Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 37 A-flokkur gæðinga 1. Samantha Leidesdorff á Depli frá Votmúla, 8,50/8,64 2. Johan Häggberg á Aski frá Hå- kansgården, 8,17/8,49 3. Sigfús Sigfússon á Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti, 8,28/8,35 4. Tanja Gundlach á Hrönn frá Godemoor, 8,25/8,32 5. Gylfi Garðarsson á Hvati frá Hrappsstöðum, 8,44/8,29 6. Jóhann G. Jóhannesson á Nonna frá Sellnensee, 8,18/8,28 7. Sigurður Óskarsson á Boða, 8,07/ 8,24 8. Jóhann R. Skúlason á Gný frá Stokkseyri, 8,31/8,19 9. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá Frövik, 8,07/8,18 10. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá Barghof, 8,23/8,15 11. Hólmgeir Jónsson á Glæsi frá Leinetil, 8,11/8,05 B-flokkur gæðinga 1. Malu Logan á Breka frá Eyrar- bakka, 8,14/8,60 2. Göran Montan á Braga frá Allen- bach, 8,43/8,56 3. Johan Häggberg á Þyrlu frá Lilla Arnebo, 8,42/8,52 4. Ylva Hagander á Mekki frá Varmalæk, 8,16/8,38 5. Reynir Ö. Pálmason á Þræði frá Hvítárholti, 8,15/8,38 6. Sverrir Jónsson á Steina frá Ekastorp, 8,36/8,27 7. Louise Löfgren á Tindru frá Gategården, 8,10/8,21 8. Anna Akers á Sólfara frá Kvarn- backa Gården, 7,97/8,06 9. Johanna Elgholm á Sólfara frá Ovikshfjällen, 7,97/8,06 10. Alexandra Montan á Hlyni frá Blesastöðum, 7,96/7,98 Tölt 1. Göran Montan á Braga frá Allen- bach, 7,50/7,61 2. Johan Häggberg á Þyrlu frá Lilla Arnebo, 7,27/7,61 3. Malu Logan á Breka frá Eyrar- bakka, 6,70/7,05 4. Ylva Hagander á Mekki frá Varmalæk, 6,67/6,78 5. Anna Åkers á Sólfara frá Kvarn- backa Gård, 6,00/6,50 6. Louse Löfgren á Tindru frá Gate- gården, 6,23/6,28 7. Silke Köhler á Mána frá Flag- bjarnarholti, 5,83/5,94 Slaktaumatölt 1. Gylfi Garðarson á Hvata frá Hrappsstöðum, 8,27/8,35 2. Garðar Gíslason á Krapa, 8,30/ 8,34 3. Reynir Ö. Pálmason á Funa frá Hvítárholti, 8,23/8,28 4. Tanja Gundlach á Hrönn frá Godemoor, 8,23/8,27 5. Sigfús Sigfússon á Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti, 7,87/8,16/ 8,27 6. Eve Barmettler á Eiríki rauða frá Hólum, 8,10/8,03/8,08 7. Guðmundur Björgvinsson á Væng frá Engimýri, 8,17/8,06/7,98 Gæðingaskeið 1. Johan Häggberg á Aski frá Hå- kansgården, 8,84/8,81 2. Tóti Arnarson á Bangsa, 8,47/8,53 3. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá Barghof, 8,56/8,52 4. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá Frövik, 8,46/8,49 5. Herbert Ólason á Fáki frá Holti, 8,45/8,34 150 metra skeið 1. Herbert Ólason á Fáki frá Holti, 14,0 sek./9,50 2. Garðar Gíslason á Hraða frá Sauðárkróki, 14,8 sek./9,10 3. Helén Blom á Kolbrúni frá Dals- mynni, 15,2 sek./8,90 4. Otto Beckström á Háleggi frá Spelnästorp, 15,3 sek./8,85 5. Hólmgeir Jónsson á Glæsi frá Leinetil, 15,4 sek./8,80 250 metra skeið 1. Magnus Lindquist á Thor frá Kalvsvik, 21,2 sek./9,90 2. Reynir Aðalsteinsson á Sprengi- hvelli frá Efstadal, 21,9 sek./9,55 3. Magnús Skúlason á Örvari frá Stykkishólmi, 22,0 sek./9,50 4. Tanja Gundlach á Hrönn frá Godemoor, 23,1 sek./8,95 5. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá Barghof, 23,2 sek./8,90 100 metra flugskeið 1. Magnús Skúlason á Örvari frá Stykkishólmi, 7,7 sek. 2. Alexandra Montan á Glóa frá Eyrarbakka, 7,8 sek. 3. Reynir Aðalsteinsson á Þór frá Frövik, 7,9 sek. 4. Matilda Norman á Viktori frá Stordalen, 7,9 sek. 5. Katrin Brüning á Ölvaldi frá Faxabóli, 8,0 sek. Stigakeppni mótsins 1. Jón Steinbjörnsson á Óðni frá Barghof, 8,83 2. Tanja Gundlach á Hrönn frá Godemoor, 8,75 3. Jóhann G. Jóhannesson á Nonna frá Sellnensee, 8,51 4. Helén Blom á Kolbrúni frá Dals- mynni, 8,50 5. Eve Barmettler á Eiríki rauða frá Hólum, 8,49 Úrslit MAGNUS Lindquist og Þór frá Kalvsvik náðu góðum spretti á skeiðmeistaramótinu þegar þeir hjuggu nokkuð nærri heimsmetinu í 250 metra skeiði. Tíminn var 21,2 sek. sem er eftir því sem best er vitað næstbesti tími ársins á vega- lengdinni. Þeir eiga sem kunnugt er heimsmetið í flugskeiði og því má ætla að þeir séu til alls líklegir. Það gekk á ýmsu hjá þeim félögum því í fjórða sprettinum reyndist illa girt hjá Magnúsi og hnakkurinn rann aftur að lend Þórs sem leiddi aftur til þess að hann fór í stungum fljótlega eftir ræsingu. Var hætta á ferðum því Þór er kröftugur hestur og skapmikill en keppinautar þeirra í sprettinum, Reynir Aðalsteinsson og Magnús Skúlason, sýndu mikinn drengskap og hægðu á hestum sínum og fór þetta allt vel að lokum. Fengu þeir síðan að fara annan sprett en Magnus taldi gott komið að sinni og sat hjá. Mótið tókst vel í flesta staði, þátttaka var þokkaleg en það virð- ist alltaf draga úr þátttöku þegar mótin eru haldin utan Þýskalands. Þá virðast Þjóðverjar tregir til þátttöku þegar mótin eru haldin á Norðurlöndum. Þá virðist áhugi Íslendinga fyrir þessum mótum vera að dvína og veldur þar sjálfsagt lenging keppn- istímabilsins á Íslandi samfara því að skeiðmeistaramótin eru haldin um miðjan september í stað októ- ber áður. En Íslendingar starfandi erlendis halda heiðri landans á lofti og mæta ótrauðir til leiks. Nokkrar af stjörnum heims- meistaramótsins mættu til leiks og má þar nefna sjálfan heimsmeist- arann í gæðingaskeiði, Johan Häggberg og Askur frá Håkans- gården, og sigruðu þeir þar nokkuð örugglega auk þess að verða í öðru sæti í A-flokki gæðinga á eftir öðr- um HM-stjörnum þeim Depli frá Votmúla og Samönthu Leidesdorrf, sem voru nokkuð örugg mð fyrsta sætið. Nú var keppt í bæði B-flokki gæðinga og tölti T 1 en hingað til hafa þessi mót verið eingöngu fyrir fimmgangshesta. Í töltinu sigraði Bragi frá Allenbach en nú með nýj- an knapa, Göran Montan, sem jafn- framt var gestgjafinn að þessu sinni. Háðu þeir harða keppni við Johan Häggberg og Þyrlu frá Lilla Arnebo. Þeir urðu jafnframt í öðru sæti í B-flokki á eftir Malu Logan og Breka frá Eyrarbakka sem var fulltrúi Íslands á HM í Noregi ’97. Sjálf skeiðmeistarakeppnin sem lengi vel var hápunktur allra skeið- meistaramóta laðar ekki eins vel að og áður. Nú telst það til tíðinda ef fjórir efstu í hvorri grein, 150 og 250 metrunum, nýta sér rétt sinn. Nú þurfti þó aðeins að fara niður í fimmta sæti í 150 metrunum til fylla hópinn en í 250 metrunum var keppandi í 7. sæti meðal þátttak- enda. Keppni þessi er mjög erfið fyrir hestana og oft sem knapar tíma ekki að offra hestum sínum í þetta. En spennandi getur hún ver- ið og óhætt er að segja að heima- menn hafi „átt“ keppnina að þessu sinni. Í 150 metrunum varð skeiðmeist- ari hin sænska Helén Blom með 10 stig en landi hennar, Otto Beckstr- öm, kom næstur með 5 stig. Síðan komu Íslendingarnir Hólmgeir Jónsson með 3 stig en gamla brýn- ið Herbert Ólason rak lestina stigalaus að þessu sinni. Í 250 metrunum var það Svíinn Frederik Rydström sem sigraði með 10 stigum. Reynir Aðalsteins- son kom næstur með 6 stig, Magn- ús Skúlason þriðji með 5 stig og Jóhann Skúlason fjórði með 4 stig. Skerpusprettir á skeiðmeistaramótinu á Margaretehof í Svíþjóð Höggvið nærri heims- metinu í 250 metrum Morgunblaðið/Valdimar Magnus Lindquist og Þór frá Kalvsvik gerðu góða atlögu að heimsmetinu í 250 metrum og eru til alls vísir. Morgunblaðið/Valdimar Hinn íðilfagri Depill sem er frá Votmúla gerði það gott á skeiðmeist- aramótinu en hann ásamt knapa sínum sigraði í A-flokki gæðinga. Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI Be Radical T h e M a k e u p Leyfðu sköpunargleði þinni að njóta sín með nýju haust- og vetrarlitunum frá The Makeup Kynning fimmtudag, föstudag, og laugardag. Hægt er að panta tíma í förðun. Kringlunni sími 533 4533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.