Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jörðin Rauðavík á Árskógsströnd Til sölu er jörðin Rauðavík á Árskógsströnd við Eyjafjörð ef viðunandi tilboð fæst. Ekkert greiðslumark er á jörðinni. Á jörðinni er íbúðarhús 83 m2, fjárhús 160 m2, hlaða 450 m3, hesthús 60 m2 og loðdýrahús 1010 m2. Ræktun á jörðinni er um 30 ha. Jörðin liggur að sjó og gefur möguleika á ýmsu til útiveru, skemmtilegar gönguleiðir o.fl. Jörðin gæti hentað vel fyrir félagasamtök eða hópa. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Búnaðarsambands Eyjafjarðar í síma 462 4477 eða á netfang aeh@bondi.is. Óskað er eftir tilboðum og að þeim sé skilað þangað fyrir 29. september nk. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi benda á í ályktun að frá náttúruverndarlegu sjónarmiði hefðu jarðgöng frá Fljótum yfir í Ólafsfjörð og önnur frá Fljótum yf- ir til Siglufjarðar verið betri kost- ur. Ályktunin er gerð í kjölfar þess að Vegagerðin hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrif- um jarðganga á norðanverðum Tröllaskaga þar sem niðurstaðan er sú að besta leiðin milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar séu tvenn jarðgöng og vegur um Héðins- fjörð. Bent er á í ályktun SUNN að betra sé að enginn vegur sé lagður í Héðinsfirði og að unnt hefði verið að breyta núverandi vegi um Lág- heiði í troðning eða göngustíg. Verði jarðgöng þau gerð sem Vegagerðin mælir með, verði til staðar óleyst samgönguvandamál milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar sem ef til vill væri best að leysa með þriðju jarðgöngunum frá Siglufirði yfir í Fljót. Þau göng kæmu í stað núverandi vegar um Almenninga og Strákagöng sem þykir ófullnægjandi sem sam- gönguleið til Siglufjarðar. Verði fyrirhuguð jarðgöng gerð um Héðinsfjörð leggja samtökin áherslu á að unnið verði aðalskipu- lag fyrir svæðið, sem ná þurfi yfir allan dalinn og miði að því að vernda sérstöðu þess og sérstæðan gróður sem hafi mikið verndar- gildi. Í skipulaginu sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir göngustígum frá bílastæði, göngubrúm yfir læki og um mýrlendi með merkingum göngustíga í firðinum og yfir heið- ar. Stofnaður verði sjóður sem tryggi aðgengi almennings Í aðalskipulaginu verði bæði verndarskipulag og útivistarskipu- lag. Benda samtökin á þann mögu- leika að leggja eitt til tvö prósent af kostnaði við gangagerðina til að stofna sjóð sem notaður yrði til að tryggja aðgengi almennings. Þá telja samtökin ennfremur ástæðu til að friðlýsa Héðinsfjörð form- lega, annað hvort sem friðland eða fólkvang. Loks er bent á mikilvægi þess að gera útivistarskipulag fyrir norðanverðan Tröllaskaga, en svæðið hafi mikla möguleika til að laða að innlenda og erlenda ferða- menn. Skorað er á viðkomandi sveitarfélög og ferðafélög að standa saman að slíku skipulagi og markaðssetja svæðið til göngu- ferða og annarrar útivistar. Aðalskipulag verði unnið fyrir svæðið Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi um jarðgöng um Héðinsfjörð NÍUNDA starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hefst með tón- leikum í Glerárkirkju sunnudaginn 23. september kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru hljómsveitarverk, sönglög í útsetn- ingum fyrir hljómsveit og aríur úr óperum. Fluttur verður Fingalshell- ir, forleikur eftir Mendelssohn, sönglög eftir Grieg og Sibelius auk þekktra íslenskra sönglaga í hljóm- sveitarbúningi Jóns Þórarinssonar. Seinni hluti tónleikanna er helgaður óperutónlist en þá verður fluttur for- leikur og aríur úr óperum. Síðasta verkið á efnisskránni er síðan Carm- en svíta eftir Bizet. Einsöngvari með með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands er Hulda Björk Garðarsdóttir sópran en hún er fædd á Akureyri og hóf söngnám sitt hjá Þuríði Baldursdóttur við Tónlistarskólann þar og síðar við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Árið 1996 lauk hún burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Berlínar þar sem hún stundaði nám við Hochschule der Künste í eitt ár. Hún hlaut styrk frá The Associated Board til náms við konunglega tónlistarháskólann í London og lauk þaðan einsöngvara- prófi Dip RAM með láði árið 1998. Aðalkennari hennar var Elizabeth Ritchie. Hún hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá söngvurunum Barböru Bonney, Richard Van Allen og Ro- bert Tear. Hún hlaut styrk úr söngvarasjóði Félags íslenskra leik- ara árið 1999, Búnaðarbanka Ís- lands árið 2000 og Menningarsjóði FÍH árið 2001. Á síðustu árum hefur Hulda Björk komið fram bæði hér heima og er- lendis og vakið verðskuldaða at- hygli. Hún hefur sungið þekkt aðal- hlutverk í óperum auk þess að hafa komið fram á fjölda tónleika, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi á tónleikunum er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Níunda starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands að hefjast Hljómsveitarverk, sönglög og aríur á efnisskránni KJÖTVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Kjarnafæði og Útgerðarfélag Akur- eyringa hafa hrundið af stað sam- starfsverkefni. Það felst í því að ÚA framleiðir fyrir Kjarnafæði sex teg- undir fiskrétta sem fyrirtækið sér síðan um pökkun á, markaðssetningu og dreifingu á innanlandsmarkaði undir vörumerkinu Norðurfiskur. Um er að ræða brauðaða rauð- sprettu, brauðaða þorsksporða, osta- fylltar fisksteikur, rækjumola í deigi, kornflexbrauðaða mola og fiskimola og eru þetta nánast sömu réttir og ÚA framleiðir fyrir erlenda fiskkaup- endur. Verkefnið hefur verið í und- irbúningi um nokkurra mánaða skeið. Alls hafa verið sett á markað um 20 tonn af afurðum, bæði frosnar og kældar, og hafa viðtökur verið mjög góðar og framar vonum, sam- kvæmt því sem fram kemur á heima- síðu ÚA. Kjarnafæði og ÚA í samstarf ÞAÐ er mikið um að vera í Krossa- nesi á Akureyri þessa dagana en þar standa yfir miklar fram- kvæmdir á vegum Olíudreifingar, Skeljungs og Norðurorku og hafa fjölmargir starfsmenn víða að af landinu verið þar við vinnu að und- anförnu. Þá var verið að skipa út um 440 tonnum af fiskafóðri frá Fóðurverksmiðjunni Laxá í gær en fóðrið hefur verið selt til Færeyja. Olíudreifing er að byggja upp innflutningshöfn í Krossanesi sem mun afkasta að lágmarki 100.000 tonnum af fljótandi eldsneyti á ári. Í tengslum við þá starfsemi er verið að leggja olíulagnir frá bryggjunni í Krossanesi og að olíutönkum sem komið hefur verið fyrir á fyllingu þar ofan við. Einnig er verið að byggja dæluhús við tankana og nið- ur við bryggju og þá er fyrirhugað að byggja starfsmannaaðstöðu á svæðinu. Fyrirtækið SS járnsmíði í Hafnarfirði vinnur að lagningu ol- íuleiðslunnar fyrir Olíudreifingu og einnig að tönkum Skeljungs á svæð- inu. Starfsemin í gang síðar á árinu Fyrirtækið Virkni á Akureyri sér um byggingu húsanna og þá sjá starfsmenn Sandblásturs Sigurjóns á Akranesi um að sandblása og mála tanka Olíudreifingar. Stefnt er að því að starfsemi félagsins verði komin í gang í Krossanesi síð- ar á þessu ári. Á vegum Norðurorku hefur verið unnið að því að leggja hitaveitulögn á athafnasvæðið, nýja kaldavatns- lögn til viðbótar við þá sem fyrir er og rafmagn. Þá voru starfsmenn Slippstöðv- arinnar að vinna við röralögn fyrir Björgun á bryggjunni í Krossanesi í gær, sem notuð verður til að flytja á land efni úr dýpkunarskipinu Perlu en skipið er notað við dýpkun Fiski- hafnarinnar. Morgunblaðið/KristjánAtli Benediktsson, starfsmaður Virknis, vinnur við uppslátt á dæluhúsi fyrir Olíudreifingu í Krossanesi, en starfsmenn Sandblásturs Sigurjóns hanga utan á einum olíutankanna þar.  Starfsmaður Slipp- stöðvarinnar vinnur við röralögn fyrir Björgun á bryggjunni í Krossanesi en fyrir aftan hann er verið að skipa út fiskafóðri frá Fóðurverksmiðj- unni Laxá. Starfsmenn Norðurorku skoða verksummerki þar sem traktorsgrafa tók í sundur vatnsleiðslu við bryggjuna í Krossanesi svo úr varð tignarlegur gosbrunnur. Magnús Árnason, starfsmaður SS Járnsmíði, vinnur við olíulögn í Krossanesi.  Stöllurnar Guðrún S. Róbertsdóttir t.v. og Ólöf Guðmundsdóttir frá SS Járnsmíði voru að ganga frá suðu- samskeytum á olíu- rörum en þær þurftu að tjalda yfir sig vegna mikillar úrkomu í gær. Miklar fram- kvæmdir í Krossanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.