Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ár er kynntur nýr styrkjaflokkur Vísindasjóðs, öndvegisstyrkir, með styrkupphæð 5-10 m. kr. á ári. Frestur til að skila forumsóknum um öndvegisstyrki er 1. október nk. Umsóknarfrestur um almenna styrki Tæknisjóðs og Vísindasjóðs RANNÍS er 1. nóvember nk. Vakin er athygli á því að nokkrar breytingar verða á almennum styrkjum Vísindasjóðs, þær veigamestu að auglýstar eru fastar styrkupphæðir, 1 m. kr. og 1,5 m. kr. Ítarlegri upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir Tæknisjóð og Vísindasjóð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www. rannis.is, og á skrifstofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, 4. hæð. Umsóknir í sjóði RANNÍS Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is NÆSTKOMANDI laugardag, 22. septem- ber, verður bíllaus dag- ur haldinn í Evrópu og víða um heim og von- andi einnig á Íslandi. Dagurinn var síðast haldinn 22. september í fyrra og vakti þá ekki nægilega athygli né vandaða umræðu. Hann var þá haldinn undir verndarvæng SVR og snerust um- ræður fyrst og fremst um það hvort væri um- hverfisvænna að fara með strætó eða einka- bíl. Til að svona dagur heppnist með almennri þátttöku fólks er mikilvægt að margir ólíkir aðilar komi að hon- um. Til dæmis sveitarfélög, stjórn- málaflokkar, stéttarfélög, íþrótta- félög, skólar, hagsmunasamtök, fyrirtæki o.fl. Enda er það svo að hagsmunirnir sem um er að ræða eru miklu meiri en svo að þeir eigi aðeins að vera á snærum eins fyr- irtækis sem sinnir almenningssam- göngum. Mörg sveitarfélög landsins hafa nú samþykkt svokallaða stað- ardagskrá 21 en það er eins konar forskrift hvers sveitarfélags að sjálf- bærri þróun á nýrri öld. Þessi sveit- arfélög ættu skilyrðislaust að standa fyrir bíllausum degi hjá sér, með samstöðu ólíkra aðila, því það er í ágætu samræmi við staðardagskrá þeirra. Hver er þá kjarninn í bíllausum degi? Hvaða spurningu á fólk að spyrja sig þegar hann ber á góma? Hún er að mínu áliti þessi: Get ég bætt þau lífsskilyrði sem ég og aðrir borg- arar búa við með því að skilja einkabílinn eftir heima, þegar kostur er? Ef svarið við þess- ari spurningu er ját- andi ættir þú lesandi góður skilyrðislaust að skilja bílinn eftir heima reglega eða a.m.k. stöku sinnum. Ef grannt er skoðað held ég að meirihluti fólks geti svarað spurn- ingunni að ofan játandi. Hvers vegna er þá ekki meira um það að menn skilji bílinn eftir heima? Ég hef spurt fólk að þessu endrum og sinnum og fæ oftast sömu svör: „Veðrið á Ís- landi er svo vont. Það rignir svo mik- ið. Það er alltaf rok. Það er svo mikið af brekkum. Það eru ekki hjólastíg- ar. Leiðakerfið hjá strætó hentar mér ekki. Strætó stoppar svo langt frá.“ Ég man ekki til þess að nokkur maður hafi sagt: „Ég nenni því ekki, ég er svo latur.“ En það er því miður alltof oft ástæðan fyrir því að fólk notar bíl til að komast allra sinna ferða. Já, allra sinna ferða. Mörg okkar hafa ekki frá 17 ára afmæl- isdeginum ferðast öðruvísi en í bíl. Út í sjoppu hvað þá meira. Ef þú, les- andi góður, hefur ekki ferðast öðru- vísi en í bíl í heilt ár ættir þú að fara að hugsa þinn gang. Áhrif bílsins á heilsu, líkams- ástand og umhverfi okkar láta ekki á sér standa. Hlutfall of þungra barna og fullorðinna hefur aukist mikið undangengna áratugi eins og nýleg könnun sýnir. Ég fór til útlanda í fyrra eftir margra ára hlé og varð fyrir nokkru áfalli á Kastrup því Ís- lendingarnir í vélinni heim voru áberandi feitari heldur en aðrir far- þegar á flugvellinum. Þarna var fólk- ið komið sem ekki sést í sundi. Þetta hefur líka áhrif á umhverfi okkar allra. Þeir sem ekki nota bíl að stað- aldri, s.s. börn, unglingar og gam- almenni búa við bíl-ástand. Loft- mengun jafnast á við margar erlendar stórborgir og telst heilsu- spillandi við umferðargötur. Hávaði frá umferð veldur ónæði og er á sum- um stöðum yfir viðmiðunarmörkum og hefur áhrif á líðan fólks. Æ stærri hluti borgarinnar er undirlagður umferðarmannvirkjum sem skera í sundur aðra umferð og eru lýti á um- hverfinu. Beinn kostnaður við um- ferðarslys og samfélagskostnaður sem af slysum hlýst er himinhár og eru þá ótaldar mannlegar þjáningar. Kostnaður við gerð mannvirkja fyrir bíla mun hlaupa á tugmilljörðum á næstu tveimur áratugum bara til að halda umferðarástandi í horfinu. Ef menn efast um þessa lýsingu ættu þeir að fara í gönguferð við Miklu- braut, standa þar í strætóskýli eða fara yfir eina af hinum ágætu göngu- brúm sem byggðar hafa verið. Ég hvet alla til að nota það tæki- færi sem bíllaus dagur er til að velja aðra ferðakosti heldur en einkabíl- inn. Ég held að flestir sem melta þetta með sér sjái að þeir geti farið margra sinna ferða án þess að vera á bíl. Gangandi, hjólandi, í strætó eða í bíl með öðrum. Afsakanirnar að ofan ættu að vera tamari fíklum heldur en fullorðnum, sjálfstæðum einstak- lingum. Bíllaus dagur Árni Davíðsson Bílleysi Fólk þarf að spyrja sig að því, segir Árni Davíðsson, hvort það geti bætt lífsskilyrði sín með því að skilja einkabílinn eftir heima, þegar kostur er. Höfundur er líffræðingur. TENGLAR .................................................... http://www.islandia.is/nature/ Hjól- reiðar, náttúra og umhverfi. http://www.22september.org/ EU Car-free day. http://www.ecoplan.org/car- freeday/cf_index.htm Plan a car free day? http://www.samband.is/dag- skra21/ Um staðardagskrá 21. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.