Morgunblaðið - 20.09.2001, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÁTTA manna hópur verkfræðinga,
hagfræðinga og annarra sérfræð-
inga norska fyrirtækisins Norsk
Hydro hefur kynnt sér aðstæður á
Austurlandi síðustu daga vegna fyr-
irhugaðra stóriðjuframkvæmda á
svæðinu. Skoðuðu þeir m.a. aðstæð-
ur á Kárahnjúkasvæðinu á þriðjudag
og fóru um fyrirhugað iðnaðarsvæði
við Hraun í Reyðarfirði í gær í fylgd
Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnar-
formanns Reyðaráls, sameiginlegs
framkvæmdafyrirtækis Hydro Al-
uminium og Hæfis hf. Þetta er í ann-
að sinn á stuttum tíma sem starfs-
menn Norsk Hydro koma hingað til
lands til að kynna sér aðstæður á
Austfjörðum vegna Reyðarálsverk-
efnisins.
Bjarne Reinholdt, framkvæmda-
stjóri Reyðaráls, segir tilganginn
þann að kynna svæðið fyrir því
starfsfólki Norsk Hydro sem sé að
vinna að Reyðarálsverkefninu. „Í
þessum hópi eru menn sem hafa
unnið mikið að þessu verkefni. Það
er nauðsynlegt fyrir þá að sjá betur
aðstæðurnar á Austurlandi,“ sagði
Reinholdt í samtali við Morgunblað-
ið um hádegisbil í gær. Var þá hóp-
urinn á leið til Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað þar sem ætlunin var að
kynna sér þá starfsemi sem þar fer
fram.
Reinholdt segir aðspurður að ekki
hafi dregið úr áhuga forsvarsmanna
Norsk Hydro á Reyðarálsverkefninu
þótt ákveðið hafi verið að fresta
tímamörkum á lokaákvörðun vegna
byggingar álvers í Reyðarfirði og
virkjunar við Kárahnjúka til 1. sept-
ember nk. „Þessi frestun hefur engin
áhrif á áhugann á verkefninu,“ segir
hann. „Áhuginn er jafnmikill og áð-
ur,“ ítrekar hann.
Beðið eftir
Kárahnjúkavirkjun
Reinholdt segir að unnið hafi verið
að verkefninu af fullum krafti síð-
ustu mánuði og að því starfi verði
haldið áfram þrátt fyrir frestunina.
Búið sé að ganga frá ýmsum atriðum
varðandi verkefnið en vilyrði fyrir
fjármögnun geti þó ekki legið fyrir
fyrr en orka til álversins hafi verið
tryggð. „Eins og kunnugt er hefur
Landsvirkjun ekki fengið heimild til
framkvæmda við Kárahnjúkavirkj-
un vegna umhverfisáhrifa. Á meðan
þessi heimild er ekki fyrir hendi er
erfitt fyrir okkur að biðja banka um
að fjármagna verkefnið,“ segir hann.
„Við getum því ekki tekið upp frek-
ari samningaviðræður við bankana
fyrr en Landsvirkjun fær heimild til
að hefja framkvæmdir við Kára-
hnjúkavirkjun,“ segir hann enn-
fremur og bendir á að úrskurður
Skipulagsstofnunar um að leggjast
gegn Kárahnjúkavirkjun hafi átt
sinn þátt í því að ákveðið hafi verið
að fresta tímamörkum lokaákvörð-
unar um álver í Reyðarfirði.
Gert er ráð fyrir því að hópurinn
haldi heim á leið til Noregs í dag.
Átta manna hópur frá Norsk Hydro skoðar aðstæður í Reyðarfirði
Jafnmikill áhugi þrátt
fyrir frestun ákvörðunar
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Nor-
wegian Sun kom til Reykjavíkur í
vikunni á jómfrúarferð sinni yfir
hafið til Ameríku. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurhöfn
lagði skipið af stað frá Southamp-
ton hinn 10. september til LeHavre,
Glasgow og síðan Reykjavíkur og
er næsta höfn St. Johns á Ný-
fundnalandi. Samtals eru rúm fyrir
1.936 farþega og áhöfnin telur
u.þ.b. 1.000 manns. Stærð skipsins
er 78.000 tonn og er þetta eitt allra
stærsta skip sem komið hefur til
Reykjavíkur. Margir höfðu áhuga á
að skoða skipið. Meðal þeirra var
Ingólfur Jónsson, flugmaður á list-
flugvél af gerðinni Pitt Special
S-2B, sem leit brosandi til ljós-
myndarans um leið og þeir mættust
í háloftunum.
Ljósmynd/Haukur Snorrason
Sæll og
blessaður!
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
áframhaldandi gæsluvarðhaldsvist
tveggja manna sem grunaðir eru um
fjársvik hérlendis. Hinir grunuðu
sæta því gæsluvarðhaldi allt til 28.
september.
Rannsókn lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli leiddi í ljós að vegabréf
mannanna væru fölsuð. Komist var
að þeirri niðurstöðu að plastfilmu á
vegabréfunum hefði verið lyft og
ljósmynd af mönnunum sett í vega-
bréfin. Unnið er að því að sannreyna
hverjir mennirnir eru að tilstuðlan
alþjóðadeildar ríkislögreglustjórans.
Annar þeirra er fæddur í Kamerún
og er franskur ríkisborgari, en hinn
sagði lögreglu að hann væri fæddur í
Kamerún og að hann hefði þarlend-
an ríkisborgararétt. Hann mun hafa
komið frá Frakklandi 7. september
en félagi hans frá Spáni sama dag og
eru þeir grunaðir um að hafa svikið
út 180 þúsund íslenskar krónur og
800 dollara hjá gjaldkerum banka í
Reykjavík og í Flugstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli.
Komu hing-
að á föls-
uðum vega-
bréfum
ALGENGARA er að piltar í 9.
og 10. bekk eigi tölvur en stúlk-
ur og þótt bæði kynin telji sig
hafa næga peninga milli hand-
anna vinna fleiri stúlkur með
skóla en piltar. Þetta kemur
fram í Ungt fólk 2000, könnun
meðal nemenda í 9. og 10. bekk
sem Rannsóknir og greining
hafa gert.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir
framkvæmdastjóri segir þátt-
takendur hafa verið spurða um
sjónvarps- og tölvueign, mynd-
bandstæki, nettengingu og
tölvuspil.
„Mynstrið er alveg ljóst, um
helmingi fleiri strákar eiga slík
tæki, eða hafa aðgang að þeim,
en stelpur. Hins vegar er hlut-
fallslega algengara að stúlkur
eigi gsm-síma,“ segir Bryndís.
Strákar eiga oftar tölvu
Niðurstaðan er í samræmi við
danska könnun sem greint er
frá í blaðinu í dag, þar sem því er
haldið fram að launamunur
kynjanna byrji í barnaherberg-
inu, og segir Bryndís að áhuga-
vert væri að gera ítarlegri rann-
sókn á viðfangsefninu. Danska
könnunin er hluti af verkefni
stofnunar í auglýsingarann-
sóknum við Viðskiptaháskólann
í Kaupmannahöfn.
Samkvæmt henni fá drengir
hærri vasapeninga en telpur
strax 5–7 ára og eykst bilið milli
kynjanna jafnt og þétt með aldr-
inum. Ennfremur kemur fram
að 30% drengja séu með tölvu í
barnaherberginu en 16% telpna.
Sé hún búin geisladrifi eiga 23%
stráka slíka vél en 8% telpna.
Strákar
fá meiri
vasa-
peninga
Launamunur/20
ÞÁGUFALLSSÝKI hefur aukist
meðal ellefu ára skólabarna frá því
árið 1982, samkvæmt niðurstöðum
Björns Gíslasonar, BA í íslensku, í
lokaritgerð hans, „Að verjast föllum:
Um þágufallssýki og nefnifallssýki“.
Björn gerði rannsókn á þágufalls-
sýki meðal 232 skólabarna í fimm
grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu
og bar niðurstöðurnar saman við nið-
urstöður úr rannsókn Ástu Svavars-
dóttur frá 1982 um sama efni.
Þrátt fyrir að hóparnir, sem tóku
þátt í rannsókninni, séu ekki fyllilega
sambærilegir, þar sem 202 börn úr
ellefu skólum víðsvegar um land
tóku þátt í rannsókn Ástu, bendir
allt til þess að þágufallssýki fari vax-
andi, að mati Björns.
Að hlakka til og
kvíða fyrir
Mismunandi er eftir því um hvaða
sagnir er að ræða hve tilhneigingin
til notkunar þágufalls í stað þolfalls
eða nefnifalls er rík. Í „verstu“ tilfell-
unum notaði um og yfir helmingur
barnanna þágufall í stað þolfalls og
35% notuðu þágufall í stað nefnifalls
með sagnarsamböndunum hlakka til
og kvíða fyrir.
Rannsókn Björns sýnir svo ekki
verður um villst að drengir eru mun
þágufallssjúkari en stúlkur. Tvisvar
sinnum fleiri drengir en stúlkur nota
t.a.m. þágufall með sögninni dreyma
og þeir fimm nemendur sem voru al-
gjörlega lausir við þágufallssýki
voru allir stúlkur.
Þágufallssýki 11 ára
barna hefur aukist
„Að verjast föllum“/12
Er algengari
meðal drengja