Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 37
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 37
A-flokkur gæðinga
1. Samantha Leidesdorff á Depli frá
Votmúla, 8,50/8,64
2. Johan Häggberg á Aski frá Hå-
kansgården, 8,17/8,49
3. Sigfús Sigfússon á Hrafnfaxa frá
Vestra-Geldingaholti, 8,28/8,35
4. Tanja Gundlach á Hrönn frá
Godemoor, 8,25/8,32
5. Gylfi Garðarsson á Hvati frá
Hrappsstöðum, 8,44/8,29
6. Jóhann G. Jóhannesson á Nonna
frá Sellnensee, 8,18/8,28
7. Sigurður Óskarsson á Boða, 8,07/
8,24
8. Jóhann R. Skúlason á Gný frá
Stokkseyri, 8,31/8,19
9. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá
Frövik, 8,07/8,18
10. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá
Barghof, 8,23/8,15
11. Hólmgeir Jónsson á Glæsi frá
Leinetil, 8,11/8,05
B-flokkur gæðinga
1. Malu Logan á Breka frá Eyrar-
bakka, 8,14/8,60
2. Göran Montan á Braga frá Allen-
bach, 8,43/8,56
3. Johan Häggberg á Þyrlu frá Lilla
Arnebo, 8,42/8,52
4. Ylva Hagander á Mekki frá
Varmalæk, 8,16/8,38
5. Reynir Ö. Pálmason á Þræði frá
Hvítárholti, 8,15/8,38
6. Sverrir Jónsson á Steina frá
Ekastorp, 8,36/8,27
7. Louise Löfgren á Tindru frá
Gategården, 8,10/8,21
8. Anna Akers á Sólfara frá Kvarn-
backa Gården, 7,97/8,06
9. Johanna Elgholm á Sólfara frá
Ovikshfjällen, 7,97/8,06
10. Alexandra Montan á Hlyni frá
Blesastöðum, 7,96/7,98
Tölt
1. Göran Montan á Braga frá Allen-
bach, 7,50/7,61
2. Johan Häggberg á Þyrlu frá Lilla
Arnebo, 7,27/7,61
3. Malu Logan á Breka frá Eyrar-
bakka, 6,70/7,05
4. Ylva Hagander á Mekki frá
Varmalæk, 6,67/6,78
5. Anna Åkers á Sólfara frá Kvarn-
backa Gård, 6,00/6,50
6. Louse Löfgren á Tindru frá Gate-
gården, 6,23/6,28
7. Silke Köhler á Mána frá Flag-
bjarnarholti, 5,83/5,94
Slaktaumatölt
1. Gylfi Garðarson á Hvata frá
Hrappsstöðum, 8,27/8,35
2. Garðar Gíslason á Krapa, 8,30/
8,34
3. Reynir Ö. Pálmason á Funa frá
Hvítárholti, 8,23/8,28
4. Tanja Gundlach á Hrönn frá
Godemoor, 8,23/8,27
5. Sigfús Sigfússon á Hrafnfaxa frá
Vestra-Geldingaholti, 7,87/8,16/
8,27
6. Eve Barmettler á Eiríki rauða frá
Hólum, 8,10/8,03/8,08
7. Guðmundur Björgvinsson á Væng
frá Engimýri, 8,17/8,06/7,98
Gæðingaskeið
1. Johan Häggberg á Aski frá Hå-
kansgården, 8,84/8,81
2. Tóti Arnarson á Bangsa, 8,47/8,53
3. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá
Barghof, 8,56/8,52
4. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá
Frövik, 8,46/8,49
5. Herbert Ólason á Fáki frá Holti,
8,45/8,34
150 metra skeið
1. Herbert Ólason á Fáki frá Holti,
14,0 sek./9,50
2. Garðar Gíslason á Hraða frá
Sauðárkróki, 14,8 sek./9,10
3. Helén Blom á Kolbrúni frá Dals-
mynni, 15,2 sek./8,90
4. Otto Beckström á Háleggi frá
Spelnästorp, 15,3 sek./8,85
5. Hólmgeir Jónsson á Glæsi frá
Leinetil, 15,4 sek./8,80
250 metra skeið
1. Magnus Lindquist á Thor frá
Kalvsvik, 21,2 sek./9,90
2. Reynir Aðalsteinsson á Sprengi-
hvelli frá Efstadal, 21,9 sek./9,55
3. Magnús Skúlason á Örvari frá
Stykkishólmi, 22,0 sek./9,50
4. Tanja Gundlach á Hrönn frá
Godemoor, 23,1 sek./8,95
5. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá
Barghof, 23,2 sek./8,90
100 metra flugskeið
1. Magnús Skúlason á Örvari frá
Stykkishólmi, 7,7 sek.
2. Alexandra Montan á Glóa frá
Eyrarbakka, 7,8 sek.
3. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá
Frövik, 7,9 sek.
4. Matilda Norman á Viktori frá
Stordalen, 7,9 sek.
5. Katrin Brüning á Ölvaldi frá
Faxabóli, 8,0 sek.
Stigakeppni mótsins
1. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá
Barghof, 8,83
2. Tanja Gundlach á Hrönn frá
Godemoor, 8,75
3. Jóhann G. Jóhannesson á Nonna
frá Sellnensee, 8,51
4. Helén Blom á Kolbrúni frá Dals-
mynni, 8,50
5. Eve Barmettler á Eiríki rauða frá
Hólum, 8,49
Úrslit
MAGNUS Lindquist og Þór frá
Kalvsvik náðu góðum spretti á
skeiðmeistaramótinu þegar þeir
hjuggu nokkuð nærri heimsmetinu
í 250 metra skeiði. Tíminn var 21,2
sek. sem er eftir því sem best er
vitað næstbesti tími ársins á vega-
lengdinni. Þeir eiga sem kunnugt
er heimsmetið í flugskeiði og því
má ætla að þeir séu til alls líklegir.
Það gekk á ýmsu hjá þeim félögum
því í fjórða sprettinum reyndist illa
girt hjá Magnúsi og hnakkurinn
rann aftur að lend Þórs sem leiddi
aftur til þess að hann fór í stungum
fljótlega eftir ræsingu.
Var hætta á ferðum því Þór er
kröftugur hestur og skapmikill en
keppinautar þeirra í sprettinum,
Reynir Aðalsteinsson og Magnús
Skúlason, sýndu mikinn drengskap
og hægðu á hestum sínum og fór
þetta allt vel að lokum. Fengu þeir
síðan að fara annan sprett en
Magnus taldi gott komið að sinni
og sat hjá.
Mótið tókst vel í flesta staði,
þátttaka var þokkaleg en það virð-
ist alltaf draga úr þátttöku þegar
mótin eru haldin utan Þýskalands.
Þá virðast Þjóðverjar tregir til
þátttöku þegar mótin eru haldin á
Norðurlöndum.
Þá virðist áhugi Íslendinga fyrir
þessum mótum vera að dvína og
veldur þar sjálfsagt lenging keppn-
istímabilsins á Íslandi samfara því
að skeiðmeistaramótin eru haldin
um miðjan september í stað októ-
ber áður. En Íslendingar starfandi
erlendis halda heiðri landans á lofti
og mæta ótrauðir til leiks.
Nokkrar af stjörnum heims-
meistaramótsins mættu til leiks og
má þar nefna sjálfan heimsmeist-
arann í gæðingaskeiði, Johan
Häggberg og Askur frá Håkans-
gården, og sigruðu þeir þar nokkuð
örugglega auk þess að verða í öðru
sæti í A-flokki gæðinga á eftir öðr-
um HM-stjörnum þeim Depli frá
Votmúla og Samönthu Leidesdorrf,
sem voru nokkuð örugg mð fyrsta
sætið.
Nú var keppt í bæði B-flokki
gæðinga og tölti T 1 en hingað til
hafa þessi mót verið eingöngu fyrir
fimmgangshesta. Í töltinu sigraði
Bragi frá Allenbach en nú með nýj-
an knapa, Göran Montan, sem jafn-
framt var gestgjafinn að þessu
sinni. Háðu þeir harða keppni við
Johan Häggberg og Þyrlu frá Lilla
Arnebo. Þeir urðu jafnframt í öðru
sæti í B-flokki á eftir Malu Logan
og Breka frá Eyrarbakka sem var
fulltrúi Íslands á HM í Noregi ’97.
Sjálf skeiðmeistarakeppnin sem
lengi vel var hápunktur allra skeið-
meistaramóta laðar ekki eins vel að
og áður. Nú telst það til tíðinda ef
fjórir efstu í hvorri grein, 150 og
250 metrunum, nýta sér rétt sinn.
Nú þurfti þó aðeins að fara niður í
fimmta sæti í 150 metrunum til
fylla hópinn en í 250 metrunum var
keppandi í 7. sæti meðal þátttak-
enda. Keppni þessi er mjög erfið
fyrir hestana og oft sem knapar
tíma ekki að offra hestum sínum í
þetta. En spennandi getur hún ver-
ið og óhætt er að segja að heima-
menn hafi „átt“ keppnina að þessu
sinni.
Í 150 metrunum varð skeiðmeist-
ari hin sænska Helén Blom með 10
stig en landi hennar, Otto Beckstr-
öm, kom næstur með 5 stig. Síðan
komu Íslendingarnir Hólmgeir
Jónsson með 3 stig en gamla brýn-
ið Herbert Ólason rak lestina
stigalaus að þessu sinni.
Í 250 metrunum var það Svíinn
Frederik Rydström sem sigraði
með 10 stigum. Reynir Aðalsteins-
son kom næstur með 6 stig, Magn-
ús Skúlason þriðji með 5 stig og
Jóhann Skúlason fjórði með 4 stig.
Skerpusprettir á skeiðmeistaramótinu á Margaretehof í Svíþjóð
Höggvið nærri heims-
metinu í 250 metrum
Morgunblaðið/Valdimar
Magnus Lindquist og Þór frá Kalvsvik gerðu góða atlögu að heimsmetinu í 250 metrum og eru til alls vísir.
Morgunblaðið/Valdimar
Hinn íðilfagri Depill sem er frá Votmúla gerði það gott á skeiðmeist-
aramótinu en hann ásamt knapa sínum sigraði í A-flokki gæðinga.
Reiðfatnaður í
miklu úrvali frá
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Be Radical
T h e M a k e u p
Leyfðu sköpunargleði þinni að njóta sín
með nýju haust- og vetrarlitunum
frá The Makeup
Kynning fimmtudag, föstudag,
og laugardag.
Hægt er að panta tíma í förðun.
Kringlunni sími 533 4533