Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKSÍ fær 62 milljónir króna frá UEFA /B1 Fylkir í bikarúrslit í fyrsta sinn/B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í FYRSTU átta mánuði ársins var handbært fé frá rekstri neikvætt um 6,9 milljarða króna, en staðan var jákvæð um 7,1 milljarð í fyrra. Þessi niðurstaða er rúmlega 4,7 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur eru heldur yfir áætlun, eða sem nemur 800 milljónum, en gjöldin eru hins vegar 5,5 milljörðum umfram áætl- un, sem að miklu leyti má rekja til sérstakra tilefna svo sem vaxta- greiðslna vegna forinnlausnar spari- skírteina, nýrra kjarasamninga, hæstaréttardóms vegna málefna ör- yrkja o.fl. Hreinn lánsfjárjöfnuður var nei- kvæður um 8,2 milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins sem er 5,3 milljörðum lakari útkoma en áætlað var og 17,2 milljörðum lakari en í fyrra. Skýringin á lakari út- komu en í fyrra er, auk þess sem áð- ur er nefnt, að á árinu 2000 komu til greiðslu 5,5 milljarðar króna vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999. Það sem af er árinu hefur ríkið tekið 11,4 milljarða að láni innanlands, en sömu mánuði í fyrra tók ríkið tæplega 3 milljarða að láni innanlands. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru greiddir 10 milljarðar króna í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að grynnka á framtíðarskuldbind- ingum ríkissjóðs, en sambærileg tala fyrir síðasta ár er 4 milljarðar. Greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins 2001 reyndist neikvæð um rúma 4 millj- arða króna, sem er 5,5 milljörðum lakara en á sama tímabili árið áður. Skattgreiðslur meiri en reiknað var með Ríkissjóður hefur fengið talsvert meiri skatttekjur frá einstaklingum en reiknað var með í fjárlögum og skýrist það fyrst og fremst af mikl- um launahækkunum. Fyrirtæki hafa einnig skilað meiri skatttekjum og skattar á hagnað hafa einnig hækkað. Þróun veltuskatta gefur hins veg- ar allt aðra niðurstöðu, en þeir reyndust tæplega 1,5 milljörðum króna lægri í krónutölu en á sama tíma í fyrra og 5,5 milljörðum króna undir áætlun fjárlaga. „Þessi þróun endurspeglar með óyggjandi hætti umtalsverðan samdrátt að raungildi milli ára sem nemur rúmlega 7%. Sem fyrr má einkum rekja þessa þróun til verulegs samdráttar í neysluútgjöldum milli ára, ekki síst kaupum á bílum og ýmsum varan- legum neysluvörum, svo sem heim- ilistækjum. Sem dæmi má nefna að vörugjöld af innflutningi bifreiða hafa lækkað um meira en 40% milli ára, eða sem nemur 1,5 milljörðum króna. Vörugjöld af bensíni lækka einnig milli ára. Samanlögð áhrif þessara þátta koma fram í virðis- aukaskatti, en hann skilar nú minni tekjum í krónum talið en á sama tíma í fyrra. Sú niðurstaða jafngildir um það bil 6% samdrætti að raun- gildi milli ára,“ segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins. Afkoma ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins Tekjur af veltusköttum 5,5 milljörðum undir áætlun ÖKUMAÐUR sendibifreiðar, sem fór út af veginum í Svínahrauni á þriðjudagskvöld, er mjög alvarlega slasaður og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann fór í aðgerð á spítalanum í gær og er tengdur við öndunarvél á gjörgæslu- deildinni. Þá er líðan tólf ára stúlku sem varð fyrir bifreið á Háaleitisbraut árla síðastliðinn föstudag óbreytt. Hún er í öndunarvél á gjörgæslu- deild og er að sögn vakthafandi læknis mjög alvarlega slösuð. Óbreytt líðan eftir umferðarslys BÓNDINN á Reyn við Vík í Mýr- dal er að öllum líkindum bjarg- vættur fálka nokkurs sem nú gistir Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Er bóndinn fann hann var hann ataður grút og gat því ekki flogið. Þorvaldur Björnsson kann tökin á fálkanum, enda vanur að þrífa fugla af ýmsum tegundum í starfi sínu á Náttúrufræðistofn- un. „Hingað koma hrafnar, ernir, smyrlar og fálkar annað slagið sem hafa lent í olíu eða grút,“ segir Þorvaldur og gefur fálk- anum, sem er óvenju spakur, gæsakjöt í beittan gogginn. „Þessi hefur komið úr eggi síð- asta vor og hefur í óvitaskap sín- um lagt til atlögu við múkka.“ Þorvaldur segir að fálkar veiði gjarnan fýlsunga en verði að gæta þess að láta þá æla áður en ráðist er á þá, annars er voðinn vís. Fugl ataður grút gæti veslast upp og drepist. Þorvaldur hefur þvegið fálkann hátt og lágt upp úr mildri sápu en ekki nægir að gera það aðeins einu sinni og í næsta þvotti verð- ur áherslan lögð á að þrífa stélið og vængina. Fálkinn fær ekki margar heim- sóknir enda er ekki æskilegt að hann venjist mannfólkinu um of áður en honum verður sleppt ein- hvern tímann á næstu dögum. „Fálkar eru yfirleitt mjög gæfir og þó að goggurinn virðist beitt- ur þá eru það samt klærnar sem eru þeirra aðalvopn,“ segir Þor- valdur og sýnir blaðamanni út- klóraða fingurna. „Við erum bún- ir að merkja hann og svo förum við sennilega með hann upp í Heiðmörk eða þar í grennd og sleppum honum.“ Það er þó alls óvíst að fálkinn komi til með að dvelja í nágrenni við höfuðborg- ina í vetur en Þorvaldur segir að þeir leiti þangað sem æti er að finna og af því sé svo sem nóg við bústaði mannanna. Ungur fálki í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Morgunblaðið/Ásdís Fálkinn reynir að hefja sig til flugs af hendi Þorvaldar Björnssonar. Af fálkaslóðum SKILTI Smárabíós var sett upp á norðurhlið verslunarmiðstöðv- arinnar í Smáralind í fyrrinótt. Skiltið er gríðarlega stórt, en hæð- in nemur 1,40 metrum og breiddin 14 metrum. Morgunblaðið/Golli Gríðarstórt skilti ♦ ♦ ♦ HREINN Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að á vordögum hafi verið ákveðið að fresta almennu útboði Landssímans með hliðsjón af því að áður en endanlegar tímasetningar voru ákveðnar hafi komið fram að Íslandssími væri með útboð á sama tíma. Fleiri ástæður hafi verið fyrir því að útboðinu var frestað, menn vonuðust einnig til að aðstæður yrðu betri nú en þær voru þá. Aðspurður segir Hreinn það út í hött að hagsmunir Íslandssíma hafi verið látnir ráða þegar útboði Landssímans var frestað. „Það voru hagsmunir ríkissjóðs að fara ekki út með söluna á sama tíma og annað fyrirtæki á þessum markaði var í útboði. Við vonuðumst líka til þess að aðstæður yrðu aðrar og jafnvel betri í haust en þær voru í vor, því þær voru ekkert mjög góðar þá. Hins vegar getum við ekki beðið fram í hið óendanlega,“ segir Hreinn. Hann segir hugsunina að baki hafa verið að það sé ekki hagstætt að tvö fyrirtæki í sömu grein fari í útboð á sama tíma. Íslandssími hafi verið fyrri til að ákveða dagsetn- ingar og þá hafi verið tekin ákvörð- un um að fresta útboðinu, þar sem einkavæðingarnefndin hafi talið að annað gæti komið illa niður á sölu Landssímans. Einnig hafi nefndin viljað bíða með útboð Landssímans, sem er miklu öflugara fyrirtæki, til að skapa grundvöll fyrir virkri sam- keppni á markaðnum. Hreinn segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort hagstæðara hefði verið að efna til útboðs síðasta vor. „Ég tel í raun og veru að það sé ekki hægt að svara þessu öðruvísi en að aðstæður séu alveg jafngóðar til að fara af stað með svona sölu núna og þá. Menn geta hins vegar deilt um hvort það mat mitt sé rétt.“ Hreinn segir að á föstudaginn, þegar útboðinu lýkur, komi í ljós hvort sá hlutur sem ætlaður er al- menningi og starfsmönnum í fyrsta áfanga sölunnar hafi allur selst. „Ef þetta selst allt er þetta klárlega ágætis tímasetning, ef þetta selst ekki nema að litlu leyti getum við sagt að kannski hefði einhver önnur tímasetning verið heppilegri,“ segir Hreinn. Útboði Landssímans frestað vegna útboðs Íslandssíma í vor Verið að hugsa um hagsmuni ríkissjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.