Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 4
HARALDUR Örn Ólafsson fjall-
göngumaður kom til landsins í
gær eftir að hafa lokið mik-
ilvægum áfanga í sjötinda leið-
angri sínum. Í öðrum áfanga, sem
nú er lokið, gekk hann á tvo
tinda, Elbrus, hæsta tind Evrópu
og Kilimanjaro, hæsta tind Afr-
íku. Haraldur var ánægður við
heimkomuna í gær, en með hon-
um var Una Björk Ómarsdóttir
unnusta hans, sem fór með hon-
um í safarí-ferð í Afríku að lok-
inni göngu hans á Kilimanjaro.
„Þetta var mjög gaman og leið-
angurinn hefur gengið vel hingað
til,“ sagði Haraldur í Leifsstöð
við komuna til landsins í gær.
„Það var ekki auðvelt að ganga á
Elbrus daginn sem ég fór upp,
enda var þrumuveður. Ég lá einn
í skála nóttina á undan og ætlaði
varla að hafa mig af stað út í
veðrið enda hefur fólk farist
þarna við slíkar aðstæður. En á
móti kom að það var mjög fá-
mennt á fjallinu og því hafði ég
það nánast út af fyrir mig. Það
slóst Rússi í för með mér upp á
tindinn og það var stórkostlegt
að standa á tindinum. Vindur var
nokkuð hvass og kalt í veðri en
sólskin og gott útsýni.“
Kilimanjaro öðruvísi
en önnur fjöll
Að lokinni göngunni á Elbrus
27. ágúst fór Haraldur til Afríku
og náði þriðja tindinum í röðinni,
Kilimanjaro, hinn 7. september.
„Ég er sammála því sem margir
segja um Kilimanjaro, um að
menn verði fyrir sterkri andlegri
upplifun þar. Þetta fjall er öðru-
vísi en önnur fjöll, þar sem það
rís upp af sléttunni sem fóstrar
allt dýralífið auk mannabyggða.
Við gengum upp í myrkri undir
stjörnubjörtum himni í skini
tunglsljóss í miklum kulda og
náðum tindinum þegar sólin kom
upp. Það var mögnuð stemmning
sem fylgdi þessu og ótrúleg upp-
lifun að komast á tindinn þennan
dag.“
Haraldur mun næst halda utan
til að klífa Cartenz Pyramid,
hæsta tind Eyjaálfu í nóvember
og Vinson Massif, hæsta tind Suð-
urskautslandsins í desember. Þeir
hafa ekki verið klifnir af Íslend-
ingi fyrr.
Haraldur á hæsta tindi Afríku, Kilimanjaro (5.895 m) 7. september.
„Mögnuð
stemmn-
ing á Kil-
imanjaro“
Haraldur og Una Björk í Leifsstöð við komuna til landsins í gær.
Morgunblaðið/Haraldur
Haraldur á hæsta tindi Evrópu, Elbrus (5.642 m) hinn 27. ágúst.
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta-
og póstmála hefur fellt úr gildi
ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn-
unar frá í sumar um að Símanum
sé óheimilt að innheimta 95 króna
gjald af viðskiptavinum sínum fyrir
hvern útsendan símreikning.
Segir Síminn að gjaldtakan teng-
ist kostnaði vegna færslugjalds í
banka, póstsendingar og prentunar.
Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður
upplýsinga- og kynningarmála Sím-
ans, segir að gjaldið sé ekki hærra
en raunkostnaður við að senda út
reikninga og að setja á seðilgjald sé
orðin viðtekin venja, t.d. hjá fjár-
málafyrirtækjum.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar
verða undanþegnir þessu gjaldi og
geta viðskiptavinir komist hjá því
að greiða sendingargjaldið, með því
að færa sig yfir í rafræn viðskipti,
þ.e. greiða reikninga með rafræn-
um hætti og fá símreikninga senda
á Netinu. Heiðrún segir að 30 krón-
ur verði dregnar frá símreikningi
þeirra sem taka upp rafræn við-
skipti til viðbótar við 95 krónurnar,
samtals þýði það 1.500 króna sparn-
að á ársgrundvelli.
160 milljóna króna hagræðing
Í úrskurðinum kemur fram að
búist er við að hagræðing Símans
vegna breytingarinnar verði 160
milljónir króna á ársgrundvelli.
Heiðrún segir það fara eftir því
hversu margir taki upp rafræn við-
skipti. Hún segir að áætlanir Sím-
ans geri ráð fyrir að gjaldið verði
innheimt frá og með 1. október og
að breytingarnar verði kynntar fyr-
ir viðskiptavinum áður en byrjað
verður að innheimta gjaldið.
Í málinu var deilt um túlkun á
þeirri grein fjarskiptalaga þar sem
segir að áskrifendur fjarskiptaþjón-
ustu eigi rétt á að fá reikninga fyrir
fjarskiptanotkun sína sundurliðaða
eftir tegund þjónustu þeim að
kostnaðarlausu. Síminn hélt því
fram að orðið „kostnaðarlausu“
tæki eingöngu til kostnaðar við
sundurliðun reikninga eftir tegund
þjónustu. Af hálfu Póst- og fjar-
skiptastofnunar var hins vegar talið
að orðið fæli í sér að óheimilt væri
að innheimta sérstakt útsending-
argjald vegna reikninga sem sendir
eru áskrifendum fjarskiptaþjón-
ustu.
Sundurliðun án kostnaðar
Úrskurðarnefndin sagði í niður-
stöðu sinni að ekki yrði ótvírætt
ráðið af orðalagi lagagreinarinnar
hvernig bæri að túlka hana varð-
andi ágreiningsefnið. Málfræðileg
samsetning hennar þætti þó standa
nær túlkun Símans. Vísar nefndin í
14. grein tilskipunar Evrópusam-
bandsins, sem lögfest var með 30.
gr. fjarskiptalaga og segir að þar
komi ekki fram að útsendingar-
kostnaður skuli vera áskrifendum
að kostnaðarlausu. Segir nefndin að
ekki verði annað séð en að greinin
taki aðeins til sundurliðunar á
reikningum.
Þá segir úrskurðarnefndin að af
greinargerð með 30. gr. fjarskipta-
laga verði heldur ekki séð að grein-
inni hafi verið ætlað að koma í veg
fyrir sérstaka gjaldtöku vegna út-
sendingar símreikninga.
„Hafi tilgangurinn með lagasetn-
ingunni m.a. verið sá að lögfesta
efnisreglu um bann við töku sér-
staks útsendingargjalds vegna sím-
reikninga hefði að áliti nefndarinn-
ar þurft að kveða skýrt á um það.
Telur nefndin, þegar heimildargögn
hafa verið skoðuð og metin, að 1.
mgr. 30. gr. fjarskiptalaga nr. 107/
1999 taki aðeins til endurgjalds-
lausrar sundurliðunar á símreikn-
ingum en varði ekki sérstaka gjald-
töku vegna útsendingar
símreikninga,“ segir síðan í niður-
stöðunni.
Símanum leyft að innheimta
gjald fyrir símreikningaTÆPLEGA fimm ára drengur, semlögreglan í Kópavogi leitaði að í gær-kvöldi, skilaði sér heim, heill á húfi,
um klukkutíma eftir að lýst hafði ver-
ið eftir honum. Rétt fyrir klukkan 22
tilkynntu foreldrar drengsins til lög-
reglu að hann væri týndur.
Drengurinn hafði farið út að leika
sér fyrir utan heimili sitt við Engi-
hjalla um klukkan 19 um kvöldið og
klukkutíma síðar fóru foreldrar hans
að leita að honum. Að sögn lögreglu
töldu foreldrarnir að hann væri inni í
einhverri blokkinni að leika sér.
Eftir að tilkynning í fréttum sjón-
varpsins klukkan 22 skilaði ekki ár-
angri var ákveðið að kalla hjálpar-
sveitir og leitarhunda út.
Hjálparsveitir voru að kalla út leit-
arhópa þegar drengurinn skilaði sér
heim, rétt fyrir klukkan 23, og var
leitin þá afturkölluð. Drengurinn
hafði verið að leika sér í nýbyggingu í
nágrenninu.
Að sögn lögreglu hafði fjöldi manns
samband við hana eftir að tilkynning
kom um að verið væri að leita að ung-
um dreng. Lögregla segir að margir
hafi boðið fram aðstoð sína við leitina.
Skilaði sér
sjálfur heim