Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 22
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
22 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleið-
togi líkti Afganistan við „blæðandi
sá“ en hundrað árum áður hafði
breskur landstjóri jafnað landinu
við „eitraðan kaleik“.
Reynslan sem að baki þessum
orðum bjó var í báðum tilvikum hin
sama; bæði Bretar og Sovétmenn
biðu háðulega ósigra gegn hópum
stríðsmanna í þessu fátæka landi
þar sem fjalllendi og önnur nátt-
úruskilyrði gera hverjum þeim sem
blæs til innrásar lífið erfitt ef ekki
beinlínis ómögulegt.
Sagan er því ekki sérlega upp-
örvandi nú þegar bandarískir her-
foringjar leggjast yfir áætlanir um
hugsanlegan hernað gegn Osama
bin Laden, sem er efstur á lista yfir
hina grunuðu, og talibanastjórninni,
sem skotið hefur skjólshúsi yfir
hann.
Niðurlæging heimsvelda
Á dögum heimsveldis síns háðu
Bretar þrívegis stríð í Afganistan.
Á milli 1830 og 1920 reyndu Bretar
að ná tökum á landinu en urðu
ítrekað fyrir miklu mannfalli auk
þess sem ættbálkahöfðingjarnir
hikuðu ekki við að fremja grimmi-
leg fjöldamorð. Það hriklegasta
varð árið 1842 þegar afganskir
stríðsmenn myrtu þúsundir breskra
og indverskra hermanna, kvenna
og barna þegar þessir hópar
reyndu að forða sér um vegarslóða í
djúpum dölum út úr Afganistan.
Sovétmenn áttu eftir að sæta
sams konar niðurlægingu tæpum
140 árum síðar. Tíu árum eftir inn-
rásina árið 1979 hraktist sovéski
liðsaflinn á brott og skildi eftir um
15.000 fallna hermenn. Þegar
Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sov-
éska kommúnistaflokksins, gaf loks
fyrirskipun um undanhald flykktist
Rauði herinn úr landi yfir Oxus-
fljót í landinu norðanverðu með af-
gönsku skæruliðana á hælunum.
Innrásin í Afganistan og stuðn-
ingur Bandaríkjamanna við skæru-
liða, sem þá voru yfirleitt nefndir
„frelsissveitir“, reyndist síðasta
stórveldabarátta kalda stríðsins.
Tíu mánuðum eftir brottflutninginn
frá Afganistan hrundi heimsveldi
kommúnismans, Sovétríkin leystust
upp og til varð fjöldi nýrra, sjálf-
stæðra ríkja. Nú velta margir fyrir
sér hvort komið sé að Bandaríkja-
mönnum að festast í kviksyndinu í
Afganistan. Hætta er talin á slíku
ætli Bandaríkjamenn sér að hafa
upp á bin Laden í Afganistan en
þar hefur hann dvalist frá árinu
1996 í skjóli talibanastjórnarinnar,
hreyfingar íslamskra hreintrúar-
manna.
Fyrsta verkefnið er að hafa upp á
bin Laden. Hann rekur hnattrænt
net hryðjuverkasamtaka sem nefn-
ist al-Queda. Talið er að þjálfunar-
búðir og miðstöðvar þessarar
hreyfingar sé að finna hér og þar í
fjalllendi Afganistan.
Heimildarmenn innan pakist-
önsku leyniþjónustunnar hafa skýrt
frá því að bin Laden hafi horfið að-
eins nokkrum mínútum eftir að
fréttir bárust af hryðjuverkaárás-
unum á New York og Washington á
þriðjudag í liðinni viku. Vera kann
að hann haldi nú til í einhverjum
þeirra 12 leynilegu búða sem hann
er talinn ráða yfir.
Við hverja þá herför sem ákveðin
kann að verða gegn bin Laden og
talibönum þurfa herfræðingarnir
bandarísku að taka tillit til erfiðra
aðstæðna og náttúrufars rétt eins
og sovéskir og breskir starfsbræð-
ur þeirra forðum. Erfitt er að
hreyfa skriðdreka- og bryndreka-
sveitir við þessar aðstæður. Fjalla-
skörð og slóðar í fjalllendi gera að
verkum að hætta á umsátri er veru-
leg. Hellar og hvilftir draga úr
áhrifamætti loftárása. Ægilegir
kuldar éta upp baráttuþrek her-
sveita sem eiga í höggi við skæru-
liða er gjörþekkja landslagið og að-
stæður allar.
Talið er að allt að 10.000 manns
tilheyri al-Queda samtökum bin
Ladens og öðrum hópum sem þeim
tengjast.
Sérsveitir og „teppalagning“
Rúslan Ausjev, fyrrum herforingi
í Rauða hernum og stríðskempa frá
Afganistan, sagði í viðtali við Asso-
ciated Press-fréttastofuna að
Bandaríkjamenn myndu aðeins
finna bin Laden með því að „velta
við hverjum steini á 320.000 ferkíló-
metra stóru landsvæði“. „Það er
hægt að hertaka þetta land, þangað
er unnt að senda hersveitir og þar
má gera endalausar sprengjuárásir,
en stríð í þessu landi verður ekki
unnið,“ bætti hann við.
Ekki er því um að ræða að stuðst
verði við reynsluna úr Flóastríðinu
1991 þegar Bandaríkjamenn söfn-
uðu saman gífurlegum liðsafla í ná-
grannaríki og gerðu loks innrás inn
í Kúveit og Írak. Í engu þeirra
landa sem að Afganistan liggja
væri unnt að koma saman slíkum
liðsafla og innrásarsveitir myndu
þurfa að fara um erfitt fjalllendi á
landamærunum.
Fyrrum hershöfðingi í her Pak-
istans, sem krafðist nafnleyndar,
sagði óhugsandi að Bandaríkja-
menn blésu til stórfelldrar innrásar
í landið. Þess í stað væri ráðlegra
að treysta á flugvélar og smærri
skipulagðar árásir sérsveita á af-
mörkuð skotmörk. Stýriflaugum
mætti beita gegn búðum bin Lad-
ens í fjöllunum og leiðtogum talib-
ana. Unnt yrði að gera stórfelldar
loftárásir, sem oftar en ekki er líkt
við „teppalagningu“ í herfræðum, á
stöðvar herafla talibana sem berst
við liðsafla stjórnarandstöðunnar í
Afganistan. Árásarþyrlum mætti
síðan beita til að flytja sveitir á til-
tekna staði eftir þær árásir til að
uppræta þann mannafla sem vera
kynni eftir. Þyrlur gætu einnig
veitt landsveitum vernd úr lofti.
Þá gæti og komið Bandaríkja-
mönnum til góða að afganska þjóð-
in væri uppgefin eftir 23 ára linnu-
lausan ófrið.
Hinn „eitraði kaleik-
ur“ Bandaríkjanna?
+!",&!"!%"- ./
!
" !#
$ !% &'
'
" ( ()
*'" +
!
%!+
"
(
!
" # $ %
" & $
'
'() *
+ ,
-./-" *)+ ,
!"#$ #
$
$
% 0+)+ ,
#
$
#&'()*+
$
%
#
,#
-
.
!"
(
-
#
%
,#
#
#/
)+ ,
-
0 #0
#
#%
$ #
1
# #
1
$
$ ,#
-
22 3#
$
#
1
#,#
01 +- '
456768*8&" 4)))+
('( (1/2
" "
69:
"
'5:
3042( (.,
1
76:
-
45:
;
<
'*:
=
(:
-)
%
>
#
?
#
$
#
#
#
@
"
A
@
B
B3
%
1
A
C
3
%
,#
D%
B
C
%
22
#
"
,#
> D2
#
%
#
#
$
#
%
$
?
B
"B#
$
%
%
!
B # %
B
#
"
"
-
B222
"
"
"
B
@
"
#
?
-
"
#
##
#
# %
## B
#
E
2
##
3
#
@
" #%
"
#
%#
"
#3
F
G
56(
7 /
7 8
*
8/
90-*
@
Því hefur verið haldið
fram að stríð í Afganist-
an verði ekki unnið og
sú varð að minnsta kosti
reynsla sovéskra komm-
únista og breskra
heimsveldissinna. Nú er
spurt hvor Bandaríkja-
manna bíði að festast í
„kviksyndinu“ í
Afganistan.
Islamabad. Associated Press.
ÁKVÖRÐUN talibanastjórnarinnar
í Afganistan um það hvort Osama
bin Laden verði framseldur verður á
endanum tekin af æðsta leiðtoga
stjórnarinnar, múllanum Mohamm-
ad Omar, eineygðum einsetumanni
sem mun vera kvæntur elstu dóttur
bin Ladens. Þessi valdamesti maður
í Afganistan hefur aldrei gefið
nokkra vísbendingu um að hann sé
reiðubúinn að snúa baki við fyrrver-
andi vopnabróður sínum síðan á
dögum andspyrnunnar gegn her-
setu Sovétmanna í landinu 1979–
1989.
Þrátt fyrir öll þau völd sem Omar
hefur er lítið vitað um þennan þétt-
vaxna múslimaklerk sem kallaður
hefur verið Amir-ul-Momenin eða
herforingi hinna trúuðu. Hann er
rúmlega fertugur og lætur utanrík-
isráðherra sinn, Wakil Ahmad Mut-
awakel, um svo að segja öll sam-
skipti við umheiminn, þótt hann hafi
tekið á móti stöku gestum frá Kína
og Sameinuðu þjóðunum.
Vinir Omars segja að hann búi
hófsamlega, en að vísu í stóru húsi
sem bin Laden byggði handa hon-
um, og kalli sig „þjón islams“. Hann
er sagður stjórna fundum með
helstu ráðherrum sínum úr rúmi
sínu og skrifi stundum fyrirmæli á
rissblöð. Hann er að mestu einbúi og
fer sjaldan frá Kandahar, þar sem
aðsetur talibanastjórnarinnar er.
Yossef Bodansky, höfundur bókar
um bin Laden, segir að Omar og bin
Laden hafi verið tengdir fjölskyldu-
böndum síðan 1998, þegar Omar
gerði elstu dóttur bin Ladens að
einni af konum sínum. Síðan þá hef-
ur bin Laden sjálfur tekið sér fjórðu
konuna, og telja sumir að hún sé
dóttir Omars. Með því að neita að
framselja vin sinn hefur Omar áunn-
ið sér stuðning margra öfgasinnaðra
hópa múslima, en um leið hefur Afg-
anistan einangrast svo að segja al-
gerlega í diplómatísku tilliti.
Omar var sveitarforingi í Mujahe-
deen-skæruliðasamtökunum í Afg-
anistan og missti annað augað í bar-
áttunni gegn hersetu Sovétmanna í
landinu. Hann hlaut frama upp úr
1994 á tímum ringulreiðar og inn-
byrðis átaka sem risu milli flokka
þegar samtökin tóku að leysast upp.
Þegar glundroðinn var sem mestur
ávann Omar sér fylgi meðal almenn-
ings í Afganistan fyrir að koma á
lögum og reglu í samræmi við lög-
mál islams, grundvölluðu á Kóranin-
um, þar sem aðaláhersla er lögð á
rétta breytni.
„Talibanar“ Omars (orðið „talib-
an“ merkir „trúarnámsmaður“) voru
sagðir hafa frelsað börn úr klóm
gráðugra stríðsherra og hjálpuðu
þessar sögur til við að auka á orð-
spor Omars og innan tveggja ára
hafði honum tekist að verða valda-
mesti maður í Afganistan og helsta
trúaryfirvaldið í landinu.
Eineygði einbúinn
Æðsti maður talibanastjórnarinnar í Afganistan, Mohammad
Omar, er talinn tengjast Osama bin Laden fjölskylduböndum.
Kabúl. AFP.