Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 43
Sagt er að hvergi
kynnist menn betur en
til sjós. Að í einangr-
uðu samfélagi skipsins
úti á rúmsjó, oft í mis-
jöfnum veðrum, komi innri maður-
inn betur í ljós en endranær. Skips-
höfnin er eins og þjóðfélagið í
hnotskurn þar sem skipstjórinn er
óumdeildur foringi og sá sem tekur
ákvarðanir. Liðsmenn hans, skips-
höfnin, fylkir sér að baki honum og
allir gera sitt til þess að ætlunar-
verkið takist. Á sjónum koma kostir
eða gallar manna skýrar í ljós en við
aðrar aðstæður.
Því er ég að tíunda þessi sannindi
að við fráfall Helga Gíslasonar, vinar
míns í áratugi, varð ljóst að enda
þótt ég hefði þekkt þennan mann
lengi og talið hann til kunningja, var
það ekki fyrr en á sjónum sem mér
urðu enn betur ljósir eðliskostir
hans sem manns og vinar. Ekki er
þess kostur í stuttri minningargrein
að gera persónuleika hans skil sem
vert væri. Þó eru nokkrir þættir sem
verða hugstæðir og eru hvað mikils-
verðastir að leiðarlokum.
Helgi var óvenjulegur maður um
margt. Hann lagði aldrei illt til nokk-
urs manns og sagði aldrei hnjóðsyrði
um aðra svo ég heyrði, og ræddum
við þó margt á löngum siglingum.
Bærist eitthvað í tal um menn, sem
betur mætti fara, brosti hann jafnan
góðlátlega og fann viðkomandi eitt-
hvað til málsbóta. Þó hafði hann ríkt
skap og mikla réttlætiskennd. Helgi
gat verið manna glaðastur á góðri
stund og varla var til skemmtilegri
maður þegar lyft var glasi í góðra
vina hópi. En hann átti eins og við
flestir sínar döpru stundir, enda
komst hann ekki hjá áföllum á lífs-
leiðinni frekar en aðrir. Ég fullyrði
samt að þegar á heildina er litið var
hann gæfumaður. Einhverju sinni
spjölluðum við saman um fólk sem
báðir þekktu og hann sagði: Þekkir
þú ekki Hervöru? Nei ég hafði aldrei
séð hana. Það er STÚLKA, sagði
Helgi með áherslu og brosti við.
Það var svo nokkru síðar að við
nokkrir skipsfélagar af Tröllafossi
HELGI
GÍSLASON
✝ Helgi Gíslasonbryti fæddist í
Höfnum á Suðurnesj-
um 23. febrúar 1914.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík
sunnudaginn 12.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Langholtskirkju í
Reykjavík 21. ágúst.
vorum um kvöld heima
hjá skipstjóranum,
Jóni Steingrímssyni og
konu hans Þórgunni
Ársælsdóttur. Þangað
kom Helgi og með hon-
um Hervör Hólmjárn.
Þá skildi ég hvers
vegna skipsfélagi minn
hafði talað um þessa
stúlku með slíkri að-
dáun. Nokkru síðar
voru Hervör og Helgi
orðin hjón. Þau reistu
fallegt hús áSunnuvegi
21 í Reykjavík. Við vin-
ir þeirra hjóna vorum
sammála um að það heimili væri
verðug og fögur umgerð um fallegt
og gott hjónaband.
Stundum er eins og ævi samferða-
manna sem leggja upp í síðustu ferð-
ina birtist sem myndir á tjaldi. Fyrst
man ég Helga í búningi þjóns á Hót-
el Borg þar sem hann lærði starf
framreiðslumanns. Síðar yfirmanns
á Hótel Vík, sem hann rak við annan
mann um tíma. Næst í minningunni
er hann veitingamaður í Þjóðleik-
húskjallaranum en síðast, og sú
mynd er hvað skýrust, í einkennis-
fötum bryta á Fossunum. Hvað ung-
ur nemur, gamall temur, segir mál-
tæki. Örugglega má segja um Helga
Gíslason það sama og skáldið sagði
um annan sjómann í frægu kvæði:
„Hann var alinn upp við sjó/ ungan
dreymdi um skip og sjó“. Hann leit
fyrst dagsins ljós í Höfnum á Suð-
urnesjum, þar sem allt snerist um
sjósókn. Þar ólst hann upp með for-
eldrum sínum og eldri bróður og hóf
sjósóknina um fermingu. Helgi mun
ungur hafa sett sér það markmið að
verða farmaður. Hann fæddist sama
ár og Eimskipafélag Íslands var
stofnað og varð starfsmaður þess í
mörg ár. Hjá því félagi hefir alla tíð
verið mikið mannval og á þeim vett-
vangi má segja að Helgi hafi verið í
fremstu röð. Dugnaður og ráðvendni
ásamt mikilli fagmennsku ein-
kenndu hann alla tíð.
Þegar litið er yfir æviferil þessa
afbragðsmanns, hlýtur sú hugsun að
skjóta upp kollinum hve miklum
verðmætum fyrirtæki og reyndar
þjóðin öll tapar í formi reynslu og
visku, þegar mönnum er gert að
hætta starfi meðan þeir eru enn í
fullu fjöri. Helgi hætti störfum hjá
Eimskip sjötugur að aldri en þar
með urðu aðeins kaflaskipti á starfs-
ferlinum. Hann byrjaði þá að starfa
hjá Þorvaldi Guðmundssyni og
Skúla syni hans á Hótel Holti og
hætti þar sl. vor aðeins 87 ára að
aldri. Lengri vinnudag leggja fáir til
þjóðarbúsins.
Langri og gifturíkri vegferð er
lokið. Helgi ætlaði sér ungur að
verða farmaður. Nú hefir hann lagt
upp í síðustu ferðina. Við María
sendum Hervöru og börnunum hlýj-
ar samúðarkveðjur.
Sveinn Sæmundsson.
Þegar ég flyt Helga Gíslasyni
starfsfélaga mínum og vini örfá
kveðjuorð koma í hugann endur-
minningar frá árunum þegar leiðir
okkar fyrst lágu saman hjá Eim-
skipafélaginu þar sem við unnum
báðir um langt árabil, hann bryti á
skipum félagsins en ég við farþega-
afgreiðslu á skrifstofunni. Voru sam-
skipti okkar talsverð og fundum
okkar bar oft saman. Samstarfið var
alla tíð ánægjulegt. Er mér minn-
isstætt hve háttprýði og snyrti-
mennska var einkennandi fyrir
framkomu hans og bar vott um fág-
aða og fíngerða skapgerð. Oft heyrði
ég farþega með skipum félagsins,
einkum Gullfossi, róma hann fyrir
þægilegt viðmót og gott atlæti sem
hann veitti þeim. Sömu sögu höfðu
að segja skipverjarnir sem með hon-
um sigldu.
Hann sagði það hafa verið draum
sinn í barnæsku að verða sjómaður á
millilandaskipi og að ævinlega hafi
hann fundið fyrir gömlum seiðingi
þegar hann sá skip leggja frá
bryggju. Óskirnar rættust um sjó-
mennsku á millilandaskipi og marg-
ar ferðir voru farnar landa á milli.
Og nú hafa verið leystar landfestar
og lagt úr höfn enn einu sinni – en nú
siglt til landsins handan við móðuna
miklu.
Helgi var fæddur í Réttarhúsum í
Höfnum á Suðurnesjum árið 1914.
Þar voru fyrstu kynni hans af sjó-
mennskunni á unga aldri. Forlögin
höguðu því svo að hann lærði til
þjóns og starfaði fyrst á veitinga-
húsum hér í Reykjavík, en með
nokkrum frávikum þegar hann var
til sjós á skipum Eimskipafélagsins.
– Árið 1932 hóf hann nám í fram-
reiðslu á Hótel Borg. Þrem árum
síðar lánuðu húsbændur hans hann
um borð í Brúarfoss til að leysa af
þjón í veikindaforföllum. Má segja
að þá hafi hann tekið sína vígslu sem
skipverji á skipum Eimskipafélags-
ins, þar sem hann síðar átti langan
og farsælan starfsdag. Eftir að hann
kom heim úr ferð sinni með Brúar-
fossi var hann um nokkurt skeið á
Dettifossi, en sneri síðan aftur til
vinnu sinnar á hótelinu, staðráðinn í
því að fara á sjóinn á ný. Næstu árin
vann hann við framreiðslustörf, ým-
ist til sjós eða lands og sigldi til
Bandaríkjanna til að kynna sér hót-
elrekstur. Hann vann þá um tíma við
matreiðslu á Hótel Sheraton í Wash-
ington. Árið 1949 var hann ráðinn
bryti á Tröllafossi, nýju skipi Eim-
skipafélagsins, og fór með áhöfninni
til San Francisco að sækja skipið.
Upp frá því starfaði hann á skipum
Eimskipafélagsins utan áranna 1962
til 1965 er hann vann í Þjóðleikhús-
kjallaranum sem þá var einn vinsæl-
asti veitingastaður borgarinnar. Í
árslok 1980 lauk hann fjörutíu og
fjögurra ára starfi sínu á skipum
Eimskipafélagsins, þá 67 ára að
aldri. En eftir það sá hann til sjö-
tugsaldurs um mötuneyti Eimskips í
Sundahöfn. Að loknu starfi hjá Eim-
skipafélaginu vann hann við birgða-
vörslu á Hótel Holti. En böndin við
Eimskip og gömlu starfsfélagana
rofnuðu þó aldrei, því oft var til hans
leitað þegar svo bar undir af sér-
stöku tilefni.
Við gamlir starfsfélagar hjá Eim-
skip höfum haldið hópinn eftir að
starfsdegi okkar lauk og átt saman
margar ánægjulegar stundir þar
sem vindar vináttunnar hafa leikið
um okkur og við notið góðra veitinga
félagsins. En nú þegar Helgi er
horfinn verður hópur okkar félag-
anna ekki sá sami og áður. Við minn-
umst hans með virðingu og þakk-
læti.
Ég kveð Helga Gíslason og þakka
margra ára ánægjulega samvinnu og
samfylgd. Hervöru Hólmjárn, börn-
um þeirra og öðrum ættingjum votta
ég dýpstu samúð mína.
Sigurlaugur Þorkelsson.
Kveðja frá Soropt-
imistaklúbbi Sel-
tjarnarness
Ein af okkar traustu
systrum í Soroptim-
istaklúbbi Seltjarnarness er fallin
frá. Það er komið að ótímabærri
kveðjustund. Ingibjörg Jóhanns-
dóttir var stofnfélagi í Soroptimista-
klúbbi Seltjarnarness og vann alla
tíð af heilum hug og miklum áhuga
að málefnum klúbbsins. Markmið
hreyfingar okkar voru henni ekki
einungis hugleikin, þau áttu einnig
svo afar vel við persónu hennar: að
efla vináttu og einingu meðal
manna, að stuðla að hjálpsemi og
skilningi og sýna drenglyndi og vera
einlægar í vináttu. Ingibjörg var
INGIBJÖRG
JÓHANNSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir
fæddist á Bæ í
Hrútafirði 31. júlí
1930. Hún lést á
heimili sínu 11. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Bústaðakirkju
20. ágúst.
hvorki hávær kona né
framhleypin, en hún
var einörð í skoðunum,
jákvæð og hvetjandi og
hafði á sinn hlýja, glað-
lega hátt svo góð áhrif
á okkur allar. Víðlesna
konan og ljóðaunnand-
inn sem elskaði nátt-
úru landsins og naut
sín ef til vill best í frið-
sæld Akureyja á
Breiðafirði, þar sem
fuglinn ræður ríkjum.
Efst í huga okkar er
ferð klúbbsystra og
maka út í óðalið hennar
á Breiðafirði. Sú ferð er öllum
ógleymanleg. Ingibjörgu var í mun
að við fengjum að upplifa hið ein-
staka líf sem lifað var á úteyjum við
Íslands strendur. Hún bar fyrir okk-
ur „ekta eyjamat“, siginn fisk, fugl,
egg og seytt brauð. Þvílíkt ljúfmeti!
Í annað sinn nú fyrir örfáum árum
nutum við enn á ný gestrisni hennar
er hún bauð okkur í sumarhús fjöl-
skyldunnar. Þar var tekið á móti
okkur af sömu gestrisni, hlýju og
elskulegheitum og gleðin geislaði af
húsráðanda. Okkur var einnig ljóst í
bæði þessi skipti að Ingibjörg átti
góða fjölskyldu, elskuleg börn sem
ekki töldu eftir sér að hjálpa móður
sinni til þess að gera vel við gesti
sína. Eftir lát Ásgeirs, manns henn-
ar, flutti Ingibjörg frá Seltjarnar-
nesi til Reykjavíkur, en hún sagði
ekki skilið við okkur systur sínar á
Nesinu, þótt oft tæki strætisvagna-
ferðin úr Breiðholti út á Nes langan
tíma. Andlátsfregn Ingibjargar kom
okkur systrum á óvart. Hún hafði að
vísu átt við veikindi að stríða und-
anfarin ár, en sumarið sem nú kveð-
ur hafði yljað henni og gefið henni
góða daga og hún horfði björtum
augum fram á veginn. En hann sem
öllu ræður taldi að tíminn væri kom-
inn. Við söknum Ingibjargar, kátínu
hennar og jákvæðs hugarfars, en við
erum bjartsýnissystur og þökkum
fyrir að hafa notið starfskrafta
hennar og einlægrar vináttu sem er
meira virði en allt annað. Afkomend-
um hennar og öðrum ástvinum send-
um við einlægar samúðarkveðjur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(G. J.)
Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs
Seltjarnarness,
Ingibjörg Bergsveinsdóttir,
Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir,
Þórunn Erlendsdóttir.
Kær vinkona til
margra ára er látin.
Lilla eins og vinir henn-
ar kölluðu hana.
Hún var afskaplega glæsileg svo
eftir var tekið, glaðlynd, fyndin og
góður vinur.
Við vorum miklar vinkonur fram
eftir árunum en heilsuleysi hennar og
fjarlægð mín í öðrum landshluta
teygði á vináttuböndunum, sem þó
slitnuðu aldrei og helst var að við töl-
GUÐRÚN P.
EYFELD
✝ Pálína GuðrúnPálsdóttir Eyfeld
fæddist í Reykjavík
26. október 1936.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss í Fossvogi 1.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskapellu 10.
september.
uðum saman í síma, var
þá alltaf eins og við
hefðum hist í gær.
Hennar sérstaki húmor,
hlátur og að gera grín
að sjálfri sér tók þá
völdin. Slys sem hún
varð fyrir og heilsuleysi
sem margan manninn
hefði bugað varð svo
fyndið í hennar frásögn
að vorkunn komst ekki
að, enda það sem hún
vildi síst. Ég veit að lof-
rollur um látið fólk (sem
getur enga vörn sér
veitt, eins og hún sagði)
voru ekki að hennar skapi, ég vildi
bara kveðja gamla góða vinkonu.
Kæra Lilla mín, þótt við náum ekki að
vera saman á elliheimili, bruna um
allt á hjólastólum og stríða köllunum í
þessu lífi, þá kannski í næsta.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar.
Hrefna.
Það var árið 1950. Ég
var að flytja með manni
mínum til Þingeyrar.
Ung, óreynd og nýgift
prestskona. Vissulega
fylgdi því eftirvænting að takast á við
nýtt hlutverk á nýjum stað. Aldrei
hafði ég komið þarna áður og engan
þekkti ég fyrir.
Fljótlega kynntist ég mörgu af því
ágæta fólki sem þar bjó en einn af
þeim fyrstu var organisti kirkjunnar,
Baldur Sigurjónsson. Þótt ekki væri
hann gamall var hann þá þegar búinn
að starfa sem organisti kirkjunnar í
mörg ár.
Svo fór að fljótlega eftir komu okk-
ar hjóna vestur gerðist ég félagi i
kirkjukórnum og starfaði þar mér til
mikillar ánægju ásamt mörgu góðu
fólki undir öruggri stjórn Baldurs,
BALDUR
SIGURJÓNSSON
✝ Baldur BernharðSigurjónsson
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 5.
mars 1910. Hann lést
á Dvalarheimilinu
höfða á Akranesi 10.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Þingeyrarkirkju
25. ágúst.
allt þar til hann fluttist
til Akraness.
Það er ekki ofsögum
sagt að Baldur hafi ver-
ið lífið og sálin í öllu
söng- og tónlistarlífi
staðarins í öll þessi ár.
Orgelleikur og söng-
stjórn í kirkjunni á
gleði- og sorgarstund-
um, æfing ýmissa söng-
hópa sem komu fram á
skemmtunum, undir-
leikur og söngstjórn á
söngleikjum, sem flutt-
ir voru, allt var þetta á
hendi Baldurs og unnið
af kostgæfni og smekkvísi hins mús-
ikalska manns. Og svona mætti
áfram telja.
Kirkjan og samfélagið allt á Þing-
eyri stendur í þakkarskuld við Bald-
ur. Menn eins og hann sem reiðubún-
ir eru að gleðja og fegra mannlífið eru
ómetanlegir, ekki síst fyrir fámennar
byggðir, sem þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika halda uppi fjölbreyttara menn-
ingarlífi en margan grunar.
Þökk sé Baldri Sigurjónssyni fyrir
samstarfið í gegnum árin og fyrir öll
hans störf að tónlistarmálum á Þing-
eyri.
Guðrún Sigurðardóttir.
8 F8
8
5"#
$
2%
%
44
6
) "4 &" )6)#$
(""4 #$ 1$"1$ 0"#'&"
! "0&" .$ .$#$
* " *+"& "+*+"