið ungum kennara og konu hans heim síðla kvölds eftir veislu á vegum háskól- ans. Um nóttina er mikið drukkið og George og Martha tala um son sinn fjarverandi og spinna ýmsar sögur um hann; samskipti þeirra einkenn- ast af mikilli grimmd og miskunn- arleysi, þau fletta ofan af lífi sínu og ungu hjónin dragast inn í leikinn og áður en yfir lýkur hefur einnig verið flett ofan af þeirra lífi og þau verða ekki söm aftur. „Það sem stendur upp úr þessu verki er að þrátt fyrir grimmdina og miskunnarleysið sem einkennir samskipti Mörthu og Georges er niðurlag verksins fallegt. Og grunn- tónn þess er hin frumstæða þörf okkar allra fyrir að auka kyn okkar og halda genum okkar gangandi með næstu kynslóð,“ segir Kjartan leikstjóri. „Þetta er verk sem á sinn hátt fjallar um siðmenninguna. Hversu brotthætt hún er þegar á reynir. Hún er eins og olíubrák á hafi, þar sem ýmislegt liggur undir sem alla jafna kemur ekki upp á yfirborðið. Í þessu verki kafar Albee alla leið til botns og kemur síðan upp aftur. Það er snilldin við verkið.“ Og George sjálfur lýsir þessu vingjarnlega fyr- ir Lillu, ungu konunni, með þeim orðum að þeim nægi ekki að kafa inn undir þrjú lög húðarinnar, ekki í gegnum vöðva og innyfli, ekki einu sinni inn að beini því inní beinunum er eitthvað bitastætt líka. „Mergur- inn!“ hrópar Lilla, barnslega glöð yfir að skilja hvað hann er að fara. „Einmitt, mergurinn,“ segir George. Og síðan er gengið hreint til verks og beinin brotin til mergj- ar. Sígilt verk sem á alltaf við Kjartan segir að verkið eigi ekki síður skírskotun til okkar í dag en fyrir 40 árum. „Þetta er tímalaust verk í þeim skilningi að ekkert í því er bundið ritunartímanum. Við fór- um þá leið að færa það til nútímans í sviðsetningunni og þurftum tæpast að víkja við orði í textanum til þess að þetta gengi upp. Ungi maðurinn er líffræðingur og sérfræðingur í genarannsóknum og það gæti ekki átt betur við. „Þú ert sá sem ætlar að gera alla menn eins,“ segir George og lýsir yfir stríði á hendur því sem ungi maðurinn stendur fyr- ir. En um leið er þetta frumstæð barátta milli hins unga manns og hins eldri um yfirráð á því svæði sem barist er á.“ Baráttan fer þó ekki fram með hnúum og hnefum heldur er tekist á með orðum. Setningarnar eru beitt- ar og falla á báða bóga eins og hár- beitt sverðalög. „Við höfum stytt textann talsvert þar sem leikhúsið í dag er alla jafna sparara á orð en áð- ur var. Hver setning er dýrmæt og við höfum dregið úr endurtekning- um án þess að taka burt innihaldið.“ Að sögn Kjartans er nútímaleik- hús krafið um gjörðir á sviðinu, það nægir ekki að tala. „Með því að þrengja að textanum höfum við náð að ydda atburðarás verksins.“ Mótsagnakenndar og margbrotnar Kjartan vísar í Dauðadans Strindbergs sem skylt verk og kveðst sannfærður um að Albee hafi verið handgenginn því. „Strindberg lýsti hjónabandinu sem helvíti og dauðinn er eina lausnin í hans huga. Albee finnur aðra leið til lausnar sem er ástin. Hún birtist að vísu á sérkennilegan hátt í Virginu Wolf en er engu að síður til staðar. Martha og George elska hvort ann- að og geta ekki án hvors annars ver- ið. Albee er kannski að segja okkur að ástin sé tilfinning sem leiti sér alltaf útrásar, annaðhvort með góðu eða illu.“ Þrátt fyrir allt þetta er Hver er hræddur við Virginíu Woolf? fyndið leikrit. Það er samt ekki gamanleik- rit. Fjarri því. „Húmorinn er aðferð höfundarins til að lokka áhorfand- ann með sér inn í þann heim sem hann ætlar að lýsa. Þegar áhorfand- inn hlær fellir hann varnir sínar. Þá snýr Albee við blaðinu. Aðrir banda- rískir samtímahöfundar Albees, s.s. Miller og Williams, hafa ekki þenn- an grimma húmor og ekki heldur O’Neill sem fór á undan þeim. Albee minnir mig um margt fremur á Tsjekhov í því að hann dæmir hvorki né prédikar og persónur hans eru margbrotnar og mótsagna- kenndar. Enginn er annaðhvort góður eða vondur. Hver persóna er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Þetta gerir Hver er hræddur við Virginíu Woolf? að gríðarlega spennandi verkefni fyrir leikara og hér rís list þeirra hátt, þau hafa tek- ið þessum hlutverkum opnum örm- um og kastað sér óhikað út í djúpið.“ Er einhver hræddur við Virginíu Woolf? Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee verður frumsýnt í kvöld á Litla sviði Þjóðleikhússins. Hávar Sigurjónsson fylgdist með æfingu og ræddi við Kjartan Ragnarsson leikstjóra. Morgunblaðið/Golli „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ er barnagæla þeirra hjónanna. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Pálmi Gestsson. Morgunblaðið/Golli Martha hefur ákveðnar skoðan- ir á ungum mönnum. Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. havar@mbl.is RIDDARAMYNDIN „A Knight’s Tale“ eftir Brian Helge- land býður upp á svolítið nýstár- legt afbrigði af Rocky-sögunni, sem svo vinsæl hefur verið und- anfarna áratugi. Á miðöldum dreymir fátækan son „þakgerðar- manns“ um að verða riddari og það sem kallað er heimsmeistari í burtreiðum (í Hollywood-landi Helgelands er haldin heimsmeist- arakeppni í burtreiðum) og hann vinnur að markmiði sínu mjög heftur af aðstæðum sínum en dyggilega studdur af vinum sín- um. Í söguna blandast ástarsaga milli verðandi burtreiðarmeistar- ans og íðilfagurrar aðalskonu, átök milli hans og vonda riddar- ans, sem beitir brögðum, og nú- tíma rokklög, sem ómögulegt er að sjá að eigi erindi í miðaldir þessar, þótt furðulegar séu. Helgeland hefur algerlega frjálsar hendur virðist vera til þess að gera riddarasögu sína eft- ir eigin höfði hafandi unnið nokkra sigra í draumaverk- smiðjunni með handriti „L.A. Confidential“ og leikstjórn endur- gerðarinnar „Payback“. Hann er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi (ásamt öðrum) og hefur að markmiði að brúa bilið milli nútímans og miðalda með rokki. Áhorfendur á burteiðum taka undir með hljómsveitinni Queen og syngja „we will rock you“ og á dansleik hefðarfólksins breytist allt í einu takturinn og fólk byrjar að dansa undir einu af kunnustu lögum David Bowie. Gengur þá vondi riddarinn, leik- inn af Rufus Sewell, af balli og lýs- ir svipur hans í senn vantrú, undr- un og jafnvel skelfingu, og er það nokkuð í takt við manns eigin upp- lifun. Helgeland leggur mikla áherslu á galsafenginn hressileika og húmor þegar hann lýsir riddara- efninu og vinum hans. Ástralska nýstirnið Heath Ledger fer með aðalhlutverkið og lýsir ungum manni sem dreymir um að vinna sig frá stétt sinni, þakgerðar- mönnunum, og forframast í heimi riddaramennsku og burtreiða. Mark Addy er meðreiðarsveinn hans og efasemdarmaður all- nokkur. Paul Bettany er skáldið Chaucer, sem ætíð er mjög skáld- legur, og Shanynn Sossamon leik- ur glæsikvendið Jocelyn, sem þrá- ir heitt unga manninn. Helgeland á auðvelt með að láta áhorfandann halda með þessu liði öllu þótt ekki takist honum að leikstýra því sérlega vel en eina hliðarsagan sem ristir verulega djúpt er saga föður og sonar, þak- gerðarmannsins og riddaraefnis- ins. Þar glittir í raunverulegt drama á milli þess sem rokkað er feitt á burtreiðunum. Þær eru furðulega endurtekningasamar og slíkir eru yfirburðir okkar manns (og frumleiki sögunnar) að maður upplifir hann einhvern veginn aldrei í nokkurri einustu hættu. Rokkað á burtreiðum KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r á s b í ó , B o r g a r b í ó , A k u r e y r i Leikstjórn, handrit og framleið- andi: Brian Helgeland. Kvik- myndataka: Richard Greatrex. Tónlist: Carter Burwell. Aðal- hlutverk: Heath Ledger, Mark Addy, Rufus Sewell, Paul Bett- any, Shannyn Sossamon. Col- umbia 2001. 125 mín. „A KNIGHT’S TALE“ Arnaldur Indriðason Höfundur: Edward Albee. Þýðandi: Jónas Kristjánsson. Leikarar: Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Pálmi Gestsson, Inga María Valdimarsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason. Leik- stjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Umsjón með tónlist: Sigurður Bjóla. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Leikarar og listrænir stjórnendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.