Morgunblaðið - 20.09.2001, Síða 38
Elsku besti bróðir okkar, nú ertu
farinn frá okkur og hefst nú nýr
kafli í lífshlaupi þínu.
Okkur fannst við alltaf vera stór
systkinahópur en nú er stór hluti
okkar farinn og ekkert mun fylla
þetta stóra tómarúm í hjarta okk-
ar. Við sitjum hér saman nú og
okkur finnst við svo fá en minning-
arnar um þig halda okkur gang-
andi, grátandi, hlæjandi, þú sem
hélst uppi fjörinu með þínum ein-
staka hætti, þú sem alltaf varst
reiðubúinn að gera allt fyrir alla,
þú sem komst okkur sífellt á óvart,
þú sem fórst þínar eigin leiðir, þú
sem varst svo hjartagóður, þú sem
varst svo barngóður, þú sem bættir
okkur, þú ert stór hluti af okkur,
þú ert bróðir okkar.
Lífshlaup þitt í þessu lífi var
ekki langt en eins og máltækið seg-
ir: „Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.“ Þó að árin hafi einungis
verið 19 gafstu okkur og kenndir
mikið. Það er sama hversu mikið
við reynum, við getum aldrei þakk-
HEIÐAR
ELÍASSON
✝ Heiðar Elíassonfæddist 24. júlí
1982. Hann lést 9.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Heið-
ars eru Sigurbjörg
Kristjánsdóttir, f. 24.
júní 1952, og Elías
Þorsteinsson, f. 16.
ágúst 1952. Heiðar
var fjórði af fimm
systkinum, hin eru:
Unnar, f. 16. nóv.
1972; Sonja Björk, f.
21. júlí 1975, gift
Pétri S. Gunnars-
syni, þeirra börn eru
Sandra Ýrr Markúsdóttir og Elísa
Sól Pétursdóttir; Arnar, f. 1. apríl
1980; og Örvar, f. 28. október
1988.
Útför Heiðars fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
að þér nægilega mikið
fyrir allt sem þú varst
og gerðir.
Jesús mælti: Ég er upp-
risan og lífið. Sá sem trúir á
mig mun lifa, þótt hann
deyi. Og hver sem lifir og
trúir á mig
mun aldrei að eilífu deyja.
Trúir þú þessu?
(Jóh: 11:25–26.)
Elsku Heiðar, þessu
trúum við, við hlökk-
um til að hitta þig því
að lífsleiðir okkar
munu mætast á ný.
Þín systkini,
Unnar, Sonja,
Arnar og Örvar.
Elsku Heiðar. Nú þegar þú ert
farinn fer maður að hugsa til baka
um þær stundir sem maður upplifði
með þér í þessu lífi. Ég get samt
viðurkennt að það sem ég þekkti af
þér var mest þegar við vorum
svona 10 ára þegar ég, Hildur,
Arnar og þú lékum okkur saman í
löggu og bófa. En þessa viku sem
ég hafði verið inni á Akureyri í
skóla var ég farin að kynnast þér
aftur og fyrir það er ég mjög þakk-
lát þó svo að það hafi ekki verið
meira. En það varð nóg til þess að
ég sá hversu frábær félagi þú
varst.
Elsku Sidda, Elli, Unnar, Sonja
og fjöldskylda, Arnar og Örvar,
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Þín frænka,
Sigurdís.
Það varð okkur öllum mikið áfall
að frétta af láti Heiðars frænda
okkar. Hann var ekki nema 19 ára
og enginn veit hvernig líðan hans
hefur verið á hans alltof stuttu ævi.
Við getum aðeins vonað að honum
líði nú betur og við getum óskað
honum góðrar og gæfuríkrar ferð-
ar á þeirri leið sem framundan er.
Fjölskylda Heiðars á erfiða tíma í
vændum en þau eiga vini og vanda-
menn sem hugsa til þeirra og eru
þeim innan handar þegar sorgin
ætlar að yfirbuga og skyggja á líf-
ið.
Við erum til staðar fyrir ykkur,
eins og þið hafið verið til staðar
fyrir okkur á erfiðum stundum.
Ekki gleyma því. Guð leiði Heiðar
inn í bjartari veröld og veri með
ykkur, foreldrum hans og systk-
inum, á erfiðum tímum.
Áslaug og Björn,
Elva, Friðrik og Björn,
Sigrún Vala og Fadhel,
Svala, Bragi, Berglind
Thelma, Dofri og Brynja.
Í dag kveð ég minn besta vin,
Heiðar Elíasson, með miklum trega
og sorg. Heiðar lést aðeins 19 ára
gamall og átti alla ævina fram-
undan en því miður var hans tími
hér á meðal okkar búinn miklu fyrr
en ég vildi. Einhvern veginn er ég
ekki tilbúinn til að kveðja þennan
dreng sem ég get stoltur kallað
besta vin minn.
Það er svo margs að minnast um
Heiðar og af mörgu að taka en eitt
vissu þó allir sem þekktu hann og
það var hversu ljúfur og góður
drengur hann var.
Ég man ekki hvenær ég kynntist
Heiðari og því get ég sagt að ég sé
búinn að þekkja hann síðan ég man
eftir mér, mömmur okkar voru
búnar að vera vinkonur síðan þær
bjuggu á Húsavík, en ég byrjaði
hins vegar ekki að hanga með
Heiðari fyrr en í lok níunda bekkj-
ar og síðan hefur varla liðið dagur
án þess að við hittumst eða töl-
uðum saman í síma. Það kemur víst
alltaf að kveðjustund og núna er
okkar kveðjustund runnin upp og
einhvern veginn verð ég að trúa því
að hann sé kominn til vina og fjöl-
skyldu og ég treysti því að mamma
mín passi upp á hann þangað til ég
hitti þau á ný þegar minn tími mun
koma.
Mig langar til að votta öllum að-
standendum Heiðars mína dýpstu
samúð og megi Guð geyma ykkur
að eilífu.
Steinar Óli Jónsson.
Í spámanninum eftir Khalil Gibr-
an standa þessi orð um vináttuna:
„Vinur þinn er þér allt. Og þegar
hann þegir, skiljið þið hvor annan.
Og gefðu vini þínum það sem þú
átt best. Því að í dögg lítilla hluta
finnur sálin morgun sinn og endur-
nærist.“
Hann Heiddi vinur minn er dá-
inn. Farinn frá okkur yfir í eilífð-
arlandið. Við vinir hans stöndum
eftir hnípnir og spyrjum hvers
vegna hann – hann sem var svo
ljúfur og góður félagi.
Við Heiddi höfum þekkst frá því
að við vorum smápollar saman á
leikskólanum Árholti. Við vorum
óaðskiljanlegir. Lékum okkur sam-
an, vorum saman í alls kyns sprelli
og gerðum nú stundum ýmislegt
sem fóstrurnar voru ekki alltof
hrifnar af. Svo fórum við í Gler-
árskólann, í sama bekk og auðvitað
sátum við saman öll árin sem við
vorum í þeim skóla. En við vorum
ekki bara saman í skólanum. Við
æfðum líka saman íþróttir. Fót-
bolta, handbolta, körfubolta, alltaf í
sama liðinu, alltaf samferða á æf-
ingar, alltaf saman. Nú hellast yfir
mig minningar frá öllum þeim
keppnisferðalögum sem við fórum í
saman. Þú varst alltaf svo traustur,
það var alltaf hægt að reiða sig á
Heidda, hann var eins og klettur.
Þú dreifst þig út á vinnumarkað-
inn. Þú varst bráðduglegur og áttir
ekki í vandræðum með að fá vinnu.
Í haust söðlaðir þú um og fórst
aftur í skólann. Þá urðum við aftur
skólafélagar þó svo að við gætum
ekki setið saman eins og þegar við
vorum litlir. En við vorum oft sam-
ferða og spjölluðum þá um alla
heima og geima, trúðum hvor öðr-
um fyrir því sem okkur lá á hjarta í
það og það skiptið og svo þögðum
við saman. Það er líka gott að geta
þagað með vini sínum. Ég man
þegar þú fékkst bílprófið á undan
mér. Þá var nú stundum „rúntað“
mikið og lengi. Ekki alltaf komnir
heim á kristilegum háttatíma eða
það fannst foreldrum okkar. En við
kærðum okkur kollótta. Það yrði
nógur tími til að sofa þegar við yrð-
um gamlir karlar. Því ekki hvarfl-
aði að okkur annað en við yrðum
gamlir saman, alveg eins og við
vorum litlir strákar saman. Menn-
irnir álykta en Guð ræður. Við
verðum ekki gamlir karlar saman.
Þú ert horfinn sjónum okkar í bili
en vonandi eigum við eftir að hitt-
ast á eilífðarlandinu og þá tökum
við upp þráðinn á nýjan leik. Sitj-
um saman, æfum saman, hlæjum
saman. Ég sakna þín óskaplega
mikið, Heiddi vinur. Það gera allir
þeir sem þekktu þig og áttu þig að
félaga og vini.
Ég sendi foreldrum og systk-
inum Heidda vinar míns innilegar
samúðarkveðjur og bið þess að tím-
inn lækni sár þeirra.
Að lokum langar mig til að
kveðja vin minn með þessum vís-
um.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Barði Þór.
Elsku Heiðar.
Ég á eftir að sakna þín mjög
mikið. Þú varst svo góður og hugs-
aðir alltaf fyrst um aðra áður en þú
hugsaðir um sjálfan þig.
Fagrar og góðar minningar er
það sem ég geymi nú í huga mér.
Minningar eins og tíminn sem við
áttum saman í bústaðnum í sumar
og það hve góður þú varst alltaf við
hann Bergsvein litla munu aldrei
líða úr huga mér. Þú munt alltaf
verða umhyggjusamasta mann-
eskja sem ég hef kynnst og mun
kynnast. Ég á seint eftir að sætta
mig við og læra að lifa við þennan
missi og ég mun aldrei gleyma þér.
Hrafnhildur (Hilla).
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Hvaða flækingur er á þér? Þú
ert aldrei heima hjá þér.“ Svona
heilsaði Dadda mér þegar ég
heimsótti hana á sjúkrahúsið á
Patreksfirði í sumar. Mér leið
strax betur því að um leið vissi ég
að ekkert amaði að henni andlega
eða eins og hún sjálf sagði stuttu
seinna: „Enn er ég þó skýr í koll-
inum,“ þótt við vissum bæði að
mátturinn í fótunum og höndum
væri farinn að gefa sig. Við sátum
frammi á gangi og hún sagði mér
fréttir af fólkinu á Bíldudal og
fólkinu okkar fyrir sunnan sem ég
hefði auðvitað átt að vita meira um
en hún í mörgum tilvikum en
þannig hefur það bara alltaf verið,
hún fylgdist svo ótrúlega vel með
okkur öllum. Því miður gat ég ekki
stoppað nema stutta stund, hjálp-
aði henni síðan á fætur og fylgdi
henni er hún gekk inn á stofuna
sína með hjálp göngugrindar þar
DAÐÍNA
ÁSGEIRSDÓTTIR
✝ Daðína Ásgeirs-dóttir fæddist á
Baulhúsum við Arn-
arfjörð 23. septem-
ber 1915. Hún lést á
Sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar 13. septem-
ber síðastliðinn. Dað-
ína var ein átta
barna Ásgeirs
Matthíassonar og
Guðbjargar Krist-
jánsdóttur. Daðína á
soninn Jörund
Bjarnason. Hann er
kvæntur Elísabetu
Guðnadóttur og búa
þau í Reykjavík.
Útför Daðínu fer fram frá
Bíldudalskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
sem ég kvaddi hana
eftir að hafa skoðað
myndir af litlum
frændum og frænkum
og öðrum krökkum
sem örugglega litu
einnig á Döddu sem
frænku sína. Ég var
þá ákveðinn í að koma
fljótlega vestur aftur
og var þá viss um að
ég mundi heimsækja
hana heima í Kurfu á
Bíldudal og fljótlega
frétti ég líka að hún
væri komin heim.
Þegar ég spurði Þur-
íði hjúkrunarfræðing þegar ég
hitti hana hér fyrir sunnan hvort
nokkurt vit væri í því að Dadda
væri ein heima í Kurfu svona til
heilsunnar svaraði hún að bragði:
„Nú, hvar heldurðu að henni
mundi líða betur?“
Þegar Dadda varð 75 ára 23.
september í fyrra var ég svo hepp-
inn að vera með námskeið á Pat-
reksfirði. Um kvöldið skrapp ég
því yfir Hálfdan í heimsókn með
fáein blóm. Þar tóku Dadda og
Kolla á móti mér og svei mér þá ef
þetta var ekki í fyrsta skipti sem
ég sá Döddu sitja meðan einhver
var í heimsókn þó svo að ég hafi
nú aldrei litið á mig sem gest í
Kurfu. En núna sat hún með mér
við borðið og skipaði Kollu fyrir og
áður en varði var borðið orðið fullt
af tertum og öðru góðgæti, bara
fyrir mig einan. Sem betur fer var
fljótlega bankað og fleiri litu inn.
Þegar ég skoðaði gestabókina sá
ég að stöðugur straumur gesta
hafði verið allan daginn. Næsta
dag þegar ég fór suður kom ég við
til að kveðja og auðvitað var mér
skipað að setjast meðan Dadda
hellti upp á kaffi, náði í bolla upp í
skáp þótt hún ætti orðið erfitt með
að lyfta hægri hendinni og með
gang, tók fram tertur, brauð og
álegg eins og ég hefði hvorki feng-
ið vott né þurrt í langan tíma. Við
spjölluðum um margt, afa og
ömmu, langafa, Baulhús, Kurfu
(eða Gimli eins og ég held að
Dadda hafi viljað kalla húsið sem
reyndar er hið rétta nafn) og fleira
og fleira. Við skoðuðum myndir og
ég fékk lánaða ættartölu ömmu
eða ættartölu Kristjáns Kristjáns-
sonar langafa, hreppstjóra í Stapa-
dal. Þá kom mér það á óvart er
það barst í tal að langafi hefði ort
þónokkuð að Dadda kunni allar
vísurnar hans og þuldi fyrir mig
ýmsar vísur sem annars voru glat-
aðar. Ég er því miður þannig gerð-
ur að ekki náði ég að læra þær en
vona að aðrir kunni þær fyrst við
erum nú að kveðja Döddu.
Þar sem pabbi ólst ekki upp hjá
afa og ömmu var e.t.v. ekki mikill
samgangur við þau á fyrstu ár-
unum mínum og þá um leið ekki
við Döddu sem bjó hjá þeim. Þeg-
ar við Kobbi fórum að vera saman
á hverjum degi leið held ég ekki sá
dagur yfir sumartímann að við
kæmum ekki við hjá ömmu í Kurfu
en afi var þá dáinn. Þar sátum við
og fengum sögur f rá því í gamla
daga, frá tíma afa og ömmu á
norðurströnd Arnarfjarðar. Og svo
einkennilega vildi til að fljótlega
kom Dadda heim og ekki leið á
löngu þar til kallið kom: „Strákar,
komiði og fáið ykkur mjólkursopa“
og alltaf fylgdi „Dödduterta“ með.
Marga daga komum við oftar en
einu sinni á dag og þá tók amma
stafinn sinn og náði í mjólk og
„Döddutertu“ handa okkur. En við
Kobbi vorum ekki þeir einu sem
komum í Kurfu þótt e.t.v. hafi ekki
aðrir gert það daglega eins og við
á þeim tíma. Allir sem komu til
Bíldudals frá norðurströndinni og
úr Borgarfirðinum komu í heim-
sókn til ömmu og allir fengu veit-
ingar hjá Döddu. Og svo tóku aðr-
ir krakkar við af okkur.
Ekki veit ég hvað Dadda lyfti
mörgum kílóum á dag meðan
heimilismjólkurbrúsarnir voru í
notkun og hún jós mjólkinni í þá
með mjólkurausunni. Og ekki veit
ég hvað Vinnueftirlitið hefði sagt
við þeirri vinnuaðstöðu í dag. Hún
þekkti örugglega hver átti hvern
einasta brúsa í þorpinu. Við systk-
inin vildum fá mjólk frá Tomma í
Otradal og hún reyndi að sjá til
þess að svo yrði. Það eina sem mér
líkaði ekki við sem hún bjó til var
skyrið sem ekki stóðst samanburð
samkvæmt mínum smekk við Ak-
ureyrarskyrið sem kom af og til í
mjólkurbúðina. Svo kom eitthvert
tæki í Kaupfélagið sem fólk setti
brúsana sína undir, ýtti á takka og
í brúsann streymdi mjólk. Auðvit-
að ýttu sumir á þrjá potta meðan
brúsinn tók bara tvo potta en það
er önnur saga. En hvaðan kom
mjólkin? Jú, hinum megin við
vegginn var Dadda og sá til þess
að mjólkin úr sveitinni rataði í
tækið. En með þessu hættu hin
daglegu samskipti sem hún hafði
átt við svo marga, sem ég held að
henni hafi þótt miður.
Þegar amma dó var missir henn-
ar e.t.v. mestur okkar allra, systk-
ina hennar og okkar barna-
barnanna og annarra. Hún hafði jú
búið með henni og annast hana
eftir því sem amma þurfti á að
halda og eins lengi og henni var
unnt. Við Dadda vorum alveg sam-
mála í sumar um hversu dýrmætt
það væri að vera alveg skýr í koll-
inum eins og hún orðaði það þó
svo að ýmislegt annað væri farið
að gefa eftir því það gefur svo
mikið að geta spjallað saman. Ég
veit að þannig var það alveg fram í
andlátið. Að lokum veit ég að ég
tala fyrir hönd systkina minna
þegar ég vil þakka Kollu fyrir
hversu mikinn stuðning hún veitti
Döddu alla tíð og nú sérstaklega
mörg síðustu árin þótt oft hafi
Dadda sagt mér frá því þegar hún
gleymdi sér í golfinu einu sinni og
Dadda skildi ekki neitt í því af
hverju hún kom ekki eins og
venjulega. Ég kveð þig með sökn-
uði, Dadda.
Víðir Kristjánsson.
Elsku Dadda okkar. Með þess-
um sálmi vil ég kveðja yndislega
konu:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og allar okkar
góðu samverustundir mun ég
geyma í hjarta mínu. Dadda, þú
varst mér og mínum dætrum
ávallt góð og gott var að koma til
þín í Körfuna í kaffi. Þú varst sí-
fellt prjónandi og það eru allnokk-
ur sokka- og vettlingapörin sem þú
hefur hlýjað okkur með. Elsku
Dadda mín, mér þykir afskaplega
vænt um þig og megir þú hvíla í
friði. Guð blessi þig.
Tone, Kolbrún
og Elisabeth Lind.