Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 27
FRUMSÝND verður í kvöld á Hótel
Íslandi nýstárleg sýning sem að
sögn aðstandenda er nýjung í
skemmtanaflóru landsmanna. Það
eru töframeistararnir Pétur pókus
og Baldur Brjánsson sem sýna listir
sínar, s.s. eins og að láta heilan hest
hverfa af sviðinu og Pétur hefur fata-
skipti í litlum pappakassa á miðju
gólfi á meðan 15 biturlegum sveðjum
er stungið þvers og kruss í gegnum
kassann! Hljómar ótrúlega en er
engu að síður satt. Pétur pókus heit-
ir réttu nafni Pétur Gísli Finnbjörns-
son og hefur æft og stundað töfra-
brögð frá barnsaldri. Hann mun á
þessari sýningu sýna brögð og sjón-
hverfingar sem eru ólíkar öllu sem til
hans hefur sést hingað til.
Innyflaaðgerðir með
berum höndum
Það er Stefán Sturla Sigurjónsson
leikari og leikstjóri sem hefur svið-
setninguna með höndum en Vignir
Jóhannsson myndlistarmaður hefur
gert leikmynd. Tónlistarstjóri er
Máni Svavarsson og töframönnun-
um til aðstoðar eru tvær íturvaxnar
stúlkur en þær munu þykja ómiss-
andi við slíkar sýningar. Stúlkurnar
verða þó að láta sér lynda að vera
sagaðar í tvennt og skornar upp að
filippseyskum sið, en Baldur Brjáns-
son mun rifja upp þá sjónhverfingu
er hann fletti ofan af þarlendum
töfralækni sem gabbað hafði heims-
byggðina með innyflaaðgerðum með
berum höndum.
Að sögn Stefáns Sturlu hefur Pét-
ur Pókus haft hægt um sig undan-
farna mánuði, „... en tímann hefur
hann nýtt til að æfa töfrabrögð sem
eiga ekki sinn líka hérlendis og þó
víðar væri leitað,“ segir hann. Töfra-
maðurinn sjálfur var þó ekki til við-
tals um brögðin sjálf eða hvaða
kúnstir lægju þar að baki þegar
blaðamaður ætlaði að forvitnast nán-
ar um þau. Eftir að töframaðurinn
hafði galdrað spælegg upp úr brjóst-
vasa blaðamanns og dregið fimm
metra langan silkiklút úr eyra hans
þótti honum ráðlegra að beina
spurningum sínum að Stefáni Sturlu
að nýju.
Standa á öndinni
„Þetta er sýning sem helst á sér
hliðstæðu í skemmtiborgum Banda-
ríkjanna, Las Vegas og Atlantic
City, en þær eru sagðar njóta mestra
vinsælda næst á eftir rokktónleikum
þarlendis. Þetta er gríðarlega
skemmtilegt og þeir félagar eru
ótrúlega snjallir og víst eiga áhorf-
endur eftir að standa á öndinni yfir
þeim ótrúlegu sjónhverfingum sem
bera mun fyrir augun,“ segir Stefán
Sturla en sýningin dregur dám af
vesturheimi með nafngiftinni, PG
Magic Show, sem á gamaldags ís-
lensku þýðir einfaldlega PG töfra-
sýning.
Hestur hverfur og
kona söguð í búta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töframaðurinn er inni í kassanum að skipta um föt.
Pétur Pókus sporðrennir sverði
án minnstu vandræða.
JPV ÚTGÁFA hefur samið við
þýska útgáfufyrirtækið Steidl Ver-
lag um útgáfu á bók Guðbergs
Bergssonar: Jólasögur úr samtíman-
um. Bókin kemur út nú á haustmán-
uðum í þýðingu Karls-Ludwigs Wet-
zig.
Þetta er þriðja bókin sem Steidl
gefur út eftir Guðberg í þýskri þýð-
ingu. Áður eru komnar út Svanurinn
og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin
geyma, sem báðar hafa hlotið góðar
viðtökur gagnrýnenda og lesenda í
Þýskalandi.
„Þessi bók er tileinkuð Friedrich
Nietzsche sem fæddist í innfjálgri
lúterstrú árið 1844 en hélt því fram í
fúlustu alvöru við andlátið árið 1900
að guð kristinna manna væri löngu
dáinn úr leiðindum. En hví skyldum
við ekki gleðjast við sögur um Jesú
og guð fyrst hann skapaði heiminn
sér til ánægju og hefur skömm og
gaman af honum, okkur og sjálfum
sér?“ segir Guðbergur.
Steidl Verlag gefur meðal annars
út bækur nóbelsverðlaunahafans
Günters Grass.
Jólasögur Guðbergs
koma út í Þýskalandi
FRÁ Máli og menn-
ingu eru væntanleg-
ar í haust skáldsögur
eftir þær Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur,
Ingibjörgu Hjartar-
dóttur og Steinunni
Sigurðardóttur.
Skáldsaga Álf-
rúnar nefnist Yfir
Ebrufljót og segir frá
Íslendingi sem tekur
þátt í borgarastríðinu á Spáni. Að
sögn mun vera stuðst við raunveru-
lega atburði í þessari sögu.
Fyrsta skáldsaga Ingibjargar
Hjartardóttur ber titilinn Upp til
sigurhæða. Ingibjörg hefur skrifað
fjölda leikrita fyrir leiksvið og út-
varp og er líklega þekktust sem einn
af höfundum áhugaleikhópsins Hug-
leiks í Reykjavík. Steinunn Sigurð-
ardóttir sendir frá sér skáldsöguna
Jöklaleikhúsið. Þar segir frá áhuga-
mannaleikfélagi úti á landi sem
ræðst í sviðsetningu á öndvegisverki
Tsékovs, Kirsuberjagarðinum, með
öllu því umstangi sem slíku fylgir.
Skáldsögur
þriggja kvenna
Ingibjörg
Hjartardóttir
Steinunn
Sigurðardóttir
Álfrún
Gunnlaugsdóttir
FORSVARSMENN Eddu – miðlun-
ar og útgáfu kynntu í gær útgáfu nýs
Söguatlass Máls og menningar og er
þar un að ræða hliðstætt verk við
Heimsatlasinn sem út kom árið 1998
í sama broti.
Í Söguatlasinum er rakin saga
mannkyns frá upphafi fram til okkar
daga. Stuðst er við fullkomna tækni í
kortagerð, auk þess sem notast er
við myndir, texta og skýringarteikn-
ingar. Samspil þessara þátta í fram-
setningu efnisins gerir lesandanum
kleift að fræðast um meginþróunar-
ferli mannkynssögunnar og helstu
viðburði hennar, en alfræði- og upp-
sláttarhluti aftast í bókinni gerir les-
andanum kleift að dýpka þekkingu
sína ennfremur.
Sérstakur kafli um Ísland er í bók-
inni þar sem sagan er rakin frá land-
námi til okkar daga. Kaflinn er rit-
aður af þýðanda bókarinnar, Pétri
Hrafni Árnasyni sagnfræðingi. Alls
komu hátt í 40 sagnfræðingar frá öll-
um heimshornum að því að semja
bókina, en með því var leitast við að
nálgast söguna frá sem flestum
menningarlegum sjónarhornum.
Kristján B. Jónasson ritstýrir
verkinu sem unnið er í náinni sam-
vinnu við breska útgáfurisann Dorl-
ing Kindersley, sem Heimsatlasinn
var einnig unninn í samstarfi við.
Kristján segir óhætt að fullyrða að
kortagerðardeild fyrirtækisins sé sú
fullkomnasta í heiminum. Segir hann
gildi Söguatlassins og helsta styrk-
leika hans liggja í því að þar sé hefð-
bundin kortaframsetning, þar sem
heimurinn er sýndur frá norðri til
suðurs og frá sjónarhóli Evrópubúa,
látin lönd og leið. Þess í stað sé leit-
ast við að sýna heiminn út frá sjón-
arhóli þeirra sem skópu sögu hvers
heimshluta í sinni tíð.
„Til að ná þessu fram hefur korta-
deild Dorling Kindersley þróað ná-
kvæman kortagagnagrunn yfir alla
jörðina sem byggður er á gervi-
hnattamyndum bandaríska hersins.
Þetta gerir það mögulegt að fram-
setja jörðina og hluta hennar út frá
frá hvaða sjónarhorni sem þurfa
þykir.“
Söguatlasinn spannar meira en
20.000 ár og í honum eru 480 kort.
Leiðbeinandi verð er 14.900 kr. en
sérstakt tilboðsverð, 11.900 gildir til
áramóta.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri hjá Eddu – miðlun og útgáfu,
Kristján B. Jónasson ritstjóri og Pétur Árnason, þýðandi og höfundur
sérkafla um Ísland, kynntu nýútkominn Söguatlas Máls og menningar.
Nýr Söguatlas Máls og menningar
Sagan frá mörg-
um sjónarhornum