Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PASTAVÉL PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 RIFJÁRN PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 PASTAPOTTAR Rifjárn fyrir parmesan, hnetur, súkkulaði o.fl. Verð 1.495 Verð 4.995 4.5l og 7l, 18/10 stál Verð frá 7.900 PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 „ÞÁGUFALLSSÝKI“ svokölluð hefur aukist síðastliðin 19 ár meðal 11 ára barna og er hún mun algeng- ari meðal drengja en stúlkna. Þetta kemur fram í BA-ritgerð Björns Gíslasonar, sem lögð var fram við Háskóla Íslands í vor. Björn útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá heimspekideild Há- skóla Íslands síðastliðið vor. Loka- verkefni Björns fólst í rannsókn á tíðni „þágufallssýki“ og „nefnifalls- sýki“ meðal ellefu ára barna í Reykjavík og birti hann niðurstöð- urnar í BA-ritgerð sinni, er nefnist Að verjast föllum: Um þágufalls- sýki og nefnifallssýki. Kveikjan að verkefninu var, að sögn Björns, rannsókn, sem Ásta Svavarsdóttir gerði fyrir 19 árum á þágufallssýki meðal 11 ára gamalla barna. Ásta gerði rannsókn í 11 skólum út um allt land og kom um þriðjungur barnanna úr Reykjavík. Datt Birni í hug að áhugavert gæti verið að gera nýja rannsókn og sjá hvort breyting hefði orðið á tíðni þágu- fallssýki hjá þessum aldurshópi. Könnun hans er þó ekki að fullu sambærileg við rannsókn Ástu, því að úrtak Björns var einskorðað við fimm skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það var það fjölmennara en hið fyrra, eða 232 börn á móti 202 fyrir 19 árum. Er baráttan gegn þágufallinu vonlaus? Rannsókn Björns beindist aðal- lega að notkun tíu algengra sagna og sagnarsambanda sem tilhneig- ing er til að nota þágufall með. Sjö þeirra lágu til grundvallar eldri rannsókninni. Björn lagði fram skriflega könnun í fimm grunnskól- um í Reykjavík en eldri könnunin var einnig skrifleg. „Ég reyndi að fela það sem ég var í rauninni að kanna,“ segir hann. Björn setti könnunina upp eins og málfræðiæf- ingu. Gefnar voru setningar með umsögn, sem tekur með sér þágu- fall, og kvenmannsnafn í sviga. Síð- an áttu börnin að setja persónu- fornafnið hún í viðeigandi falli í stað nafnsins sem frumlag setningarinn- ar. „Þá gat ég séð hvaða fall þau notuðu með hvaða sögn.“ Björn segir að vera megi að þágufallssýk- in komi afdráttarlausar fram í skriflegri könnun, þar sem þátttak- endur hafa tíma til að hugsa sig um, en hún sé samt fyrst og fremst tal- málsfyrirbrigði og það verði að hafa í huga þegar niðurstöður hennar séu metnar. En þrátt fyrir að könn- unin væri skrifleg, kom fram tölu- vert hátt hlutfall þágufallssýki meðal barnanna. Höfðu börnin sér- lega ríka tilhneigingu til að nota þágufall með þremur sögnum, sem skulu standa með frumlagi í þolfalli. Það voru sagnirnar kitla, svima og vanta. 54% notuðu þágufall með kitla, 53% með svima og 50% með vanta. Birni fundust niðurstöðurnar varðandi sagnirnar vanta, langa og sagnarsambandið hlakka til afar at- hygliverðar í ljósi þess, að sérstök áhersla hafi verið lögð á það í skól- um að kenna rétta notkun þessara sagna og notkun þágufalls með þeim sé undantekningarlaust kennt sem rangt mál. Engu að síður noti helmingur barnanna þágufall með vanta, 33% með langa og 35% noti þágufall með hlakka til. „Kennslan virðist ekki skila sér að þessu leyti. Það er a.m.k. ekki merkjanlegt í þessum niðurstöðum,“ segir Björn. Því til stuðnings að baráttan gegn þágufallssýkinni hafi ekki borið ár- angur bendir hann á að samanburð- ur niðurstaðna sinna og Ástu Svav- arsdóttur frá því fyrir 19 árum sýni að í öllum sjö tilvikum, sem sameig- inleg voru báðum rannsóknunum, aukist þágufallssýkin eða standi í stað en minnki hvergi. „Sýkin“ mismikil eftir sögnum Þágufallssýkin er mismunandi mikil eftir sögnum. Þannig kemur hún síst fram með sögninni gruna, eða í 24% tilvika en helst með sögn- inni kitla, eða í 54% tilvika. Björn bendir á, að þær þrjár sagnir og sagnarsambönd, sem oftast er minnst á í baráttunni við þágufalls- sýki, vanta, langa og hlakka til, sýni ekki sams konar breytingar hvað varðar þágufallssýki á milli rann- sóknanna. Þágufallssýki hafi aukist með hlakka til og vanta en hún standi í stað með langa. Nefnir hann sem hugsanlega skýringu á þessum mun, að sögnin langa sé meira notuð í daglegu tali og því sé oftar hamrað á því við börn að þau eigi að segja mig langar en ekki mér langar. Strákar þágufallssjúkari Sláandi er, að einungis fimm krakkar, eða 2,2% af heildarfjöld- anum, voru algjörlega lausir við þágufallssýki, og voru þeir allir stúlkur. Það kemur heim og saman við það, að þágufallssýkin er, hvað flestar sagnirnar varðar, mun al- gengari meðal strákanna. Þó eru kynin nokkurn veginn jafn þágu- fallssjúk er kemur að þeim sögnum, sem hafa hæsta tíðni þágufalls- frumlags í heildarniðurstöðunum. Mestur er munurinn á milli kynja í sögnunum verkja, dreyma, langa og gruna. Nota 53% drengja þágufalls- frumlag með sögninni dreyma en 25% stúlknanna. Af þessum sögn- um var kynjamunurinn minnstur í sögninni langa en þó það mikill, að 42% drengjanna notuðu þágufall en aðeins 23% stúlknanna. Björn kemst því að þeirri niðurstöðu að drengir séu tvímælalaust þágufalls- sjúkari en stúlkur. „Nefnifallssýki“ einnig til Auk þágufallssýki kannaði Björn nokkuð, hvers tilvist væntanlega fá- ir eru sér meðvitaðir um en það er „nefnifallssýki“. Björn kannaði notkun nefnifalls með sögnunum hvolfa, ljúka, seinka og sagnarsam- bandinu reka á land, þar sem nota skal þágufall eða þolfall. Þannig notuðu 45% barnanna nefnifall með reka á land, 35% með sögninni ljúka, 11% með seinka og 40% barnanna notuðu nefnifall með sögninni hvolfa. Munurinn á kynj- um er ekki eins áberandi hér og í þágufallssýkinni og með einni sögn- inni voru stúlkur gjarnari á að nota nefnifall en drengirnir. Munurinn er hvergi meiri en 4-6%; sýnir nefnifallssýki því „ekki eins skýra fylgni við kyn eins og þágufallssýk- in“. Jafnvel þótt úrtak hinnar eldri könnunar og þessarar sé ekki fylli- lega sambærilegt, bendir allt til þess, að þágufallssýki hafi aukist meðal 11 ára barna, eða – svo notað sé orðalag Björns – „að þolfallið sé að veikjast og þágufallið sé að sækja á sem frumlagsfall“. „Að verjast föllum“ „Þágufallssýki“ virðist sækja á meðal skólabarna                                                      UM 4.000 urriðar veiddust í Laxá í Mývatnssveit og þótti mjög gott. Undir lokin var þó farið að róast nokkuð, enda var þá mikið slý í ánni. Þarna er aðeins veitt á flugu og margir veiðimenn sleppa flest- um eða öllum fiskum sínum án þess að þeim sé það lögboðið. Óvenjumargir átta til tæplega tíu punda fiskar veiddust, a.m.k. tug- ur, flestir í Geirastaðaskurði, en þó mikið væri um vænan urriða var það mál manna að frekar lítið væri af „millistórum“, eða 5-7 punda fiskum. Mjög mikið var af 2-4 punda fiski. Eins og gefur að skilja kennir margra grasa í flugulistanum í veiðiskýrslunum, en yfir höfuð virðast púpur, aðallega með kúlu- haus, hafa leyst straumflugur af hólmi. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan menn með mönnum notuðu nær eingöngu straumflugurnar og þeir voru álitnir eitthvað sérvitrir sem beittu púpum. Nú er öldin önnur. Af púpum sem gáfu vel má nefna Peacock, Watsons Fancy, Mobutu og fleiri. Tölur úr ýmsum áttum Enn seytla inn tölur héðan og þaðan, sumar þeirra óstaðfestar lokatölur. Staðfestar verða þær ekki fyrr en Veiðimálastofnun hef- ur unnið úr veiðibókum síðla vetr- ar. Laxá í Kjós átti alveg þokka- legan sprett í lokin og fór yfir fjögurra stafa töluna. Var í vertíð- arlok með um 1.030 laxa sem er nánast sama tala og í fyrra. Það er afar gott í Kjósinni því skilyrði til veiða hafa sjaldan verið jafn lang- varandi léleg og síðasta sumar. Auk þessara rúmlega þúsund laxa veiddust fleiri hundruð sjóbirtinga og voru mjög margir þeirra frá 4 og upp í 10 pund. Lokatala úr Haukadalsá er um 580 laxar sem er miklu betra en í fyrra, en þá veiddust 348 laxar. Laxá í Dölum er einnig miklu betri en í fyrra og var komin í tæplega 900 laxa í vikunni, en allt síðasta sumar gaf áin 602 stykki. Þá er Laxá í Leirársveit komin yfir 900 laxa. Nýjungar í hnýtingum Verslunin Útivist og veiði/Litla flugan hóf nýlega innflutning á tækjum og efni til hnýtingar frá fyrirtækinu Fly Company og dag- ana 2.-4. nóvember nk. verða tveir sérfræðingar á vegum fyrirtæk- isins, Morten Valeur og Henrik Andersen, með hnýtingarnám- skeið í versluninni. Þetta verða þrjú þriggja klukkustunda nám- skeið og kenna þeir ýmsar nýj- ungar í hnýtingum, ekki síst hnýt- ingu túpuflugna. Þetta eru þannig námskeið að þau henta bæði byrj- endum og lengra komnum. Endaði vel í Mývatnssveit Morgunblaðið/Arnaldur Menn eru enn að draga vænar bleikjur úr Soginu og þetta ferlíki veidd- ist fyrir landi Ásgarðs í sumar, 5,5 punda hængur. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? JÓNMUNDUR Guðmarsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisfélagsins á Seltjarnarnesi hinn 3. nóvember nk. sem efnt er til vegna sveitar- stjórnakosninga á vori komanda. Jónmundur hefur verið bæjar- fulltrúi sjálfstæð- ismanna í bæjar- stjórn Seltjarnarness frá árinu 1998 og er jafnframt formaður skólanefndar bæjarins. „Ég hef fundið fyrir mikl- um og ört vaxandi stuðningi á síðustu misserum og tók ákvörðun um fram- boð í samráði við stuðningsmannahóp minn í fyrrakvöld. Með framboði hyggst ég leita eftir umboði flokks- bundins sjálfstæðisfólks og kjósenda Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi til að leiða lista okkar í kosningunum í vor og Sjálfstæðisflokkinn í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili,“ segir hann. „Ég telst líklega til innfæddra Seltirninga og ég ber hag bæjar- félagsins mjög fyrir brjósti. Ég lít á starf bæjarfulltrúa sem þjónustustarf við alla íbúa Seltjarnarness og hef starfað í þeim anda.“ Jónmundur er 33 ára og starfar sem fjárfestingarstjóri hjá Íslenska- hugbúnaðarsjóðnum hf. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1988, BA-prófi í heimspeki og stjórnmálafræði frá HÍ 1992 og meistaragráðu í alþjóða- stjórnmálum frá Oxford-háskóla 1994. Hann er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau fjögur börn. Gefur kost á sér í fyrsta sætið Jónmundur Guðmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.