Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 21 ÆVINTÝRALAND fyrir börn verður opnað í Kringlunni í næsta mánuði. Hólmfríður Petersen, framkvæmdastjóri Ævintýralands- ins, segir aðstöðuna verða á 450 m2 svæði á þriðju hæð, nánar tiltekið við Stjörnutorg þar sem veitinga- húsið Eldhúsið var áður. Ævintýra- landið verður hannað eins og frum- skógur og geta börnin meðal annars haft ofan af fyrir sér í leik- kastala á þremur hæðum, sem verður um 100 m2 að flatarmáli, en markmiðið með byggingu hans er að börnin fái hreyfingu. Annað þema í ævintýralandinu verður lestur, leikur og listir og segir Hólmfríður að sá þáttur verði unn- inn í samvinnu við leikhús og bóka- safn. Stendur meðal annars til að efna til leiksýninga og ýmislegt fleira verður á döfinni í vetur. Byrjað er á framkvæmdum við ævintýralandið og segir Hólmfríður að auk leiksvæðisins verði tvö her- bergi sem hægt er að leigja undir afmælisveislu fyrir 12–15 börn. Börn skráð með sérstökum öryggisbúnaði Breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð leiksvæða í verslunarmið- stöðvum, Premier Créche Services, hefur verið til ráðgjafar um fram- kvæmdirnar og segir Hólmfríður samskonar leiksvæði og verður í Kringlunni í þekktri verslunarmið- stöð í Manchester, Trafford Center. Þá hefur umrætt fyrirtæki rekið leiksvæði fyrir börn á vegum IKEA að hennar sögn. Hólmfríður segir áherslu verða lagða á öryggi barnanna á leik- svæðinu, þau verði skráð inn með sérstökum öryggisbúnaði og að enginn komist inn á svæðið án skráningar. Þá verði foreldrum fenginn símboði svo hægt sé að hafa samband ef ástæða er til. Leiksvæðið er ætlað 3–10 ára börnum og segir Hólmfríður mest verða hægt að annast 60 börn í einu, það er á háannatíma. Er mið- að við að hvert barn dvelji ekki lengur en hálfan annan til tvo tíma í senn. Starfsmenn verða tveir til fimm, ýmist í hlutastörfum eða heilu starfi, og ætlast til að viðkom- andi einstaklingar séu menntaðir í uppeldisfræði, eða hafi reynslu af starfi með börnum. Ekki er búið að ákveða opnunartímann endanlega en ljóst að það verður samræmi við þann tíma sem opið er í Kringlunni, segir Hólmfríður Petersen að síð- ustu. Ævintýraland í Kringlunni Í næsta mánuði verður opnað í Kringlunni Ævintýraland þar sem börn geta meðal annars hlýtt á upplestur. Hreyfing, lestur og leikhús ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 30. sept. nú kr. áður kr. mælie. Maryland kex, 4 teg., 150 g 125 139 840 kg. Magic, 250 ml 159 180 636 ltr Mónu Rommý, 25 g 45 55 1.800 kg Toblerone, 50 g 79 110 1.580 kg. Yankie stórt, 80 g 85 105 1.070 kg Sóma samloka 189 215 1.460 kg Fanta, 0,5 ltr 109 130 218 ltr FJARÐARKAUP Gildir til 22. sept. nú kr. áður kr. mælie. Nautahakk 695 898 695 kg Nautagúllas 896 1.098 896 kg Blómkál 249 398 249 kg Kínakál 198 298 198 kg Hvítkál 98 169 98 kg Kartöflur í lausu 89 129 89 kg SELECT-verslanir Gildir til 29. sept. nú kr. áður kr. mælie. Júmbó samloka og ½ ltr pepsi 279 kr. 355 kr. Júmbó samloka og ½ ltr Diet Pepsi 279 kr. 355 kr. Júmbó saml. og ½ ltr Egils appelsín 279 kr. 355 kr. Freyju Villiköttur, 50 g, báðar teg. 69 kr. 99 kr. 1.380 kg Nóa Púkar 50 g, allar tegundir 59 kr. 75 kr. 1.180 kg UPPGRIP-verslanir OLÍS September tilboð nú kr áður kr. mælie. Gatorade Trop/Orange/Lem 500 ml 160 180 320 ltr Sóma pastabakki 229 270 Freyju rís stórt 85 110 Kit Kat Chunky Kingsize, súkkulaði 109 nýtt Yankie Bar, súkkulaði 30 60 Bouchee konfektmolar, allar teg. 40 50 ÞÍN VERSLUN Gildir til 26. september nú kr. áður kr. mælie 3 slátur í kassa 2.198 nýtt 2.198 ks. Frosin svið 398 nýtt 398 kg Frosin lifrarpylsa, 4 stk. 498 nýtt 498 kg Frosinn blóðmör, 4 stk 469 nýtt 469 kg Rauðvínslegið lambalæri 1.053 1.239 1.053 kg Kellogǵs Frosties, 500 g 329 387 658 kg Kínarúllur, 10 st. 459 517 306 kg Heimilis ís 185 329 185 ltr Hel garTILBOÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.