Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 55
www.sambioin.is
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Þegar þú veist
lykilorðið,
geturðu gert allt!
Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit 251Sýnd kl. 8 og 10.
strik.is
Kvikmyndir.is
Stærsta grínmynd allra tíma!
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6 síðustu sýningar.
Vit . 256 B.i. 12.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.
B.i. 16. Vit 251
strik.is
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 2245Sýnd kl. 8 og 10. Vit 268
Skriðdýrin eru mætt
aftur til leiks.
www.sambioin.is
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
MAGNAÐ
BÍÓ
Sýnd. 5.30, 8 og 10.30.
Beint á toppinn í USA
Frá leikstjóra Romy & Michelle´s High
School Reunion kemur frábær gamanmynd
með frábærum leikurum.
Sýnd. 5.30, 8 og 10.30.
aknightstale.com
Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar
hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta
skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt!
Í KVÖLD mun trommu- og bassa-
listamaðurinn Digital þeyta skífum á
Astró. Þessi hæfileikaríki tónlistar-
maður tilheyrir hinu ógurlega Metal-
headz-plötusnúðagengi frá Bretlandi,
sem sjálfur Goldie stofnaði á sínum
tíma. Digital, eða Steve eins og hann
er kallaður í mannheimum, hefur gef-
ið út tónlist á öllum helstu trommu- og
bassaútgáfunum auk þess að enda-
sendast út um allan heim og spila.
Trommu- og bassasérfræðingur
Morgunblaðsins náði tali af Steve hin-
um stafræna og tók hann í stutt spjall:
Svo þú ert í fyrsta sinn á Íslandi?
„Já, og líst bara vel á það!“
Og þú ert á stöðugum þeytingi um
allan heim?
„Já, úff. Evrópa, Japan, Ameríka.
Hvar sem er í rauninni. Síðan er það
auðvitað tónlistin sem maður er að
gefa út og búa til.“
Hvað er nú að gerast í trommu- og
bassaheiminum um þessar mundir?
„Hann er í stöðugum vexti í augna-
blikinu. Margir plötusnúðar og út-
gáfur að bætast við.“
Er geirinn orðinn meira neðanjarð-
ar nú en hann var fyrir nokkrum ár-
um?
„Ég er ekki viss …
mér finnst eins og
hann sé farinn að
gægjast upp aftur.
En hvernig
trommu- og bassa-
tónlist spilar þú?
„Bara alls konar. Ég spila
bara það sem mér dettur í hug að
spila. Ég er ekkert að njörva mig nið-
ur við eitthvað eitt.“
Sem listamaður hefurðu aldrei
áhyggjur af því hvernig þú kemst af í
næsta mánuði?
„Nei. það er nóg að gera í þessum
bransa. Ég þarf enga „vinnu“ sem
slíka. Þetta borgar fyrir mig brúsann
og vel það. Þetta er mitt líf. Þetta er
mín vinna.“
Að kvöldinu standa breakbeat.is-
Virkni, Iceland Airwaves, Spegils og
Knowledge Magazine. Þess má að
lokum geta að hérlendis eru staddir
fulltrúar frá Knowledge í þeim til-
gangi að gera grein fyrir trommu- og
bassamenningu landans.
Með Digital spila DJ Reynir, DJ
Kristinn og Tommi White. Kvöldið
hefst klukkan 21.00 en aðgangseyrir
er 500 krónur.
FINNSKI töframaðurinn Iiro býr og
starfar í Bandaríkjunum og nú er
svo komið að kappinn er orðinn með
frægari mönnum í faginu. Lands-
menn fengu að kynnast Iiro fyrst á
síðastliðinni menningarnótt en þá
gerði hann sér lítið fyrir og losaði
sig úr spennitreyju, hangandi í
brennandi reipi í 80 metra hæð!
Iiro fékk ungur áhuga á töfra-
brögðum og fluttist snemma til
Bandaríkjanna þar sem hann sýndi
m.a. í Las Vegas og í þætti David
Letterman. Á ferlinum hefur honum
hlotnast fjöldi viðurkenninga og
hefur hann sýnt um allan heim, m.a.
í Evrópu, Ameríku og Asíu.
Iiro kemur fyrir sem góðlyndur
og lífsglaður ungur maður. Hvik-
lyndur, mjósleginn, allur á iði og
jafnvel pínulítið stressaður. Það brá-
ir þó af honum hægt og sígandi eftir
því sem viðtalið veltist áfram.
„Þetta verður
nokkuð stór sýn-
ing,“ Tjáir Iiro
mér. „Það eru
sex manns á leið-
inni hingað frá
Finnlandi og svo
verða líka hér-
lendir aðstoð-
armenn.“
Það kemur í
ljós að Bandarík-
in eru kjörin
vettvangur fyrir atvinnutöframenn
eins og Iiro.
„Markaðurinn er stór þar. Mikið
er að gera í sýningum og sjónvarp-
inu. Ég var búinn að gera allt sem
hægt var að gera í Finnlandi; var
með eigin sjón-
varpsþátt og bú-
inn að gefa út
bækur o.s.frv. Ég
þurfti því á sam-
keppni að halda
til að missa þetta
ekki niður. Am-
eríka var því
góður kostur.“
Iiro segir að
hin töfrum
slegna list hafi
tekið nokkrum breytingum í gegn-
um söguna.
„Þessi gamla mynd sem fólk hefur
í huganum, af manni í slá að toga
kanínu upp úr pípuhatti, hefur að
sjálfsögðu breyst,“ segir Iiro og
brosir í kampinn. „Í dag er þetta
meira svona samhræringur af leik-
riti, töfrasýningu og rokktónleikum.
Nú er líka reynt að spila inn á marg-
víslegar tilfinningar hjá fólki; fá það
til að hlæja, verða hissa og jafnvel
gráta.“
Útbrunninn
Hinn 26 ára gamli Iiro hefur verið
lengi að og hann var orðinn út-
brunninn 22 ára, að eigin sögn. Var
þá farinn að halda um 400 sýningar
á ári!
„Ég sá þá að það var orðið tíma-
bært að leggja töfrana á hilluna um
hríð og gera eitthvað annað. Ég fór
því að stunda jaðaríþróttir af mikl-
um móð. Ég fór svo aftur í töfrana
eftir góða hvíld sem gerði mér
gott.“
Það mætti segja að aðdráttarafl
töfra liggi í því að áhorfendum sé
talin trú um að ekki sé allt sem sýn-
ist, og því komi eitthvað dulmagn til.
„Jú, satt er það. En ég reyni þó að
vera mjög heiðarlegur í því sem ég
geri. Mín sýning byggist á tímasetn-
ingu, tækni og færni. Ég læt ekki í
veðri vaka að til séu raunverulegir
galdrar þar sem ég trúi ekki á slíkt.“
Sýning Iiro verður frumsýnd á
morgun, föstudag, í Loftkastalanum
kl. 20.30. Næstu sýningar verða svo
á laugardaginn og sunnudaginn. Í
kvöld kl. 20 ætlar Iiro svo að halda
ókeypis námskeið fyrir krakka og
kenna þeim undirstöðuatriðin í
töframennsku. Þar vonast hann til
að vekja hjá þeim áhuga á þessari
hjartfólgnu list sinni. Hægt er að
nálgast aðgöngumiða að þessari
kennslustund í Loftkastalanum í dag
á milli kl. 12 og 16.
Trúi ekki á galdra
arnart@mbl.is
Hinn heimsþekkti töframaður Iiro sýnir á Íslandi
Töframaðurinn Iiro í þann veg-
inn að leggja spilin á borðið.
Morgunblaðið/Ásdís
STÓRSÖNGKONAN Mariah Carey
hefur ekki átt sjö dagana sæla und-
anfarið. Hún hefur farið inn og út af
hinum og þessum geðlækningastofn-
unum og opinber skýring þess hefur
verið sú að hún þjáist af of miklu álagi
og hafi fengið taugaáfall.
Læknar hafa hins vegar áhyggjur
af því að líðan hennar geti verið alvar-
legri en á horfði í fyrstu.
Fyrir tveimur vikum missti hún
stjórn á sér á Los Angeles-flugvelli.
Hún neitaði þá, með hrópum og köll-
um, að fara um borð í flugvélina
vegna þess að hún sagðist hafa fengið
skilaboð að handan sem hefðu sagt
henni að vélin myndi brotlenda. Á
endanum þurfti að flytja hana með
valdi á næsta sjúkrahús þar sem
læknar hlúðu að henni.
Heilsufari hennar hefur verið hald-
ið leyndu fram að þessu en nú hafa
vinir hennar tjáð að læknar telji hana
þjást af geðhvarfasýki. „Hún er full-
viss um að Marilyn Monroe tali við
hana í gegnum píanóið,“ á „nákominn
vinur“ að hafa sagt og bætt við að hún
telji sig geta gert sig ósýnilega.
Söngkonan umdeilda gekk alger-
lega fram af samstarfsfólki við tökur
á nýjasta myndbandi hennar um dag-
inn þegar hún drakk sig fulla af
kampavíni og hóf að dansa eggjandi
súludans utan í myndarlegum aðstoð-
arupptökumanni. Þetta mun einungis
vera eitt dæmið um hegðun hennar
undanfarið og segjast vinir hafa af
henni miklar áhyggjur.
Þessa dagana er hún sögð hafa það
náðugt í faðmi fjölskyldunnar nálægt
Malibu, en nú um helgina verður
frumsýnd kvikmyndin Glitter sem
skartar henni í sínu fyrsta aðalhlut-
verki. Samhliða myndinni kemur út
ný breiðskífa með tónlist hennar úr
myndinni.
Mariah Carey á við vanda að etja
Reuters
Mariah Carey
veldur vinum
áhyggjum.
Digital á Íslandi
Trommur og bassi
Digital.
Malar við Monroe
www.laugarasbio.isSýnd kl. 6, 8 og 10.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2
NY POST
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
aknightstale.com
Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot).
Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín.
Búðu þig undir pottþétta skemmtun! "Cool Movie of the Summer!!" Rolling Stone
Magazine Hann Rokkar feitt!
Sýnd kl. 5.30 og 8.
STÆRSTA
bíóupplifun ársins er hafin!
Eruð þið tilbúin?