Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 51 DAGBÓK HAUST Í FLASH Peysur áður 3.990, nú 2.990 Gallapils áður 4.990, nú 2.990 Skokkar frá 3.990 Stærðir 38-46. Laugavegi 54, sími 552 5201 S I L K I B O L I R Margir litir Opið virka daga frá kl. 10 - 18. laugardaga frá kl. 10 - 14. Verð 4.960 kr. BOOTS SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ HR Moccasínur Ralph Boston (Extra wide) Teg.: EUR2917 Stærðir: 41-46 Litur: Svartur Verð áður 6.995 Verð nú 3.995 HR Sandalar IMAC Teg.: JSG121800 Stærðir: 40-46 Litur: Svartir Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Persónuleg og fagleg ráðgjöf Klipping innifalin Útsala á eldri birgðum Skólavörðustíg 10. Tímapantanir í síma 511 2100 HÁRKOLLUR NÝ GERÐ Dóróthea Magnúsdóttir og Hugrún Stefánsdóttir hárkollu- og hársnyrtifræðingar NORÐUR er í fyrstu hendi, á hættunni gegn utan hættu, og vekur að sjálf- sögðu á einu hjarta: Norður ♠ D97 ♥ ÁG843 ♦ K ♣ KD84 Næsti maður stekkur í þrjá spaða og suður segir fjóra tígla: Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta 3 spaðar 4 tíglar Pass ? Þessi vandræðastaða blasti við mörgum keppend- um á laugardaginn í loka- móti sumarbrids í Hreyfils- húsinu. Hvaða sögn myndi lesandinn velja? Fjórir tíglar suðurs, litur og krafa. Ef þú segir fjögur hjörtu mun makker taka það sem lengri og betri lit, svo sú sögn kemur ekki til greina. En hvað með fimm lauf? Þetta er þó litur, en aðeins fjórlitur og hætt er við að makker búist við fimmlit. Höfum það í huga að makker doblaði ekki þrjá spaða neikvætt til að vísa á láglitina og á því tæplega lauflit líka. Að þessu athug- uðu virðist eina sögnin sem kemur til greina að lyfta í fimm tígla á kónginn blank- an. Norður ♠ D97 ♥ ÁG843 ♦ K ♣ KD84 Vestur Austur ♠ 65 ♠ ÁKG10842 ♥ KD102 ♥ 95 ♦ 87 ♦ 1063 ♣ 109652 ♣ 7 Suður ♠ 3 ♥ 76 ♦ ÁDG9542 ♣ ÁG3 Þeir sem það gerðu upp- skáru 620. Tólf slagir eru á borðinu, en ekki er að sjá að hægt sé að melda slemmuna af skynsemi. Norður á ekki nóg til að segja fjóra spaða (sem væri slemmuáskorun í tígli) og suður getur varla lyft fimm tíglum í sex. Í einum leik a.m.k. valdi norður að segja fimm lauf við fjórum tíglum. Suður hækkaði í sex lauf og vestur doblaði!? NS fengu þar með tækifæri til að breyta í sex tígla, en létu það ógert og vestur slapp með skrekkinn. Sex lauf fóru einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT NÚ ER SUMAR Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða, veðurlagsins blíða eykur yndishag. Látum spretta, spori létta, spræka fáka nú. Eftir sitji engi, örvar víf og drengi sumarskemmtun sú. Tíminn líður, tíminn býður sælan sólskinsdag. Yndi er úti á grundum, yndi, heim þá skundum seint um sólarlag. Steingrímur Thorsteinsson Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. september, verður níræð Kristín Guðmundsdóttir, Dvalarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Þórður Hjaltason frá Bol- ungarvík. Hann lést 1969. Afkomendum hennar, vin- um og vandamönnum er boðið að fagna þessum tíma- mótum með henni laugar- daginn 22. september í veislusal Félagsþjónustunn- ar í Árskógum 4, milli kl. 16 og 19. 60 ÁRA afmæli. Í gær,miðvikudaginn 19. september, varð sextug Sig- rún Sigríður Garðarsdóttir, Hraunbæ 78, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, föstu- daginn 21. september, kl. 18-21 í Skipholti 70. STAÐAN kom upp í síðustu umferð á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarfirði. Bragi Þorfinnsson (2.371) hafði hvítt og hefði með sigri getað tryggt sér þriðja og síðasta áfangann að alþjóðlegum meist- aratitli. Stefán Krist- jánsson (2.380) var hins vegar ekki á þeim buxunum að gera honum það auð- velt fyrir og reiddi nú til höggs: 43... Hxe4! 44. Dh8+ Ke7 45. Dh7+ Kd8 46. Dxe4 Bb7! 47. Bxb7 Hxd1 48. Bc6 De7 49. Dc4? 49. Dg6 hefði veitt harðvítugri mótspyrnu. 49... Dh7! 50. Kf3 Dd3+ 51. Dxd3+ Hxd3+ 52. Kg4 Hc3 53. Bd5 Ke7 54. Kf5 Hc5 55. Ke4 c6 56. Bg8 Kf6 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Írisi Kristjáns- dóttur Guðbjörg Birna Jónsdóttir og Vignir Örn Sigþórsson. Heimili þeirra er í Melseli 18, Reykjavík. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Guðmundi Karli Ágústssyni Lilja Ólafar- dóttir og Trausti Ægisson. Heimili þeirra er í Bárðarási 18, Hellissandi. 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. september, verður 75 ára Halldóra Snædal, Heiða- hrauni 38, Grindavík. Hún tekur á móti gestum nk. laugardag kl. 15-17 í Safn- aðarheimili Grindavíkur- kirkju. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert athugull um annarra hagi og kannt vel að gefa öðrum góð ráð. Það stuðlar að vinsældum þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera laun erf- iðis þíns. Einhverjir öfundar- menn þínir hafa sig í frammi, en þú hristir þá bara af þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki eyðsluklóna í þér ná yfirhöndinni. Langi þig í einhvern hlut skaltu hinkra við og sjá svo til, hvort hann er ennþá ómissandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú mátt aldrei missa sjónar á velferð þinna nánustu, þótt í mörg önnur horn sé að líta. Skipuleggðu tíma þinn svo þú komist yfir hlutina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú mátt ekki missa sjálfs- traustið, þótt einhverjir haldi uppi gagnrýni á störf þín. Þú getur varist henni og því er hún þér gott aðhald. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu raunsær í peningamál- um og láttu ekki freistast til þess að slaka á klónni. Með réttu lagi tekst þér að sigla milli skers og báru. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa. Þú getur alltaf lært eitthvað af því, þótt ekki sé þar með sagt að þú þurfir að breyta eftir því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu undan áhuga þínum á umhverfismálum og vertu hvergi banginn, þótt þau séu umdeild nú um stundir. Góð- ur málstaður er alltaf gulls ígildi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt þér séu margir vegir færir, verður þú að gæta hófs og mátt ekki misbjóða nein- um. Þetta kallar á sérstaka varfærni af þinni hálfu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikill áhugi í kring um þig á starfi þínu og menn bíða spenntir eftir útkomunni. Láttu það ekki herða á þér, því flas er ekki til fagnaðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að skapa þér tóm til útivistar á degi hverjum, því annars áttu á hættu að eilífar innisetur spilli heilsu þinni. Sýndu þolinmæði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú bíður í ofvæni eftir því að þér verði hrósað fyrir góða frammistöðu. Láttu þetta þó ekki eyðileggja daginn, þinn tími mun koma. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu upp við þig hvaða kröf- ur þú vilt að vinir þínir geri til þín og þú til þeirra. Þú þarft ekki að sinna hverju sem er, þótt vinir eigi í hlut. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.