Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi
✝ Steinunn Ingi-björg Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7. febrúar
1922. Hún lést á
heimili sínu í Selja-
hlíð 10. september
síðastliðinn. Hún var
einkadóttir hjónanna
Guðmundar Jónsson-
ar húsasmíðameist-
ara og Maríu Sveins-
dóttur húsfreyju í
Reykjavík. 10. maí
1941 kvæntist Stein-
unn Ingibjörg, Krist-
mundi Jónssyni húsa-
smíðameistara, f. í Reykjavík 1.
apríl 1920, d. 10. febrúar 1997.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Kristmundsson sjó-
maður og kona hans
Magnea Tómasdótt-
ir. Börn Kristmund-
ar og Steinunnar
voru fimm og eru
fjögur á lífi, eitt dó í
frumbernsku: María,
f. 3. mars 1941,
Magnea, f. 28. mars
1946, Helga, f. 24.
febrúar 1950, og
Guðmundur f. 8. júlí
1962.
Barnabörn Krist-
mundar og Stein-
unnar eru 10 og
barnabarnabörnin 8.
Útför Steinunnar fór fram í
kyrrþey.
Okkur langar að kveðja með
nokkrum orðum kæra ömmu og
tengdamóður, Steinunni Ingi-
björgu Guðmundsdóttur, sem and-
aðist á heimili sínu í Seljahlíð 10.
þessa mánaðar.
Steinunn fæddist hér í Reykja-
vík 7. febrúar 1922. Steinunn var
einkadóttir hjónanna Guðmundar
Jónssonar húsasmíðameistara og
Maríu Sveinsdóttur húsfreyju hér í
borg.
Steinunn ólst upp á góðu heimili
og naut í ríkum mæli ástar og um-
hyggju foreldra sinna. Við heyrð-
um hana oft minnast bernskuár-
anna með hlýju og ástúð. Heimili
foreldra Steinunnar var fyrstu árin
á Vitastíg 13 hér í Reykjavík en
1930 flutti fjölskyldan að Þjórs-
árgötu 1 í Skerjafirði en þar hafði
Guðmundur byggt stórt og glæsi-
legt hús sem átti eftir að vera
heimili Steinunnar í um þrjátíu ár,
fyrst í foreldrahúsum og síðan með
eiginmanni.
Árið 1941 var mikið hamingjuár
í lífi Steinunnar en 10. maí það ár
gekk hún í hjónaband með eig-
inmanni sínum Kristmundi Jóns-
syni húsasmíðameistara en hann
er fæddur hér í Reykjavík 1. apríl
1920, en lést 10. febrúar 1997. Eins
og áður segir bjuggu þau hjón
fyrstu hjúskaparárin á Þjórsárgötu
1, en síðan í Rauðagerði 10 hér í
borg. Síðustu árin dvöldust þau
hins vegar í Seljahlíð í mjög góðu
yfirlæti og eru öllu starfsfólki í
Seljahlíð hér færðar þakkir fyrir.
Steinunn og Kristmundur voru
ákaflega samrýnd hjón. Þau eign-
uðust fimm börn og eru fjögur á
lífi en eitt dó í frumbernsku.
Starfsvettvangur Steinunnar var
fyrst og fremst heimilið, en einnig
starfaði hún utan heimilisins.
Lengst starfaði hún í eldhúsinu á
dvalarheimilinu Grund eða alveg
þangað til að hún varð að hætta
vegna Parkinsonsveikinnar sem
hún greindist með.
Steinunn var vandvirk og sam-
viskusöm við hvaðeina sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún var trygg-
lynd, vinaföst og frændrækin og
þess nutu fjölskylda hennar og
frændfólk. Steinunn var mikil fjöl-
skyldumanneskja. Fjölskyldan átti
hug hennar allan alveg fram í and-
látið.
Steinunn var ákaflega hlý kona,
glöð og lífleg í sínum hópi. Alla tíð
var mjög stutt í brosið, hún sá ætíð
hið spaugilega. Steinunn naut þess
að vera innan um fólk og stundaði
föndurvinnu á meðan hún gat.
Margur hluturinn er til vitnis um
vandvirkni og listfengi hennar.
Aldrei heyrðum við hana hallmæla
nokkrum manni. Steinunn var góð-
gjörn, skilningsrík og tillitssöm,
svo gott var að eiga hana að. Þess
nutum við feðgar æði oft. Gaman
þótti þeim hjónum að sjá sig um,
þau fóru víða erlendis og eins hér
á landi. Þeim þótti þó vænst um
sælureitinn í Grímsnesinu. Þar
höfðu þau byggt sér lítið en hlýlegt
sumarhús og ræktað upp lítið
skógarrjóður enda voru þau mikið
fyrir skógrækt og íslenska nátt-
úru. Í Grímsnesinu voru þau öllum
stundum. Þangað var farið allar
helgar á sumrin og einnig dvöldu
Steinunn og Kristmundur þar
löngum stundum eftir að þau
hættu að stunda vinnu og á meðan
heilsan leyfði. Við feðgar minn-
umst margra ánægjulegra og
góðra stunda bæði í Grímsnesinu
og á heimili þeirra hjóna.
Steinunn Ingibjörg var engin
hávaðakona. Hún var hógvær og
ljúf og glöð í allri framkomu. Um
veikindi sín ræddi hún aldrei, held-
ur bar þau með þolinmæði og still-
ingu. Þegar hlé varð á þrautum
hennar mátti ekki merkja á fram-
komu hennar að neitt væri að.
Okkur sem nú fylgjum Steinunni
síðasta áfangann finnst mikill sjón-
arsviptir við hvarf hennar úr sam-
félagi okkar. Eftir er mikill sökn-
uður, enginn fyllir hennar skarð,
en minningin um góða, trygga og
hlýja móður, ömmu og langömmu
lýsir okkur, sem þekktum hana
best. Gott er að minnast hennar og
minningin um hana mætti verða
okkur áminning til eftirbreytni.
Mestur er söknuðurinn hjá börn-
unum og fjölskyldum þeirra, sem
sjá á bak kærri móður, ömmu og
langömmu, en þau eiga bjartar
minningar um hana sem þau geta
yljað sér við með Guðs hjálp. Guð
varðveiti þau og blessi í sorg
þeirra.
Daði Guðmundsson
og Guðmundur
Hjálmarsson.
Einstakur er orð sem notað er, þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
Einstakur á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir. Og hverra skarð verður aldr-
ei fyllt.
Einstakur er orð sem lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Hún var vissulega einstök. Hver
setning í þessu erindi lýsir henni
svo glöggt, að það hefði getað ver-
ið ort til hennar.
Þegar Kristmundur bróðir kom
með stúlkuna sína í fyrsta skipti
heim í foreldrahús var hann átján
ára og hún sextán. Þá skildum við
vel, hvers vegna hann hafði lagt
svo mikla rækt við útlitið upp á
síðkastið, gott ef hann bað ekki um
brot í gallabuxurnar. Við hættum
allri stríðni, því við fundum að
undrið hafði gerst, ástin var komin
til sögunar, og ást þeirra hélst til
æviloka.
Steinunn eða Lilla, eins og hún
var kölluð af sínum nánustu, var
einkabarn foreldra sinna og því
undravert, hvað hún samlagaðist
þessum stóra systkinahópi, sem
ein af okkur, frá fyrstu kynnum.
Mamma hafði oft orð á því, að hún
hefði eignast eina dóttur í viðbót.
Það sagði hún um báðar tengda-
dætur sínar. Þetta var á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar. Ógnir
stríðsins höfðu færst nær okkur,
með komu breska hersins til lands-
ins. Fólk óttaðist loftárásir Þjóð-
verja, þá helst á þéttbýlisstöðum
eins og í Reykjavík.
Lilla og Kiddi giftu sig 10. maí
1941. Þau höfðu eignast dóttur,
þær höfðu reyndar verið tvær, en
aðeins annarri auðnaðist að lifa.
Heimili þeirra var á Þjórsárgötu 1
í Skerjafirði, í húsi foreldra Lillu,
Guðmundar Jónssonar og Maríu
Sveinsdóttur. Mamma hafði miklar
áhyggjur af litlu Maríu og reyndar
okkur öllum í þessu nábýli við
flugvöllinn. Hún skrifaði því vin-
konu sinni, Pálfríði, konu Páls
Blöndals í Stafholtsey í Borgar-
firði, og falaðist eftir húsnæði hjá
þeim yfir sumarið. Það var auðsótt
mál.
Það má segja að örlagadísirnar
hafi slegist í hópinn, sem hélt af
stað í Borgarfjörðinn, þetta vor.
Tvær okkar systranna vistuðust á
nálæga bæi. Önnur í Laugarholti
hjá Birni bróður Páls í Stafholtsey,
hin á Varmalæk hjá Jóni Jakobs-
syni og Kristínu Jónatansdóttur.
Þær áttu síðar hvor sinn bróðurinn
frá Varmalæk.
Í Stafholtsey undum við mamma
okkur vel, í sambýli við Lillu og
móður hennar. Þær voru líkar
mæðgurnar, sérlega snyrtilegar í
allri umgengni og hannyrðir léku í
höndum þeirra, enda gafst gott
tóm til að sinna þeim í sveitinni.
Þarna kom best í ljós, hve Lilla
átti gott með að laga sig að breytt-
um aðstæðum. Hún gerði sér að
góðu frumstæða eldunaraðstöðu og
að deila herbergi með öðrum.
Aldrei heyrðum við æðruorð, alltaf
sama prúðmennskan og ljúflyndið,
öllu tekið sem sjálfsögðum hlut.
Þarna bundumst við henni ennþá
sterkari böndum, sem aldrei hljóp
snurða á.
Á þessum árum vann Kiddi hjá
Jóni og Steingrími, fyrst sem að-
stoðarmaður í útibúi Fiskhallarinn-
ar í Skerjafirði, en tók fljótlega við
rekstrinum og vann þar næstu ár-
in, eða þar til hann lærði trésmíði.
Hann setti upp verkstæði með
tengdaföður sínum, sem einnig var
húsasmiður, og unnu þeir mikið
fyrir Olíuverslun Íslands, og
seinna varð Kiddi fastur starfs-
maður þar. Hann byggði í félagi
við annan mann húsið Rauðagerði
10 í Reykjavík og þar var heimili
þeirra Lillu lengstum.
Lilla hafði ekki setið aðgerða-
laus meðan á húsbyggingunni stóð,
hún vann á næturvöktum hjá
Morgunblaðinu, einnig starfaði
hún í Gildaskálanum við Aðal-
stræti. Seinna keyptu þau land í
Grímsnesinu, og í fögrum hvammi
reistu þau listilegan bústað sem
þau voru samtaka um að prýða,
bæði að utan sem innan. Þar var
þeirra paradís sem geymdi marga
fagra muni, sem þau höfðu eignast
á ferðum sínum innanlands og ut-
an. Það var hreinasta unun að
heimsækja þau í þennan sælureit.
Þar voru þau í sambýli við dóttur
sína og tengdason, einnig við
Gunnar bróður okkar og Signýju
konu hans. Þar áttum við margar
glaðar stundir sem aldrei gleym-
ast.
Síðari árin vann Lilla í eldhúsinu
á elliheimilinu Grund, þar til sjúk-
dómur sá, er nú hefur sigrað, fór
að ágerast. Kiddi minnkaði við sig
vinnu, til að geta aðstoðað hana og
létt undir á annan hátt. Það var
því kaldhæðni örlaganna, þegar
hann greindist með þann sjúkdóm,
sem olli með tímanum algjörri löm-
un.
Þau seldu íbúðina sína í Rauða-
gerði og keyptu minni íbúð í Ár-
skógum 8, sem var hönnuð fyrir
eldri borgara. Þá var það Lilla,
sem þrátt fyrir veika burði hlúði
að honum. Seinna fluttu þau í
hjúkrunarheimilið Seljahlíð og fyr-
ir einskæra ósérhlífni og góðvilja
starfsfólksins fengu þau að vera
saman, þar til Kiddi lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 10. febrúar 1997.
Eftir það hefur Lilla notið ein-
stakrar aðhlynningar starfsfólks
Seljahlíðar og barna sinna, tengda-
barna, barnabarna og annarra að-
standenda.
Sárt er vinar að sakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húm skuggi féll á brá,
lifir þó ljósið bjarta
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó falli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma,
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Ég kveð kæra mágkonu og
þakka samfylgdina á langri leið.
Inga.
STEINUNN
INGIBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Þórey Ragnars-dóttir fæddist 13.
janúar 1941 á Þor-
grímsstöðum í Breið-
dal. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 15. sept.
síðastliðinn. Þórey
var dóttir hjónanna
Ragnars Sigurðsson-
ar og Málfríðar Er-
lingsdóttur sem bæði
eru látin. Systkini
Þóreyjar eru Unnur
Svanhildur, f. 28. jan-
úar 1940, d. 9. mars
1994, Eiríkur Björn,
f. 5. apríl 1942, d. 6. feb. 1995. Syst-
ur samfeðra eru Hjördís, búsett í
Kópavogi, og Ragnheiður, d. 5.
apríl 1981. Eftirlifandi eiginmaður
Þóreyjar er Svavar
Borgarsson, f. 29.
september 1940.
Börn þeirra eru: 1)
Guðjón, f. 1960, kona
hans er Erla Sigurð-
ardóttir og eiga þau
þrjú börn, en fyrir á
Guðjón eina dóttur.
2) Sigurgeir, f. 1960,
kona hans er Bryndís
Rúnarsdóttir og eiga
þau tvö börn, en fyrir
átti Sigurgeir einn
son og Bryndís einn
son. 3) Borghildur og
á hún tvö börn. 4)
Berglind og á hún eitt barn.
Útför Þóreyjar fer fram frá
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín. Nú er þinni
þrautagöngu lokið. Það verður tóm-
legt að koma á Holtsgötuna þegar
þú ert ekki þar. Þú gafst okkur svo
mikið frá hjarta þínu. Oftast þegar
við komum vildirðu að við borðuðum
líka, það væri nóg handa öllum, eða
fara út í búð og kaupa meira. Og
pönnukökurnar þínar voru þær
bestu í heimi. Þú varst algjör hetja.
Kvartaðir aldrei þótt við vissum að
þú værir fársjúk. Við gætum talið
upp endalaust. Við geymum minn-
ingarnar í hjarta okkar. Við kveðj-
um þig með söknuði, elsku mamma.
Takk fyrir allt og allt.
Sigurgeir og Bryndís.
Mamma mín.
Hún kunni það hún mamma mín
að milda grát og sefa.
Hún sagði það hún mamma mín
að mér hún skyldi gefa
fley og fagrar árar
og fleira er ég þráði.
Enga veru, mamma mín
meir’ en þig ég dáði.
Ást og mildi mamma gaf
mér í veganesti
er eirðarlaus ég lét í haf
og löngun þar ei festi,
en mér léði lánið
landsins bestu móður.
Þú sagðir aðeins mamma mín
„mundu að vera góður“.
En hvar sem fleyið mamma mín
myrkar leiðir þræddi
mér fylgdi ástin þögla þín.
Og þegar dauðinn æddi
varð ég oft í anda
svo undarlega hljóður.
Ég heyrði mamma málróm þinn
„mundu að vera góður“.
(Höf. Úlfur Ragnarsson.)
Guð blessi minningu þína, elsku
mamma mín.
Þinn
Guðjón.
Spor: Nótt eina dreymdi mann
draum. Honum fannst sem hann
væri á gangi eftir ströndu með
Drottni. Í skýjum himins flöktu
myndir úr lífi mannsins. Við hverja
mynd greindi hann tvenns konar fót-
spor í sandinum, önnur hans eigin,
hin Drottins.
Þegar síðasta myndin birtist fyrir
augum hans leit hann um öxl, á spor-
in í sandinum. Hann tók eftir því, að
víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
Hann sá einnig að það var á þeim
augnablikum lífsins sem hve erfiðust
höfðu reynst. Þetta olli honum miklu
hugarangri og hann tók það ráð að
spyrja Drottin hverju þetta sætti.
„Drottinn, þú sagðir að þegar ég
eitt sinn hefði ákveðið að fylgja þér
myndir þú ganga alla leiðina í fylgd
með mér. En ég hef tekið eftir, að
meðan á erfiðustu stundum lífs míns
hefur staðið eru bara ein spor í sand-
inum. Ég get ekki skilið, hvernig þú
gast fengið af þér að skilja mig eftir
einan, þegar ég þarfnaðist þín
mest.“
Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta
barn mitt. Ég elska þig og myndi
aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan
þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu –
þar sem þú sérð ein spor aðeins –
var það ég sem bar þig.“ (Höf.
ókunnur.)
Elsku Þórey. Þakka þér fyrir allt,
hvíl í friði og guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Erla.
Elsku amma. Nú ertu farin til
guðs sem þú elskaðir svo mikið og
við vitum að þér líður vel og finnur
ekki meira til. Við vitum að þú munt
fylgjast með okkur og passa okkur
og við munum aldrei, aldrei gleyma
þér og þínum innilegu faðmlögum.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig elsku amma Tóta.
Þín barnabörn,
Guðbjörg Lára,
Þórir Snær og Arnór Elí.
Elsku amma Tóta. Þú varst svo
góð við okkur, áttir alltaf mola eða
rúsínur í skápnum. Nú vitum við að
þú ert komin til Guðs og þér líður
betur.
Þín barnabörn,
Alexander Már, Sylvía
og Rúnar Þór.
ÞÓREY
RAGNARSDÓTTIR