Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 30
„Heilsugæslan á a
í takt við breytt sa
HEILSUGÆSLAN í Reykjavík og Rann-sóknastofnun í hjúkrunarfræði viðHáskóla Íslands stóðu um síðustuhelgi fyrir ráðstefnu á Grand hóteli
sem bar yfirskriftina: Framtíðarsýn innan heilsu-
gæsluhjúkrunar: Hvert ætlum við að stefna? Ráð-
stefnan var fyrst og fremst ætluð hjúkrunarfræð-
ingum sem starfa á heilsugæslustöðvum og þeirra
sem starfa utan sjúkrahúsa auk kennara, en um
250 gestir sóttu ráðstefnuna.
Helstu mál sem rædd voru snertu framtíðarsýn
heilsugæsluhjúkrunar, geðheilbrigði Íslendinga,
börn og unglinga, fræðslu, þróun og þjónustu
heilsugæslustöðva á Íslandi.
Markar upphaf frekara samstarfs
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og nágrenni, og Erla Kol-
brún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands, voru í undirbúnings-
nefnd og fluttu einnig erindi á ráðstefnunni. Þær
segja ráðstefnuna marka upphaf frekara sam-
starfs heilsugæslunnar og rannsóknarstofnunar-
innar og var ráðstefnan m.a. hugsuð sem grund-
völlur fyrir hjúkrunarfræðinga til að ræða
framtíð heilsugæslunnar í landinu, meta stöðu
hennar og marka stefnu til framtíðar.
„Tilgangurinn var líka að tengja þessar stofn-
anir saman á markvissari hátt en áður hefur
verið,“ segir Þórunn. „Ýmsar rannsóknir eru í
gangi sem snerta heilsugæsluna og einnig er
markmiðið að gefa kennurum í hjúkrunarfræð-
inni möguleika á að koma meira inn í heilsu-
gæsluna, bæði hvað varðar rannsóknir og þró-
unarverkefni.“
Ráðstefnan var að sögn Þórunnar og Erlu sú
fyrsta sem haldin hefur verið hér á landi og
fjallar sérstaklega um heilsugæslu.
30 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HRÆÐSLUÁRÓÐURgegn reykingum hrífuraðeins í skamman tíma ísenn og áhrifaríkar
reykingaforvarnir sem beinast að
börnum eru annars eðlis en þær sem
beinast að fullorðnum. Þessu heldur
Ellen J. Hahn fram, en hún er pró-
fessor við Kentucky-háskóla í
Bandaríkjunum og hefur sérhæft sig
í rannsóknum og stefnumótandi við-
fangsefnum á sviði forvarna er
tengjast notkun tóbaks, áfengis og
annarra vímuefna. Hahn hélt erindi
á ráðstefnu um framtíðarsýn innan
heilsugæsluhjúkrunar sem haldin
var á Grand Hóteli fyrir helgi á veg-
um Heilsugæslunnar í Reykjavík og
nágrenni og Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði. Í erindi sínu lagði
hún ríka áherslu á áhrifamátt hjúkr-
unarfræðinga, sérstaklega þeirra
sem vinna við heilsugæslu, til stefnu-
mótunar í málefnum tengdum for-
vörnum, hvort sem þær lúta að reyk-
ingum, ótímabærri þungun
unglingsstúlkna eða öðru. Hún benti
þar m.a. á að reynslan í Bandaríkj-
unum sýndi að almenningur og fag-
fólk á oftar frumkvæðið að hertari
reglum og lögum um takmörkun
reykinga en stjórnvöld og aðilar er
starfa að heilbrigðismálum geta haft
mikil áhrif á stefnumótun í forvarn-
ar- og heilbrigðismálum.
Fylgst með forvörnum
„Áhrifaríkasta leiðin til stefnu-
mörkunar í heilbrigðismálum er að
fara einfaldar leiðir að heilbrigðum
markmiðum og ákvörðunum,“ segir
Hahn. „Með því á ég við að banna til
dæmis einfaldlega reykingar á
ákveðnum stöðum svo að fólk hafi
þann sjálfsagða valmöguleika að
vera í reyklausu umhverfi. Slíkar að-
gerðir eru áhrifaríkar til lengri tíma
litið og kannanir hafa sýnt fram á að
á reyklausum vinnustöðum eru
minni líkur á að fólk byrji að reykja
og meiri líkur á að fólk hætti að
reykja.“ Við Kentucky-háskóla er
starfandi tóbaksvarnarhópur sem
Hahn er í forsvari fyrir. Hópurinn,
sem í er fagfólk af ýmsum sviðum,
fær árlega fjárveitingu frá heilbrigð-
isyfirvöldum og notar féð til ýmissa
starfa, svo sem að fylgjast með
fjölda reyklausra veitingahúsa og
vinnustaða í fylkinu og safna saman
gögnum er lúta að reykingum og
dreifa þeim á skipulegan hátt til fjöl-
miðla. Þá metur hann einnig gagn-
semi verkefna er snerta forvarnir og
fylgist með þeirri þjónustu sem boð-
ið er upp á fyrir þá sem vilja hætta
að reykja.
Netið og auglýsingar
Í Kentucky-fylki er framleitt og
ræktað tóbak í stórum stíl og meira
umburðarlyndi er þar gagnvart
reykingum en í mörgum öðrum
fylkjum í Bandaríkjunum. Það veld-
ur því að í Kentucky eru hlutfalls-
lega fleiri reykingamenn en í öðrum
fylkjum landsins. Það vekur því eft-
irtekt að tölur sem Hahn hefur um
reykingar hér á landi frá árinu 1998
sýna að hlutfallslega reykja álíka
margir Íslendingar og Kentucky-bú-
ar.
„Íslendingar þurfa að kanna með
hvaða hætti tóbaksframleiðendur og
þeir sem selja tóbak auglýsa vöru
sína hér á landi. Það er bannað að
auglýsa tóbak hérna en óbeinar aug-
lýsingar er að finna víða. Að ákveðin
tegund sé til dæmis mun vinsælli hér
en aðrar er rannsóknarefni.“ Hahn
segir að á Netinu gildi aðrar reglur
um auglýsingar og þetta færa tób-
aksframleiðendur sér í nyt. Íslend-
ingar eru mjög tölvuvæddir og gætu
auglýsingar tóbaksframleiðanda
beinst að þeim í gegnum Netið í
auknum mæli í nánustu framtíð.
„Ljóst er að í Vestur-Evrópu er
vaxandi markaður fyrir tóbaksfram-
leiðendur, en þar eru um 63% heims-
markaðarins en í Banda
aðeins 5%. Á næstu árum o
um er því fullvíst að tóbak
endur munu horfa til Evr
þessu þarf að fylgjast vand
Mjög er þrengt að reyki
um í Bandaríkjunum miða
ars staðar í heiminum og s
veitingahús og aðrir staðir
fólk kemur saman eru r
„Þetta er mikilvægt skref.
hjálpar fólki að hætta að
einnig hlífir það reyklausu
aksreyk.“ Máttur auglý
ótrúlega mikill og með þv
gríðarlegu fjármagni í au
hefur tóbaksframleiðendu
að ná til fjölda fólks. „Ár
tóbaksframleiðendur í Ban
um um 8.4 milljörðum Ba
dala í auglýsingar. Við sem
á móti reykingum höfum
það hlægilega litla fjármu
skilst að hér á Íslandi séu
minni.“ Ár hvert er þó um
um fjármunum varið til f
starfs í Bandaríkjunum
Hahn að miðað við sa
Bandaríkjunum á stærð v
sé ráðlagt að verja um ein
arði íslenskra króna til þe
flokks árlega. Hún segir
þess ramma sé átt við ým
anir, margs konar forva
t.d. hjálparlínu fyrir fólk
hætta að reykja og gefist
vestanhafs. Þá minnist H
sér hafi komið á óvart hv
tóbaksverð er hér á landi o
tínlyf séu ekki niðurgreidd
Evrópa sk
tóbaksfram
Ellen Hahn segir nauð
er b
Þó að tóbaksauglýsingar séu víðast bann-
aðar eru áhrif þeirra sem framleiða tóbak
gífurleg. Bandaríski prófessorinn Ellen J.
Hahn sagði Sunnu Ósk Logadóttur frá bar-
áttunni gegn reykingum í heimalandi sínu
og því forvarnarstarfi sem þar fer fram.
Ráðstefna haldin um framtíð heils
SKATTALÆKKANIR FRAMUNDAN
FORSETI ÍSLANDS
Í GRIKKLANDI
Fyrsta opinbera heimsókn for-seta Íslands til Grikklandshófst í fyrradag og lýkur í
dag, en hún er í boði gríska forset-
ans, Constantinos Stephanopoulos-
ar. Í upphafi heimsóknarinnar
skoðaði Ólafur Ragnar Grímsson og
fylgdarlið hans m.a. hofin á Akró-
pólishæð og sölustaði íslenskra
sjávarafurða, en saltfisk- og
hrognaútflutningur til Grikklands á
sér nokkuð langa viðskiptahefð sem
vonir standa til að hægt sé að þróa
frekar. Auk þess opnaði Ólafur
Ragnar sýningu helgaða ævi og
störfum Halldórs Laxness í Menn-
ingarmiðstöð Aþenu. Á þeim tíma-
mótum sem þessi fyrsta heimsókn
markar er ekki úr vegi að minnast
þess hve menning vesturlanda á
sterkar rætur í Grikklandi, enda
voru Grikkir frumkvöðlar í hug-
myndasögu mannkyns til forna.
Þjóðarvitund Íslendinga byggist á
fornum lýðræðishugmyndum og
eigum við það sameiginlegt með
Grikkjum, því þar í landi var stjórn-
arfari þokað í lýðræðisátt strax á 6.
öld f. Kr. Þar varð fyrsta akademía
heimsins til í kringum kennslu Plat-
óns, en kenningar Aristótelesar,
nemanda hans, mótuðu heimspeki-
og vísindaumræðu vesturlanda allt
fram á síðari hluta 19. aldar. Goða-
fræðin er enn einn þáttur fornrar
grískrar arfleifðar sem haft hefur
víðtæk áhrif á menningu vestrænna
þjóða, en hún á sér nokkra hlið-
stæðu í norrænni goðafræði. Eins
og Íslendingar eiga Grikkir ríka
sagnahefð en þar var vagga leiklist-
arinnar og heimsbókmenntanna til
forna. Síðustu aldirnar fyrir Krists-
burð var gríska alþjóðatunga og
Nýja testamenti Biblíunnar var t.d.
ritað á grísku. Hinn ríkulegi menn-
ingararfur Grikkja hefur því haft
áhrif á íslenska menningu í sam-
ræmi við alþjóðlegt vægi sitt, svo í
þeim skilningi eru tengsl okkar við
það land sem nú býður forsetanum
heim að sönnu rótgróin. Það er því
vel við hæfi að forseti Íslands skuli í
þessari fyrstu ferð sinni til Grikk-
lands opna sýningu helgaða þeim
sem einna sterkast hefur mótað ís-
lenska menningarvitund á síðari
tímum og borið hróður hennar hvað
víðast, Nóbelskáldinu Halldóri
Laxness. Því þrátt fyrir sterk þjóð-
leg einkenni liggur styrkur orð-
spors Halldórs á alþjóðavettvangi
ekki síst í skírskotun til sammann-
legs veruleika okkar allra sem ein-
staklinga, burtséð frá uppruna. Í
frétt Morgunblaðsins í gær af
heimsókn forsetans kom fram að
hann hefði átt fundi bæði með for-
setanum Stephanopoulosi og for-
sætisráðherranum Apostolosi
Kaklamanis, þar sem lögð var rík
áhersla á að efla tengsl þjóða í
norðanverðri og sunnanverðri Evr-
ópu. Með eflingu slíkra tengsla von-
uðust Grikkir til að „gagnkvæmur
skilningur skapaðist og [dregið
væri] úr þeirri hættu að Evrópa
skiptist upp í hagsmunablokkir og
gömul skipting álfunnar héldi
áfram að hafa áhrif á viðhorf
manna“, að sögn Ólafs Ragnars.
Ekki þarf að ítreka mikilvægi þess
að eining haldist innan Evrópu um
sameiginlega hagsmuni álfunnar en
gagnkvæmur skilningur og þekking
á sameiginlegri arfleifð eru lykilat-
riði í því að svo megi verða, þar sem
útverðir á borð við Íslendinga og
Grikki geta haft mikilvægu hlut-
verki að gegna.
Ljóst er af ummælum DavíðsOddssonar forsætisráðherra
og Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra, á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna fyrir nokkrum
dögum, að gera má ráð fyrir umtals-
verðum skattalækkunum hjá fyrir-
tækjum. Um þetta sagði forsætis-
ráðherra m.a.: „Sanngjarnir skattar
leiða til meira frumkvæðis, meiri
dirfsku, meira afls og meiri umsvifa
í öllu atvinnulífinu og þar með meiri
tekna. Það eru því umbætur að okk-
ar mati að lækka skatta en ekki
hækka og það er það, sem við
stefnum að um þessar mundir.“
Davíð Oddsson nefndi sérstaklega í
þessu sambandi fyrirtækjaskatta,
eignarskatta og stimpilgjöld. Þá
ítrekaði hann fyrri ummæli sín um
svonefndan hátekjuskatt og benti á,
að hann væri farinn að leggjast í
auknum mæli á millitekjufólk. Geir
H. Haarde fjármálaráðherra upp-
lýsti að undirbúningi stjórnarflokk-
anna að þessum skattalækkunum
yrði lokið innan nokkurra vikna og
bætti við: „Ég leyfi mér því að vera
bjartsýnn varðandi þær samninga-
viðræður, sem eiga sér nú stað milli
stjórnarflokkanna, og er viss um, að
þegar niðurstaða liggur fyrir munu
þingflokkar stjórnarflokkanna og
meirihluti Alþingis taka því fagn-
andi.“
Enginn vafi leikur á því, að rík-
isstjórnin stefnir hér í rétta átt.
Sumir þeirra skatta, sem ráðherr-
arnir nefndu, eru beinlínis úrelt fyr-
irbæri eins og stimpilgjöld. Það eru
ekki lengur nein rök fyrir eigna-
sköttum. Hátekjuskatturinn er
áreiðanlega pólitískt viðkvæmur en
ranglátt að hann nái svo langt niður
tekjustigann, sem raun ber vitni.
Lækkun skatta á fyrirtæki mun
auðvelda þeim að komast í gegnum
það samdráttarskeið, sem nú stend-
ur yfir í efnahags- og atvinnulífi
okkar. Þar er ekki um meiri háttar
kreppu að ræða eins og fyrir áratug
heldur má segja að viðskiptastigið
sé að komast nálægt því, sem var á
árunum 1998 og 1999, sem þóttu góð
ár, þótt þau standist ekki samjöfnuð
við árið 2000.