Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HAGRÆNA frammistöðu þjóða má meta af helstu þjóð- hagstölum og hagsæld og jöfnuð þegnanna af dreifingu tekna og eigna. Þótt draga megi ályktanir um framtíð- ina af hagtölum dags- ins í dag segja þær oft meira um gæði al- mennrar menntunar og stjórnarhátta árum og áratugum fyrr. Gæði ákvarðana í stjórn- og réttarkerfi, sérstaklega hvernig tekst að virða og virkja mannréttindi almennra þegna, er jafnan ráðandi um hagsæld og vel- ferð þeirra. Meðal eldrauna stjórn- og réttarkerfa eru mál, sérstaklega dómsmál, sem tengjast persónuleg- um eða flokkslegum hagsmunum æðstu valdamanna. Eldraun er rétt- nefni hér, þar sem reynir á rétt- arkerfismenn að fjalla af sjálfstæði og kunnáttusemi um hagsmuni og jafnvel ávirðingar manna sem hafa veitt eða eru líklegir til að geta veitt viðkomandi réttarkerfismönnum starfsframa, jafnvel aukagreiðslur. Watergate-málið, sem leiddi til af- sagnar Nixons, Bandaríkjaforseta, var slík eldraun í bandaríska stjórn- og réttarkerfinu á áttunda áratug- um og nú hafa Íslendingar eignast sitt mál, sem æðstu valdhöfum og réttarkerfinu hefur á fyrstu stigum reynst erfitt að meðhöndla. Mál Árna Johnsen er risamál og niðurstaða þess er álitlegur mæli- kvarði um velferð Íslendinga í fram- tíðinni. Ekki vegna þeirra lögbrota, sem Árni kann að hafa framið, held- ur vegna opinberu stjórnarhátt- anna, sem málið hefur nú þegar af- hjúpað og aðgerðanna, sem á eftir koma eða koma ekki. Þótt Árni Johnsen hafi með yfirlýsingu 2. ágúst 2001 leitast við að taka einn á sig alla sök í málinu hafa opinberir embættismenn, svo sem þjóðleik- hússtjóri, forstjóri Framkvæmda- sýslu ríkisins og menntamálaráð- herra talið rétt að birta opinberlega greinargerðir til að bera af sér sak- ir. Ríkisendurskoðun er sú opinbera stofnun, sem hefur með greinargerð um miðjan ágúst 2001, borið sakir á embættismenn tengda Árnamálinu. Ríkisendurskoðun, sem starfar nú samkvæmt lögum nr. 86/1997, og hefur haft sem meginhlutverk að upplýsa, (í tæka tíð), um misfellur við meðferð opinbers fjár og var- hugaverða stjórnarhætti. Erfið staða embættismanna Eftirtektarvert er að tveir ráð- herrar, sem hefðu átt að láta sig mál Árna Johnsen varða, hafa þagað þunnu hljóði. Fjármálaráðherrann er hér nefndur, vegna yfirstjórnar hans á Framkvæmdasýslu ríkisins og fjárreiðum ríkisins almennt. Ljóst er að lög og reglur, sem fjár- málaráðherrann ber ábyrgð á fram- kvæmd á, hafa verið brotin gróflega í Árnamálinu, en virst hefur sem ráðherranum komi það ekki við. Skilja verður þögn hans, til að mynda við yfirlýsingu Fram- kvæmdasýslu ríkisins frá byrjun ágúst 2001, þess efnis að ráðuneyt- um lýðveldisins hætti til að víkja frá laga- og fjárlagaákvæðum um op- inberar framkvæmdir, sem sam- þykki. Verður ekki að gera ráð fyrir að ráðherrann hafi kannað ástæður fyrir framúrkeyrslu á fjárlögum? Dómsmálaráðherra hefði einnig átt að hlutast til um að Ríkisend- urskoðun, sem var mjög tengd Árnamálinu á fyrri stigum þess sem eftirlitsaðili, yrði ekki falið að „rann- saka“ málið með tug starfsmanna í heilan mánuð eftir að það komst í hámæli. Ef marka má yfirlýsingu for- sætisráðherra í hljóðvarpi RÚV 17. ágúst 2001, þess efnis að enginn sæmilega sanngjarn maður geti dregið menntamálaráðherra til ábyrgðar í máli Árna Johnsen, þurfa ráðherrar ekki að hafa áhyggjur af Árnamál- inu. Enn síður getur stjórnarandstaðan ver- ið þeim áhyggjuefni nú. Svo oft hefur hún þagað og haldið að sér höndum í mikilsverð- um þjóðmálum. Margvísleg álitaefni um framkvæmd stjórn- arskrár, laga, fjárlaga og annarra reglna, sem tengjast Árnamálinu, valda því, að það þætti brosleg en jafnframt hryggileg niðurstaða ef Árni John- sen yrði einn ákærður í málinu. Eins og nú horfir er hætt við að embætt- ismenn, sem tengjast Árnamálinu, verði settir á sakamannabekkinn með honum. Meginatriði í sambandi við með- ferð Árnamálsins er að ráðherrar lýðveldisins eru nánast friðhelgir, vegna mögulegra meintra brota í starfi. Því til staðfestingar eru sér- lög um ráðherraábyrgð og Lands- dóm, sem aldrei hefur verið kvaddur til starfa síðan Íslendingar fengu heimastjórn 1904. Það yrði ömurleg niðurstaða réttarkerfisins ef Árni einn eða hann ásamt embættis- mönnum yrði sakfellur, en aðild ráð- herranna að málinu fengist ekki rannsökuð. Þeirra sem skipulögðu brotavettvanginn, völdu alþingis- manninn til starfa hjá framkvæmda- valdinu, völdu samstarfsmenn hans, þeirra sem daufheyrst hafa við ábendingum um mögulegar misfell- ur og hafa látið Ríksendurskoðun eftir að „rannsaka“ Árnamálið á fyrstu stigum þess sem refsimáls. Nýta verður Árnamálið Einkenni þróaðra þjóða er að þær leggja áherslu á að rannsaka mál, sérstaklega mistaka- og slysamál. Ekki til að leita uppi sakir á menn eða finna syndasel, heldur vegna þess að slíkar rannsóknir geta leitt fram mikilsverðar niðurstöður til að draga úr hættu á frekari slysum og mistökum síðar og minnka slæmar afleiðingar þeirra. Íslendingum hlýtur að vera rétt- arstaða almennra borgara í landinu íhugunarefni í ljósi þess, hve rétt- arstaða hátt settra embættismanna lýðveldisins er veik gagnvart frið- helgum ráðherrum. Aldamótin síðustu, ný viðhorf al- mennings, vegna stóraukinnar tölvunotkunar og upplýsingar og stóraukin samskipti, sérstaklega viðskipti í samræmi við erlenda þróaða viðskiptahætti, valda því að nú er gott tækifæri til að víkja frá opinberum stjórnarháttum þagnar, leyndar og spillingar, sem mál Árna Johnsen hefur þegar staðfest. Höfuðatriði er að það voru al- mennir borgarar, starfsmenn í af- greiðslu byggingavöruverslunar, sem létu sig varða meðferð opinbers valds og fjármuna. Ljóst hefur verið síðan að almenningur hefur fylgst með þessu risamáli og er líklegur til að taka eftir og muna hvernig það verður til lykta leitt. Eldraun réttarkerfis Tómas Gunnarsson Höfundur er lögfræðingur. Dómsmál Íslendingum, segir Tómas Gunnarsson, hlýtur að vera réttarstaða almennra borgara í landinu íhugunarefni. SÝNINGIN Finnsk hönnun verður opnuð í Epal í Skeifunni 6 í dag. Anne Stenros, framkvæmdastjóri Design Forum Finland, flytur fyr- irlestur um finnska hönnun og hefst hann kl. 20. Sendiherra Finnlands á Íslandi, Timo Koponen, opnar sýn- inguna að fyrirlestrinum loknum. Á sýningunni verða m.a. hlutir eftir hönnuðina Eero Aarnio og Harri Koskinen. Einnig hönnun frá fyrir- tækjunum Marimekko, Woodnotes, Snowcrash, Piiroinen, Adelta, Nokia og Fiskars. Sýningin verður opin á verslunar- tíma mánud-föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-14 til 13. október. Sýning á finnskri hönnun SIGRÍÐUR Eyrún Friðriksdóttir leikkona heldur söngleikjatónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Agnar Már Magnússon spilar undir á pí- anó og munu þau flytja lög úr ýms- um þekktum og minna þekktum söngleikjum. Þar má nefna Galdra- karlinn í Oz, Annie, Litlu Hryllings- búðina, Oklahoma, Cabaret og fleiri. Sigríður útskrifaðist sem leikari frá Guildford School of Acting sum- arið 2000 og frumraun hennar í ís- lensku leikhúsi var hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur þar sem hún lék Systu í Ball í Gúttó eftir Maju Ár- dal. Sigríður stundar nú frekara nám í söng við Tónlistarskóla FÍH. Agnar Már hefur lagt stund á djasspíanóleik, síðast í New York og þar á undan í Tónlistarháskóla í Hollandi og Tónlistarskóla FÍH. Morgunblaðið/Billi Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur í Stykkishólmskirkju í kvöld. Syngur í Stykkishólmi 4KLASSÍSKAR munu endur- taka söngskemmtun sína frá því í vor, Vorfiðring, í tónlistar- húsinu Ými í Skógarhlíð í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og í Keflavík nk. sunnudagskvöld. 4Klassískar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir og Signý Sæmundsdótt- ir. Efnisskráin samanstendur af dægurperlum og sígildum sönglögum úr þekktum óper- ettum, söngleikjum og kvik- myndum. Nú á haustdögum er vænt- anleg geislaplata með þeim stöllum. Vorfiðr- ingur að hausti SÆNSKI orgelleikarinn Mattias Wager heldur námskeið í litúrgísk- um orgelleik og spuna dagana 24.-26. september á vegum Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Námskeiðið fer fram í Hallgrímskirkju mánudag og mið- vikudag en í Neskirkju á þriðjudag. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara, en fé- lagsmenn þess fá ókeypis áheyrnar- þátttöku á námskeiðinu. Mattias Wager hefur komið hing- að til lands til tónleikahalds, m.a. með Erik Westberg vocal emsemble, síðast nú í sumar og slagverksleik- aranum Anders Åstram en þeir fé- lagarnir tóku upp geisladisk í Hall- grímskirkju. Mattias Wager er fæddur í Stokkhólmi 1967. Hann er búsettur í Malmö, þar sem hann kennir orgelleik og spuna við tónlist- ardeild háskólans þar. Hann kennir einnig við Háskólann í Gautaborg og er eftirsóttur sem gestakennari. Námskeið í orgelleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.