Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Tensho Maru 28 kemur í dag. Arnarfell og Goða- foss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gerda Maria kemur í dag, Sléttbakur kemur á morgun Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14-17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30-17. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæðargarði 31. Farin verður haust- litaferð í Bása við Þórs- mörk 27. sept. ef veður leyfir. Hafa verður með sér nesti til dagsins, hlý föt og góða skó. Leið- sögumaður Helga Jörg- ensen. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 8.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði og Hæð- argarði. Skráning á Norðurbrún í síma 568- 6960, Furugerði í síma 553-6040 og í Hæð- argarði í síma 568-3132. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, opin handavinnustof- an,bókband og öskju- gerð, kl. 9.45-10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10- 16 púttvöllur opinn. All- ar upplýsingar í síma 535-2700. Föstudaginn 21. september verður sviðasveisla kl. 19. Dans á eftir, Hjördís Geirs skemmtir. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8.30- 14.30 böðun, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 mynd- list, kl. 9-16 handavinna. Félagsstarfið Furugerði 1. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurður, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia, kóræfingar eru byrjaðar og verða á mánudags- kvöldum kl. 19.30, nýir kórfélagar velkomnir. Á morgun föstudag verður messa kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Furugerðiskórinn syng- ur, kaffiveitingar eftir messu. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9- 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9-13 handa- vinnustofan opin, kl. 14.30-15.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerðir mánu- og fimmtudaga- Uppl. í síma 565-6775. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtudagur kl. 9.45 Boccia, kl 10 ker- amik, Fótaðgerðastofa opin 9-14. Á næstunni: Snyrtinámskeið byrjar 25. sept. kl. 9. Spænska hefst 27. sept. kl. 12.15. Leshringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt kl. 10.30. Búta- saumur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Les- hringur á Bókasafni Álftanesi byrjar 10. okt. kl. 15. Nánar sjá www.fag.is. Sími 565 6622. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtudag er brids kl. 13. Haustlita- ferð til Þingvalla 22. september, kvöldverður og dansleikur í Básnum. Leiðsögn Pálína Jóns- dóttir og Ólöf Þórarins- dóttir. Brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 14. Vinsamlegast sækið far- miðann sem fyrst. Nám- skeið í framsögn og upp- lestri hefst fimmtudaginn 27. sept- ember kl. 16.15. Kennari Bjarni Ingvarsson. Skráning hafin á skrif- stofunni. Ákveðið hefur verið að halda námskeið í brids á miðvikudags- kvöldum, kennari Ólafur Lárusson, skráning haf- in á skrifstofu. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóvember á sérstökum vildarkjörum. Upplýs- ingar og skráning á skrifstofunni. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10-12. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10-16 s. 588- 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 glerskurðarnámskeið, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 9-16 böðun, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.10 helgistund umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. glermálun, umsjón Óla Stína. Veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Á morgun kl. 16 opnar Jón Valgarð Jörgensen myndlistarsýningu kl. 16, m.a. syngur Gerðu- bergskórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar, félagar úr tón- horninu leika létt lög. Allir velkomnir. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30, klippimynd- ir, taumálun, kl. 9-15, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Hatajóga, nokkur pláss laus. Upplýsingarí s. 564-5260 og í Gull- smára. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10-11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15-12 að- stoð við böðun, kl. 9.15- 15.30 handavinna, kl. 10- 11 boccia, kl. 13-14 leik- fimi, kl. 13-16 kóræfing. Hálfsdagsferð. Fimmtu- daginn 27. sept. kl. 13. Farið verður á sýningu á útskurðarverkum eftir Siggu á Grund sem tek- ur á móti hópnum í Sjón- minjasafni Íslands í Hafnarfirði. Ekið verður til Krísuvíkur. Krísuvík- urkirkja skoðuð. Kaffi- veitingar í Bláa lóninu, skoðunarferð um Grindavík. Leið- sögumaður Nanna Kaaber, athugið tak- markaður fjöldi, sækja þarf farmiðana fyrir þriðjudaginn 25. sept. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Tafl í Rauða sal kl. 19. Kvenfélag Kópavogs fundur í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10. Kristnoboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur í umsjá Hrannar Sigurðardóttur kristniboða. Fundurinn hefst kl. 16, með kaffi. Allar konur velkomnar. Samtök lungnasjúk- linga, fræðslufundur í kvöld kl. 20 í Safn- aðarheimili Hallgríms- kirkju,. inngangur um aðaldyr kirkjunnar. Ólafur Baldursson, lungnalæknir á Land- spítala - háskólasjúkra- húsi heldur fyrirlestur um slímseigjusjúkdóma. Allir velkomnir. Minningarkort Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Í dag er fimmtudagur 20. septem- ber, 263. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Minn á þetta og heit á þá fyrir augliti Guðs að eiga ekki í orða- stælum til einskis gagns, áheyr- endum til falls. (II.Tím. 2, 14.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 kirkjuleiðtogi, 8 kverk- sigi, 9 laumuspil, 10 mán- aðar, 11 skjálfa, 13 gorta, 15 sneypa, 18 bogna, 21 rándýr, 22 stirðleiki, 23 bjánar, 24 smjaður. LÓÐRÉTT: 2 syndakvittun, 3 toga, 4 svalur, 5 lokuðu, 6 gá- leysi, 7 skjóta, 12 sam- hljóðan orða, 14 kraftur, 15 listi, 16 krók, 17 ríkt, 18 skellur, 19 yfirbragð, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 forks, 4 hökta, 7 gæska, 8 nötra, 9 kæn, 11 næði, 13 biða, 14 nældi, 15 garn, 17 lúka, 20 æra, 22 sekks, 23 kafli, 24 annar, 25 sárin. Lóðrétt: 1 fúgan, 2 ræsið, 3 skak, 4 húnn, 5 kætti, 6 aana, 10 ætlar, 12 inn, 13 bil, 15 gusta, 16 ríkan, 18 úlfur, 19 arinn, 20 Æsir, 21 akks. K r o s s g á t a MEÐ þessu bréfkorni til blaðsins langar mig til að deila með lesendum mjög ánægjulegri reynslu um leið og ég kem athugasemd á framfæri við Bónus. Ég hef verið hjartasjúk- lingur undanfarin 6 ár og er 69 ára gamall. Ég hef átt í miklum vandræðum með að ná niður slæma kólester- ólinu í blóðinu og var satt að segja búinn að gefa upp alla von um að ná að lækka það kominn á þennan aldur. Það hefur mælst um og yfir 6 og læknirinn minn hefur ítrekað lagt á það áherslu að ég verði að ná kólester- ólinu niður. Fyrir um það bil ári sagði hjúkrunarfræðingur mér frá matarolíu sem heitir ISIO4 sem hún sagði að væri mjög góður kostur fyrir kólesterólið í blóðinu. Þá þegar ákváðum ég og konan mín að byrja að nota eingöngu þessa olíu. Frá þeim tíma steiktum við aldrei upp úr annarri ol- íu en ISIO4, notuðum hana einnig út á salat, bárum hana fram með fiski í stað þess að bræða smjör eða tólg og notuðum hana einn- ig í allan bakstur í stað smjörlíkis eða smjörs. Aðrar breytingar gerðum við ekki á mataræðinu og ég var á sömu lyfjum og ég hafði verið á undanfarin ár. Í sl. viku, um ári eftir að við hófum að nota ISIO4- matarolíuna, fór ég síðan í kólesterólmælingu. Í þeirri mælingu kom í ljós að slæma kólesterólið hafði lækkað úr 6 niður í 4,7, sem er umtalsverð lækkun og mesta lækkun hjá mér frá því að ég varð hjartasjúklingur og það sem meira er að góða kól- esterólið hafði líka breyst, það hækkaði úr 0,8 upp í 1,1 sem er mjög gott. Þar sem eina breytingin sem ég gerði á matarræðinu frá síðast ári var að byrja neyta ISIO4-olíunnar í stað annarrar fitu þá er ég ekki í neinum vafa um að þessi jákvæða breyting á kólesterólinu í blóði mínu er ISIO4-matarolíunni að þakka. Þegar niðurstaða þess- arar mælingar lá ljós fyrir hafði ég samband við inn- flytjanda þessarar frá- bæru vöru til að segja þeim þessi gleðitíðindi og þá var mér tjáð að þessi niðurstaða væri í takt við viðurkenndar vísindarann- sóknir sem gerðar hefðu verið á þessari olíu enda væri hún sérstaklega fram- leidd með heilsufarsleg sjónarmið í huga. Það sem veldur mér hins vegar nokkru hugarangri er að geta ekki keypt þessa matarolíu í Bónusi þar sem við gerum mestöll okkar innkaup. Við erum nýflutt til Reykjavíkur utan af landi og lendum nú í því að þurfa að kaupa í matinn á fleiri stöðum en við þurft- um úti á landi þar sem Bón- us selur ekki þá matvöru sem við mundum aldrei sleppa úr okkar innkaup- um. Ég skora því á Bónus að taka í sölu ISIO4-matarol- íuna og einnig langar mig að skora á þá sem þekkja til vörunnar að láta í sér heyra. Jón Sigurðsson, 240632-4979, Klapparbergi 31, R. Þakklæti til blaðbera HULDA hafði samband við Velvakanda og vill hún kom á framfæri þakklæti sínu til blaðbera Morgunblaðsins í Hátúni 10 og 10a. Vill hún þakka fyrir hvernig blaðberinn gengur frá blaðinu í póstkassanum. Segir hún að áður fyrr hafi blöðin ekki fengið frið í póstkassanum en nú sé þannig gengið frá blaðinu að það fær að vera í friði. Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum BLÁTT karlmannsreiðhjól er í óskilum í Meðalholti. Upplýsingar í síma 552- 2576. Jakki tekinn í misgripum GRÁR/svartur jakki var tekinn í misgripum í partíi hjá verkfræði- og hjúkrun- arfræðideild í Skipholti 50 á föstudag. Einnig var Barcelona-lyklakippa í jakkanum. Vinsamlegast hafið samband í síma 694- 2979 Vindjakki í óskilum FYRIR rúmri viku fannst ljós vindjakki (létt úlpa) á bílastæði í Stigahlíð. Uppl. í síma 553-0320. Gleraugnahulstur í óskilum BRÚNT gleraugnahulstur úr leðri er í óskilum hjá Hannyrðaversluninni Margaretha í Kringlunni 7. Upplýsingar á staðnum og í síma 533-5444. Dýrahald Kettlingar fást gefins 8 VIKNA læða og 5 mán- aða gamlir kettlingar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 867-0327. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Matarolían sem lækkar kólesteról Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja var tekinnfyrir of hraðan akstur í Kópa- vogi um daginn. Kunninginn vissi svo sem upp á sig skömmina og var alveg sáttur við að vera „kærður fyr- ir of hraðan akstur“ eins og lög- reglumaðurinn sagði svo snaggara- lega. Á hinn bóginn var kunninginn ósáttur við framkomu lögreglu- þjónsins, sem muldraði í barm sér, svo kunninginn þurfti að hvá hvað eftir annað. Þessi ungi lögreglumað- ur virtist vera að að þylja eitthvað á þá leið, að sakamanninum væri óskylt að tjá sig en ef hann segði eitt- hvað mætti nýta það gegn honum. Kunningi Víkverja hefur ekki áð- ur verið stöðvaður í umferðinni og var nokkuð lengi að átta sig á því að verið væri að stöðva hann. Fyrstu viðbrögð voru því að hægja á bifreið- inni og færa hana út í kant svo að lögreglubifreiðin kæmist fram hjá. Það var ekki fyrr en sírenurnar voru settar á án þess að bílstjóri lögreglu- bifreiðarinnar gerði sig líklegan til að fara fram úr að kunninginn áttaði sig og stöðvaði bifreiðina. Lögreglu- maðurinn, sem sat farþegamegin og kom og sótti sakamanninn, var reyndar afar kurteis og bað um að ökuskírteinið væri haft meðferðis. Lögreglumaðurinn sem las kunn- ingja Víkverja pistilinn var aftur á móti afar dónalegur og skammaðist yfir því að bifreiðin hefði ekki verið stöðvuð strax og kunningi Víkverja svaraði létt að ekki hefði flögrað að honum að verið væri að stöðva hann. Þessi ungi lögreglumaður gat ekki svarað á sömu nótum, heldur var eins og hann væri að fást við al- ræmdan sakamann eða síbrota- mann. Kunningi Víkverja var ekki sáttur við framkomu lögreglu- mannsins og fór að leiða hugann að fréttum um að lögreglan ætti það til að sýna óþarft ofbeldi við handtökur og afskipti af ýmsum málum. x x x ALDREI kom það kunningjanumtil hugar að neita sök eða vera dónalegur. Þvert á móti játaði hann fúslega og sagðist engu ætla að mót- mæla. Þess vegna er framkoma ungs lögregluþjóns við þessar aðstæður óskiljanleg. Óhjákvæmilega fauk í kunningja Víkverja og hann kvaddi með þeim orðum að lögregluþjónn- inn mætti alveg hafa það í huga að óþarft væri að vera svona dónalegur þó að hann væri að taka fólk fyrir of hraðan akstur. Ætla mætti að lög- regluþjónar hljóti að þurfa að hafa skilning á því að fólki bregður við að sjá blikkandi ljós í baksýnisspeglin- um og er kannski lengur að hugsa og bregðast við heldur en við eðlilegar aðstæður. Svo er það líka óskiljan- legt að lögreglumaður við svo venju- leg skyldustörf sem umferðareftirlit finni sig knúinn til að sýna dónaskap í tilfellum sem þessum. x x x ÞAÐ vakti athygli Víkverja þegarhann kom til landsins nýlega frá útlöndum að mjög mikið rusl er við Keflavíkurflugvöll. Allskyns rusl er meðfram flugbrautunum. Vík- verja finnst þetta setja leiðinlegan svip á völlinn og hætt er við að sumir ferðamenn, sem sjá landið í fyrsta skipti út um glugga flugvélanna, fái það á tilfinninguna að þrifnaði sé verulega ábótavant á Íslandi. Þar fyrir utan hlýtur að vera varasamt að hafa rusl fjúkandi nálægt þotu- hreyflum. Það hlýtur að vera hluti af almennum rekstri flugvallarins að rusl sé reglulega hreinsað af svæð- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.